Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 43
Lífsstíll 43Helgarblað 7.–9. júní 2013 F yrr á þessu ári fór Alexander Wang með hönnunarteymi sínu til Guetaria á Spáni til að heimsækja fiskiþorpið sem Cristobal Balenciaga fæddist. Það gerði hann til að veita sér inn- blástur í nýja sumarlínu sína. Hann kynnti sér eldri hönnun Cristobals og áhrifin eru augljós. Nýja línan var kynnt á miðvikudag í þessari viku og hefur vakið mikla athygli. Hún þykir sportleg en kynþokkafull og sniðin klæðileg. n Katrín ekki nógu kyn- þokkafull Ítalski fatahönnuðurinn Roberto Cavalli vill að Kartín hertogaynja af Cambridge sé kynþokkafyllri í klæðaburði. „Prinsessur ættu að vera kynþokkafullar,” segir Cavalli sem vill hanna eitthvað kynþokka- fullt – en þó ekki of djarft – handa Katrínu. „Þó að þú sért drottning eða prinsessa þá þýðir það ekki að þú getir ekki verið kynþokkafull.” Sportleg geómetría Skemmtilegt snið á skyrtu. Áhrifin eru augljós Gömul hönnun Cristobal. Svört kápa og pils Þriðja áratugar blær á þessari samsetningu. Skyrta og pils Stílhreint snið á skyrtu og pils með geometrísku sniði. Ekki nógu kynþokkafull? Roberto Cavalli vill djarfari prinsessu Grettu þig til að komast inn Google hefur sótt um einkaleyfi á tækni þar sem fólk grettir sig í stað þess að stimpla inn lykil- orð. Tæknin gengur út á það að notandi er beðinn um að gera ákveðna hreyfingu eins til dæm- is stinga út tungunni, brosa og að hreyfa augabrúnir. Segja má að einkaleyfið sé svar við nýlegri tækni Android þar sem notandi þarf að blikka augunum til að opna símann. Ef einhver heldur að tæknin standi í stað þarf við- komandi líklega á endurmenntun að halda, eins og íslenskur stjórn- málamaður sagði eitt sinn. Fallegri síðla kvölds Nýleg rannsókn framkvæmd á börum sýnir að fólk af báðum kynjum finnst hitt kynið meira aðlaðandi því nær lokunartíma það er. Rannsakendur fóru upp að fólki og báðu það um að gefa öllum öðrum á barnum einkunn út frá útliti þeirra. Sú einkunn fór hækkandi eftir því sem leið á kvöldið. Rannsakendur telja að rekja megi ástæðuna fyrir þessu til þeirra áhrifa sem ímyndaður skortur hefur á fólk. Svart og hvítt í Balenciaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.