Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Page 13
Fréttir 13Helgarblað 7.–9. júní 2013 „HANN KOM HEIM MEÐ SLÆM SÁR“ n Segir að sonurinn hafi komið beinbrotinn heim úr hvíldarinnlögn n Fannst alltaf erfitt að senda hann frá sér n Alsæl með að hafa fengið aðstoð heima G uðrún Ragnarsdóttir deildar- stjóri er í forsvari fyrir Rjóðrið en það er rekið af Landspítal- anum. Hún þvertekur fyrir að Ragnar Emil hafi nokkurn tímann beinbrotnað á meðan hann dvaldi þar. „Þetta er ekki rétt,“ sagði Guð- rún sem sagðist aldrei hafa heyrt annað eins. „Þetta er bara tilbúning- ur. Það er bara verið að búa til ein- hverjar æsifréttir. Þetta er ekki rétt.“ Guðrún sagðist ekki getað gef- ið neinar upplýsingar um mál Ragnars Emils þar sem hún væri bundin þagnarskyldu og þar af leið- andi væri varhugavert að fjalla um það út frá sjónarhóli móðurinnar. Hún benti jafnframt á að það væri ekki hægt að gera þá kröfu á hjúkrunarheimili þar sem 26 starfs- menn starfa á vöktum að einhverj- ir ákveðnir sæju um barnið. „Það virkar ekki þannig. Hér vinnum við sem einn maður. Núna er hann bara einn heima og það er langbesti kosturinn fyrir hann.“ Þá sagði hún að það væri algjör- lega á hendi foreldranna að þiggja þessa þjónustu eða ekki. „Það var hennar val hvort barnið kæmi hing- að eða væri heima hjá sér. Enginn ákveður það fyrir foreldra. Ef það á síðan að fara að velta sér upp úr einhverju sem gerðist fyrir mörg- um árum þá er það kapítuli út af fyrir sig.“ Að lokum sagði hún að Rjóðrið væri orðið níu ára gamalt en með tilkomu þess hefði þjónustan fyr- ir langveik börn lagast mjög mik- ið. Hins vegar væri það vandamál að þegar börn væru orðin átján ára gömul og ættu að útskrifast úr Rjóðrinu hefðu þau ekki í nein önn- ur hús að vernda. „Það er ekkert sem tekur við. Sveitarfélögin ráða ekki við þjónustuhlutverkið og hafa ekki fjármagn til að sinna þessu. Við eigum oft mjög erfitt með að út- skrifa börn sem eru orðin fullorðnir einstaklingar.“ Staðfesta frásögn Aldísar Blaðamaður ræddi einnig við að- stoðarmenn Ragnars Emils sem staðfestu frásögn Aldísar. Einn af þeim sem DV ræddi við, fór með Ragnari Emil upp á spítala þegar hann beinbrotnaði og hlúði að honum þegar hann fékk slæmt brunasár. Blaðamaður ræddi einnig við starfsmenn í Rjóðrinu sem gátu hvorki staðfest frásögn Aldísar né fullyrt að þetta hefði aldrei gerst. Þeir bentu hins vegar á mikil- vægi þess að foreldrar langveikra barna hefðu þetta úrræði. Fyrrver- andi starfsmaður Rjóðursins sagði hins vegar að nokkrir starfsmenn þar hefðu vitað af því þegar þetta gerðist. Hann tók hins vegar í sama streng og aðrir starfsmenn Rjóð- ursins og sagði að þar væri unnið þarft og gott starf sem væri mik- ilvægt fyrir langveik börn og fjöl- skyldur þeirra. Það væri ekki hægt að segja að þessi atvik sem hér eru rædd séu einhverskonar áfellisdómur yfir starfinu þar, Ragnar Emil sé svo viðkvæmur að það geti mjög auð- veldlega eitthvað farið úrskeiðis. Það þyrfti hins vegar að viðurkenna það, ræða það við foreldrana og leita leiða til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. „Þetta er bara tilbúningur“ hlynningu annars staðar. Ragnar Emil var tveggja ára þegar hann byrjaði að fara á hjúkrunarheim- ili fyrir langveik börn og hann fór reglulega þangað í eitt ár. „Allt frá því að hann hafði verið nokkurra mánaða gamall var farið að ýta á mig að senda hann frá mér. Hann krefst gríðarlegrar umönnunar og því fylgir mikið álag fyrir okkur for- eldrana. Í rauninni þarf hann að vera í einskonar gjörgæslu allan sólarhringinn, hann þarf stöð- uga ummönnun og auðvitað þurf- um við að fá einhverja hvíld. Þá er lausn samfélagsins oftast að taka börnin út af heimilinu í stað þess að aðstoða þau heima.“ Hvíld fyrir fjölskylduna Ástæðurnar eru margvíslegar, meðal annars þær að veikindun- um fylgir svo mikið álag að for- eldrar og systkini langveikra barna þurfi að fá hvíld og tækifæri til þess að gera eitt og annað sem ekki er hægt að gera með hinum veika. Um leið sé það hvíld fyrir barnið að komast út af heimilinu og inn í annað umhverfi þar sem það nýt- ur sín vel. Þá sé það barninu einnig hollt og gott að mæta jafningj- um sínum, öðrum börnum með sam bærilega skerðingu og sam- svara sig með þeim. Reynt er að hafa börn saman sem geta leikið sér saman og mörg þeirra mynda vinasambönd í hvíldarinnlögn. Aldís er þó á þeirri skoðun að þessi þjónusta sé fyrst og fremst sniðin að þörfum fjölskyldunn- ar en ekki barnsins sjálfs. „Börn eru svo varnarlaus og það er mið- ur hvað það er algengt að þau séu tekin frá foreldrunum þegar þau þurfa á þeim að halda. Auðvitað þurfum við foreldrarnir að geta haldið heilsu en barnið á að vera í fyrsta sæti. Og það er hægt að gera þetta þannig að þú getir ver- ið heima með barninu án þess að keyra þig út. Eftir ár þá hættum við þessari skammtímavistun og fengum að- stoð heima. Við getum lifað eðli- legu lífi og ég get haft barnið mitt hjá mér. Ég þarf ekki að senda Ragnar Emil burt og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvernig farið er með hann.“ Beinbrot og brunasár Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann haft ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því segir hún já. „Ég held ekki að hann hafi orðið fyr- ir ofbeldi, að hann hafi verið lam- inn eða eitthvað slíkt, en ég held að hann hafi ekki fengið þá að- hlynningu sem hann þurfti á að halda. Þá er ég ekki að segja að það hafi verið vísvitandi þannig en að- stæðurnar voru kannski þannig. Kannski vantaði þekkingu, starfs- fólk eða sérhæfingu í hans máli. Hann kom allavega heim með slæm sár, einu sinni var hann með blæðandi brunasár sem var svo slæmt að við þurftum að hafa hann bleyjulausan heima í fimm daga á meðan hann jafnaði sig,“ en hann hafði þá fengið í magann og Aldís telur að það hafi ekki verið fylgst nógu vel með honum. „Í annað skipti kom hann heim tognaður á vöðva og einu sinni fór ég með hann upp á spítala eft- ir innlögn þarna þar sem kom í ljós að hann var beinbrotinn án þess að nokkur á hjúkrunarheim- ilinu virtist vita af því. Þar var bara talað um að hann hefði grátið mik- ið. Sennilega vegna þess að starfs- fólkið kunni ekki nógu vel á hann. Kannski getur enginn fylgst nógu vel með svona hlutum nema for- eldrar eða aðrir sem þekkja hann mjög vel. Það þarf svo lítið til,“ segir hún. „Hann er með mjög viðkvæm bein og það þarf að fara mjög var- lega með hann. Hann getur brotn- að bara þegar það er verið að færa hann á milli staða. Eins ef það er tekið of fast í fæturna á honum.“ Án þess að áfellast starfs- fólkið segir hún að barn sem er svona veikt fyrir eigi ekki að vera í umsjón annarra en foreldra eða starfsfólks sem þekkir það mjög vel. „Þú þarft að þekkja líkama hans fullkomlega til þess að geta hugsað um hann og þótt ég hafi reynt að kenna fólki á hann þá var mér bara sagt að drífa mig heim, það yrði séð um hann. Eins voru ábendingar sem ég kom með ekki færðar á milli vakta, þannig að öndunargríman var kannski ekki rétt sett á hann svo hann fékk sár.“ Reiddist eftir öndunarstopp Í annan stað þurfti hann að fara „akút“ upp á spítala með sjúkrabíl af því að hann fór í öndunarstopp. „Þá var starfsmaður með Ragnari Emil sem hafði aldrei verið með hann áður og hann dó næstum því. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta og það gerði mig mjög reiða.“ Í samtali við blaðamann tek- ur Aldís það skýrt fram að hún sé ekki að ásaka neinn með því að ræða þetta opinberlega. Hún vilji vekja máls á þessu þar sem for- eldrar upplifi gjarna úrræðaleysi ef þeir eru ósáttir við þá þjónustu sem barnið sitt fær. Fá úrræði eru í boði fyrir allra veikustu börnin og erfitt er að fá NPA-þjónustu. Hún stendur ekki öllum til boða og hentar fólki misvel, því þegar fólk hefur þeg- ið hana hefur það ekki lengur að- gang að öðrum úrræðum sem eru í boði fyrir þennan hóp. „Ég vil líka taka það fram að þarna var mjög mikið af yndislegu starfsfólki. Almennt var vel hugs- að um Ragnar Emil,“ segir hún, „en það var ekki hægt að treysta á að það væri einhver ákveðinn með hann. Ég held að þetta geti gerst þar sem margir koma að um- önnun svona viðkvæms barns. Í mínum huga voru þetta ekki að- stæður fyrir barn sem getur ekki tjáð sig og er svona viðkvæmt. Satt best að segja þá fylltist ég reiði í garð samfélagsins fyrir að sam- þykkja þessa þjónustu fyrir þessi börn, sérstaklega þegar þau eru svona lítil. Ég á þrjú börn og fólk yrði mjög hissa ef ég myndi krefjast þess að hin börnin færu út af heimilinu í hverjum mánuði því það er svo erfitt að annast þau. Þau geta rif- ist eins og hundur og köttur og verið mjög erfið. Það er allt í senn, æðislegt og erfitt að eiga öll börn. Maður þarf mismikla aðstoð með þau. Yngri sonurinn þarf meiri að- stoð en það er ekki þar með sagt að hann eigi ekki að vera með mömmu sinni og pabba og systk- inum sínum.“ Ein fjölskylda Í tilfelli Aldísar og Ragnars Em- ils fólst lausnin í því að fá NPA- samning. „Það gerir okkur kleift að ráða aðstoðarfólk inn á heim- ilið allan sólarhringinn. Þetta létt- ir á álaginu á okkur og gerir mér kleift að vera bara mamma hans Ragnars Emils en ekki hjúkkan hans, læknirinn og sjúkraþjálf- arinn. Aðrir sjá um að sinna því. Þetta fyrirkomulag gengur rosa- lega vel og við erum alsæl með þennan þjónustumöguleika.“ Aldís er engu að síður ennþá heimavinnandi að mestu, fyrir utan stjórnarstörf í NPA-miðstöð- inni. „Ég verð alltaf að vera til stað- ar. Hann á í öndunarerfiðleikum og það þarf alltaf einhver, eins og ég sem er algjör sérfræðingur í honum, að vera til staðar. Þess vegna leið mér alltaf illa með að senda hann burt. Eitt- hvað í undirmeðvitundinni sagði að þetta væri ekki í lagi þótt allir í kringum okkur hafi sagt að þetta væri eina leiðin til þess að halda áfram. En mér leið alltaf eins og við værum að setja hann í geymslu og fannst hann meira virði sem manneskja en það. Þetta var mjög skrýtið tímabil og ég var í einhverju skrýtnu ástandi, undir miklu álagi og ósofin. Núna erum við bara ein fjöl- skylda. Ragnar Emil er bara eitt af börnunum mínum og hann er engin byrði. Mér finnst mjög dýrmætt að hann upplifi sig bara sem einn af hópnum. Systkini hans eru líka ánægðari, þau voru alltaf að spyrja af hverju hann þyrfti að fara og hvenær hann kæmi aftur. Hann er hluti af þeim.“ Á leið í skóla Ragnar Emil var þriggja mánaða þegar veikindi hans uppgötvuð- ust. Þá var hann ekki farinn að hreyfa sig eða halda höfði. „Hann er sá fyrsti sem greinist með þenn- an sjúkdóm sem lifir lengur en til tveggja ára aldurs. Þannig að það er rosalega merkilegt að hann sé að fara í fyrsta bekk í haust.“ Hann verður sex ára í júní og fer í almennan grunnskóla, sama skóla og systkini hans sækja, Hrauna- vallaskóla. „Það eru ekki mörg börn sem eru með jafn mikla skerðingu og hann sem fara í almennan grunnskóla. Ég er mjög stolt af því og skólastjórnendum sem taka svona vel á móti okkur og hugsa í lausnum en ekki vandamálum.“ Framtíðin er óskrifað blað. „Við vitum ekkert hvað verður. Það er komin ný tækni, nýjar vélar og þekkingin eykst. Við bindum mikl- ar vonir við það. Almennt hugsum við bara um daginn í dag og gerum það besta úr honum. Síðan skipu- leggjum við framtíðina út frá því að hann taki þátt í lífinu. Hann er mjög lífsglaður og hamingjusamur og ánægður með lífið. Ég hef ekki séð neitt fimm ára barn sem er ánægðara með lífið en hann. Líf hans er alveg jafn mikils virði og annarra. Ég tek það fram af því að þegar hann var yngri vor- um við oft spurð að því af hverju við værum að berjast fyrir lífi hans þar sem líf hans ætti eftir að verða ömurlegt. Í hugum fólks er fötlun alltaf eitthvað hræðilegt og skila- boðin voru alltaf þessi. En fatlað fólk getur lifað mjög góðu lífi líkt og aðrir og ef það er hugsað vel um Ragnar Emil þá líður honum rosa- lega vel.“ n „Satt best að segja þá fylltist ég reiði í garð samfélagsins fyr- ir að samþykkja þessa þjónustu fyrir þessi börn. „Það var hennar val hvort barnið kæmi hingað eða væri heima hjá sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.