Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Page 2
2 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Rekstur nálgast jafnvægi
n Ný stjórn tekur við DV ehf.
Á
aðalfundi DV sem haldinn
var 8. maí tók Þorsteinn
Guðnason rekstrarhag
fræðingur sæti sem stjórnar
formaður. Aðrir í stjórn eru Elín G.
Ragnarsdóttir, Guðmundur Jón Sig
urðsson, Ingibjörg Dögg Kjartans
dóttir og Reynir Traustason. Konur
hafa 40 prósenta vægi í aðalstjórn.
Fráfarandi stjórn voru færðar
þakkir fyrir störf sín. Ólafur M.
Magnússon stjórnarformaður gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu. Ólafur hefur verið í lykilhlut
verki við endurreisn félagsins og
voru honum þökkuð góð og óeigin
gjörn störf.
Eftir taprekstur og erfiðleika
undanfarinna ára er að komast á
jafnvægi í rekstri félagsins. Sala
fyrstu þrjá mánuði ársins 2013
jókst lítillega og var 102 milljónir
króna samanborið við 99 milljónir
árið 2012. Kostnaður var 99 millj
ónir króna á móti 112 milljónum
króna árið á undan. Rekstarhagn
aður var því 1,8 milljónir króna en
árið á undan var tapið 12,5 milljón
ir króna. Aðgerðir á síðasta ári hafa
skilað sér í miklum rekstrarbata
Sala félagsins nam 429 milljón
um króna á árinu 2012. Kostnaður
lækkaði um 15 milljónir króna frá
árinu á undan og var 470 milljón
ir króna. Rekstartap ársins 2012 var
42 milljónir króna á móti 63 millj
ónum króna árið 2011. Hlutafé DV
ehf. hefur verið aukið um 50 millj
ónir króna að undanförnu. Eigið
fé í lok mars 2013 var 28 milljónir
króna.
Undanfarna mánuði hefur verið
gripið til mikilla hagræðingar
aðgerða og verður haldið áfram á
þeirri braut til tryggja rekstur fé
lagsins. Gert er ráð fyrir rekstrar
hagnaði á árinu 2013. n
MINI RAFMAGNSVESPA
Bindir &
stál ehf.
Hvaleyrarbraut 39
220 Hafnarfjörður
S. 864 9265
www.el-bike.is
88.800,-
Verð:
Finnlandsforseti
í heimsókn
Forseti Finnlands, Sauli Niinistö,
verður hér í sinni fyrstu opinberu
heimsókn dagana 28. til 29. maí
næstkomandi. Með í för verður
eiginkona forsetans og sendinefnd
embættismanna og sérfræðinga í
málefnum norðurslóða.
Auk funda með forseta Íslands,
forsætisráðherra og þingmönnum
mun forseti Finnlands taka þátt
í málþingi um framtíð norður
slóða sem haldið verður í hátíðar
sal Háskóla Íslands með þátttöku
fulltrúa atvinnulífs, stjórnmála,
vísinda og fræða.
Þá mun forseti Finnlands
kynna sér upplýsingatækni og
nýsköpun í hátæknigreinum á
sérstökum kynningarfundi sem
haldinn verður í Háskólanum í
Reykjavík og heimsækja jarðhita
svæðið í Svartsengi og fræðast um
hina fjölþættu nýtingu hreinnar
orku sem þar fer fram.
Vilja lengri frest
Hópurinn Björgum Ingólfstorgi og
Nasa (BIN) sem barist hefur gegn
umhverfisáhrifum þess að byggt
verði stórt hótel í miðbænum hef
ur óskað eftir því að frestur til að
skila athugasemdum við nýlega
auglýst skipulag við Ingólfstorg,
Austurvöll og Fógetagarð, verði
framlengdur. Hann rennur að öllu
óbreyttu út þann 23. maí næst
komandi, en hópurinn segir mikil
vægt að að grasrótarsamtök fái
meira svigrúm til að láta rödd sína
heyrast.
Hópurinn bendir á að skipulag
svæðisins sé mjög umdeilt og vill
meina að umhverfisáhrif hótelsins
verði mjög slæm. Meðal annars
muni skuggavarp aukast á Austur
velli og þá séu umferðarmál enn
óleyst.
Hópurinn segir gallana sýna
fram á að í tillögunni sé ekki
staðið nógu vel vörð um almanna
hagsmuni, en 17 þúsund manns
hafa mótmælt áformunum á síð
unni ekkihotel.is.
Erfið ár að baki Hlutafé félagsins hefur
verið aukið um 50 milljónir króna.
Þ
að er skýrt að hingað má ekki
koma inn fólk sem er komið
til að eyðileggja,“ sagði
Kristín Snæfells, forsvars
maður samtakanna Vörn
fyrir börn, þegar hópur mótmælenda
kom inn á opið hús hjá samtökunum
seinnipartinn á fimmtudag. Hópur
inn var kominn til þess að mótmæla
því að Kristín færi fyrir samtökun
um en í hópnum voru meðal annars
fyrrverandi tengdasonur Kristínar
og barnsfaðir dóttur hennar ásamt
fleira fólki. „Af hverju ert þú þá hér,
sem eyðileggur allt?“ spurði þá einn
í hópnum og beindi orðum sínum til
Kristínar.
Bað fólk um að fara
Mótmælendur báru mótmælaspjöld
sem á var dómur úr máli sem dóttir
Kristínar höfðaði gegn barnsföður
sínum, Trausta Eysteinssyni. Málið
höfðaði hún fyrir hönd dóttur þeirra
og var hann sakaður um að hafa beitt
hana kynferðislegu ofbeldi. Trausti
var sýknaður bæði í héraði og Hæsta
rétti og hefur í dag fullt forræði yfir
barninu. Kristín bað mótmælendur
um að fara út með góðu en þeir létu
ekki segjast og bentu á að þarna
hefði opið hús verið auglýst.
Ofbýður hvað hún kemst langt
„Við erum fyrst og fremst að þessu
vegna þess að þessi kona er ekki
hæf til þess að reka þessi sam
tök. Það er bara komið nóg. Það
er búið að hella þessum hryllingi
yfir fjölskylduna í þrjú ár,“ segir
Emilía Jónsdóttir, frænka Trausta.
Hún segir Kristínu hafa haldið
fram í fjölmiðlum, eftir að Trausti
var sýknaður, að hún þekkti vel
áhrif kynferðisbrota á börn þar
sem barnabarn hennar hefði orðið
fyrir því. „Okkur ofbýður hvað hún
kemst langt. Hún kemst með hverja
greinina á fætur annarri í blöðin og
er núna að sníkja pening af þjóð
inni,“ segir hún en Kristín hefur
ásamt fleiri meðlimum í samtökun
um Vörn fyrir börn verið að safna fé
fyrir samtökin.
Lögregla vísaði
mótmælendum út
Kristín bað mótmælendurna um
að fara og sagði þetta mál sem þau
töluðu um ekki koma samtökunum
við. „Þið getið ráðist á mig persónu
lega vegna þessa máls en ekki ráð
ast á þjónustumiðstöðina,“ sagði
hún og bað mótmælendurna um
að fara. Þeir fóru þó ekki og á end
anum komu öryggisverðir og svo
lögregla sem vísaði þeim út úr hús
næðinu.
Mótmælendur sögðust vilja vara
fólk við að leggja málefninu lið.
„Af hverju ætti hún að hafa eitt
hvert vit á þessum málum frekar
en sálfræðingar og aðrir sem vinna
að þessum málum innan okkar
kerfis?“ segir Emilía. „Fólk á ekki að
geta komist upp með að haga sér
svona. Það er búið að dæma í þessu
máli en hún ætlar sér að gera allt til
þess að snúa þessum hæstarétta
dómi við og hefur meðal annars
stofnað samtök í kringum það.“n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Komið nóg Mótmælendur, meðal annarra
barnsfaðir dóttur Kristínar og nokkrir úr
fjölskyldu Kristínar, segja vera nóg komið.
„Ofbýður hvað
hún kemst langt“
n Mótmæltu á opnu húsi hjá samtökunum Vörn fyrir börn„Af hverju ert þú þá
hér, sem eyðilegg-
ur allt?
Tekist á Mótmælendur
mættu á opið hús hjá sam-
tökunum Vörn fyrir börn.
Kristín sem er í forsvari fyrir
samtökin bað þá um að
fara út.