Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Eins og ein stór fjölskylda
n Íbúar í Árneshreppi á Ströndum standa saman n Allur hreppurinn mætti í afmæli n Átökin í kringum kirkjuna n Óttast að mæta ísbirni á dimmum vetrarmorgni
Í
myndaðu þér samfélag þar sem
framhald þekkist ekki og samstaða
íbúanna er svo sterk að alvarleg
átök hafa ekki þekkst síðan kirkjan
var reist. Samfélag þar sem íbúar
eru svo fáir og samgöngur svo lélegar
að fólkið verður að treysta á hvert ann
að. Til að finna það þá keyrir þú veg
inn á enda, norður á Strandir og inn
í Árneshrepp, nyrsta sveitarfélagið
í Strandasýslu og það minnsta á
landinu. Hér smalar enginn einn held
ur smala allir með öllum.
Velkomin
Í kvöld er afmæli. Guðmundur Magnús
Þorsteinsson, oftast kallaður Mundi,
er sjötugur. Hann hefur látið orðið
berast, það verður heitt á könnunni
og þá mætir allur hreppurinn. „Ætlið
þið ekki að koma?“ spyr oddvitinn í
hreppnum, Oddný Snjólaug Þórðar
dóttir, bóndi í Krossnesi. Við sitjum á
skrifstofu oddvitans, sem stendur inn
af Kaupfélaginu, með útsýni yfir hafið.
Kaupfélagið er helsti samkomustaður
sveitarinnar en er lokað í dag. Þar fá
sveitungarnir súkkulaði og prjóna
húfur, frosnar matvörur og drykkjar
föng. Ferskmetið kemur með fluginu á
fimmtudögum.
Til að ganga úr skugga um að við
séum örugglega velkomin slær odd
vitinn á þráðinn til afmælisbarns
ins og segir að ég eigi rætur að rekja
norður. Oddný frétti það fljótlega eftir
að við komum norður, slíkt
er ekki lengi að berast á milli
bæja. Hér taka heimamenn vel
á móti sínu fólki. „Reyndar er
það maðurinn minn sem er frá
Dröngum,“ leiðrétti ég en það
kemur ekki að sök. Við erum
velkomin.
Kom á hverju sumri
Oddný ólst upp á Suðurlandi,
„í flatneskjunni þar“, en var
send hingað í sveit sem barn
og unglingur. Hún var hjá
móðursystur sinni á Melum á
sumrin og eiginmanni henn
ar. „Þau tóku mér alltaf með
opnum örmum og það var
alltaf svo gott að koma hing
að og vera hér, gjörólíkt því
sem ég þekkti fyrir sunnan.“
Móðursystir hennar dó
ung frá börnunum og móð
ir Oddnýjar fóstraði yngsta
barnið sem var þá nýfætt.
„Þannig að tengslin hafa
alltaf verið mjög sterk.“
Hún kom fyrst þegar hún var tólf
ára og síðan á hverju einasta sumri
þaðan í frá, allt þar til hún varð 28 ára
og tók saman við bóndann á Kross
nesi. Hún var þá orðin móðir og
menntaður leikskólakennari og hafði
starfað sem slíkur í nokkur ár. „Ég end
aði hér. Enda fannst mér alltaf svo gott
að vera hérna. Það er einhvern veg
inn þannig að tengingin hingað er svo
sterk. Í flestum tilfellum sækja brott
fluttir aftur hingað. Rosalega margir
koma á hverju sumri.“
Verra að mæta ísbirni en draugum
Landslagið er stórbrotið og það heillar,
nálægðin við sjóinn og þessi háu fjöll.
„Umhverfið hefur rosalega góð áhrif.
Það er það sem gerir það að verkum að
ég vil vera hér, mér finnst gott að geta
horft út á sjóinn og fjöllin ógna mér
ekki. Í mínum huga eru þau falleg og
vinaleg og ég get alltaf dáðst að þeim.“
Aðspurð um myrkrið segir hún það
ekki hafa áhrif á sig. Ekki þannig. En
auðvitað er ekki gaman að vera einn í
rafmagnsleysi. Þá verður svartamyrkur
hér. „Við erum með vararafmagn en
það er mjög erfitt að setja mótorinn í
gang. Ég held að ég gæti ekki gert það
ein.“
Hann er líka lélegur en gerir þeim
að minnsta kosti kleift að kveikja ljós
og elda á einni hellu. „Það væri algjör
lega ömurlegt að hafa ekkert.“
Sums staðar er ekkert vararafmagn,
eins og hér á Norðurfirði þar sem
kaupfélagið er. Þar eru húsin úr stein
steypu og verða mjög köld í rafmagns
leysinu. Sérstaklega í vetrarhörkunni,
þegar vindurinn blæs og frostið næðir.
Oddný er ekki hrædd við myrkrið
og hún óttast ekki drauga, ekki leng
ur, hún gerði það sem barn. Nú óttast
hún hins vegar ísbjörninn sem hún
gæti mætt á leið sinni til vinnu. „Mér
þætti heldur verra að mæta ísbirni
en draugum,“ segir hún hlæjandi. „Í
gamni og alvöru þá hugsa ég stund
um um það þegar ég geng á milli á vet
urna, í myrkri og snjó og svelli, hvað ég
ætti að gera ef ég mætti ísbirni. Ég gæti
ekkert gert.
Þetta er alveg möguleiki. Þeir hafa
verið að þvælast hérna og það komu
birnir í Ófeigsfjörð fyrir nokkrum
árum.“
Atvinnutækifærin
Börnin sem fara burt í nám sækja líka
stíft hingað. Fæst þeirra koma þó til
þess að vera. „Auðvitað mennta þess
ir krakkar sig í burtu héðan. Vonandi
koma þeir aftur með tímanum.“
Eins og skólastjórinn í Finnboga
staðaskóla. Hún er fædd og uppalin í
sveitinni en fór héðan og menntaði sig
sem kennari og sneri aftur sem skóla
stjóri og þriggja barna móðir.
Fleiri myndu vilja koma aftur en
geta segir Oddný. „Þau hafa mörg vilja
til að koma en maki þeirra verður að
vilja það líka og svo verða þau að geta
skapað sér tækifæri til þess að vinna.“
Hér er sauðfjárrækt undirstaðan
fyrir búskap og bændurnir byggja á
því. Hér er líka höfn og hægt að gera út.
Það er stutt á strandveiðar héðan
svo á sumrin sækja margir í að vera
hér með báta. Síðan er það skólinn.
Þó að börnin séu fá þá eru þau á öll
um aldri, frá sex og upp í fimmtán,
þannig að þar starfa bæði kennari
og skólastjóri. Hér er líka flugvöll
ur sem þarf að þjónusta og veður
athugunarstöð. Hér er meira að
segja einn blaðamaður sem flytur
fréttir úr sveitinni á vefsíðunni Litli
Hjalli.
Sundlaugin í myrkrinu
Og sundlaugin, Krossneslaugin sem
stendur við flæðarmálið. Laugin var
byggð árið 1954, áður en vegurinn
var lagður að Krossnesi þannig að
efnið var allt flutt á bátum. Aðstæður
voru nefnilega hinar ákjósanlegustu
þar sem skammt frá sjónum stendur
hvammur með heitu vatni frá Kross
neslaugum og kaldur bunulækur.
Ungmennafélagið Leifur heppni stóð
að framkvæmdinni og jarðeigendur
létu eftir lóðina.
Sundlaugin er mikið notuð af
heimamönnum og er hálfgerður
samkomustaður ungmenna á sumrin.
Þá fara ferðamenn nánast undantekn
ingarlaust í laugina og láta það gjarna
vera sitt fyrsta verk hér í sveitinni.
Við förum í kvöld, í myrkrinu.
Ekkert rafmagn er í klefunum en þar
stendur kerti sem hægt er að kveikja á.
Skýjabreiðurnar leggjast yfir fjallið fyr
ir ofan laugina og það hvissar í öldun
um sem leggjast að fjörunni fyrir
neðan.
Oddný býr rétt hjá lauginni en hún
notar hana aldrei. „Kannski bý ég
bara of nálægt,“ segir hún hlæjandi.
Henni fannst líka nóg um að þurfa að
þrífa laugina hér á árum áður, áður en
fenginn var maður til þess yfir sumar
tímann. Það er hins vegar látið ógert á
veturna, enda er laugin full af grænu
slími.
Minnsti skóli landsins
Oddný lætur sig samt dreyma varð
andi hitaveituna í hreppnum. „ Fyrir
nokkrum árum var borað fyrir vatni
og eftir það væri hægt að leiða heitt
vatn inn í Norðurfjörð. Það væri algjör
snilld en það bara kostar og það vant
ar fjármagn.“
Hreppurinn hefur ekki mikið til
ráðstöfunar. „Við eigum ekki nóg til
þess að standa straum af slíkum kostn
aði,“ segir Oddný. „Við eigum bara
rétt fyrir því sem við þurfum og höf
um meira að segja verið aðeins í mín
us undanfarin ár þótt við höfum ekki
staðið í neinum framkvæmdum.“
Dýrasta einingin er skólinn en án
hans vildu þau ekki vera. Þó að hann
sé minnsti skóli landsins þá er hann
hjarta sveitarfélagsins. „Lífið er unga
fólkið. Það mætti vera meira af því hér.“
Alls eru sjö börn í skólanum. Á Bæ
eru ung hjón með tvö lítil börn, sex
og fjögurra ára. Skólastjórinn sjálf
ur er þriggja barna móðir og svo býr
lítil stelpa á Árnesi. Síðan er kennar
inn sem kom frá Vestmannaeyjum
með tvo stráka á skólaaldri. „Þau tóku
sér ársfrí til þess að koma hingað og
kenna,“ segir Oddný, en það vantar
kennara fyrir næsta vetur.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Afmælisbarnið Jón Guðbjörn Guðjónsson er veðurathugunarmaður, fréttaritari staðarins og póst-burðarmaður. Afmælisbarnið, Guðmundur Þorsteinsson, stendur þarna og við hlið hans er Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti og kaupfélagsstjóri og elsti íbúi hreppsins.
Veislan Allur hreppurinn mætti í
afmælið til Guðmundar á Finnbogastöð-
um. Hann missti æskuheimilið í eldsvoða
fyrir nokkru og náði ekki að bjarga neinu
nema sjálfum sér. Myndir Sigtryggur Ari
„Mér þætti heldur
verra að mæta ís-
birni en draugum.