Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 10.–13. janúar 20148 Fréttir lágmarkslaunum n Tugþúsundir vantar upp á n Starfsmaður hjúkrunarheimilis flýr borgina vegna leiguverðs H undrað og fjörutíu þúsund krónur vantar upp á að einstaklingur á lág­ markslaunum, sem býr í 60 fermetra íbúð vestan Kringlumýrarbrautar, geti lifað sam­ kvæmt dæmigerðu neysluviðmiði Velferðar ráðuneytisins. Samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningum hækka laun Ís­ lendinga um 2,8 prósent nú í byrjun árs, en laun í lægstu launaflokkun­ um munu hækka um allt að 5 pró­ sentum. Þetta þýðir að launataxtar undir 230 þúsundum króna hækka um 9.750 krónur á mánuði. Lægstu laun fyrir 40 stunda vinnuviku 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfleytt hjá sama fyrirtæki hækka því upp í 213.750 krónur á mánuði. Frá þessu dragast þá skatt­ ar, en samkvæmt vefreiknivél ríkis­ skattstjóra verða launin mest um 184.519 krónur eftir skatt. Lágmarkslaunin nægja ekki til að lifa eftir neysluviðmiði umboðs­ manns skuldara, sem er þó ekki hugsað sem heimilisbókhald sem hægt sé að búa við til frambúðar. Ríflega 40 þúsund krónur vantar þar upp á. Nægir vart fyrir mat „Ég rétt skríð upp í 200 þúsund krónur, kannski 205 þúsund – stundum minna,“ segir kona sem starfar á hjúkrunarheimili á höfuð­ borgarsvæðinu í samtali við blaða­ mann DV. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ófaglærð og í 90 prósenta starfi en með þó nokkra reynslu. Hún segist einung­ is hafa 10 til 15 þúsund krónur til að lifa á eftir að hafa borgað leigu og reikninga síðasta mánaðar. Hún býr ein og leigir íbúð fyrir 130 þús­ und krónur á mánuði, fyrir utan hita og rafmagn. Afgangspeningurinn myndi vart nægja fyrir mat ef hún hefði ekki möguleika á heitri máltíð í vinnunni. Skortur á ódýrum leiguíbúðum Umræða undanfarinna vikna hef­ ur dregið upp á yfirborðið alvar­ legan skort á litlum, ódýrum leiguíbúðum, en vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 10 stig á síðasta ári. Samkvæmt upp­ lýsingum Þjóðskrár frá því í nóvem­ ber nær meðalfermetraverð þriggja herbergja leiguíbúða í mismunandi hverfum höfuðborgarsvæðisins frá 1.558 til 1.945 króna á mánuði. Ef einstaklingur leigir litla þriggja herbergja, 60 fermetra íbúð vestan Kringlumýrarbrautar á meðal­ verði greiðir hann 94.800 krónur á mánuði, að frádregnum fullum húsaleigubótum. „Ekki hægt að lifa á þessum launum“ Ef einstaklingur sem er á lágmarks­ launum leigir slíka íbúð á hann einungis tæpar 90 þúsund krónur afgangs til að greiða fyrir mat, sam­ göngur, lækniskostnað, föt, síma og net, tómstundir, og alla aðra þjón­ ustu í mánuðinum. Aðspurður, á Beinni línu á DV.is á mánudag, hvort hann gæti hugsað sér að lifa á lágmarkslaunum, sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé­ lags Akraness: „Nei, og ég fullyrði að það er ekki hægt að lifa á þess­ um launum. […] Gleymum heldur ekki að dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling samkvæmt velferðar­ ráðuneytinu er 229.000 krónur og er húsnæðiskostnaður ekki inni í því. Á þessu sést að það er ekki hægt að lifa á þessum launum.“ Hófsemi og meinlæti duga ekki til Sú fjárhæð er einnig langt frá því að nægja fyrir framfærslu barnlauss einstaklings samkvæmt framfærslu­ viðmiði umboðsmanns skuldara, sem gerir ráð fyrir að hann þurfi tæpar 133 þúsund krónur á mánuði í framfærslu. Þetta viðmið er þó tæpum hundrað þúsund krónum lægra en dæmigerð neysla ein­ stæðings á mánuði. Af þessu má ráða að útborguð lágmarkslaun, 184.519 krónur, nægja engan veg­ inn til að framfleyta einstaklingi sem leigir dæmigerða íbúð vestan Kringlumýrarbrautar. Mikið vantar upp á eins og sést á meðfylgjandi skýringarmynd. Viðmiðið er ekki hugsað sem heimilisbókhald til frambúðar. „Það er gert ráð fyrir að þú búir við tak­ markaðri fjárhag í 1 eða 3 ár á með­ an það er verið að greiða upp skuld­ ir,“ sagði Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Ekki er gert ráð fyrir ferða­ lögum, neyslu áfengis eða tóbaks, endurnýjun á raf­ og heimilistækj­ um eða ökutækjum svo dæmi séu nefnd. Jafnvel ef fólk sættir sig við slík­ an takmarkaðan fjárhag tímabund­ ið og flytur sig í 15 fermetra her­ bergi í atvinnuhúsnæði, sem kostar 55 þúsund krónur á mánuði, er ljóst að það nær ekki að framfleyta sér á lágmarkslaunum. Fólk getur því varla lagt fyrir, eða sparað til að geta síðar brugðist við ófyrirséðum en óhjákvæmilegum kostnaði, svo sem veikindum. „Ég get ekki einu sinni leyft mér að fara á kaffihús“ Konunni sem DV ræddi við líkar starf sitt á hjúkrunarheimilinu vel, finnst það gefandi, og kveðst vilja búa áfram í Reykjavík en sér ekki hvernig það sé hægt á þeim launum sem henni er úthlutað. Þær 10 til 15 þúsund krónur sem hún á eftir í lok mánaðarins nægja ekki einu sinni fyrir þriggja mánaða korti í strætó, hún segist rétt ná að skrapa saman fyrir mánaðarkorti og því aldrei geta sparað við sig í samgöngum. Á því eina og hálfa ári sem konan hefur búið í höfuðborginni hefur hún einu sinni leyft sér að fara í bíó og einu sinni út að borða. „Ég get ekki einu sinni leyft mér að fara á kaffi­ hús.“ Slíkt ástand er mjög lýjandi til lengdar. Maður verður einhvern tímann að leyfa sér eitthvað.“ Konan segir mjög marga sam­ starfsmenn hennar vera í svipaðri stöðu. Sjálf hefur hún afráðið að flytja úr höfuðborginni, enda hefur hún reiknað út að eftir flutning­ ana muni hún eiga 40 til 45 þúsund krónur á mánuði til að lifa af. „Það er ekki mikið,“ bætir konan þó við. „Þétting örvæntingar“ Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, segist í samtali við DV upplifa sífellt meiri angist meðal fólks sem kemur og ræðir við hann. Hann telur að æ fleiri launa­ menn í fullri vinnu eigi erfitt með að ná endum saman. Þrátt fyrir að minna sé um launalítið fólk í vestur­ bæ Reykjavíkur, þar sem hann þjón­ ar, en annars staðar á höfuðborgar­ svæðinu, meðal annars vegna hærra leiguverðs, segist hann finna fyrir ákveðinni „þéttingu örvæntingar“ í samfélaginu. n Gengur ekki upp Tekjur: 206 þús. Útgjöld: 250 þús. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins Heildarútgjöld án húsnæðis: 229.713 kr. Húsnæði: 116.800 kr.* Samtals: 346.513 kr. Húsnæði 116.800 kr.* *60 fermetra íbúð á meðalverði vestan Kringlumýrarbrautar. Athugið að hiti og rafmagn er ekki inn í þessari tölu. Matur/hreinlæti 43.025 kr. Samgöngur 44.611 kr. Dæmigerð útgjöld: 347 þús. Útborguð lágmarkslaun 184.519 kr. Húsaleigubætur 22.000 kr. Súlurnar sýna svart á hvítu að lágmarkslaun duga engan veginn til að framfleyta einstaklingi á höfuð borgarsvæðinu. Viðmiðið, rauða súlan, byggir á lágmarks neysluviðmiði einstaklings sam- kvæmt umboðsmanni skuldara. Föt/skór 8.977 kr. Læknar/lyf 8.838 kr. Tómstundir 11.707 kr. Samskipti 11.473 kr. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Önnur þjónusta 4.081 kr. Skortur á ódýrum leiguíbúðum Vísitala leiguverðs hækkaði um 10 stig á síðasta ári. MyNd SiGtryGGur Ari „Ég get ekki einu sinni leyft mér að fara á kaffihús Á Beinni línu „Ég fullyrði að það er ekki hægt,“ sagði Vilhjálmur spurður hvort hann treysti sér til að lifa á lágmarkslaunum. Ekki hægt að lifa á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.