Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 18
Léttir að Losna við brjóstin K ristjana Skúladóttir lét fjar­ lægja bæði brjóstin þegar hún komst að því að hún bar gen sem stórauka líkur á krabbameini. Kristjana seg­ ir að umræðan sem nú er farin af stað í kjölfar þess að Angelina Jolie lét fjarlægja bæði brjóst sín sé ótrú­ lega gleðileg. Hún fór í aðgerðina 9. janúar árið 2012 og þá fannst henni eins og engin kona hefði farið í þessa aðgerð. „Það var mjög erfitt að stíga það skref.“ Hún er hins vegar afar þakklát fyr­ ir að hafa gert það því þegar brjóstin voru fjarlægð kom fram að hún var með krabbamein á byrjunarstigi. „Það var sem betur fer enn svo lítið að ég þurfti ekki á neinni meðferð að halda. En það sýndi mér að ég tók þessa ákvörðun á hárréttum tíma og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ekki allir vilja vita Kári Stefánsson skrifaði harðorða grein í Morgunblaðið á miðviku­ dag þar sem hann gagnrýndi yfir­ völd fyrir að banna honum að láta konur sem bera þetta gen vita. Hann segir að um 1.200 íslenskar konur séu með yfir 80 prósenta líkur á að fá brjóstakrabbamein. Íslensk erfða­ greining gæti fundið bæði konur og karla sem bera genið og látið arf­ berana vita. Hins vegar þurfi hann leyfi persónuverndar og heilbrigðisyfir­ valda sem hann hefur ekki fengið. Því eru upplýsingarnar dulkóðaðar og óaðgengilegar. „Mér finnst að all­ ar konur eigi að fá að vita af þessu,“ segir Kristjana. „Á sama tíma eiga þær að fá að ráða því sjálfar hvort þær kæra sig um þessar upplýsingar, það hafa kannski ekki allir kjark til þess að taka á móti þessu. Það hjálpaði mér auðvitað að hafa gengið í gegnum þetta með systur minni og að hafa misst ætt­ ingja mína úr þessum sjúkdómi. Aldurinn skiptir líka máli. Konur sem eru farnar að eldast þurfa frekar að takast á við þetta, á meðan þær sem eru yngri vilja kannski ýta því frá sér í einhvern tíma.“ Barátta systurinnar Kristjana var búin að vita það lengi að hún væri í áhættuhópi. Krabba­ mein hefur tekið sinn toll af föður­ fjölskyldunni auk þess sem eineggja tvíburasystir hennar greindist með krabbamein fyrir tuttugu árum, að­ eins 35 ára að aldri. „Hún fór í gegn­ um þessa erfiðu meðferð og var lengi að ná sér en eins og allir vita þá tekur þetta á. Við erum mjög tengd­ ar og það var erfitt að fylgja henni í gegnum þetta. Það hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun. Auðvitað hugsaði ég líka um möguleikann á því að tapa barátt­ unni við sjúkdóminn því við höf­ um þurft að sjá á eftir mörgu góðu fólk í minni ætt út af krabbameini. Þannig að þegar ég áttaði mig á því að þessi leið væri fær þá sá ég strax að það yrði auðveldara fyrir mig að fara hana. Það var aldrei spurning.“ Af því að hún var í áhættuhópi þá þurfti hún að undirgangast krabba­ meinsrannsókn einu sinni til tvisvar sinnum á ári. „Þá fékk ég bréf þar sem mér var tilkynnt að ég þyrfti að fara í þessa rannsókn og að henni lokinni þurfti ég að bíða eftir bréfi með niðurstöðunum. Ég var farin að finna að þetta var streituvaldandi. En ég hugsaði með mér að ef ég gengi úr skugga um að ég væri með þessi gen og færi í brjóstnámsað­ gerð þá losnaði ég við það. Það var mikill léttir.“ Erfið ákvörðun Vinkona hennar er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og hún hvatti hana til þess að láta skoða genin fyrir þremur árum. „Það var erfitt að fara í gegnum það. Innst inni vissi ég að ég væri með þetta gen, þar sem eineggja tvíburasystir mín var með það, þótt ég hafi forðast að fá stað­ festingu á því framan af. En nú var ég komin á þann aldur að ég varð að fara að hugsa um þetta. Núna er verið að vinna í því að finna þetta gen hjá okkur sem erum í þessari ætt. Ég á tvo stráka og eina stelpu. Stelpan er 31 árs og á sjálf þrjár stelpur. Hún er búin að láta skoða hvort hún sé með þetta gen og er sem betur fer alveg hrein. Það var mjög mikill léttir. Strákarnir fara svo í skoðun þegar þeir eru orðnir eldri því læknarnir segja að sama genið geti valdið blöðruhálskrabbameini. Þá er ekkert hægt að gera annað en að fylgjast vel með þeim.“ Þegar Kristjana hafði farið til genafræðings og fengið úr því skorið að hún bæri þetta gen þá ræddi hún við nokkra sérfræðinga sem hjálp­ uðu henni að taka ákvörðun. „Það er erfitt að taka svona ákvörðun því þetta er mikið inngrip inn í lík­ amann. Læknarnir sögðu að ég hefði átt að vera búin að fá krabba­ mein mikið fyrr af því að ég tengist systur minni svo sterkt. Þeir töldu þó að lífsstíllinn hefði hjálpað mér mjög mikið – ég hreyfi mig mikið, hugsa vel um heilsuna og matar­ æðið. Það vann gegn þessu.“ Óttaðist viðbrögðin Eftir að Kristjana hafði tekið ákvörðun um að fara í brjóstnáms­ aðgerð upphófst erfiðasti tíminn í þessu ferli, biðin eftir að aðgerðin yrði framkvæmd. Hún þurfti að bíða í tvo mánuði og segir að það hafi valdið streitu og efi hafi læðst inn. „Af því að ég er svo óþolinmóð að ég vil klára hlutina strax þá fannst mér þessi biðtími það erfiðasta við þetta ferli. Þetta var ekkert í umræðunni á þessum tíma og ég man að ég spurði lækninn hvort ég gæti talað við ein­ hvern sem hefði farið í svona að­ gerð. Hann kom mér í samband við konu sem undirgekkst aðgerð ári áður en ég og það hjálpaði mér mjög mikið að tala við hana.“ Helst myndi hún vilja sjá sam­ tök fyrir konur sem standa í þessum sporum, svo þær viti hvert er hægt að leita. „Því þegar ég sagði öðrum frá þessu þá spurði fólk bara hvernig mér dytti í hug að gera þetta og svo var þetta ekkert rætt frekar. Ég var svo hrædd við að mæta þessum við­ brögðum að ég fór hljóðlega í gegn­ um þetta.“ Sem betur fer á hún þó góða að og bæði maki hennar og börn studdu hana í einu og öllu. „Maðurinn minn hefur alltaf stutt mig og dótt­ ir mín hefur hvatt mig áfram. Seinna áttaði fólk sig á þessu og margir báð­ ust afsökunar á framkomu sinni á þessum tíma. Síðan þá hefur um­ ræðan aukist og því opnari sem um­ ræðan er því jákvæðara verður fólk. Nú finnst fólki ég vera hetja.“ Rétt ákvörðun Kristjana fór í aðgerðina þegar um­ fjöllun um PIP­púðana stóð sem hæst. „Ég var svolítið óheppin hvað það varðar. Læknirinn sagði mér að hlusta ekki á þetta og opna ekki blöðin. Enda datt mér í aldrei í hug að hætta við þetta þegar ég var einu sinni búin að taka ákvörðun. Ef heilsan er í lagi þá skipta þessi brjóst engu máli.“ Aðgerðin var stór og erfið en í allt voru brjóstin fjarlægð og eggjastokk­ arnir, ný brjóst byggð upp og púðar settir inn. „Oft eru bráðbirgðapúðar settir inn og þeim svo skipt út en það var ekki gert í mínu tilfelli, sem bet­ ur fer því það er auðvitað mun betra að þurfa bara að fara í eina aðgerð.“ Sex vikum seinna var Kristj­ ana komin aftur til vinnu. „Margar konur eru lengur að jafna sig, það n Lét taka bæði brjóstin n Systirin fékk brjóstakrabba n Krabbamein fannst þegar brjóstin voru tekin„Ef heilsan er í lagi þá skipta þessi brjóst engu máli. Vissi svarið innst inni Lengi vel vissi Krist- jana innst inni að hún væri með þetta hættu- lega gen sem getur valdið brjóstakrabba- meini en hún var ekki tilbúin til þess að takast á við það strax. Hún tók þó rétta ákvörðun því þegar brjóstið var fjarlægt kom í ljóst að hún var komin með krabbamein á byrjunarstigi. 18 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.