Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Page 50
R
afael Benítez hefur á ferli sín
um náð góðum árangri en
verður þrátt fyrir það seint
sagður vinsæll knattspyrnu
stjóri. Tveir Spánarmeist
aratitlar, tveir Evrópubikarar og sigur
í Meistaradeildinni eru meðal annars
á afrekaskránni. Staðreyndin er sú
að Benítez hefur skilað titli hjá öllum
þeim félögum sem hann hefur þjálfað
frá því að hann fékk tækifæri á stóra
sviðinu með Valencia 2001.
Stór hluti stuðningsmanna
Chelsea hefur verið á móti stjóranum
frá því að hann var ráðinn til að bjarga
Chelsea eftir að Roberto Di Matteo
var látinn taka pokann í nóvember
síðast liðnum. Matteo var rekinn eftir
slakt gengi í deildinni og í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar en hann stýrði
liðinu einmitt til sigurs í keppninni
vorið áður. Óverðskuldað að mati
margra en Benitez var ráðinn enda
ekki margir stjórar með hans reynslu á
lausu á miðju tímabili. Framan af vetri
var ekki útlit fyrir farsælan endi hjá
Chelsea en Benítez skilaði þó Evrópu
bikar og meistaradeildarsæti en bar
áttan um sætin fjögur hefur aldri verið
harðari.
Ungur þjálfari hjá Real
Leikmannsferill Benítez flaug aldrei
hátt þó svo að hann hafi verið á mála
hjá Real Madrid um tíma. Meiðsli settu
meðal annars strik í reikninginn en 26
ára var Benítez orðinn partur af þjálf
arateymi Real. Fljótlega fór hann að
þjálfa vara og unglingalið Real með
góðum árangri en hann var einnig að
stoðarþjálfari Vicente del Bosque um
tíma árið 1994 hjá aðalliðinu.
Eftir að hafa þjálfað neðri deildarlið
á Spáni fékk Benítez tækifærið hjá Val
encia árið 2001. Hann launaði traustið
með Spánarmeistaratitli á sínu fyrsta
tímabili. Benítez varð aftur Spánar
meistari með Valencia tímabilið 2003–
2004 auk þess sem liðið vann Evrópu
bikarinn það tímabil. Þótti þetta mikið
afrek enda höfðu Real og Barcelona
verið áskrifendur að titlinum.
Sögulegur sigur
Eftir að hafa lent upp á kant við eigend
ur Valencia vegna leikmannakaupa
var Benítez ráðinn til Liverpool árið
2004. Þó vinsældir Benítez hafi verið
töluverðar um þetta leyti átti hann eftir
að feta í fótspor forvera síns hjá Liver
pool, Gerards Houllier, þegar kom að
óvinsældum.
Benítez byrjaði vel hjá Liverpool og
vann meistaradeild Evrópu þegar liðið
lagði AC Milan í einum eftirminnileg
asta úrslitaleik sögunnar. Þá kom hann
liðinu einnig í úrslit Deildarbikarsins
þar sem Chelsea bar sigur úr býtum.
Árið eftir varð Liverpool bikarmeistari
auk þess sem liðið komst í úrslit Meist
aradeildarinnar tímabilið 2006–2007.
Benítez tókst þó ekki að gera atlögu
að Englandsmeistaratitlinum fyrr en
tímabilið 2008–2009 en þá lenti liðið
í 2. sæti á eftir Manchester United.
Óvinsældir Benítez fóru vaxandi og
stöðugar deilur hans við eigendur
Liverpool voru fyrirferðarmiklar í
ensku pressunni. Tímabilið á eftir var
svo það slakasta hjá Liverpool í 22 ár
og eftir það gerði Benítez samkomulag
um að láta af störfum. Liverpool hefur
nánast verið í frjálsu falli síðan.
Stutt dvöl á Ítalíu
Eftir að hafa látið af störfum hjá Liver
pool sumarið 2010 tók hann við sem
þjálfari hjá Internazionale af Jose Mo
urinho. En hann hætti með liðið til
að taka við Real Madrid. Liðið var þá
ítalskur meistari og bikarmeistari auk
þess sem það vann Meistaradeildina.
Inter vann ítalska ofurbikarinn og varð
heimsmeistari félagsliða undir hans
stjórn en gengið í deildinni og Meist
aradeildinni var slakt. Inter tapaði
fyrir Tottenham Hotspur á eftirminni
legan hátt þar sem Garreth Bale steig
fram á sjónarsviðið sem einn af bestu
leikmönnum heims með ótrúlegri
frammistöðu. Benítez var rekinn í des
ember 2010.
„Lausráðinn knattspyrnustjóri“
Benítez var atvinnulaus þangað
til hann var ráðinn til Chelsea í
nóvember í fyrra eftir að Di Matteo
var rekinn. Þó Benítez hafi verið óvin
sæll undir það síðasta hjá Liverpool
og hjá Inter jafnaðist það þó ekki á
við móttökurnar sem hann fékk frá
stuðningsmönnum Chelsea. Eftir ró
lega byrjun hjá Chelsea varð óánægja
stuðningsmanna sífellt meiri og stjórn
liðsins gaf Benítez titilinn „ lausráðinn
knattspyrnustjóri“. Þegar upp var stað
ið varð liðið Evrópubikarmeistari og
tryggði sér auk þess sæti í meistara
deildinni. Betri árangur en hjá öll
um stórliðunum í enska boltanum að
Manchester United undanskildu.
Orðaður við City
Það er hins vegar ljóst að Benítez
mun ekki stýra Chelsea áfram þrátt
fyrir árangurinn. Hann hefur strax
verið orðaður við Manchester City
eftir að Roberto Mancini var rekinn
á dögunum. Spurning hvort Benítez
nái að vinna stuðningsmenn liðsins á
sitt band eða að vinsældir hans haldi
áfram að dala. n
50 Sport 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Óvinsæll þrátt
fyrir árangur
n Kveður með bikar og meistaradeildarsæti n Manchester City næsti áfangastaður?
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
„Betri árangur en
hjá öllum stór-
liðunum í enska bolt-
anum að Manchester
United undanskildu.
Helstu titlar Benítez:
n Spánarmeistari með Valencia 2001–2002
n Spánarmeistari með Valencia 2003–2004
n Evrópubikarmeist. með Valencia 2003–04
n Meistarad. Evrópu með Liverpool 2004–05
n FA bikarmeistari með Liverpool 2005–2006
n Ofurbikar Evrópu með Liverpool 2005
n Samfélagsskjöldurinn með Liverpool 2006
n Ofurbikar Ítalíu með Inter 2010
n Heimsmeistari félagsliða með Inter 2010
n Evrópubikarmeistari með Chelsea 2013
Rafeal Benítez Hefur verið
umdeildur undanfarin ár.
Sigursæll Benítez hefur
unnið margra stóra titla.
Eftirminnilegasti sigurinn Endurkoma
Liverpool gegn AC Milan gleymist seint.