Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 16
16 Fréttir 7.–9. júní 2013 Helgarblað n Nám við Háskólagátt á Bifröst uppfyllir ekki inntökuskilyrði Háskóla Íslands É g gat ekki skilið þetta öðruvísi en að þetta væri bara undan- fari háskólanáms, ekkert fyrir eitt frekar en annað, segir kona sem nýlega sótti um nám við Háskólagáttina á Bifröst. Hún ætlaði að auka við menntun sína til að geta farið í nám í uppeldis- og menntun- arfræði í Háskóla Íslands. Eftir að hafa kynnt sér upplýsingar um Há- skólagáttina á heimasíðu Háskólans á Bifröst, sem og hringt og spurst fyr- ir um námið, gat hún ekki betur skil- ið en að námið myndi veita henni inngöngu í Háskóla Íslands. Í ljós kom hins vegar að nám við Háskóla- gáttina uppfyllir ekki inntökuskilyrði HÍ. Þá virðist vera misræmi á upplýs- ingagjöf skólanna tveggja um málið. Háskólagáttin byggir á því sem áður hét frumgreinadeild Bifrastar en á heimsíðu skólans segir: „Námið er sniðið að aðalnámskrá framhalds- skólanna með hliðsjón af þeim kröf- um sem gerðar eru til inngöngu í fé- lags- og hugvísindasvið háskóla.“ Hissa á misvísandi upplýsingum Þrátt fyrir að gera ráð fyrir að nám- ið kæmi henni inn í HÍ var konunni ráðlagt af utanaðkomandi aðilum að hafa samband við HÍ og kynna sér málið betur. „Ég hafði samband við HÍ og ég fékk þau svör að þeir hefðu aldrei tekið við nemendum úr frum- greinadeildinni hingað.“ Konan benti starfsmanni HÍ hins vegar á að hér væri nýtt nám á ferðinni en sá virtist ekki kannast við það. Úr varð að konan sendi starfs- manninum tölvupóst svo hann gæti grennslast betur fyrir um málið. „Ég fékk svo það svar að þeir tækju þetta ekki gilt eins og staðan væri í dag.“ Konan hafði þá aftur samband við Bifröst og fékk sömu svör og áður, að hún ætti að geta fengið inngöngu í alla háskóla á Íslandi ef hún lyki námi við Háskólagáttina. Hún var að vonum hissa eftir að hafa feng- ið önnur svör frá starfsmanni HÍ og hugsaði með sér hvort eitthvað hefði kannski breyst varðandi inntökuskil- yrðin á þessum skamma tíma. Hún hafði því aftur samband við HÍ en fékk sömu svör og áður. Fleiri hafa lent í því sama „Ég hringdi því aftur upp á Bifröst og konan þar sagði já. Þá sagðist ég hafa verið að skella á starfsmann HÍ og hann hefði sagt nei. Hún fór og talaði við yfirmann sinn, kom svo aftur í símann og sagði að það væru samningaviðræður í gangi við HÍ og að þetta yrði ekkert mál.“ Voru þetta síðustu samskiptin sem konan átti við Bifröst en hún er ekki ennþá búin að fá svar um það hvort hún komist inn í Háskóla- gáttina eða ekki, enda umsóknar- frestur ekki runninn út. Eftir að hafa fengið þessar mis- vísandi upplýsingar veit hún hins vegar ekki hvað hún ætlar að gera. Hún treystir því tæplega að nám við Háskólagáttina nýtist henni sem skyldi til að komast inn í það nám sem henni hugnast. DV hefur heimildir fyrir því að fleiri einstaklingar hafi fengið þær upplýsingar að þeir ættu að geta komist inn í Háskóla Íslands eftir að hafa lokið námi við Háskólagáttina. Komast inn í alla aðra skóla Jón Ólafsson, aðstoðarrektor Háskól- ans á Bifröst, segir það mjög skrýtið að einhver hafi fengið þær upplýs- ingar að nemandi sem ljúki námi við Háskólagáttina komist sjálfkrafa inn í Háskóla Íslands. Það hljóti að hafa verið annað hvort mistök af hálfu starfsmanns eða misskilningur. Hann segir Háskólagáttina vera aðfararnám að háskóla sem sé þó sérstaklega miðað að Bifröst. „Þrátt fyrir að við höfum ekki haft samn- inga þá hafa nemendur eiginlega alltaf komist inn í Háskólann á Akur- eyri og HR og ég veit ekki betur en þetta sé tekið fullgilt í Listaháskólan- um. Með öðrum orðum, þetta hefur ekki verið neitt vandamál. Þetta fólk gengur inn í alla háskóla vandkvæð- alaust, nema Háskóla Íslands.“ Jón segist þó vita til þess að nem- endur úr frumgreinadeildinni, sem var undanfari Háskólagáttarinnar, hafi komist inn í Háskóla Íslands. Þeir geti hins vegar ekki gefið neina tryggingu fyrir því. Hann bendir á að þrátt fyrir að nemandi sem ljúki slíku námi upp- fylli þau almennu skilyrði sem sett eru í landinu um ígildi stúdentsprófs, þá geti hver skóli um sig sett ákveðin inntökuskilyrði. „Við höfum ekki farið fram á að fá samning við HÍ um að þeir taki alla okkar nemendur, enda myndi það aldrei ganga. Það sem við höfum gert er að við erum búin að óska eftir því við allar deildir á hugvísinda- og félagsvísindasviði að hver deild gefi okkur upplýsingar um það hvaða viðbótarskilyrði nemendur þurfa að uppfylla til að komast inn, hafi þeir klárað Háskólagáttina hjá okkur.“ Uppfyllir ekki inntökuskilyrði Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslu mála hjá Háskóla Íslands, segir inn töku skil yrði skólans vera mjög skýr. Stúdentsprófs sé krafist. „Það uppfyllir í sjálfu sér ekki formleg inntökuskilyrði í háskóla, þetta nám á Bifröst. Það er bara þannig.“ Hann segir nemendur sem ljúki námi við Háskólagáttina vissulega geta sótt um undanþágu frá inntöku- skilyrðum og þá sé farið yfir hverja umsókn fyrir sig. Aðspurður hvort HÍ hafi tekið inn einhverja nemendur beint úr frum- greinadeild eða Háskólagáttinni á Bifröst, segir Þórður: „Ég held ekki, nema þeir hafi lokið einhverju öðru námi líka.“ Hann segir þetta á end- anum snúast um að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við námið. „Síðast þegar það var far- ið yfir þetta þá gekk þetta ekki. Þetta er svona núna.“ Aðspurður hvort það sé verið að taka saman upplýsingar fyrir Háskól- ann á Bifröst svo það liggi ljóst fyrir hve miklu námi nemendur þurfi að bæta við sig til að komast inn í HÍ, líkt og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst talar um, segir Þórður ekkert slíkt vera í gangi eins og er. n Háskólagáttin dugar ekki í Hí Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ósamræmi Sviðsstjóri kennslumála hjá HÍ segist ekki vita til þess að nemendur af frumgreinadeild á Bifröst hafi verið teknir beint inn í HÍ. Aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst segist hins vegar vita til þess að nemendur þaðan hafi komist inn í HÍ. Aðstoðarrektorinn Jón Ólafs- son segir Háskólagáttina vera aðfararnám að háskóla sem sé þó sérstaklega miðað að Bifröst. „Það uppfyllir í sjálfu sér ekki form leg inntökuskilyrði í há skóla, þetta nám á Bif- röst. Það er bara þannig. Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslumála hjá HÍ „Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en að þetta væri bara undanfari háskólanáms, ekkert fyrir eitt frekar en annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.