Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 30
30 Fólk 7.–9. júní 2013 Helgarblað É g kynntist kannski betur en margir aðrir þessum yndis- legu eiginleikum hans. Hann var alltaf kátur, skemmti- legur og jákvæður,“ segir Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, góð- vinur Hemma. „Allir sem voru ná- lægt honum drógust inn í þessa já- kvæðni og hlátur hans,“ segir hann um vin sinn sem hann syrgir sárt. „Þetta er svo sorglegt og þetta ger- ist svo snöggt, við vorum mikl- ir vinir,“ segir Raggi. Þeir félagarn- ir höfðu vitað hvor af öðrum í nokkurn tíma og reglulega skemmt saman þegar Raggi bað Hemma að slást í för með Sumargleðinni. Með henni ferðuðust þeir saman um allt land með hópi skemmtikrafta og slógu upp heljarinnar veislu hvar sem þeir stoppuðu. Hann segir húmorinn hafa ver- ið einkennismerki Hemma. Hann hafi haft gaman af því að gera góðlátlegt grín og sjálfur segist hann oft hafa orðið fyrir barðinu á stríðni Hemma. „Hann var prakk- ari og hafði gaman að því að stríða mönnum í gríni og gat vel tekið gríni sjálfur,“ segir hann hlæjandi og minnist skemmtilegrar sögu frá Sumargleðinni. „Hann bjó til par, skírði þau og fékk alla með sér í lið. Þau hétu Þröstur og Bíbí. Þetta voru voðalega óþekk hjón sem voru alltaf að gera eitthvað af sér en það átti sér alltaf stað þegar ég var niðri að skipta um föt eða eitthvað. Svo kallaði hann alltaf á mig: Raggi, Þröstur og Bíbí, kom- iði!“ Og alltaf rauk ég upp. Svona gekk þetta heilt sumar og aldrei voru þau þarna þegar ég kom. Það tóku allir þátt í þessu. Hann bjó þau til, til þess að fá mig til að hlaupa sem oftast upp stigann,“ segir Raggi skellihlæjandi. „Svona var Hemmi, það var alltaf gam- an í kringum hann. Hann var svo yndislegur strákur.“ Hann segist munu sakna Hemma sárt. „Þjóðin öll syrgir hann. Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur sem þekktum hann heldur þjóðina alla. Hann var þjóðargersemi. Þegar hann kom í útvarpið eða sjónvarpið þá gladdi hann alla. Þjóðin á bara að horfa til himins og þakka fyrir Hemma Gunn.“ H emmi var ofboðslega blíð- ur og ljúfur. Hann gat líka verið stríðinn og svo var hann oft mjög fyndinn, segir Valgerður Matthíasdóttir fyrrum samstarfskona Hemma. „Þegar við unnum saman á skrif- stofu á RÚV þá kom hann til dæm- is iðulega með stríðniskomment á það sem ég sagði eða gerði og þá gerði hann það á mjög skemmti- legan hátt þannig ég fór alltaf að hlæja. Það var alltaf mjög góð- látlegt grín og gat verið óborg- anlega fyndið,“ segir hún hlæj- andi og segist minnast hans með gleði í hjarta. „Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega en það var bara hvernig hann sagði hlutina sem kom manni til að hlæja. Svo kunni hann alltaf með glaðværð að létta andrúmsloftið ef til dæmis álagið var mikið eða við vorum í miklu stressi. Hann var alveg einstak- ur að mörgu leyti. Bæði mjög hlýr og skemmtilegur og hann var bara svo falleg sál,“ segir Vala um vin sinn, Hemma. H emmi var frábær náungi og ofboðslega skemmti- legur. Það var alltaf gam- an í kringum hann, segir Þórhallur Sigurðsson eða Laddi eins og hann er gjarnan kallað- ur. Þeir Hemmi áttu langt og gott samstarf í þáttunum „Á tali hjá Hemma Gunn“ þar sem Laddi birtist reglulega sem persónurn- ar Elsa Lund eða Dengsi sem áttu fastan sess í hjarta þjóðarinn- ar. Persónurnar voru skapaðar í kringum þættina. Laddi segir alltaf hafa verið mikið fjör hjá þeim og ávallt mik- il gleði í kringum Hemma. „Þetta var mjög skemmtileg samvinna hjá okkur. Æðislega gaman, það er ekki hægt að segja annað,“ seg- ir hann. Eftir að þátturinn hætti kom Laddi stundum í viðtöl hjá Hemma í útvarpinu og komst þá yfirleitt ekki upp með annað en að taka nokkra af sínum frægustu karakterum. Laddi segist munu sakna Hemma. „Ég kem til með að gera það, mjög mikið, bara eins og öll þjóðin. Maður átti ekki von á þessu og ég er í raun ekki enn búinn að átta mig á þessu.“ „Hann var þjóðargersemi“ Vinir Raggi og Hemmi saman á góðri stundu. Á tónleikum Sumar- gleðin þegar hún kom saman árið 2011. Hemmi og börnin Hemmi var mikill barnakarl og börn voru tíðir gestir í þættinum hjá honum. „Ofboðslega blíður og ljúfur“ „Frábær náungi og ofboðslega skemmtilegur“ Á tali hjá Hemma Gunn Hemmi og Elsa Lund spjalla. Fyrstu árin Hemmi með foreldrum sínum og systur. Hlegið í beinni Hemmi var þekktur fyrir innilegan hlátur sinn og gott geð. Fermingarmyndin Hrukkulaus og bráðmyndarlegur ungur fermingardrengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.