Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 10.–13. janúar 201420 Fréttir „Ja, hérna. Ég hef aldrei heyrt ann­ að eins,“ segir hún þá. Það er dálítið krúttlegt og ég brosi í gegnum tár­ in, „æ, mamma. Þú ert svo æðisleg.“ Þetta getur líka verið svolítið bros­ legt á stundum.“ Erfið ákvörðun Auður var orðin mjög veik þegar eiginmaður hennar ákvað að selja húsið í Breiðholtinu og kaupa þjón­ ustuíbúð til að auka líkurnar á að hún kæmist sem fyrst inn á hjúkr­ unarheimilið í Mörkinni. Þau fengu aðstoð inn á heimilið sem hann átti erfitt með að sætta sig við og Auð­ ur fór reglulega í hvíldarinnlögn. Í nóvember fékk hún svo inni á hjúkr­ unarheimilinu og fluttist þangað. „Það var ekki hægt að leggja það á pabba að vera aleinn að sinna öll­ um grunnþörfum mömmu. Hann er tæplega 75 ára og þarf líka að hugsa um sjálfan sig. Ég bjó að þeirri reynslu að hafa gengið í gegnum þzð var fyrir systur mínar og pabba. Það er svo tákn­ rænt þegar maki þinn flytur út af heimilinu og þú verður eftir. Það er vitaskuld mikill aðskilnaður, þótt þau búi nánast í sama húsi. Og pabbi sinnir mömmu mjög vel, er vakinn og sofinn yfir hennar vel­ ferð. En ég held að hann njóti sam­ vista við hana betur ef hann getur líka hugsað um sjálfan sig, farið í sund, í ræktina og sinnt sínum verk­ efnum. Við vitum ekki hvað við höfum pabba lengi og mér finnst mikil­ vægt að hann eigi sitt ánægjulega ævikvöld. Það sem skiptir mestu máli núna er að þau geti verið ham­ ingjusöm það sem eftir er, að hann geti sinnt sínum hugðarefnum og að hún fái þá þjónustu sem hún þarf á að halda.“ Komum að djamma Á tímabili virtist Auður vera að streitast af öllu afli á móti sjúk­ dómnum, sem olli togstreitu og pirringi. „Hún var árásargjarnari en við áttum að venjast en nú er eins og það hafi slaknað á henni. Eins og sjúkdómurinn sé búinn að taka hana. Hún er mikið rólegri. Áður var hún eflaust að berjast við það að reyna að muna og halda sér í veruleikanum, en þessi spenna er ekki lengur til staðar. Hún er ekki lengur í þessari baráttu við sjúk­ dóminn. Ég held að það hafi skap­ að þennan pirring og þessa streitu, sem bitnaði verst á pabba en við reyndum að horfa fram hjá því það hefur aldrei verið í hennar eðli að vera pirruð eða hvessa sig við fólk.“ Elín brosir út í annað þegar hún bætir því við að fyrst við erum að tala um eðlið þá hafi það ekki bara verið þessi alltumlykjandi væntum­ þykja sem einkenndi móður henn­ ar heldur líka húmorinn. „Ég man eftir því þegar ég var krakki í eld­ húsinu hennar ömmu þar sem mamma og systkini hennar komu saman og hlógu út í eitt, gjörsam­ lega veinuðu úr hlátri. Mamma hef­ ur haldið þessum húmor í gegnum allt þetta ferli. Þú þarft ekki annað en að smella fingrum, dilla þér að­ eins og spyrja hressilega hvort hún sé ekki í stuði. „Er ég í stuði? Já! Komum að djamma,“ segir hún þá.“ Elín hlær hlýlega og segir: „Það að hún skuli halda í húmorinn er okkar hálmstrá. Við vitum að í allri sorginni getum við náð í hana með gleði og húmor og það er æðislegt þegar það lifnar aðeins yfir henni. En þessar stundir eru alltaf að stytt­ ast og núorðið vara þær kannski bara í nokkrar sekúndur. Í dag er ég þakklát fyrir að hafa ekki vitað fyrir tíu árum hvernig mamma yrði í dag.“ Ekki aftur snúið Á meðan Auður var í Fríðuhúsi var vel haldið utan um fjölskylduna sem var upplýst um framvindu sjúkdómsins og næstu skref. Það var hins vegar aldrei litið langt til framtíðar, enda hefði Elín ekki vilj­ að vita á þeim tímapunkti hvernig staðan yrði í dag. „Mér finnst betra að hafa fengið að taka þetta í litl­ um skrefum. Ég held að við séum öll sammála því í minni fjölskyldu. Við lærðum að lifa með þróun sjúkdómsins, vissum alltaf aðeins meira en sáum aldrei langt fram í tímann. Þegar mamma greindist með Alzheimer taldi ég að það þýddi að hún myndi missa minnið en ég áttaði mig ekki á því að á endan­ um yrði hún ekki með okkur. Og að hún myndi yfirgefa okkur svona fljótt. Ég hugsaði þetta aldrei svona langt.“ Innst inni vonaðist Elín alltaf til þess að sjúkdómurinn myndi stoppa áður en hann þróaðist lengra. „Hún yrði bara alltaf eins og hún væri orðin. Af því að ég þekkti ekki framvindu sjúkdómsins þá vissi ég aldrei hvenær sjúkdómur­ inn væri kominn að endapunkti. Þótt hún væri slæm þá vonaðist ég alltaf til að þetta yrði ekki verra. Smám saman fjarar hún út og við fjarlægjumst hana, síðan er hún bara þarna. Það var rosalega erfitt tímabil þegar ég var að sætta mig við að það yrði ekki aftur snúið.“ Ætlar að njóta hverrar stundar Elín kemst við og segir að samhliða sorginni hafi hún þurft að glíma við reiðina. „Ég hef verið mjög reið, gagnvart Guði almáttugum, eða þessu bara. Mér finnst bara nóg komið.“ Elín bætir því við að það eigi að vera takmörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á fólk. Í hennar huga leikur enginn vafi á því að fráfall bróður hennar hafi flýtt fyrir sjúkdómnum. Hún segist hafa rætt það við lækni sem stað­ festi að svo gæti verið. „Mamma veiktist svo ung.“ Það er óþægileg tilhugsun. „Ég er 51 árs og eftir tíu ár gæti ég staðið í sömu sporum og hún. Það virðist ekki liggja fyrir hvort þetta sé arf­ gengt eða ekki. Það voru minnis­ glöp í föðurfjölskyldu mömmu en ég veit ekki hvort það var Alz­ heimer eða eitthvað annað. Þannig að ég hugsa til þess að ég gæti ver­ ið á þessari leið og það er mjög óþægileg tilfinning. Mig langar ekki að fá þennan sjúkdóm. Mér finnst ég svo ung en hún var aðeins fjórum árum eldri en ég er núna þegar fyrstu einkennin birt­ ust okkur. Það var ekki að ástæðu­ lausu sem við hvöttum hana til að fara í minnispróf þegar hún var um sextugt. Við sáum að það var eitt­ hvað að. En ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessu þá er það að ég ætla að njóta lífsins, hverrar einustu stundar með mínum nánustu. Ég er staðráðin í því að láta ekki neitt utanaðkomandi og engin áföll eyðileggja það fyrir mér. Ég ætla að njóta lífsins svo lengi sem ég get.“ n ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í APRÍL 2014 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UM SÓKNUM RENNUR ÚT 15. FEBRÚAR HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags lega aðstoð� Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið­ beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru 6 algengasta dánarorsökin í Bandaríkj-unum er Alzheimer. 5,4 milljónir manna hafa greinst með sjúkdóminn í Bandaríkjunum, þar af 200.000 yngri en 65 ára. 68 sekúndur líða á milli þess sem einhver í Bandaríkjunum fær Alzhei- mer. Áætlað er að árið 2050 muni það gerast á 33 sek- úndna fresti. 699 Íslendingar létu-st af völdum Alzhei- mer-sjúkdómsins á árunum 2000–2009, þar af voru fimmtán undir 67 ára aldri. Enn er tiltölulega sjaldgæft að sjúkdómurinn sé skráður sem dánarorsök og því gætu þeir verið fleiri sem létust af völdum sjúkdómsins og enn fleiri sem létust með hann. 45 ára greindust yngstu einstak-lingarnir með Alzheimer hér á landi. Líkurnar á að fá sjúkdóminn fyrir fimmtugt eru 1 á móti 10.000, sem þýðir að um átta Íslendingar á aldrinum 45–50 ára eru með Alzheimer. 1 á móti 3 fá Alzheimer eða önnur vitglöp eftir 85 ára aldurinn. 80 prósenta af umönnunarþjónustu vegna Alzheimer-sjúkra í Banda- ríkjunum er sinnt af ólaunuðum aðilum, að- standendum og vinum. 15,4 milljónir Bandaríkjamanna sinntu umönnun Alzheimer- sjúkra í meira en 17,5 milljörðum klukku- stunda af ógreiddri vinnu árið 2012, vinnu sem hefði annars kostað 216 milljarða dollara. Það er átta sinnum meira en heildarlaunakostnaður McDonald's. 60 prósent þeirra sem sinntu umönnun Alzheimer-sjúkra sögðu tilfinningalegt álag sem fylgdi því mikið eða mjög mikið. Meira en þriðj- ungur greindi frá þunglyndiseinkennum. 1 af þeim sjúkdómum sem valda flestum dánartilfellum er Alzheimer. Af þeim er Alzheimer eini sjúkdómurinn ekki er hægt að koma í veg fyrir, lækna eða hægja á. Þegar litið er til þeirra sjúkdóma sem ollu flestum dauðsföllum á árunum 2000–2010 fjölg- aði þeim sem létust af völdum Alzheimer um 68% á meðan dánartíðni af völdum annarra sjúkdóma lækkaði. 203 milljarðar dollarar er áætl-aður kostnaður fyrir banda- rísku þjóðina vegna Alzheimer. Ef ekki tekst að finna meðferð sem virkar er ráðgert að kostnaðurinn verði kominn upp í 1,2 trilljónir dollara árið 2050. *Upplýsingar fengnar frá Hagstofu, íslenskum læknum og Alzheimer's Association, alz.org. Fimmtán létust fyrir 67 ára aldurinn Sláandi staðreyndir um Alzheimer-sjúkdóminn „Hún var aðeins fjórum árum eldri en ég er núna þegar fyrstu einkennin birtust okkur. Samrýmdar mæðgur Fjölskyldan hefur alla tíð verið mjög náin og sambandið styrktist til muni eftir fráfall bróður Elínar. Og þrátt fyrir allt getur Elín stundum brosað í gegnum tárin, bara af því að mamma hennar er svo yndisleg og góð kona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.