Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Page 12
12 Fréttir Helgarblað 10.–13. janúar 2014
H
anna Birna Kristjáns
dóttir innanríkisráðherra
hefur verið kærð til lög
reglunnar á höfuðborgar
svæðinu vegna trúnað
arbrests ráðuneytisins gagnvart
hælisleitandanum Tony Omos.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmað
ur Tonys, kærði málið fyrir jól, en
kæran beinist bæði að innanríkis
ráðherra og starfsmönnum ráðu
neytisins. Háttsemi þeirra kann að
varða við sjö ákvæði hegningarlaga
sem snúast meðal annars um
ærumeiðingar, brot á þagnarskyldu
og ranglæti við úrlausn máls. Lög
reglan staðfestir að kæran hafi
borist en hefur ekki tekið formlega
ákvörðun um hvort málið verði
rannsakað. DV óskaði eftir sam
tali við Hönnu Birnu vegna máls
ins en ekki var orðið við beiðninni.
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar
kona Hönnu Birnu, sendi hins
vegar tölvupóst á DV þar sem því
var eindregið neitað að ráðherra
hefði verið kærður til lögreglu.
Þessi yfirlýsing gengur í berhögg
við orð lögreglunnar sjálfrar og lög
manns Tonys. DV hefur heimild
ir fyrir því að von sé á fleiri kærum
vegna trúnaðarbrestsins.
Málið kom upp í nóvember
þegar Fréttablaðinu og Morgun
blaðinu var afhent minnisblað inn
anríkisráðuneytisins um Tony og
barnsmóður hans, Evelyn Glory
Joseph, en þar var að finna grófar
ásakanir á hendur Tony. Svo virð
ist sem lögreglan telji hann sak
lausan af öllum þeim ávirðingum
sem á hann voru bornar í skjalinu.
Fullyrt var að hann væri grunaður
um aðild að mansali og að Evelyn
væri ekki raunveruleg barnsmóðir
Tonys, heldur hefði hann þvingað
hana til að halda því fram að hann
væri faðir barnsins.
Samkvæmt upplýsingum DV
er lögreglunni orðið ljóst að
Tony átti ekki aðild að neinu
mansalsmáli. Á seinni stig
um hafa yfirheyrslur lög
reglu einungis snúist um
hvort Tony hafi aðstoðað
systur sína, unnustu og aðra
nákomna við ólöglega komu
til Íslands. Þá virðist full
yrðingin um þrýsting gagn
vart Evelyn ekki eiga sér
stoð í raunveruleikan
um, enda kannast réttar
gæslumenn og aðrir hlut
aðeigandi ekki við að slíkt
hafi nokkurn tímann komið fram.
Þessar ásakanir er einvörðungu
að finna í minnisblaði ráðuneytis
ins. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
og/eða starfsmönnum innanríkis
ráðuneytisins er því gefið að sök
að hafa dreift ærumeiðandi
aðdróttunum um Tony
Omos.
Ráðherra í vanda
DV fjallaði um brott
vísun Tonys úr landi
í nóvember en þá
hugðist hann vera í
felum á Íslandi þar
til barn hans kæmi
í heiminn. Málið
vakti gríðarlega
athygli og fjöldi fólks boðaði komu
sína á mótmæli fyrir framan innan
ríkisráðuneytið. Í kjölfarið var um
ræddu minnisblaði ráðuneytisins
komið í hendur valinna fjölmiðla
sem fjölluðu um ávirðingarnar.
Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðar
maður Hönnu Birnu, var marg
saga þegar DV ræddi við hann um
lekann og réttargæslumenn Tonys
og Evelyn gagnrýndu ráðuneytið
harðlega. Þá vöktu viðbrögð Hönnu
Birnu furðu, sérstaklega þegar
hún bendlaði Rauða kross
inn við lekann, enda höfðu
starfsmenn hans aldrei að
gang að umræddu skjali.
Að sama skapi kann
ast Útlendingastofn
un og ríkislögreglu
stjóri ekki við skjalið,
en svör þeirra við fyr
irspurnum DV hafa
verið skýr á meðan öll
svör ráðuneytisins hafa
verið þversagnarkennd
og loðin.
Hanna Birna hefur tví
vegis verið spurð um
trúnaðar brestinn í óundir
búnum fyrirspurnatímum
á Alþingi auk þess sem
hún hefur verið köll
uð fyrir stjórn skipunar og eftir litsnefnd. Henni
hefur ekki tekist að útskýra málið.
Getur varðað 6 ára fangelsisvist
Kæran lýtur að sjö greinum
almennra hegningarlaga,
greinum 130, 136, 139, 229,
230, 234, og/eða 235. 130.
grein kveður á um bann
við því að handhafar op
inbers úrskurðarvalds
um lögskipti gerist sek
ir um ranglæti við úr
lausn máls eða meðferð
þess, og er refsiramm
inn sex ár. Greinar 136, 229 og 230
lúta að þagnarskyldu opinberra
starfsmanna og 139. grein kveður á
um bann við því að opinberir starfs
menn misnoti aðstöðu sína sér eða
öðrum til ávinnings. Samkvæmt
234. grein skal hver sá sem „meiðir
n Meint brot varða allt að sex ára fangelsisvist n Tony Omos hafður fyrir rangri sök í minnisblaði
Ráðherra kærður
fyrir trúnaðarbrot
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
jonbjarki@dv.is / johannp@dv.is
Tony og Evelyn Tony Omos og Evelyn Glory Joseph, barnsmóðir hans, voru leikin grátt af innanríkisráðuneytinu. Ekkert bendir til þess að ásakanirnar sem birtust í minnisblaði sem lekið
var til fjölmiðla eigi við rök að styðjast. Mynd SiGTRyGGuR ARi
Ráðherra kærður Hanna Birna
Kristjánsdóttir og starfsmenn inn-
anríkisráðuneytisins hafa verið kærð
til lögreglu vegna meintra brota á sjö
ákvæðum almennra hegningarlaga.
„Gefið að sök
að hafa dreift
ærumeiðandi aðdróttun-
um um Tony Omos
Sorg vegna brottvísunar Systir Tonys hágrét þegar hann gaf sig fram við lögreglu rétt
fyrir jól. Mynd SiGTRyGGuR ARi