Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 12
S
umarið 2011 fóru um 120
þúsund ferðamenn um
Landmannalaugar, en sum
arið 2000 heimsóttu um 60
þúsund ferðamenn svæð
ið. Ferðamannafjöldinn tvöfaldaðist
því á áratug. Þá fara um 39 þúsund
bílar fram og til baka um afleggjar
ann að Landmannalaugum yfir
sumartímann, eða tæplega 700 bílar
á dag. Þetta kemur fram í skýrslu sem
Anna Dóra Sæþórsdóttir og Þorkell
Stefánsson unnu fyrir Umhverfis
stofnun um þolmörk ferðamanna í
friðlandi að Fjallabaki árið 2012.
Ljóst er að margir vinsælir ferða
mannastaðir hér á landi eru komn
ir að þolmörkum hvað varðar fjölda
ferðamanna og margt bendir til
þess að Landmannalaugar séu einn
þessara staða. Hvort svæðið hafi
nú þegar orðið fyrir skemmdum af
völdum ágangs ferðamanna eru þó
ekki allir sammála um.
Samkvæmt niðurstöðum rann
sókna sem greint er frá í skýrslunni
virðist vera farið að bera á ónægju
meðal ferðamanna af upplifun
sinni af Landmannalaugum. Ástæð
ur óánægjunnar eru fyrst og fremst
fjöldi ferðamanna, umfang ferða
mennsku og að svæðið er farið að
láta á sjá vegna ágangs ferðamanna.
Nokkrir ferðamenn sem tóku þátt
í rannsókninni sögðu að uppbygging
ferðaþjónustu á svæðinu væri nú
þegar orðin of mikil og aðrir óttuð
ust að hún myndi aukast enn frekar
á næstu árum.
Nánast engu fé veitt
til rannsókna
„Það er oft talað um að það komi
oft margt fólk í Landmannalaugar,“
segir Páll Ásgeir Ásgeirsson leið
sögumaður. Sjálfur telur hann
þó ekki víst að fjöldi þeirra ferða
manna sem fara um svæðið sé svo
mikill. Það sé þó eitthvað sem þurfi
að rannsaka betur. Páll Ásgeir telur
einmitt að skortur á rannsóknum á
ferðamennsku hér á landi hái grein
inni að mörgu leyti.
„Ferðaþjónustan á Íslandi er
þannig stödd að í hlutfalli við um
fang greinarinnar er nánast engu
fjármagni veitt til rannsókna. Ef horft
er á samanlagða veltu landbúnaðar
og sjávarútvegs þá er um það bil
1,3 prósentum af þeirri veltu varið
til rannsókna sem styrkja greinina.
Í ferðaþjónustunni hins vegar, sem
veltir orðið meira en sjávarútvegur,
er þetta hlutfall 0,13 prósent.“
Páll Ásgeir segir að nú, þegar
ferðamönnum sé að fjölga jafn mik
ið og raun ber vitni, sé mjög brýnt
fyrir ferðaþjónustuna og íslenska
náttúru að það séu gerðar mun víð
tækari rannsóknir en gerðar hafa
verið hingað til.
Aðgerðir fyrr en síðar
Hvað Landmannalaugar varðar telur
hann það álitamál hvort fjöldi ferða
manna þar sé orðinn of mikill. „Það
er hins vegar brýnt að gera endur
bætur á skipulagi Landmannalauga
til að staðurinn geti tekið á móti
þeim fjölda ferðamanna sem þangað
kemur nú þegar. Það er mín skoðun
að þessi ferðamannastraumur hafi
ekki enn sem komið er valdið nein
um skemmdum á staðnum.“ Páll Ás
geir segir samt mikilvægt að gripið
sé til aðgerða fyrr en síðar svo það
gerist ekki.
Hann segir framkvæmdir á
svæðinu hafa setið á hakanum
vegna skorts á skipulagi. Á meðan
skipulagið skorti þá sé erfitt fyrir
rekstraraðila á svæðinu að fara út í
framkvæmdir til að bæta aðstöðu
til að taka á móti ferðamönnum. „Á
meðan það er ekki til skipulag þá
ríkir óhjákvæmilega einskonar kyrr
staða í Landmannalaugum.“
Til stendur að rýmka svæðið
Að sögn Páls Ásgeirs eru sveitar
félagin á Suðurlandi ásamt Skaftár
hreppi að láta að vinna að heildar
skipulagi á svæðinu um þessar
mundir og vonast hann til þess að því
ljúki fljótlega. „Þær hugmyndir sem
ég veit að eru í farvatninu í þessari
skipulagsvinnu lúta fyrst og fremst að
því að rýmka til í Landmannalaugum.
Færa tjaldstæðið svolítið til og afmarka
betur bílastæði. Mér er ekki kunnugt
um að það séu neinar hugmyndir í
gangi um að draga úr fjölda ferða
manna á svæðinu eða hefta för fólks
með einhverjum hætti.
Ef marka má niðurstöður skýrsl
unnar sem Anna Dóra og Þorkell unnu
þá er þó mikilvægt að vanda til verks
við uppbyggingu í Landmannalaug
um. Það sé betra að stíga varlega til
jarðar í þeim efnum, enda sæki ferða
menn í ósnortna náttúru Íslands.“
Ekki gætt að útliti
við uppbyggingu
Í skýrslunni er bent á að vegna þess
mikla fjölda ferðamanna sem komi í
Landamannalaugar hafi þurft að ráð
ast í framkvæmdir á svæðinu en ekki
hafi alltaf verið gætt að útliti staðarins.
„Í gegnum tíðina hefur verið farið yfir
þolmörk innviða og náttúru, en þá hef
ur verið brugðist við og innviðir aukn
ir og þolmörk staðarins verið hækk
uð. Nú eru þar ósamstæð mannvirki,
tjöld og bílastæði með bæði einkabíl
um og rútum þannig að ásýnd staðar
ins hefur breyst verulega,“ segir í loka
orðum skýrslunnar. Afleiðingin er sú
að svæðið höfðar ekki lengur til þeirra
ferðamanna sem mestar kröfur gera til
gæða umhverfisins. Slíkir ferðamenn
heimsækja ekki Landamannalaugar
lengur vegna umfangs ferðamennsk
unnar á svæðinu og fara frekar eitt
hvert annað.
Í skýrslunni er bent á að þeir eigin
leikar sem gefi svæðinu upplifunar
gildi séu viðkvæm auðlind sem verði
að fara varlega í að nýta mun frekar í
ferðamennsku og útivist.
„Á þessa auðlind hefur verið geng
ið mjög hratt undanfarin sextíu til sjö
tíu ár og svo mun væntanlega óhjá
kvæmilega verða áfram um næstu
framtíð. Mikilvægt er þó að hægja á
og grípa inn í þróunina áður en auð
lindin er gengin til þurrðar.“ n
12 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Friðrik enn týndur
n Leitin stendur enn yfir í Suður-Ameríku
Þ
að er ekkert nýtt að frétta,
það hefur ekkert til hans
spurst og hann hefur ekki
komið fram þrátt fyrir eft
irgrennslan, segir Friðrik Smári
Friðriksson yfirlögregluþjónn
aðspurður hvort eitthvað nýtt
væri að frétta af leitinni að Frið
riki Kristjánssyni. Lögregla leitaði
til Interpol í byrjun apríl til þess
að biðja lögregluyfirvöld í Brasilíu
og Paragvæ að leita Friðriks. Hann
virðist hafa horfið sporlaust ytra.
Enn hefur ekki verið auglýst eftir
Friðriki með nafni. Að sögn Frið
riks Smára er leitin í höndum þar
lendra lögregluyfirvalda. „Leitin er
bara á vegum lögreglunnar þarna
úti í Paragvæ og lögreglan hér hefur
enga lögsögu þar eða neitt þess
háttar. Við erum búin að koma öll
um upplýsingum út eins og hægt er
og þannig stendur málið. Við erum
í sambandi við þá þarna úti og yfir
völd þar.“ Aðspurður hvort von sé
á því að einhver frá íslenskum lög
regluyfirvöldum haldi út, svarar
Friðrik Smári: „Það hefur allavega
ekki verið tekin ákvörðun um það
ennþá.“ n
viktoria@dv.is
Leitað Friðriks er enn saknað.
Kröfuharðir forðast
Landmannalaugar
n Ferðamenn óánægðir með umfang ferðaþjónustu n Skortir frekari rannsóknir
Sófasett, svefnsófar, hornsófar ofl.ofl
Opið laugardag
11 - 15
Teg. Grazia 3 – 1 – 1.
Celtic svefnsófi Hornsófi með svefns. og rúmafatag. Tungu sófi m. svefn og rúmfatag.
Hornsófi Carlos Stakir stólar Bror / Katrín Florida U sófi
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Á meðan það er
ekki til skipulag þá
ríkir óhjákvæmilega eins
konar kyrrstaða í Land-
mannalaugum.
Þarf að auka rannsóknir Páll Ásgeir
segir það álitamál hvort fjöldi ferðamanna í
Landamannalaugum sé orðinn of mikill. Það
þurfi hins vegar að rannsaka frekar.
120 þúsund ferðamenn á sumri Fjöldi ferðamanna í Landmannalaugum hefur tvöfald-
ast frá árinu 2000. Tæplega 40 þúsund ferðamenn fara fram og til baka um afleggjarann að
svæðinu yfir sumartímann.