Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Side 36
36 Eurovision 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Spilaði yfir sig
E
inar Ágúst og Telma (eða
August & Telma) var íslensk
hljómsveit sem var stofn-
uð árið 2000 í tengslum við
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva. Hljómsveitin keppti
fyrir hönd Íslands, með lagið Tell
me sama ár og lenti í 12. sæti með
45 stig. Einar Ágúst segir í samtali
við DV að upplifunin af Eurovision
hafi verið skemmtileg en að sama
skapi erfið. „Þetta er svakaleg
vinna og álag, þá sér í lagi fyrir
aðalsöngvarann eða söngvarana
eins og í okkar tilviki þarna árið
2000. Umgjörðin og allt í kringum
þetta „bíó“ sem Eurovision er er
svo gríðarlegt og faglegt að mað-
ur hafði aldrei séð annað eins og
það var að mörgu að huga. Hvern-
ig halda skyldi á míkrófóninum
miðað við myndavélarnar, hvert
skyldi líta í hverju orði og þar fram
eftir götunum. Í raun þurfti mað-
ur að læra að syngja lagið upp á
nýtt þegar spor, sviðsframkoma og
hreyfingar voru komnar á hreint.
En Selma Björns undirbjó mig og
Telmu og þess vegna var maður vel
undirbúinn.
Varðandi væntingar þjóðarinn-
ar þá var nú ágætis meðbyr með
manni þarna, í Skítamóral og allt
á fullu svingi og Íslendingar eru
svo ágætir með sínu fólki að mað-
ur hafði nú engar áhyggjur af við-
brögðum heima fyrir, ekki nema
af því jú ef að allt færi á versta veg
kannski. En ég náði öllum mín-
um markmiðum með þessari ferð
þarna út til Stokkhólms, markaðs-
lega séð og annað.
Eftir keppnina tók svo við
áframhaldandi útvarpsmennska
og rosalegt spilerí með hljóm-
sveitinni, sem hafði nú verið
þokkalegt áður þannig að það var
hvergi slakað á og nóg að gera –
sem fylgir þessu auðvitað.
Í dag er ég að vinna á útvarps-
stöðinni K100.5 og uni mér of-
boðslega vel hér hjá Skjánum. Út-
varpið á vel við mig en ég hef lítið
verið í músík síðustu þrjú árin eða
svo. Held ég hafi „spilað yfir mig“
á árunum 2006–2010, fékk svona
eiginlega nóg af helgar- og nætur-
bröltinu sem fylgir músíkinni oft
og tíðum. En ég er einmitt akkúrat
núna um þessar mundir að munda
gítarinn aftur og fara af stað í mús-
íkina á ný. Er á leiðinni í hljóðver
og að byrja að spila aftur.
Lagið í ár er afskaplega
melódískt og fallegt. En maður
verður var við að „skoðanir eru
eins og rassgat, allir með svoleið-
is“ því það brenna allir samskipta-
miðlar af skoðunum á þessu sem
er bara eitthvað sem fylgir þessu.“
n Einar Ágúst er á leiðinni í hljóðver og er að byrja að spila aftur
Tveir Eurovision-kappar Einar Ágúst með Eyþóri Inga í hljóðveri Kanans þar sem
Einar Ágúst starfar í dag.
Telma Tell me
Þau Einar Ágúst og
Telma voru með
grípandi smell
sem náði þó ekki
lengra en í 12. sæti.
Væntingar til þeirra
voru miklar.
Söng djass í
Bandaríkjunum
A
nna Mjöll flutti til
Bandaríkjanna og
hefur starfað þar
að tónlist. Síð-
ustu ár hefur hún getið
sér gott orð sem djass-
söngkona vestra.
Hún var tíður gestur á
síðum slúðurblaðanna þegar
hún giftist níræðum milljónamær-
ingi, Carl Worthington, árið
2011. Þau skyldu nokkrum
mánuðum eftir brúðkaup-
ið og hófust þá málaferli.
Anna Mjöll var síðast í fjöl-
miðlum í vetur þegar hún
gekk að eiga tónlistarmann-
inn Luca Ellis. Þau héldu í
kjölfarið tónleika saman í Reykja-
vík.
Eurovision-
sérfræðingar
E
urobandið var stofnað í
mars 2006 af Friðriki Ómari
og Regínu Ósk en þau tóku
bæði þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins sama ár. Regína lenti
þá í öðru sæti með lagið Þér við
hlið en Friðrik Ómar í þriðja sæti
með lagið Það sem verður. Frið-
rik Ómar tók einnig þátt í Söngva-
keppni Sjónvarpsins árið 2007
með lagið Eldur en þá lenti hann
í öðru sæti.
Síðan þá hafa þau bæði verið
mikið viðloðandi tónlistina og má
segja að þau séu orðin fastagestir í
forkeppninni hér heima. Auk þess
sem þau hafa í þó nokkur skipti
farið út sem bakraddasöngvar-
ar. Undanfarið hafa þau ferðast
um landið með sýninguna Saga
Eurovision en með þeim á sviðinu
er Selma Björnsdóttir. Þar er farið
yfir söguna og vinsælustu og eftir-
minnilegustu Eurovision-lögin
tekin.
Friðrik Ómar hefur tekið þátt í
fimm vinsælum tónlistarsýning-
um á Broadway, unnið með mörg-
um af færustu hljóðfæraleikur-
um og söngvurum þjóðarinnar og
verið í forsvari fyrir nokkrar hljóm-
sveitir.
Regína Ósk hefur starfað sem
söngkona í mörg ár, gefið út þrjár
sólóplötur og kennir í Söngskóla
Maríu Bjarkar.
n Ferðast um landið með Saga Eurovision
S
igurjón Brink var sem kunn-
ugt er aðeins 36 ára þegar
hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu þann 17. janúar
2011. Fyrir andlát sitt hafði Sjonni,
eins og hann var kallaður, ákveðið
að taka þátt í undankeppni Söngva-
keppni Sjónvarpsins. Þórunn Erna
Clausen, eiginkona Sjonna, tók þá
ákvörðun að minning hans yrði best
heiðruð með því að draga framlag
þeirra til keppninnar ekki til baka.
Fram stigu syrgjandi vinir hans,
Matthías Matthíasson, Hreimur Örn
Heimisson, Pálmi Sigurhjartarson,
Benedikt Brynleifsson, Gunnar Óla-
son og Vignir Snær Vigfússon og
mynduðu sveitina Vinir Sjonna. Það
var ekki mikið mál að stofna sveitina
enda var Sjonni vinmargur, hvers
manns hugljúfi og elskaður af öllum
þeim sem hann þekktu. Lagið Aftur
heim komst örugglega áfram og sigr-
aði að lokum í undankeppninni.
Ljóst var að lag þessa ástsæla tónlist-
armanns var á leiðinni til Düssel-
dorf í flutningi vina hans þar sem
minningu Sjonna Brink yrði haldið á
lofti. Það gerðu þeir og síðan þá hafa
þeir reglulega hist með vinum og
ættingjum Sjonna og spilað tónlist í
minningu hans. Minningu Sjonna er
því enn haldið á lofti af vinum hans.
Minning vinar heiðruð
n Vinir Sjonna hittast enn og spila í minningu góðs vinar
Coming Home Syrgjandi vinir stigu á svið í Eurovision.
Fastagestir í keppninni Bæði Regína
og Friðrik Ómar hafa tekið fjölmörgum
sinnum þátt í forkeppninni hér heima.