Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 23
Þeir ræna sér eiginkonum
22 Erlent
tilvonandi hefur valið sér konu sem
honum líst vel á. Oft eru þau gjör
samlega ókunnug. Þegar maðurinn
hefur valið sér brúði þá hefst mik
ið ráðabrugg meðal fjölskyldu hans
um hvernig standa beri að mannrán
inu. Eftir að aðferð og atlaga hefur
verið ákveðin er slegið upp veislu á
brúðkaupsdaginn sjálfan. Fjölskylda
mannsins kemur saman með öllu til
heyrandi sem tíðkast í hefðbundn
um brúðkaupsveislum – kræsingum,
drykkjum á borðum. Slegið er upp
veislutjaldi þar sem tónlist er spil
uð. Brúðguminn bíður síðan oft í
veislunni eftir að honum verði færð
konan sem hann valdi sér.
Bræður og frændur hans setjast
upp í bíl, setið er fyrir konunni og
hún síðan gripin og borin gegn vilja
sínum inn í bílinn og henni ekið til
veislunnar. Þar taka móðir, frænkur
og ömmur brúðgumans við henni.
Þær klæða hana, grátandi og spark
andi, í brúðarslör og síðan eru þau
gefin saman á staðnum.
Þó að stúlkan í brúðarráninu sem
Morton og félagar fylgdust með hafi
streist á móti, grátið sáran og kallað
á móður sína þá virtist hún fljót að
sætta sig við og virtist jafnvel sátt við
ráðahaginn á endanum. Fjölskylda
mannsins fór því næst með gjafir til
fjölskyldu brúðarinnar og sættir náð
ust enda virtist fjölskylda brúðarinn
ar í því tilfelli hafa verið með í ráðum.
Ekki e‘ru þó allar frásagnir af
þessum sið jafn jákvæðar enda þó
samkomulag geti ríkt milli fjöl
skyldna um ráðahaginn þá er áætlað
að tveir þriðju þessara hjónabandi
séu gegn vilja brúðarinnar.
Ofbeldi og sjálfsvíg
Hávær krafa hefur verið í Kirgisistan
um að þessi grimmúðlega hefð
verði upprætt þar sem hún getur
haft skelfilegar og óafturkræfar af
leiðingar. Margar stúlkur og konur
sem teknar eru gegn vilja sínum í
hjónabönd svipta sig lífi og er sjálfs
vígstíðni meðal þeirra hærri en hjá
öðrum konum.
Að sögn Kleinbach er heimilis
ofbeldi algengara í mannránshjóna
böndum, þau enda frekar með skiln
aði. Konum sem er rænt og þær
þvingaðar í hjónaband er oft hafnað
af fjölskyldum sínum og þeirra eina
von er að vinna fyrir sér með vændi.
Aðeins ein undankomuleið
Dóttir Abdyshova Zyinagul svipti sig
lífi þremur mánuðum eftir að henni
var rænt í skjóli nætur þegar fjöl
skylda hennar var ekki heima. Abdys
hova og fjölskylda hennar leituðu
að stúlkunni og höfðu upp á henni
daginn eftir. Þau tóku hana aftur með
sér heim en þá varð fjölskyldan fyrir
miklum þrýstingi frá ættingjum.
„Þau sögðu þetta kirgiska hefð og
að það mætti ekki taka hana aftur.“
Svo fór að Abdyshova lagði blessun
sína yfir hjónabandið og dótturinni
skila til eiginmannsins. Þremur
mánuðum síðar hengdi dóttir Abdys
hova sig eftir að hafa verið beitt and
legu og líkamlegu ofbeldi af hálfu
mannræningja síns. „Hún þoldi ekki
meira.“ n
n Talið að tólf þúsund konum sé rænt árlega og þær þvingaðar í hjónaband í Kirgisistan n Margar beittar ofbeldi og sjálfsvígstíðni há
Erlent 23Helgarblað 12.–14. apríl 2013
Syrgir dóttur sína Dóttir Abdyshova
Zyinagul svipti sig lífi eftir þrjá mánuði í
hjónabandi með mannræningja sínum.
Myndir reuterS
Ást við fyrstu sýn? Madiev Tynchtyk lét ræna Ormonova Elmira, eiginkonu sinni, í annað
skipti sem þau hittust. Hann segir brúðarrán hefð sem ekki verði breytt.
teknar með valdi Hópur manna
rænir konunni sem tilvonandi brúðgumi
hefur valið sér, hendir henni inn í bíl og
ekur með hana í brúðkaupsveisluna.
Svipti sig lífi
eftir nauðgun
Foreldrar 17 ára stúlku frá Nova
Scotia segja að hún hafi svipt sig lífi
vegna alvarlegs eineltis sem hún
lenti í eftir að henni var nauðgað í
teiti á heimili vinar hennar. Enginn
var ákærður í málinu eftir lög
reglurannsókn en dómsmálaráð
herra Nova Scotia hefur farið fram á
endurupptöku málsins í ljósi sjálfs
vígs Rehtaeh Parson. Henni var
nauðgað í teitinu og náðust myndir
af því þar sem hún var að kasta
upp á meðan á henni var brotið.
Sú mynd fór víða og fyrir það fékk
Rehtaeh að líða.
Móðir hennar segir hana hafa
brotnað gjörsamlega niður og snéri
hún aldrei aftur í framhaldsskólann
sinn. Hún varð hins vegar fyrir árás
um eftir að hún kærði nauðgunina
til lögreglu. Henni tóku að berast
tölvupóstar frá stúlkum og strákum
þar sem henni var úthúðað sem
druslu. Svo fór að hún gerði til
raun til að svipta sig lífi og lést hún
á sjúkrahúsi nokkru síðar. Hennar
lokaorð á Facebook voru: „Þegar
upp er staðið lifa orð óvina okkar
ekki í minningunni, heldur þögn
vina okkar.“
Stakk sam-
nemendur
Hinn tvítugi Dylan Quick var
handtekinn á skólalóð Lone Star
háskólans í úthverfi Houston í vik
unni eftir að hann hafði stungið
fjórtán skólafélaga sína með hnífi.
Quick hefur verið kærður fyrir
árásina og búist er við fjölmörgum
kærum til viðbótar. Enginn lét
lífið í árásinni en minnst fjórir
liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.
Quick var yfirbugaður af öðrum
nemendum sem höfðu hann
undir og sátu á honum þar til lög
reglan kom á vettvang. Þá hafði
hann stungið og skorið á annan
tug samnemenda sinna með eins
konar rakvélarhnífi. Lögreglan
segir hann hafa látið sig dreyma
um árásina lengi.