Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 37
Eurovision 37Helgarblað 17.–21. maí 2013 Fékk plötusamning U pplifunin var ótrúleg. Þessi keppni er ekkert smá skemmtileg. Mikið umstang og mikil vinna,“ segir Greta Salóme Stefánsdótt- ir um þátttöku sína í Eurovision. Hún segist hafa fengið fjölmörg tækifæri eftir þátttöku sína í keppninni – stærsta tækifærið; plötusamning hjá Senu. „Ég hef fengið fjölmörg verkefni og tækifæri vegna keppninnar. Helst þá til að halda áfram að semja tónlist. Ég fékk plötusamning hjá Senu í kjöl- far keppninnar og það er eitt af mörg- um.“ Hún er fyrst og fremst ánægð að hafa hlotið fleiri tækifæri til þess að sinna tón- listinni. Áður hafði hún einbeitt sér að fiðluleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og söngnámi. „Ég er að spila og syngja alla daga. Dæmigerður dagur er ekki til, á eftir er ég til dæmis að spila á giggi á togara og á sin- fóníutónleikum í kvöld. Svona eru dagarnir mínir,“ segir hún og hlær. Greta vakti athygli fyrir framkomu sína og persónuleika. Hún er trúuð og öguð, mætir í ræktina upp á dag og er í hörku- formi. Hún segist enn leggja jafn mikla rækt við líkama og sál. „Ég tjái mig aldrei um trúna í fjöl- miðlum og hef til dæmis ekki gefið uppi hvaða söfnuði ég er hjá. Trúin er svo persónuleg, þarf ekki vera safnaðarbundin.“ n Greta fékk fjölmörg tækifæri í kjölfar Eurovision n Lenti í 15. sæti með lagið Núna Never Forget Greta spilaði á fiðlu á sviðinu og vakti mikla athygli. Atriðið lenti í 20. sæti í keppninni. D úettinn He- art2Heart naut tölu- verðra vin- sælda hér á landi enda skipaður tveimur vinsælum söngkonum. Sigrún Eva hélt áfram að syngja og koma fram í nokkur ár eftir keppnina. Í dag er hún hætt að syngja opinberlega en starfar sem forstöðumaður veflausna hjá Advania. „Mér finnst ótrúlegt hve margir muna eftir því þegar ég tók þátt í keppninni. Þegar ég kynni mig einhvers stað- ar þá man fólk eftir þessu,“ segir hún. Sigga Beinteins hefur verið ein ástsælasta söngkona landsins í mörg ár. Hún eignaðist tvíbura með sambýliskonu sinni fyrir um það bil tveimur árum. „Fólk man eftir þessu“ B jörgvin hafði tekið þátt í forkeppni Eurovision nokkrum sinnum en hafði ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafði lengi verið einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar og þótt hann næði ekki lengra í Eurovision en þetta breytti það engu um vinsældir hans. Björgvin hefur starfað sem tón- listarmaður og söngv- ari og þulur á Stöð 2. Hann hefur gefið út hljómdiska og komið víða fram á tónleikum. Björgvin var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar Ungverjaland Azerbaídsjan Georgía Rúmenía Noregur Finnland Malta Armenía Grikkland Moldóva Litháen Írland Eistland Hvíta-Rússland Danmörk Rússland Belgía Úkraína Holland Ítalía Frakkland Spánn Svíþjóð Þýskaland Bretland Þjóðir í úrslitum Allir hafa sitt hlutverk. Við látum ykkur vita þegar eitthvað er á seyði. Frjálst og óháð, öllum nema þér* *70% af tekjum DV koma beint frá almenningi. Áskriftin fæst frá 2.690 kr. á dv.is/askrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.