Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 27
Fólk 27Helgarblað 17.–21. maí 2013
niðurstöðuna til lengri tíma litið,“
segir Þorsteinn.
Ný þjóðarsátt
Þorsteini verður tíðrætt um að það
verði að fara sáttaleiðina ef takast
eigi að ná þjóðinni upp úr öldu
dalnum. Að menn taki höndum
saman þegar kemur að kjarasamn
ingagerð svo hægt verði að auka
kaupmátt almennings. Allir verði
að axla sinn hluta ábyrgðarinnar,
Samtök atvinnulífsins, launþega
hreyfingin, ríkisstjórn og Seðla
bankinn. Hann rifjar upp þjóðar
sáttarsamningana.
„Þjóðarsáttin á sínum tíma skil
aði árangri fyrstu sjö til átta árin.
Það varð veruleg kaupmáttaraukn
ing, gengið varð stöðugra og verð
bólgan var í sögulegu lágmarki.
Við þekkjum forskrift að þessari
aðferðafræði. Við héldum hins
vegar ekki út og fimmtán árum
síðar erum við í svipuðum sporum
og þegar þjóðarsáttin var gerð. Það
má því spyrja hvort það sé ekki
kominn tími á nýja þjóðarsátt.“
Hann segist telja að það sé
góð samstaða um að það verði að
endurskoða vinnubrögðin þegar
komi að gerð kjarasamninga.
Hann segir hins vegar erfitt að geta
sér til um hvort átök á vinnumark
aði séu framundan.
„Það eru ýmsir hópar sem telja
sig eiga inni leiðréttingar og staða
heimilanna er erfið. Það setur á
þrýsting um launahækkanir en
það sem mestu skiptir er að finna
leið sem dugar næstu fimm til tíu
árin til að endurreisa kaupmáttinn.
Svo það verði alvöru lífskjarasókn
í landinu en ekki bara enn eitt
boðafallið þar sem við horfum á
kauphækkanir brenna upp á verð
bólgubáli. Það er það síðasta sem
við þurfum á að halda.“
Ríkisfjármál verða að
vera í lagi
„Við þurfum einhvern veginn að
ná betur utan um stjórn peninga
mála. Ein helsta rót verðbólgu hér
á landi eru gengissveiflur og við
verðum að ná tökum á þeim. Við
höfum íslensku krónuna og verð
um með hana næstu árin alveg
sama á hvorn veginn Evrópusam
bandsmálin fara. Til að við getum
skotið stoðum undir stöðugleika
til lengri tíma verða ríkisfjármálin
einnig að vera í lagi, það þýðir ekki
að auka ríkisútgjöld í þenslu eins
og gert var á árunum 2003 og 2007.
Við verðum að finna leið til að ná
auknum stöðugleika í þessum efn
um. Við getum ekki látið Seðla
bankanum það einum eftir að slást
við verðbólguna. Stjórnvöld og að
ilar vinnumarkaðar verða einnig
að stuðla að auknum stöðugleika
með ábyrgri stefnu í ríkisfjármál
um og við gerð kjarasamninga.
Afnema verðtryggingu
Þorsteinn segist hlynntur því að
afnema verðtrygginguna. „Við
erum eitt fárra landa sem byggja
svona gríðarlega mikið á verð
tryggingu. Hún hefur verið hækjan
okkar í gegnum árin vegna þess að
við höfum ekki náð stöðugleika í
efnahagsmálum. Hún hefur verið
notuð sem tæki til að sparnað
ur fólks brenni ekki upp og sam
félagið geti virkað. Ég tel hins
vegar að við eigum að minnka
vægi hennar og á endanum ætt
um við að stefna að því að afnema
hana. Verðtryggingin hefur þann
ókost að við erum með allt of
langan viðbragðstíma þegar hitn
ar í hagkerfinu og þar með bíta
vaxtabreytingar Seðlabankans
seint og illa. Hins vegar er vert að
hafa í huga í þessum efnum að
það er ekki verðtryggingin sem er
okkar stærsta vandamál heldur
of mikil verðbólga. Heimilin yrðu
mun verr stödd í óverðtryggðu
umhverfi ef ekki tekst að ná tökum
á verðbólgunni.“
Evra ekki patentlausn
„Þegar kemur að aðild að Evrópu
sambandinu og gjaldmiðils
breytingu erum við klofin sem
þjóð. Samtök atvinnulífsins hafa
markað þá stefnu að það eigi að
ljúka aðildarviðræðum við sam
bandið og leggja aðildarsamning
fyrir þjóðina til samþykktar eða
synjunar. Það er hins vegar óraun
hæft að horfa til upptöku nýs
gjaldmiðils nema með aðild að
Evrópusambandinu og upptöku
evru í framhaldinu. Evran er ekki
nein patentlausn sem leysir öll
okkar vandamál. Ef við tökum ekki
ábyrgð á ríkisfjármálunum þá er
það til einskis. Þegar þjóð er kom
in inn í myntsamstarfið þá felur
það í raun í sér fastgengisstefnu
sem þýðir að ekki er hægt að
breyta gengi gjaldmiðilsins út frá
efnahagsstæðum í hverju landi.
Lönd eins og Grikkland, Ítalía,
Portúgal og Spánn voru ábyrgðar
laus hvað varðar ríkisfjármálin og
eru að súpa seyðið af því núna.
Svo eru önnur lönd, eins og Finn
land, sem eru með evru og Svíar
sem höfnuðu því að vera í mynt
bandalaginu. Í báðum löndunum
ríkir mikill agi í ríkisfjármálum
og á vinnumarkaði. Þessar þjóð
ir hafa náð mjög góðum og fylli
lega sambærilegum árangri í hag
stjórninni. Það er því ekki hægt að
benda á að evran hafi tryggt þenn
an árangur heldur var það agi í
ríkisfjármálum og ábyrgð í efna
hagsmálum sem skilaði þessum
þjóðum hagvexti langt umfram
það sem gerist að meðaltali innan
OECDríkjanna.“ n
„Það má því spyrja
hvort að það sé
ekki komin tími á nýja
þjóðarsátt.
Gjaldþrot er eins og að
missa nákominn ættingja
Ég er stoltur af stelpunum okkar Þorsteinn og Lilja með
dætrunum Söru Ósk, Evu Bjarkey og Sóley Björk„Þetta var
gríðarlegt
áfall sem erfitt var
að fara í gegnum