Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 46
Ný árbók Ferðafélags Íslands Út er komin árbók Ferðafélags Íslands 2013 en hún fjall- ar um fjölbreytt og áhugaverð svæði hvað varðar nátt- úrufar, sögu og möguleika til útivistar. Árbækur Ferðafélags Íslands hafa komið út árlega í óslitinni röð frá árinu 1928 en hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði og nú er það Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur sem skrifar um Vopnafjörð, Langanesströnd, Langanes, Þistil- fjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Jón Viðar Sigurðsson ritstýrði verkinu. 46 Lífsstíll 17.–21. maí 2013 Helgarblað Krefjandi og skemmtileg ganga n Segir fólki að sjá jöklana áður en þeir hverfa Þ etta er heillandi svæði og gangan er skemmtileg en krefjandi, segir Reynir Þór Sig- urðsson, farastjóri hjá Útivist, en hann mun stýra hópi göngufólks að Tungnahryggsjökli í byrjun júní. Gömul þjóðleið heim að Hólum Ferðin hefst og endar á Hólum í Hjaltadal en á föstudegi verður ekið fram í Kolbeinsdal og þaðan geng- ið upp í Tungnahryggsskála þar sem gist verður í tvær nætur. Á öðrum degi verður gengið í hið tröllslega Hólamannaskarð sem tengist gam- alli þjóðleið en þar mætast Tungna- hryggsjökull og Barkárdalsjökull á sýslumörkum Skagafjarðar og Eyja- fjarðar. Á þriðja degi verður svo genginn Hólamannavegur niður í Hjaltadal og heim að Hólum. Tungnahryggsjökull hefur hopað mikið Reynir er alinn upp í Hjaltadal og þekkir því vel til svæðisins. „Tungna- hryggsjökull er fyrsti jökullinn sem ég gekk á og það er ótrúlegt að sjá hvað þetta hefur breyst mikið á þess- um áratugum. Við sjáum veðurfars- breytingar svo glögglega á þessum jöklum sem hopa rosalega hratt. Þeir eru leifar af ísaldarjöklum og liggja í dalbotnum og eru í raun að hverfa og landslagið breytist. Áður fyrr var þarna jökulhvelfing en nú er komin í ljós stórgrýtis urð,“ segir hann. Það gildi að sjálfsögðu um aðra jökla en það sé mest áberandi þarna. Hann mælir með að fólk sjái jöklana áður en þeir hverfa. Fyrir vant göngufólk Útivist er með skalann 1 til 4 skór eftir erfiðleika göngunnar og þessi ferð er merkt sem 3 skór. „Það þarf að bera svefnpoka og mat til að hafa í skálanum en við förum ekki fram á sérstakan jöklabúnað. Við erum þó með einhver öryggistæki.“ Hann segir að hækkunin sé um það bil 700 til 800 metrar. Gangan er því fyrir vant göngufólk. n gunnhildur@dv.is Lán og styrkir til tækninýjunga Lán og styrkir til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is Umsóknarfrestur er til 14. júní 2013 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is Hnípinn á Hnúknum N ú trúi ég því fyrst að við náum að toppa, kallaði konan sem var næst mér í línunni. GPS- tækið mitt sýndi 1.980 metra hæð. Ég fikraði mig upp snarbratta hlíðina á jöklabroddum og með ís- öxi. Það voru aðeins 130 metrar eftir í lokatakmarkið. Neðar í hlíðinni voru yfir 50 manns að gera sig klára til að fylgja okkur eftir. Það var nístandi kalt og skyggnið sáralítið. Fararstjór- inn okkar, hún Auður, var þaulreynd- ur jöklafari og sérfræðingur í öllu sem snýr að snjóalögum. Hún átti að baki yfir 80 ferðir á Hnúkinn og hafði topp- að 60 sinnum. Hún gaf skipanir hárri röddu og við fikruðum okkur framhjá sprungum og yfir frera. Tækið sýndi að við vorum komin í 1.985 metra hæð. Nú var ég farinn að trúa því að það tækist að komast á toppinn. Í árslok 2010 hafði ég heitið sjálf- um mér því að ég myndi léttast um 40 kíló. Þessu fylgdi að leggja sjálf- an Hvannadalshnúk, hæsta tind Ís- lands, að fótum mér. Þessi áform hafa gengið eftir að hluta. Það fóru 40 kíló. Í maí árið 2012 var svo haldið á Hnúk- inn með 100 manna hópi Ferðafélags Íslands. Haldið var af stað í glamp- andi sólskini og logni sem hélst upp í 1.200 metra. Þá dimmdi skyndilega yfir. Snjókoma og hörkufrost tók við. Við paufuðumst áfram í blindni í allt að klofháum snjó. Þegar við komum loksins að sjálfum Hnúknum hafði verið ákveðið að snúa frá vegna veð- urs og snjóflóðahættu. Þetta var þungbært en ég hét því að snúa aft- ur síðar. Horfurnar voru ekkert sérstakar þegar ég lagði upp í aðra ferð mína á Hvannadalshnúk ári eftir ósigurinn. Síðasta hálfa mánuðinn höfðu örfá- ir náð að toppa. Það gleðilega var þó að daginn áður en við lögðum upp höfðu fjórar kjarnakonur náð á efsta tind með fararstjóra sínum. Klukk- an fjögur um nóttina lögðum við upp í mildu veðri. Ég hafði litla trú að það okkur tækist að komast alla leið. Næstu 11 klukkustundirnar liðu áfram eins og í draumi. Skref fyr- ir skref mjökuðumst við upp. Í 1.200 metra hæð var fólki skipað í línur. Ég valdi mér þá línu sem ég taldi að yrði hröðust. Svo var haldið af stað upp Endalausu brekkuna og inn í dimm- viðrið. Í 1.800 metrum var matarstopp. Þá vorum við komin upp á brún öskjunnar og leiðin að Hvannadals- hnúki var á jafnsléttu. Vandinn var hins vegar sá að snjónum hafði kyngt niður og það var mikil þrekraun fyr- ir fararstjórana að troða fyrir hóp- inn. Loksins vorum við undir Hnúkn- um sem í sortanum gnæfði yfir okkur. Við vorum búin að ganga í 10 klukku- stundir og sumir orðnir úrvinda. Aðrir keyrðu sig áfram á tilhlökkuninni um að toppa loksins. Eftir örstutta pásu tilkynnti Auður línustjóri að okkur væri ekki til setunnar boðið. Við vorum stopp í snarbrattri hlíð Hnúksins. Næsta lína kom upp að okkar og línustjórarnir tveir ræddu málin í 1.987 metra hæð. Ég var ör- þreyttur og kuldinn nísti. Verstur var þó sá illi grunur sem læddist að mér. Hingað og ekki lengra, sagði Auður. Snjóflóðahætta, sprungur og dimm- viðri stöðvuðu okkur. Ég bölvaði í hljóði og beit svo á jaxlinn. Það blasti við að ég yrði að reyna í þriðja sinn. Og nú er ég enn einu sinni kominn í biðröðina á Hnúkinn. Upp skal ég. Reynir Traustason Baráttan við holdið Þrif á gönguskóm Það er því mikilvægt að fara vel með gönguskóna til að viðhalda þeim. Þá þarf að bera á þá feiti en einnig er mikilvægt að hreinsa þá. Á alp- arnir.is segir að best sé að fjarlægja reimar og aðra lausa hluti af skón- um. Skrapa skuli alla fasta mold af og leysa upp önnur laus óhrein- indi. Við þrifin sé gott að nota tusku og volgt vatn. Þá skal skal bursta þá með mjúkum bursta en til að ná burt öllum óhreinindum skal að lokum skola þá með köldu vatni. Mælt er með að skórnir séu síðan loftþurrkaðir við stofuhita en var- ast skal að þurrka þá ofan á ofni eða við opinn eld. Innri hlið þeirra skal þvegin með tusku og volgu sápu- vatni .Að lokum er gott er að setja áburð eða þunnt lag af feiti á leðrið innan í skónum. Uppgjöf Auður fararstjóri tilkynnti að ekki yrði lengra haldið. Aðeins rúmir 100 metrar voru toppinn. Mynd: SiGTryGGUr ari Farastjórinn Reynir Þór er alinn upp á svæðinu og þekkir því vel til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.