Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 22
Þeir ræna sér eiginkonum
22 Erlent
Trúarlegar pyntingar í boði kirkjunnar
n Bók um tengsl kirkjunnar við Hollywood vekur athygli
O
pinská umfjöllun rithöfund
arins Lawrence Wright um
Vísindakirkjuna hefur vak
ið mikla athygli í Bandaríkj
unum, en nýlega gaf hann út bók
ina Going Clear þar sem hann rekur
sögu kirkjunnar og tengsl hennar við
Hollywood. Niðurstaða Wright er sú
að Vísindakirkjan líkist helst litlu al
ræðisríki þar sem barist er hatramm
lega um völd og áhrif. Fjallað er um
dularfull mannshvörf og dauðsföll
innan kirkjunnar auk pyntinga og
ofbeldis.
Fram kemur að leiðtogar kirkjunn
ar beiti undirsáta sína andlegu ofbeldi
og neyði þá til að slíta tengsl sín við
vini og fjölskyldu. Þá er sagt frá því
hvernig 50 manns voru látnir hírast í
stóru hjólhýsi dögum saman í trúar
legum tilgangi fyrir nokkrum árum.
En hvers vegna var ekki oftar
hringt á lögregluna þegar óhæfu
verk kirkjunnar voru framin? Niður
staða höfundarins er að það stafi að
allega af því hve andlega ofbeldið var
kerfisbundið. Telur hann að fórn
arlömb kirkjunnar hafi þjáðst af ein
hvers konar Stokkhólmsheilkenni
sem hafi gert kirkjunnar mönnum
kleift að halda þeim í heljargreipum.
Það sem Wright þykir einna alvar
legast við Vísindakirkjuna er hvernig
fjársterkir aðilar úr kvikmyndabrans
anum halda hlífiskildi yfir starfsemi
hennar. Er Tom Cruise þar fremstur
í flokki, en meðal annarra stórstjarna
sem tilheyra kirkjunni má nefna John
Travolta, Kelly Preston, Elisabeth
Moss og Catherine Bell. Í grófum
dráttum snúast trúarbrögð Vísinda
kirkjunnar um að geimveran Xenú
hafi fyrir 75 milljónum ára sent litl
ar verur til jarðarinnar, komið þeim
fyrir ofan í eldfjöllum, heilaþvegið og
sprengt í loft upp. Verurnar festi sig
svo á mennina þangað til þeir losi sig
við þær með hjálp Vísindakirkjunnar.
johannp@dv.is
Tom spámaður Eins og fram kom í fjölmiðlum árið 2007 er litið á kvikmyndaleikarann Tom
Cruise sem nokkurs konar spámann Vísindakirkjunnar. Hér heldur hann ræðu við athöfn kirkjunnar.
V
ið erum Kirgisar. Þetta er
hefð, þetta er okkur í blóð
borið. Jú, við erum að brjóta
lög með þessu en hér um
slóðir skilja þetta allir. Þetta
er gömul hefð og henni verður ekki
breytt,“ segir Madiev Tynchtyk, einn
tugþúsunda manna sem hafa rænt
konu og gert hana að eiginkonu sinni
í Kirgisistan.
Þrátt fyrir að svokölluð brúðarrán
séu bönnuð með lögum í Kirgisistan
eru þvinguð hjónabönd sem þessi
enn mjög algeng í fjölmörgum lönd
um MiðAsíu, Kákasushéruðum og
hluta Afríku.
Þúsundum brúða rænt árlega
Samkvæmt upplýsingum frá UN
Women, sem vísa í tölur frá NGO
Women Support Center sem beitir
sér fyrir upprætingu kynbundins
ofbeldis, eru að minnsta kosti tólf
þúsund tilfelli um brúðarrán í
Kirgisistan á hverju ári. Tvö þúsund
þessara kvenna og stúlkna sem rænt
er árlega geta samkvæmt meðaltali
átt von á því að verða nauðgað og
beittar líkamlegu og andlegu ofbeldi
af hálfu eiginmanna sinna.
Þrátt fyrir ólögmæti brúðarrána
telja Kirgisar að um svo rótgróna hefð
sé að ræða að aðeins eitt af hverjum
1.500 tilfellum koma til kasta lög
reglu eða dómstóla.
Refsing þyngd
Þó þessi glæpsamlegi siður sé al
gengari í dreifbýli og á afskekktari
stöðum landsins – sem margir
hverjir búa að eigin lögum og lög
um öldungaráða og þorpsleiðtoga
– þá voru tekin frekari skref í átt
að upprætingu þessa forna siðar í
Kirgisistan. Í desember síðastliðnum
samþykkti kirgiska þingið lagafrum
varp sem herti viðurlögin við þess
um brotum. Forseti Kirgisistan, Al
mazbek Atambayev, samþykkti lögin
í janúar. Með lagabreytingunni, sem
tók gildi í febrúar síðastliðnum,
þyngist refsingin við því að ræna
konu og þvinga hana í hjónaband
í allt að tíu ára fangelsi. Áður gátu
menn átt yfir höfði sér þriggja ára
fangelsisdóm. UN Womensamtökin
telja þetta jákvætt skref í baráttunni
en minna einnig á að þessi einfalda
refsiþynging hafi verið afrakstur ára
langrar baráttu mannréttindasam
taka. Dæmin og sagan segir þó að lög
og refsiþyngingar séu ólíklegar til að
skila tilætluðum árangri í Kirgisistan.
„Ást við fyrstu sýn“
Rannsóknarblaðamaðurinn Thomas
Morton vann áhrifamikla heimilda
mynd um brúðarrán í Kirgisistan í
fyrra sem birtist á vefsíðunni Vice.
com og er aðgengileg á YouTube. Hún
heitir einfaldlega Bride Kidnapping
in Kyrgystan en þar ræðir hann við
þolendur, gerendur og fær að slást í
för með fjölskyldu manns sem hefur
valið sér konu sem ættingjar hans
hyggjast ræna fyrir hann. Morton og
tökumenn hans komust inn undir
því yfirskini að þeir ætluðu að mynda
brúðkaupið fyrir fjölskylduna. Þar
var meðal annars rætt við Madiev
Tynchtyk, sem vitnað er í hér í upp
hafi, og eiginkonu hans Ormonova
Elmira. Madiev rændi henni fyrir
nokkrum árum og rifja þau upp að
draganda þess.
„Þegar við hittumst fyrst man ég
að hann spurði: „Á ég að senda for
eldra mína eða ætti ég bara að ræna
þér?“ Ég svaraði: „Ekki gera það, ég
á kærasta.“ Síðan gerðist það í ann
að skiptið sem við hittumst að hann
nam mig einfaldlega á brott,“ rifjar
Ormonova upp. Madiev sem lítur á
brúðarrán sem órjúfanlega kirgiska
hefð segir hins vegar: „Ég get með
sanni sagt að það var ást við fyrstu
sýn þegar ég sá hana.“
Hundsa lög fyrir hefðir
„Það eru tvenn lög sem gera mann
rán ólögleg í Kirgisistan,“ segir
Russell Kleinbach, félagsfræðipró
fessor við háskólann í Fíladelfíu,
sem gert hefur ítarlegar rannsóknir
á brúðarránum og skrifað mikið
um þau. Kleinbach er sérfræðingur
í málefninu og við hann er rætt í
heimildamynd Mortons.
„Jafnvel í tilfellum þar sem parið
er ástfangið þá þekki ég mörg dæmi
þess þar sem konan segir: „Ég elska
manninn og ég vil giftast honum en
ég vildi ekki láta ræna mér því það
er afar niðurlægjandi að láta taka sig
með valdi“.“
Hann segir lögreglumenn og yfir
völd í mörgum tilfellum ekki vita að
brúðarrán sé í raun ólöglegt.
„Ef yfirvöld á hverjum stað eru
hins vegar meðvituð um að þetta sé
lögbrot þá trúa flestir því að þetta
sé gömul hefð,“ segir Kleinbach og
bendir á að í landinu séu hefðir sett
ar ofar trúarbrögðum í mörgum til
fellum og trúarbrögð ofar lögum.
Handsamaðar af hópi manna
En hvernig ganga þessi brúðarrán
og brúðkaup fyrir sig. Í Kirgisistan er
það vanalega þannig að brúðguminn
n Talið að tólf þúsund konum sé rænt árlega og þær þvingaðar í hjónaband í Kirgisistan n Margar beittar ofbeldi og sjálfsvígstíðni há
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Þetta er gömul hefð og
henni verður ekki breytt
12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Harmleikur í
New Jersey
Í annað skiptið á aðeins nokkrum
dögum hefur átt sér stað harm
leikur í Bandaríkjunum þar sem
fjögurra ára barn á hlut að máli
í mannskæðu byssuslysi. Í New
Jersey var Brandon Holt, sex ára
drengur, skotinn í höfuðið af
fjögurra ára barni sem hann var
að leika sér við ein fjölskyldur
þeirra eru nágrannar. Barnið fór
inn á heimili sitt og sótti þangað
hlaðinn riffil. Á leiðinni til baka
varð slys. Skot hljóp af rifflinum
og hæfði Brandon í höfuðið á um
þrettán metra færi. Hann lést sam
stundis. Óljóst er að svo stöddu
hvort ákært verði í málinu en ná
grannar fjölskyldnanna eru harmi
slegnir og reiðir. „Ég er reið þeim
sem á þessa byssu og geymdi þar
sem lítið barn náði til. Fjögurra
ára barn getur ekki hlaðið byssu,“
segir nágranni í samtali við AP.
Sirkusfíll skotinn
Skotárás úr bíl í bænum Tupelo í
Mississippi fór úrskeiðis aðfara
nótt miðvikudags með þeim af
leiðingum að sirkusfíllinn Carol
hjá Ringling Brossirkusnum varð
fyrir skoti. Carol var í útibúri sínu
þegar árásin var gerð og vildi svo
óheppilega til að eitt skotið hæfði
hana í öxlina. Blessunarlega reynd
ust áverkar hennar minniháttar og
mun hún ná sér að fullu. Lögreglan
rannsakar málið en enginn hefur
verið handtekinn í tengslum við
málið. Carlo er asískur fíll í útrým
ingarhættu og hafa dýraverndar
samtökin PETA, sem alla jafna
eru ekki hrifin af því að dýrum sé
haldið í sirkusum, boðið fimm þús
und dollara í verðlaunafé til handa
hverjum þeim sem veitt getur upp
lýsingar sem leiða handtöku og
sakfellingar árásarmannsins.
Sunnudaginn 14. apríl
verður safnaramarkaður í
Síðumúla 17 (2. hæð)
kl. 13 - 16
Mynt • Seðlar • Minnispeningar
Barmmerki • Smáprent • Frímerki
Póstkort • o.fl. • Sala - Kaup - Skipti
MYNTSAFNARAFÉLAG
ÍSLANDS
Í S L A N D S
•
M
Y
N
T S
A F N
A R A F É
L
A
G
•
www.mynt.is
Safnaramarkaður
14. apríl