Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Síða 30
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
30 Umræða Helgarblað 10.–13. janúar 2014
Ég vil ekkert tjá mig um sorpblaða
mennsku 365 miðla Jóns Ásgeirs
Algjört
glapræði
Það er einhver að
reyna að nauðga mér
Óþarfur ráðherra
Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs. – Akureyri vikublað Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um verðhækkanir. – RÚV Brynju Norðfjörð var byrlað nauðgunarlyf. – DV
R
íkisstjórnin mun vinna að
því að Ísland verði í farar-
broddi í umhverfismálum á
heimsvísu og öðrum þjóð-
um fyrirmynd á sviði um-
hverfisverndar. Ísland hefur sérstöðu
í umhverfismálum í krafti ósnortinnar
náttúru og sjálfbærrar nýtingar endur-
nýjanlegra auðlinda. Sú ímynd er auð-
lind í sjálfri sér. Unnið verður að því að
styrkja þá ímynd og grundvöll henn-
ar, að vernda íslenska náttúru.“ Þau
voru falleg orðin sem skrifuð voru í
stefnuyfirlýsinguna sem Framsókn
og Sjálfstæðisflokkurinn kynntu á
Laugarvatni 22. maí 2013. Ekkert
bendir hins vegar til þess að ríkis-
stjórnin ætli sér að standa við þessar
yfirlýsingar.
Hér var ekki skipaður umhverfis-
ráðherra sem hefur það hlutverk
að vernda náttúruna vegna fram-
kvæmda sem munu ganga freklega
á hana, heldur ráðherra sem á allt
í senn að gegna hlutverki sjávarút-
vegs-, landbúnaðar-, umhverfis- og
auðlindaráðherra. Í ráðherrastólinn
settist maður sem hafði áður sagt að
ef Framsóknarflokkurinn fengi um-
boð til þess myndi hann endurskoða
rammaáætlun. „Atvinnuuppbygging
sem byggir á okkar hreinu orku er
eftirsótt,“ sagði hann. Og gerði það
að sínu fyrsta verki að hefja endur-
skoðun á rammaáætlun með það að
markmiði að fjölga virkjanakostum.
Á fyrstu vikum sínum í starfi sagð-
ist hann vera að skoða hvort um-
hverfisráðuneytið væri óþarft, því:
„Það er mjög mikilvægt að um-
hverfismálin séu ekki andstæða at-
vinnumála.“
Skömmu síðar sagðist hann
hafa „ákveðið að afturkalla lög um
náttúru vernd“. Í staðinn ætlaði
hann að leggja fram nýtt frumvarp
til náttúru verndarlaga í samráði við
hagsmunaaðila.
Daginn sem umhverfisráðherrann
átti að skrifa undir friðlýsingu Þjórs-
árvera sem kveðið var á um í ramma-
áætlun hætti hann við. Með friðlýs-
ingunni hefði Norðlingaölduveita
verið úr sögunni, Landsvirkjun hót-
aði og umhverfisráðherrann varð
við beiðni iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra.
Nú hefur hann komið með nýja til-
lögu að friðlandsmörkum Þjórsárvera,
þar sem fleygur er rekinn upp í Þjórs-
árver. Árfarvegi og bökkum Þjórsár
er haldið utan friðlandsins þannig að
Landsvirkjun geti komið upp virkjun
sem veitir vatni úr Þjórsá norðan Svart-
ár. Verði það að veruleika mun einstök
fossaröð eyðileggjast og víðerni svæð-
isins vestan Þjórsár verður spillt.
Þetta réttlætir ráðherrann með því að
friðlandið verði stækkað annars staðar.
Það er merkilegt að sjá valdhafa
biðja um samstöðu á sama tíma og
þeir ganga þvert gegn sátt sem búið
er að skapa og grafa upp stríðsöxina í
þágu hagsmunaaðila.
Þjórsárver eru einstök náttúru-
perla, vin á miðju hálendi og heilög
í huga margra. Ríkisstjórn sem lýs-
ir því yfir með jafn afgerandi hætti
að ósnortin náttúra sé auðlind í
sjálfu sér sem beri að vernda hlýtur
að skilja mikilvægi þess að taka ekki
áhættu með jafn viðkvæm svæði. Við
sáum hvaða áhrif Kárahnjúkavirkjun
hafði á lífríkið fyrir austan þar sem
Lagarfljótið verður aldrei samt.
Um framkvæmdir sem geta ógnað
Þjórsárverum mun aldrei nást sátt,
enda engin ástæða til að virkja á
þessu svæði, þar sem hér á landi er
hvorki skortur á orku né virkjana-
kostum.
Það þýðir ekki fyrir ráðamenn
að biðja um sátt og samstöðu á há-
tíðisstundum og reka svo fleyg í hug
og hjörtu fólks. Á síðustu árum tókst
að skapa sátt eftir djúpstæð átök og
árekstra hugmynda um náttúru-
vernd og nýtingu. Við virðumst
hins vegar vera að ganga inn í ann-
að átakatímabil og það má velta því
fyrir sér hvort það sé ekki umhverfis-
ráðherrann sem gengur fram með
þessum hætti sem er óþarfur, en ekki
ráðuneytið. n
Brotamaður í mál
Jón Ásgeir Jóhannesson athafna-
maður hefur stefnt íslenska
ríkinu fyrir Mannréttindadóm-
stól Evrópu. Krefst hann bóta
upp á átta milljónir króna vegna
Baugsmálsins. Fréttablaðið,
sem er í eigu fjölskyldu Jóns Ás-
geirs, fjallar um málið og lýs-
ir því að ástæðan sé sú að Jóni
Ásgeiri hafi í tvígang verið refs-
að fyrir sama skattalagabrotið í
Baugsmálinu. Jón fékk á sínum
tíma skilorðsbundinn fangelsis-
dóm. Ekki er deilt um sekt hans
í málinu. Dómurinn hafði á
sínum tíma þau áhreif að hann
varð að hverfa úr stjórnum ís-
lenskra fyrirtækja. Þar á meðal
er 365 sem er nú undir öruggri
stjórnarformennsku Ingibjargar
Pálmadóttur, eiginkonu Jóns
Ásgeirs.
Laus úr Dróma
Það er ljóst að þeir sem vilja taka
á því eiga góða valkosti í vænd-
um. Nú er sjálf heilsudrottningin,
Linda Pétursdóttir,
að færa sig um
set eftir að hafa
leigt húsnæði við
Brautarholt af
Dróma. Hún er
að opna nýja og
glæsilega stöð fyr-
ir konur í Smáralind. Búist er við
að konur flykkist þangað. Sjálf er
hún að sögn alsæl með að losna
úr Dróma.
Upprisa Bjössa
Mikið er um að vera í heilsu-
ræktinni þessa dagana. Nýver-
ið opnaði Björn Leifsson í World
Class stöð í Graf-
arvogi. Björn
hefur staðið í
hörðum slag
fyrir dómstól-
um vegna fyrir-
tækis síns og
þeim hremming-
um sem hann og viðskiptafélagi
hans lentu í í útrásinni. Einhverj-
ir höfðu samúð með Bjössa sem
þurfti á öllu sínu að halda til að
verja eignir sínar. Hann er nú
væntanlega búinn að ná vopn-
um sínum. Nýja stöðin er til
marks um upprisu hans.
Harður slagur
Reikna má með hörðum slag
innan Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi þar sem Margrét Frið-
riksdóttir skólameistari íhugar
að sækjast eftir fyrsta sætinu í
samkeppni við Ármann Kr. Ólafs-
son, sitjandi leið-
toga. Margrét er
sjóuð úr Reykja-
víkurpólitíkinni
en vill nú hasla
sér völl í heima-
bænum. Hluti af
baklandi hennar
er talinn vera hulduher Gunnars
I. Birgissonar, fyrrverandi bæjar-
stjóra, sem er horfinn úr bæjar-
málunum og starfar í Noregi.
Gunnar fer allt annað en sáttur
úr bæjarstjórninni en Ármann
felldi hann á sínum tíma og sett-
ist í hásætið í Kópavogi.
Misskipting í boði ríkisstjórnarinnar
F
yrir jól náðu samninganefnd-
ir ASÍ og SA saman um kjara-
samninga á almenna vinnu-
markaðinum. Það bar mikið
á milli og það var því óhjá-
kvæmilegt að ríkisstjórnin kæmi að
málum til að brúa bilið. Þannig hef-
ur það verið við gerð kjarasamn-
inga, allt frá því að þjóðarsáttin tókst
árið 1990. Nú bar hins vegar svo við
í fyrsta skipti að framlag ríkisstjórn-
arinnar var svo lítið að engin sátt er
um niðurstöðuna.
Vill auka skattbyrði
lágtekjufólks
Sitjandi ríkisstjórn er bundin á klafa
gamallar hugsunar. Hún verður að
fá að ráða öllu sjálf. Forgangsverk-
efni hennar er að lækka
skatta á þá sem allra
mest hafa og hún er
ekki tilbúin að víkja af
þeirri leið, þótt þjóðar-
sátt gæti verið í boði.
Hún vill auka skattbyrði
fólks á meðaltekjum og
lágtekjufólks með því
að hækka gjaldskrár,
sjúklingaskatta, inn-
ritunargjöld og nef-
skatta – já, alla skatta
sem gera ráð fyrir að
allir borgi það sama,
hvort sem í hlut á 18
ára námsmaður, at-
vinnulaus einstakling-
ur eða Sigmundur Davíð. Skatta-
lækkanir eiga svo að koma á móti
og nýtast þeim ríkustu best. Þess
vegna lagði ríkisstjórnin fram frum-
varp um lækkun skatta sem áttu að
skila einstaklingi með 300 þúsund
heilum 500 krónum á mánuði en
einstaklingi með 800 þúsund 4.200
krónum á mánuði. Einstaklingur
með undir 250 þúsund átti ekki að
fá neitt.
Árni Páll Árnason
Formaður Samfylkingarinnar
Kjallari
Tillaga um frystingu hækkana
Við í Samfylkingunni kynntum aðrar
tillögur. Við vildum að fólk á launum
frá 250 þúsund til 600 þúsund fengi
meira í sinn hlut og þeir allra tekju-
hæstu minna. Þessar tillögur voru
samhljóða tillögum ASÍ. Við vildum
líka leggja áherslu á lága verðbólgu.
Því lögðum við til að fylgt yrði for-
dæmi Reykjavíkurborgar og gjald-
skrár yrðu frystar. Um allt land lögðu
fulltrúar Samfylkingarinnar
í sveitarstjórnum áherslu
á að gjaldskrár yrðu ekki
hækkaðar eða hækkun-
um stillt í hóf. Við vildum
líka sérstakt átak fyrir fólk á
launum undir 250 þúsund-
um, til að greiða fyrir gerð
kjarasamninga.
Á lokadegi þings fyrir jól
náðu aðilar vinnumarkaðar-
ins að þvinga ríkisstjórnina til
að draga úr ójafnaðaráform-
um sínum og færa skatta-
breytingar sínar í átt að því sem við
í Samfylkingunni höfðum lagt til. En
ríkisstjórnin hafnaði því að mæta
þeim sem eru á allra lægstu launun-
um og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins tók sérstaklega fram að nóg hefði
verið gert fyrir það fólk í tíð síðustu
ríkisstjórnar! Ríkisstjórnin lagði allt
kapp á að fólk undir 250 þúsundum
fengi ekkert, svo hægt yrði að lækka
skatta á þá sem eru með 800 þúsund
eða meira í mánaðarlaun um 3.500
krónur. Ríkisstjórnin vildi ekki held-
ur fallast á kröfur um frystingu gjald-
skráa, en kynnti að þær yrðu ekki
hækkaðar um meira en 2,5%.
Ójöfnuður vex
Ríkisstjórnin sýndi með viðbrögðum
sínum að það er engin tilviljun að
byrðar venjulegs fólks eru að aukast,
staða agnarfámennrar auðstéttar að
batna og ójöfnuður að vaxa. Þetta er
útpæld stefna. Ríkisstjórnin er ekki
tilbúin að víkja frá forgangsröðun í
þágu þeirra 10% þjóðarinnar sem
hafa mestu tekjurnar. Fyrir vikið eru
nýgerðir kjarasamningar nú í upp-
námi og ábyrgð ríkisstjórnarinnar
alger ef þeir verða ekki samþykktir í
atkvæðagreiðslu.
Lágtekjufólk fær allt of lítið út úr
þeim, vegna þess að ríkisstjórninni
finnst það hafa fengið of mikið í sinn
hlut á síðustu árum. n
250
500
1000
1500
2000
2500
3000
3500
4000
4500
300 350 400 450 500 550 600 650 700 750 800 850
Miðgildi reglulegra launa
skv. Hagstofu Íslands
Áhrif af tillögum um skattalækkanir
Tillaga Samfylkingarinnar
Tillaga ríkisstjórnarinnar
Niðurstaða
Tekjur í þúsundum króna á mánuði
Krónur á mánuði
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Leiðari „Það er mjög mikil
vægt að um
hverfismálin séu ekki
andstæða atvinnumála.