Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 10.–13. janúar 201418 Fréttir „Mamma þekkir mig ekki“ n Bróðir Elínar svipti sig lífi og móðir hennar fékk fyrstu einkenni Alzheimer í kjölfarið sn Sjúkdómurinn ágerðist smám saman n Týndist í sjálfri sér M ér líður eins og ég sé að ganga eftir löngum, löngum gangi, eitt skref í einu á leið inn í myrkr- ið. Það er ekkert ljós framundan, ég verð bara að taka hvert skref fyrir sig og sjá hvað það hefur í för með sér.“ Þannig lýsir Elín Sveinsdóttir tilfinningunni sem fylgir því að horfa á eftir móð- ur sinni hverfa smám saman inn í óminnislandið, heim Alzheimer- sjúklingsins sem þekkir ekki leng- ur sína nánustu og segist vera týndur í þessu landi. Mamma stólpinn í lífinu Um þessar mundir vinnur eigin- maður Elínar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, að bók um sögu móður hennar. „Mér finnst þessi saga svo merkileg, saga sjúkdómsins, það hvernig manneskjan er soguð burt úr líkamanum. Ég er sannfærð um að hún geti orðið öðrum til hjálpar, sérstaklega þeim fjölskyldum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjúk- dómnum.“ En byrjum á byrjuninni. Móðir Elínar, Auður Vésteinsdóttir, er fædd árið 1939 og verður því 75 ára í ágúst á þessu ári. Hún fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp á Hjalteyri og eignaðist fjögur börn með eiginmanni sínum, Sveini. Elín er elst, fædd árið 1963, systir hennar er fjórum árum yngri og þriðja systirin er ellefu árum yngri en Elín og rösklega ári eldri en yngsta systkinið, bróðirinn Ásgeir Örn sem féll fyrir eigin hendi fyr- ir tæpum tuttugu árum, aðeins 18 ára að aldri. „Mamma var mjög flott kona þegar hún var upp á sitt besta. Hún vildi líta vel út og var metnaðarfull, mikill náms- hestur og íslenskuspekúlant. Hún kláraði verslunarskólapróf og fór sextán ára gömul að vinna í Versl- unarbankanum sem varð seinna Íslandsbanki, Glitnir og aftur Ís- landsbanki. Þar vann hún alla sína starfsævi. Mamma var gefandi móðir og við systkinin ólumst upp við ör- yggi og ástríki. Hún lagði sig fram um að heimilið væri fallegt, við vorum alltaf vel klædd og það var alltaf allt í lagi. Þegar ég hugsa til baka einkenndist æskan af mikilli hlýju þar sem mamma var stólp- inn í lífi okkar. Pabbi vann mikið og þótt mamma væri líka úti- vinnandi kom það í hennar hlut að sjá um heimilið.“ Sviplegt fráfall bróðurins Árið 1994 varð fjölskyldan svo fyr- ir þungu höggi þegar bróðir Elínar fyrirfór sér á meðan Elín var stödd úti í Bandaríkjunum ásamt for- eldrum sínum og annarri systur sinni. „Það er alltaf áfall að missa einhvern nákominn sér og hvað þá barnið sitt. En ég held að þegar það er svona afdráttarlaust og þegar barnið manns sviptir sig lífi þá sé það erfiðara en þegar barnið þitt deyr af slysförum. Það er eitt- hvað sem ég held að engin móð- ir geti sætt sig við, það er allavega mjög erfitt.“ Bróðir Elínar kom henni alltaf fyrir sjónir sem venjulegur ung- lingur. Hún hafði hvorki orðið vör við miklar geðsveiflur, hæð- ir eða lægðir, né að nokkuð væri að. Sjálfsvígið kom fjölskyldunni því algjörlega í opna skjöldu. „Mamma hafði samt alltaf haft miklar áhyggjur af honum. Al- veg frá því að hann var lítill strák- ur. Það var eins og hún skynjaði einhverja veikleika sem við sáum ekki.“ Hleypti sorginni ekki út Á meðan Sveinn, faðir Elínar, leyfði sér að syrgja son sinn bar móðir hennar höfuðið hátt og leyfði sér aldrei að gráta. „Hún ætlaði sér bara að fara í gegnum þetta með reisn, klára jarðarförina og vera til staðar fyrir okkur sem eftir vorum. Skólafélagar Ásgeirs heitins leituðu líka mikið inn á heimilið, bæði til þess að sýna for- eldrum mínum stuðning og eins til þess að fá stuðning sjálfir. Mamma varð þeirra sálufélagi í þessu áfalli. Þannig að hún tók ekki aðeins utan um fjölskylduna heldur einnig alla vini hans.“ Fjölskyldan fékk áfallahjálp og foreldrar Elínar héldu áfram viðtölum hjá geðlækni um tíma. „Þrátt fyrir að mamma hafi feng- ið þessa hjálp þá held ég að hún hafi aldrei hleypt sorginni út. Það er engin keðja sterkasti en veik- asti hlekkurinn og þótt hún hafi ætlað sér að vera sterkari og keyra allt áfram á hörkunni þá var hún kannski veikasti hlekkurinn, einmitt vegna þess. Stuttu seinna fórum við að finna fyrir því að það var eitthvað einkennilegt í gangi. Mamma var orðin eitthvað skrýtin, hún var orðin gleymin og farin að endur- taka sig.“ Greind eftir bílslys Auður var þá aðeins 55 ára og ekki á því að það væri eitthvað að hjá sér. „Mamma hélt lengi andlitinu. Hún var svo flott og fín og klár og svo góður leikari að ég efaðist oft um að það væri eitthvað að. Hún kom til dæmis mjög vel út úr sín- um fyrstu minnisprófum. En síðan kom alltaf eitthvað upp á þannig að ég vissi betur.“ Undir lok aldarinnar var fjöl- skyldan orðin algjörlega sannfærð um að Auður væri komin með minnisglöp. Það fékkst þó ekki staðfest að um Alzheimer væri að ræða fyrr en tíu árum eftir að hún missti son sinn. „Ég held að hún hafi verið komin með Alz heimer löngu áður en hún fékk grein- inguna. Við töluðum alltaf um það systurnar og ég var sannfærð um það. Ég man að ég var orðin dálítið pirruð á biðinni eftir greiningu á meðan þetta var enn eitthvað vafa- mál.“ Í raun var ekki farið að skoða minnisglöpin almennilega fyrr en eftir 2003 og þá í kjölfar þess að hún fékk flogakast undir stýri, ein í bílnum, á leiðinni heim. „Hún slasaðist ekki og olli engu tjóni en hún ók út af og rankaði við sér eftir slysið. Í kjölfarið voru gerðar rann- sóknir á henni og hún var að lok- um greind með Alzheimer. Þegar ég hugsa til baka finnst mér samt eins og það hafi ekki verið staðfest fyrr en aðeins seinna. En þá fékk hún allavega lyf sem hægja á sjúk- dómnum.“ Fengin til að hætta Á svipuðum tíma höfðu vinnuveit- endur Auðar einnig samband við eiginmann hennar, föður Elínar, Svein. „Hún var þjónustufulltrúi í bankanum. Fljótlega eftir að bróð- ir minn dó flutti hún með bankan- um upp á Kirkjusand. Samstarfs- fólk hennar hefur líklega verið farið að finna fyrir því að eitthvað væri að því fljótlega voru henni fengin veigaminni verkefni en hún hafði áður fengist við í bankanum. Þar starfaði hún fram til ársins 2003 þegar hún var farin að gera svo mikið af mistökum að yfir- menn hennar komu að máli við pabba og veltu því upp hvort það væri orðið tímabært fyrir hana að hætta að vinna. Þá varð það sam- eiginleg ákvörðun okkar í fjöl- skyldunni, lækna og forráða- manna bankans að fá hana til þess að hætta að vinna. Á þess- um tíma var hún enn þannig að við gátum talað hana inn á það á þeim forsendum að það væri orðið tímabært að fara að hugsa um sjálfa sig.“ Faðir Elínar var enn að vinna og Auður gat ekki verið ein heima. Svo hún fékk inni í Fríðuhúsi, dag- þjálfun fyrir Alzheimer-sjúklinga. „Þangað vildi hún alls ekki því henni fannst hún alls ekki vera veik. En við töluðum hana inn á það á þeim forsendum að hún væri í rauninni að aðstoða hitt fólkið. Af því að hún hefur aldrei mátt aumt sjá án þess að vera komin til að- stoðar. Þannig að hún sættist á að fara þangað upp á að hún væri að aðstoða þá sem væru þar fyrir, en eigin veikindi vildi hún alls ekki viðurkenna.“ Fær engin viðbrögð Elín er ekki viss um að móðir hennar hafi gert sér grein fyrir veikindunum. „Það er nefnilega þannig með þennan sjúkdóm að þú veist ekki hvað er að gerast innra með fólki. Eins og í dag, ég veit ekki hvort hún skilur hvað ég er að segja. Ég fæ engin viðbrögð. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað ég er að segja og komi viðbrögð- unum ekki frá sér eða hvort hún skilji ekki neitt og ég sé bara að tala eitthvert tungumál sem er henni framandi. Þetta er ótrúlegur sjúkdómur. Hún er bara að þurrkast út. Við- komandi er bara tekinn og mað- ur sér hvernig hann sogast smám saman burt úr líkamanum. Þetta hefur verið hægfara þróun sem hefur átt sér stað á síðustu tíu árum,“ segir Elín. „Í þessu ferli eru beinar lín- ur og svo koma niðursveiflur. Á Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Óþægileg tilfinning Móðir Elínar var aðeins fjórum árum eldri en Elín er núna þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins birtust fjölskyldunni. Elín hugsar til þess að hún gæti verið á sömu leið og móðir sín, þar sem ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum. MynD SIGtryGGur ArI „Það að hún skuli halda í húmorinn er okkar hálmstrá „ Í dag er ég þakklát fyrir að hafa ekki vitað fyrir tíu árum hvernig mamma yrði í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.