Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 46
46 Afþreying 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Lifandi dauður É g lá í móki eftir martröðina og hugsaði með eftirsjá um það sem ég hafði gert fyrr um kvöldið. Af hverju gerði ég það? Ég býst við að mér hafi leiðst. Það var komið myrkur og allir farnir að sofa. Ég var líka forvitinn. Réð ekki við mig, og reyndi það ekki. Ég hafði verið varaður við. Eina nóttina lenti vinur minn í því að vakna upp eftir þetta, hálfvakandi, hálfsofandi, sannfærður um að konan hans og börn væru „zombies“. Hann sagði konuna hafa átt erfitt með að fyrirgefa hræðslukastið. The Walking Dead- þættirnir fjalla um raunir fólks eftir að uppvakninga- faraldur skekur mannkynið. Það er ekkert lógískt við þetta. Hvers vegna hleypur fólk ekki bara undan þeim? Þeir heita jú „gangandi dauðir“, og það virðist ekki vera mikið mál að skokka burt, þar sem þeir skakklappast slefandi. En þættirnir eru dramatísk endurspeglun á martröð. Þegar maður heldur að allt sé eðlilegt, og sólin skín, birtast þeir skyndilega urrandi. Og maður hleypur ekki, heldur dettur. Þessir þættir fylla mann þakklæti fyrir hversdagslíf- ið. Hvað sem bjátar á í lífi okkar bliknar í samanburði við að fjölskyldan, og nán- ast allir ókunnugir, breytist í uppvakninga og reyni að éta mann. Ókosturinn er að rísa upp að morgni, dauð- þreyttur eftir rofinn martraðarsvefn, og vera sjálfur orðinn nánast einn af þeim. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 12. apríl Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Stefnan bregzt ekki, heldur fólkið! Íslandsmót framundan Íslandsmót barnaskólasveita fer fram um helgina og er bú- ist við æsispennandi keppni sveitar Álfhólsskóla, sem er ríkjandi meistari, og hinnar sigursælu skáksveitar Rima- skóla. Fleiri skólar geta bland- að sér í toppbaráttuna, og er búist við fjölmörgum skák- sveitum á þetta skemmtilega mót sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Fjórir liðsmenn skipa hverja sveit og verða tefldar 9 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Íslandsmótið, sem haldið er í Rimaskóla, hefst klukkan 13, laugardaginn 13. apríl, og heldur áfram klukkan 11 á sunnudag. Álfhólsskóli sigraði á Íslandsmótinu 2012 eftir harða keppni við Rima- skóla og náði í kjölfarið silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í haust. Vel er staðið að skáklífinu í Álfhólsskóla og fór skáksveit skólans t.d. í æfingaferð til Tékklands í fyrrasumar. Landsliðspilturinn Dawid Kolka teflir á 1. borði, en af öðrum knáum liðsmönnum má nefna Felix Stein- þórsson, Guðmund Agnar Bragason og Odd Unnsteinsson. Vösk sveit Rimaskóla mun án nokkurs vafa gera harða atlögu að titl- inum. Landsliðsstúlkan Nansý Davíðsdóttir leiðir sveitina, og er gert ráð fyrir Joshúa litli bróðir hennar tefli á 4. borði. Aðrir í liðinu verða vænt- anlega Jóhann Arnar Finnsson, Svandís Rós Ríkharðsdóttir og Kristófer Halldór Kjartansson. Fleiri skáksveitir munu örugglega láta að sér kveða. Margra augu munu beinast að hinni kornungu sveit Ölduselsskóla en allir liðsmenn hennar eru í 2. til 4. bekk. Meðal liðsmanna er Óskar Víkingur Davíðsson sem fór á kostum á Íslandsmóti skákfélaga á dögunum og lagði alla and- stæðinga sína að velli, og voru flestir mun eldri en hann. Þá verður gaman að fylgjast með skáksveitum Salaskóla, þar sem gríðarlega gott starf er unnið, og hefur skólinn verið meðal þeirra bestu síðasta áratuginn. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.00 Alþingiskosningar 2013 - Forystusætið (Sjálfstæðis- flokkurinn) Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum um stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 17.20 Babar (15:26) (Babar and the Adventures of Badou) 17.42 Unnar og vinur (1:26) (Fanboy & Chum Chum) 18.04 Hrúturinn Hreinn (1:20) (Shaun the Sheep) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (Annie Mist Þórisdóttir) Crossfitmeistarinn Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í fyrra heimsmeistaratil- tilinn annað árið í röð. Hún segir okkur frá draumum sínum og væntingum, því andlega álagi sem fylgir nafnbótinni hraustasta kona heims og framtíð sinni með danska kærastanum. Umsjónarmað- ur er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar Spurningakeppni sveitarfélaga. Fyrri undanúr- slitaþáttur. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 21.10 Brettastelpan 6,1 (Chalet Girl) Nítján ára hjólabrettastelpa fær innu í skíðaskála ríka fólksins í Ölpunum og spreytir sig í snjóbrettakeppni. Leikstjóri er Phil Traill og meðal leikenda eru Felicity Jones, Ed Westwick og Bill Nighy. Bresk gamanmynd frá 2011. 22.50 Barnaby ræður gátuna – Sek eða saklaus (7:7) (Midsomer Murders XII: The Great and the Good) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lög- reglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 00.25 Vaktmennirnir 7,6 (Watch- men) Í heimi ofurhetjanna er einn garpanna myrtur og við rannsókn málsins kemur svolítið ískyggilegt í ljós. Leikstjóri er Zack Snyder og meðal leikenda eru Malin Akerman, Billy Crudup, Jackie Earle Haley, Patrick Wilson og Carla Gugino. Bandarísk bíómynd frá 2009. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle (4:22) 08:30 Ellen (122:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (58:175) 10:20 Celebrity Apprentice (2:11) 11:55 The Whole Truth (9:13) 12:35 Nágrannar 13:00 The Golden Compass 15:00 Sorry I’ve Got No Head 15:30 Barnatími Stöðvar 2 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (123:170) Skemmtilegur spjallþáttur með Ellen DeGener- es sem fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (9:22) Tuttugasta og fjórða þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektar- samari. 19:45 Týnda kynslóðin (29:34) 20:10 Spurningabomban (16:21) 21:00 American Idol (26:37) 22:25 Harry Brown 7,2 Stórgóð spennumynd þar sem Michael Caine fer á kostum sem fyrrum sérsveitarmaður sem sestur er í helgan stein. Hann á þó einu verki ólokið, og það er að hefna besta vinar síns. 00:05 Gentlemen’s Broncos 5,8 Skemmtileg gamanmynd um hinn unga Benjamin sem mætir á ráðstefnu fyrir fantasíurit- höfunda og kemst svo að því einn virtasti höfundurinn í greininni hefur stolið frá honum hugmynd og hagnast á því. 01:30 Bangkok Dangerous Hörku- spennandi mynd með Nicolas Cage í hlutverki leigumorðingja. 03:10 The Golden Compass (Gyllti áttavitinn) Mögnuð ævintýra- mynd og sú fyrsta í þríleik sem byggður er á metsölubókum eftir höfundinn Philip Pullman með Nicole Kidman og Daniel Craig í aðalhlutverkum. Myndin gerist ævintýraheimi sem er þó hliðstæður okkar og fjallar um Lyru sem leggur upp í björg- unarleiðangur til norðurpólssins til að bjarga vini sínum og hópi barna sem var numin á brott til þess að vera tilraunadýr í skelfi- legri tilraun mannræningjanna. 05:00 Simpson-fjölskyldan (9:22) Tuttugasta og fjórða þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektar- samari. 05:25 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:45 Dynasty (13:22) 09:30 Pepsi MAX tónlist 16:10 Necessary Roughness (2:12) 16:55 The Office (1:24) Skrifstofustjór- inn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. 17:20 Dr. Phil 18:05 An Idiot Abroad 8,3 (7:8) Ricky Gervais og Stephen Merchant eru mennirnir á bakvið þennan einstaka þátt sem fjallar um vin þeirra, Karl Pilkington og ferðir hans um víða veröld. Karl er sér- kennilegur náungi og vill hvorki ferðast langt né lengi enda líður honum illa á framandi slóðum. 18:55 Minute To Win It 19:40 Family Guy (15:16) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (17:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 HA? - LOKAÞÁTTUR (12:12) Spurninga- og skemmtiþáttur- inn HA? er landsmönnum að góðu kunnur. Jói G. er gestgjafi, Sóli Hólm og Gunnar Sigurðsson á Völlum sjá um svörin og Stefán Pálsson semur hinar sér- kennilegu spurningar. Úr verður hin mesta skemmtun. 21:00 The Voice (3:13) 23:30 Green Room With Paul Provenza (7:8) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. 00:00 Ljósmyndakeppni Íslands (3:6) Úrslitakeppni stærstu ljósmyndakeppni sem haldin hefur verið á landinu. Að lokum mun aðeins einn standa eftir sem sigurvegari. Aðeins sex kepepndur eru eftir og kemur snillingurinn Ari Magg inn sem gestadómari. Þemað er auglýsingamyndataka. 00:30 Excused 00:55 Lost Girl (2:22) Ævintýralegir þættir um stúlkuna Bo sem reynir að ná stjórn á yfirnátt- úrulegum kröftum sínum, aðstoða þá sem eru hjálparþurfi og komast að hinu sanna um uppruna sinn. 01:40 This is England 7,7 Einstök kvikmynd sem dregur upp sann- færandi mynd af þjóðfélags- ástandi í Englandi á Thatcher tímanum. 03:25 Pepsi MAX tónlist 10:45 2013 Augusta Masters 15:15 Evrópudeildin 17:00 Dominos deildin 18:30 Spænski boltinn - upphitun 19:00 2013 Augusta Masters 23:30 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 00:00 Evrópudeildarmörkin 00:50 Evrópudeildin 02:55 Formúla 1 2013 - Æfingar 05:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 07:00 Lalli 07:15 Refurinn Pablo 07:20 Waybuloo 07:40 Áfram Diego, áfram! 08:05 Svampur Sveinsson 7,7 08:25 Könnuðurinn Dóra 08:50 Doddi litli og Eyrnastór 09:00 UKI 09:05 Strumparnir 09:30 Histeria! 09:50 Mörgæsirnar frá Madagaskar 10:10 Ævintýri Tinna 10:35 Ofurhundurinn Krypto 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:10 Tommi og Jenni 17:35 Ofurhetjusérsveitin 18:00 iCarly (29:45) 18:25 Doctors (10:175) 19:05 Ellen (123:170) Skemmtilegur spjallþáttur með Ellen DeGener- es sem fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 20:45 A Touch of Frost 22:30 American Idol (27:37) 23:50 Það var lagið 00:50 A Touch of Frost 03:10 Tónlistarmyndbönd 06:00 ESPN America 07:50 PGA Tour - Highlights (14:45) 08:45 Solheim Cup 2011 (2:3) 16:50 Inside the PGA Tour (15:47) 17:15 Solheim Cup 2011 (3:3) 00:00 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing 21:00 Gestagangur hjá Randveri 21:30 Eldað með Holta ÍNN 12:10 Of Mice and Men 15:30 How To Marry a Millionaire 17:05 Of Mice and Men 20:25 How To Marry a Millionaire 22:00 Planet of the Apes 00:00 Lethal Weapon 01:55 Big Stan 03:45 Planet of the Apes Stöð 2 Bíó 15:55 Sunnudagsmessan 17:10 WBA - Arsenal 18:50 Stoke - Aston Villa 20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:00 Enska úrvalsdeildin - upp- hitun 21:30 Ensku mörkin - neðri deildir 23:40 Enska úrvalsdeildin - upp- hitun 00:10 Reading - Southampton Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Þetta er fínt! Þú tekur svo afturlappirnar á eftir Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Sjónvarp The Walking Dead Skjár einn á sunnudagskvöldum kl. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.