Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 26
26 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað
É
g vissi alveg hvert hug
ur minn stefndi og þegar
símatalið kom þurfti ég ekki
að hugsa mig lengi um. Ég
held að ég hafi tekið mér
hálfrar mínútu umhugsunar
frest áður en ég sagði já. Hringdi
í konuna mína og spurði hana
álits, því þessari stöðu fylgir mikið
vinnuálag. Ég vildi því fá henn
ar samþykki. Hún sagði já og þá
var þetta klappað og klárt, segir
Þorsteinn Víglundsson sem fyrir
skömmu varð framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins. Staðan er
ein af lykil stöðunum á íslenskum
vinnumarkaði, en samtökin
koma að gerð nær allra kjara
samninga á almennum vinnu
markaði, auk þess sem þau gæta
hagsmuna aðildarfyrirtækjanna.
Framkvæmdastjórinn er talsmað
ur samtakanna og kemur fram fyrir
þeirra hönd í fjölmiðlum.
Hún er þéttsetin dagskráin
daginn sem við Þorsteinn mælum
okkur mót, stöðugir fundir og mik
ill erill. Þorsteinn virðist við fyrstu
kynni rólegheitamaður sem læt
ur fátt koma sér úr jafnvægi. Hann
er borgarbarn, sonur Víglundar
Þorsteinssonar, sem gjarnan er
kenndur við BM Vallá, og Sigur
veigar Jónsdóttur, fyrrverandi
fréttamanns og fréttastjóra Stöðv
ar 2. Móðir hans var þjóðþekkt
fyrst fyrir störf sín á Ríkissjónvarp
inu og síðar á Stöð tvö. Þorsteinn
segir að sér hafi aldrei þótt það
neitt sérstaklega merkilegt að eiga
mömmu í sjónvarpinu þegar hann
var krakki. „Þetta er bara eins og
annað sem maður elst upp við,
maður venst því. Ég held að fjöl
skyldulífið hafi verið mjög eðlilegt.
Mamma hafði það prinsipp að hún
var í sjónvarpi sem fréttamaður en
vildi lítið láta á sér bera þess utan.
Ég upplifði aldrei foreldra mína
sem neitt sérlega fræga.“
Góðir kokkar
Þorsteinn segir að eini annmark
inn hafi verið að vinnudagur for
eldra hans hafi oft verið lang
ur. „Við lærðum snemma að vera
sjálfstæðir bræðurnir og vorum
ungir að árum farnir að bjarga okk
ur í eldhúsinu. Í dag búum við all
ir að því að hafa þurft að hafa fyr
ir því að læra að matbúa því við
erum allir ágætir kokkar.“ Þor
steinn er á tvo bræður og er hann
miðbróðirinn, bræður hans eru
Björn framkvæmdastjóri hjá Voda
fone og Jón Þór kvikmyndagerðar
maður.
Ætlaði að verða blaðamaður
Þorsteinn lauk prófi í stjórn
málafræði með hagfræði sem val
vorið 1995. Þá var hann búinn að
ákveða hvað hann vildi gera, hann
ætlaði að verða blaðamaður og
skrifa um stjórnmál. Hann sótti
um á Morgunblaðinu, en þá, líkt
og nú, var þröngt í búi í efnahags
lífinu og ekki mörg atvinnutæki
færi. Eina blaðamannsstaðan sem
var laus á Mogganum var starf við
skiptablaðamanns. „Mér líkaði það
hins vegar svo vel að ég vildi hvergi
annars staðar vera þegar upp var
staðið. Ég vann svo á Mogganum í
þrjú ár og skrifaði allan tímann um
viðskipti.“
Þar með lauk blaðamannsferli
Þorsteins. Næsti viðkomustaður
var bankakerfið. Hann réðst til
Kaupþings og veitti Greiningar
deild bankans forstöðu á árunum
1998–2000. Þá hleypti hann heim
draganum og hélt til Lúxemborgar
og vann hjá Kaupþingi Lúxemborg
næstu tvö árin.
Mikið áfall
„Ég kom heim 2002 og hóf störf
hjá BM Vallá og starfaði við hlið
föður míns fram til ársins 2010
þegar félagið fór í þrot. Þetta var
tími þar sem ég reyndi margt. Það
gekk mikið á í byggingageiranum
á þessum árum. Þegar ég kom til
starfa hjá fyrirtækinu og fram til
2007 sjöfaldaðist umfang fyrirtæk
isins, annars vegar með samein
ingu við önnur fyrirtæki og hins
vegar vegna uppgangs í bygginga
iðnaðinum. Svo var eins og það
væri keyrt á vegg í ársbyrjun 2008
og það komu nær engin ný verk
efni inn. Maður gat nánast talið á
fingrum sér þau verkefni sem voru
í gangi. Á þessum tveimur árum
dróst starfsemin saman um 70
prósent. Starfsmenn voru liðlega
fimm hundruð haustið 2007 þegar
þeir voru flestir en voru orðnir inn
an við tvö hundruð þegar yfir lauk.“
Margir muna eftir tilfinninga
þrungnu sjónvarpsviðtali við
Víglund Þorsteinsson, föður Þor
steins, þegar BM Vallá var orðið
gjaldþrota. En hvernig leið Þor
steini? „Það er gríðarlegt áfall að
fara í gegnum gjaldþrot. Þetta var
mjög erfitt en var þó sýnu erfiðara
fyrir föður minn en mig því hann
hafði varið allri sinni starfsævi
hjá BM Vallá. Þetta var eins og að
missa nákominn ættingja og þetta
var gríðarlegt áfall sem var erfitt að
fara í gegnum.“
Nýtt og spennandi verkefni var
hins vegar handan við hornið. Það
var ákveðið að álframleiðendur
hér á landi mynduðu samtök og
Þorsteinn kom að stofnun þeirra
og varð framkvæmdastjóri þeirra
þegar þau voru komin á koppinn.
Gæfuspor
Konan Þorsteins er Lilja Karls
dóttir grunnskólakennari og eiga
þau þrjár dætur 15, 12 og 9 ára.
„Ég er í minnihluta á heimilinu
en við erum mjög heppin með
dætur okkar. Ég er stoltur af stelp
unum okkar. Við Lilja kynntumst í
menntaskóla en byrjuðum ekki að
vera saman fyrr en tveimur árum
eftir að við útskrifuðumst. Þá rakst
ég á hana á balli á Borginni og ein
setti mér að ná í hana. Mér tókst
að sannfæra hana og það var án
efa mitt mesta gæfuspor til þessa.
Við giftum okkur síðan um jólin
1997 samtímis því sem við skírð
um elstu dóttur okkar.“
Að vera framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins er ekki
níu til fimm vinna og oft og tíðum
getur mikið álag fylgt starfinu.
„Það getur verið mikið púsluspil
að vega saman vinnutíma og fjöl
skyldutíma. Maður reynir að vinna
ekki um helgar og vera komin heim
á skikkanlegum tíma á kvöldin. Ég
reyni að nýta vinnudaginn þannig
að það verði sem mest úr honum.
Í nútímaheimi er þetta að verða
auðveldara. Maður getur tekið upp
fartölvuna þegar börnin eru far
in að sofa og svo getur maður nýtt
dauða tíma hér og þar þó maður sé
heima. Þetta verður kannski erf
iðara þegar komið verður út í kjara
samninga. Ég býst þó við að horfa
upp á breytt landslag hvað varðar
kjarasamningagerð – menn sitja
ekki lengur sólar hringum saman
í Karphúsinu. Enda getur maður
spurt sig hvaða vit sé í samningum
sem menn eru að gera þreyttir og
ósofnir.“
Náttúruverndarsinni
„Ég er í golfi og hef gaman að því að
fara á skíði. Við tókum upp á því að
fara að stunda hestamennsku í vet
ur en það tekur mikinn tíma ef mað
ur ætlar að sinna skepnunum vel. Á
hverju sumri förum við í gönguferð
ir um óbyggðir landsins. Þegar við
skipuleggjum sumargönguna reyn
um við að hafa tvær leiðir til að velja
um. Það fer eftir veðri hvor verð
ur fyrir valinu. Í sumar horfum við
til Fossaleiðarinnar eða einhverrar
göngu á Snæfellsnesi eða þar í kring.
Mér þykir líka mjög gaman að veiða
en geri ekki mikið af því. Ég fer þó
með vinahópi upp á Skagaheiði á
hverju sumri í vatnaveiði. Það er þó
meira fyrir félagsskapinn en veiðina.
Einhverjar fallegustu og bestu stund
ir sem ég get hugsað mér er að sitja
við vatn um miðnæturleytið í stillu.
Horfa á vatnið verða spegilslétt um
leið og vindurinn dettur niður. Það
gerist ekki mikið fallegra. Þá er gott
að vera úti í náttúrunni.“
Skynsamleg nýting
Þrátt fyrir að Þorsteinn sé
aðdáandi íslenskrar náttúru hvet
ur hann til skynsamlegrar nýtingar
hennar. „Það verður þó að ganga
þannig til verks að menn lágmarki
áhrif framkvæmda eins og kostur
er. Við eigum miklar auðlindir í
raforkunni og framleiðsla á henni
hefur skilað þjóðarbúinu mikl
um ávinningi og getur gert það í
framtíðinni án þess að við göng
um á helstu náttúruperlur okkar.
Við hljótum að vilja eiga stór svæði
ósnortin. Það er mikil auðlind í
þeim fólgin fyrir okkur sem þjóð
og fyrir ferðaþjónustuna. En við
verðum að hafa í huga að orkunýt
ing er líka merkileg í augum ferða
manna. Þeim þykir merkilegt að
skoða vatnsaflsvirkjanir eða jarð
hitavirkjanir.“
Nýjum herrum fylgja gjarnan
nýir siðir og því ekki úr vegi að
spyrja Þorstein hvort það verði
áherslubreytingar hjá Samtökum
atvinnulífsins nú þegar hann er
tekinn við. Hann svarar spurn
ingunni ekki beint en segir að
samtökin ætli að leggja áherslu á
að eiga góð samskipti við stjórn
völd. Samskiptin við ríkisstjórn Jó
hönnu Sigurðardóttur hafi verið
stirð og erfið og við slíkt ástand
sé ekki hægt að una. „Við viljum
vinna okkur út úr slíku ástandi.
Það er skylda okkar að stuðla að
góðum samskiptum við stjórn
völd á hverjum tíma hvort sem í
hlut eiga hægri eða vinstri stjórnir.
Samtökin verða að geta átt hrein
skiptið og gott samtal við stjórn
völd þegar þess þarf með.“
Breytingar þarf að vinna í sátt
Þorsteinn segir að það sé erfitt
að geta sér til um hvort það hafi
verið einstaklingarnir sem sátu í
stjórn eða ástandið í þjóðfélaginu
sem skópu þessi slæmu samskipti.
Ríkis stjórnin hafi ætlað í marghátt
aðar breytingar með tæpan þing
meirihluta að baki. Það hafi átt að
breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu
og það hafi átt að breyta stjórnar
skránni. „Það var augljóst að unnið
var að mjög róttækum breytingum
á umgjörðinni um atvinnulífið og
samfélagið í heild. Ég held að lær
dómurinn sem við getum dregið af
þessu sé að slíkar breytingar þurfi
að vinna í miklu meiri sátt. Það eru
ekki síst þau skilaboð sem ég vil
senda næstu ríkisstjórn. Þegar við
ætlum að breyta allri umgjörðinni
sem við höfum sett utan um sam
félagið þarf að ríkja sátt um það út
fyrir ríkjandi stjórnarmeirihluta
á hverjum tíma. Þá er ég að tala
um breytingar svo sem á fiskveiði
stjórnunarkerfinu, rammaáætlun
og stjórnarskrána.“
Þorsteinn segir að það sé ekki
stöðugt hægt að vera að breyta
hlutunum og því sé svo nauðsyn
legt að það ríki sátt.
„Við þurfum sátt um fiskveiði
stjórnunarkerfið til langs tíma litið.
Það er grundvöllur einnar stærstu
atvinnugreinar þjóðarinnar og við
getum ekki verið að hræra í undir
stöðunum á fjögurra ára fresti. Það
sama á við um nýtingu á vatnsafli
og jarðvarma. Það tekur langan
tíma að undirbúa virkjanafram
kvæmdir og því þarf að ríkja breið
samstaða um hvar eigi að virkja
og hvenær og hvaða kröfur eigi að
gera til þeirra framkvæmda.
SA telja nauðsynlegt að taka
rammaáætlun upp aftur. Það var
lögð mikil vinna af hálfu verkefnis
stjórnar í að meta einstaka virkj
anakosti út frá sjónarmiðum um
nýtingu og vernd. Á lokasprettin
um greip hins vegar pólitíkin inn í
þetta ferli og niðurstaðan er mjög
lituð af því. Það er mikilvægt að hin
faglegu sjónarmið fái að ráða för í
þessum efnum ef sátt á að ríkja um
Þorsteini Víglundssyni finnst fátt jafnast á við
að sitja við stöðuvatn og láta sumarnóttina líða hjá.
Í viðtali við DV ræðir hann um hvað hann ætlaði
að verða þegar hann yrði stór, gæfusporið í lífinu,
náttúrvernd og hlutverk Samtaka atvinnulífsins í
íslensku þjóðfélagi.
„Það getur verið
mikið púsluspil að
vega saman vinnutíma
og fjölskyldutíma.“
Mikið álag „Maður reynir að
vinna ekki um helgar og vera
komin heim á skikkanlegum
tíma á kvöldin. Ég reyni að nýta
vinnudaginn þannig að það
verði sem mest úr honum.“
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
johanna@dv.is
Viðtal
Gjaldþrot er eins og að
missa nákominn ættingja