Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Síða 35
Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Fólk Viðtal 35 Með hjálp túlks tók Magnea við- töl við 40 flóttamenn um reynslu þeirra af búðunum og ofbeldinu sem þar fyrirfannst og lagði svo fram tillögur um aðgerðir til að bæta að- stæður og líðan fólks. „Það var búið að gera ýmislegt til að reyna að bæta aðstöðuna í búðunum, til dæmis var búið að koma upp öryggisvakt og hálfgerðri sálgæslu eða félagsþjónustu, en í svona flóttamannabúðum er fólk búið að missa svo margt. Það er með sár á sálinni og þess vegna fannst mér mikilvægt að það yrði eitthvað gert fyrir það til að lækna þau sár. Bara það að koma saman og syngja eða fást við listsköpun getur skipt svo miklum sköpum, bæði til að tjá sorg og koma sér á annan og betri stað andlega. Það tengir fólk líka „Vil hola þennan feðraveldisstein“ saman. Þetta er það sem nærir anda fólks á erfiðum tímum.“ Vill hola feðraveldissteininn „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta er sú að ég vil leggja mitt af mörkum og reyna að stuðla að ein- hverri jákvæðri þróun í heiminum. Hver og einn velur sér steininn sem hann vill hola og ég vil hola þenn- an feðraveldisstein þar sem að karl- ar hafa ákveðin forréttindi og konur eru undirskipaðar og njóta ekki þeirra réttinda sem þær eiga að njóta. Ég er einn af þeim fjölmörgu dropum sem hola þann stein. En hver dropi skiptir máli.“ Magnea segist aldrei hafa sett sér markmið í lífinu en þrátt fyrir það kom í raun aldrei neitt annað til greina en að fara þessa leið. „Í stað þess að setja mér markmið hef ég meira fylgt áhugasviði mínu og innsæi. Svo hafa komið upp tækifæri sem ég hef ýmist gripið eða hafnað og þannig leiðir eitt af öðru. Auðvitað þarf maður að sýna ákveðið frumkvæði en svona vinn- ast hlutirnir og ég hef reynt að fylgja því sem er drifkrafturinn fyrir mig.“ Skorti fé Fyrsta verkefni Magneu á vegum Ís- lensku friðargæslunnar var í Ghowr í Afganistan árið 2006 en þá var hún þróunar- og jafnréttisfulltrúi í upp- byggingarteymi á vegum ISAF. Þar var hún fyrst og fremst til ráðgjafar um hvers konar uppbyggingarverk- efnum væri hægt að stuðla að í hér- aðinu. „Ghowr er hátt uppi í fjöllunum, í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli, og eitt fátækasta en jafnframt eitt frið- samasta héraðið í Afganistan. Þarna starfa fjölþjóðleg lið á vegum NATO og voru Litháar í forystu en einnig voru Íslendingar, Króatar, Danir og Bandaríkjamenn með hermenn og borgaralega starfsmenn á svæðinu.“ Ólíkt hinum þjóðunum hafði Magnea engan sjóð til að veita í uppbyggingarverkefni á svæðinu. Eftir tveggja mánaða dvöl tók hún því málin í sínar hendur og lagði til við utan ríkisráðuneytið að stofn- aður yrði sjóður sem hægt væri að nota í verkefni á svæðinu. Það var samþykkt og gat Magnea því hafist handa við ýmis þörf verkefni. Fá ekki lögfræðiaðstoð Eitt af því fyrsta sem hún gerði var að ráða frjáls félagasamtök lög- fræðinga til að veita ókeypis lög- fræðiaðstoð þeim sem á þurfa að halda í samvinnu við kvennamála- ráðuneytið í héraði. „Það standa allir í Afganistan mjög höllum fæti þegar kemur að réttarkerfinu, sérstaklega konur. Kerfið er mjög veikt og spillt og það sem varð til þess að við fórum í þessa aðgerð var að nýlega höfðu fjórar ungar konur verið handtekn- ar fyrir einhvers konar siðgæðis- brot. Fæstir í Afganistan eru með fæðingarvottorð og því er erfitt að segja til um aldur þeirra en þegar mannréttindafulltrúi UNAMA hafði skoðað málið og fengið lækni til að meta aldur kvennanna kom í ljós að þær voru allar á aldrinum tólf til sextán ára og því undir lögaldri, sem er átján þar eins og hér. Þá fór- um við á stúfana og réðum sam- tökin sem veita ekki aðeins ókeypis lögfræðiaðstoð heldur verja einnig sakborninga fyrir dómi vegna þess að þótt þú hafir rétt á því samkvæmt lögum þá færðu ekki slíka réttar- aðstoð, hún er bara ekki fyrir hendi. Kerfið er líka það veikt að meira að segja dómarar og saksóknarar í hér- aði hafa oft og tíðum ekki aðgang að lagasafni landsins. Í mörgum málum ráða því meira hefðbundin viðhorf og trúarlög fremur en lands- lög þar sem hallar á konur sérstak- lega.“ Verkefnið gekk vel og voru margir sem nýttu sér þjónustuna. „Fólkið þarna er alveg með rétt- lætiskompás inni í sér eins og við; það veit alveg hvað er rétt og rangt og það veit alveg að það upplifir óréttlæti. Til dæmis það sem við- gengst gagnvart konum; þegar þær eru sakaðar um að brjóta lög ein- göngu með því að líta á mann með, að því er talið, girndaraugum og er refsað fyrir það. Með þessari aðgerð vildum við því sérstaklega tryggja að konur sem eru til dæmis fórnar- lömb heimilisofbeldis eða konur sem á að neyða til að giftast hefðu greiðan aðgang að lögfræðiaðstoð.“ Hvorki pappír né litir Fleiri verkefni komust til fram- kvæmda árið sem Magnea dvaldi í Ghowr, en til dæmis voru settar upp vatnsaflsvirkj- anir í anda hérlendra bænda- virkjana, til að veita fólki raf- magn til heimanota. Magnea uppgötvaði líka að það er ekki síður mikilvægt að næra and- ann en að sinna grunnþörf- um og mannréttindum fólks. „Ég fékk þúsund dollara frá íslenskum friðargæslu- liða. Sá hafði farið í heim- sókn í grunnskóla á Íslandi og krakkarnir stóðu fyrir fjár- söfnun í kjölfarið til að gera eitthvað fyrir börn þarna úti. Maður fer auðvitað strax að hugsa hvort maður ætti að kaupa ullarsokka fyrir vet- urinn, því það eru harðir vetur, eða hvort maður ætti að kaupa húfur handa þeim eða eitthvað slíkt en svo fór ég að velta fyrir mér hvað þessir krakkar hafa lítið að gera. Það er svo mikil fá- tækt að þau eiga engin leik- föng eða neitt, þannig að ég ákvað að halda myndlistarnámskeið fyrir þau.“ Það reyndist þó hægara sagt en gert því hvergi var hægt að kaupa pappír, liti eða annað sem þurfti fyrir námskeiðið. Þess þurfti að afla með öðrum leiðum. „Á herstöðinni sem við bjugg- um á var bandarískt fyrirtæki sem fékk vörusendingar með flutninga- vélum. Ég bar þetta undir yfirmann fyrirtækisins og hann talaði við kon- una sína sem, í samráði við vinkon- ur sínar í Bandaríkjunum, safnaði fyrir öllu og sá til þess að við fengj- um pappír og liti og allt sem við þurftum.“ Vildu meira Haldin voru þrjú námskeið fyrir alls 250 börn. „Þetta sló svona rosalega í gegn og þá einmitt áttaði maður sig á því hvað það er oft í þróunarstarfi sem það gleymist að huga að svona þörf- um; að geta bara teiknað myndir og haft það pínulítið gaman á köflum,“ segir Magnea. Undirtektirnar voru í raun svo góðar að margir Afgan- ir höfðu á orði að með þessu væri Magnea að bjarga menningararfi landsins. „Fyrir þeim var þetta líka framlag til þess að viðhalda menningararf- inum. Það þarf nefnilega líka að sinna þessu andlega og menningar- lega. Börnin voru svo áhugasöm og þarna voru virkilega hæfileikarík börn inni á milli. Svo varð þetta líka smá æfing í lýðræði. Einn daginn var nefnilega kallað á mig af vörðun- um við herstöðina sem við bjuggum í og þá voru nokkrir strákar komn- ir með bænaskjal þar sem þeir ósk- uðu eftir því að það yrði framhald af myndlistar námskeiðinu sem varð úr fyrir 50 börn,“ segir Magnea og brosir. „Fólk er bara fólk“ „Mér þykir rosalega vænt um Afganistan og þar hitti ég fjölda flotts fólks með góða kímnigáfu. Það var mikil birta yfir því, þrátt fyrir öll þessi harðindi sem það þurfti að búa við,“ segir Magnea og bætir við að fólk um allan heim eigi mun meira sameiginlegt en ekki. „Ég upplifi miklu meira sameigin legt hjá mér og því fólki sem ég hitti heldur en eitthvað sem greinir okkur að. Alls staðar þar sem maður kemur hittir maður fólk sem maður tengir við og kynnist og á samleið með. Það skiptir ekki máli hvort það sé karl eða kona eða af hvaða þjóðerni eða trú það er, það er bara þessi tenging. Þetta gerist alls staðar. Ég get hitt einhvern á Íslandi sem er miklu ólíkari mér en mann- eskja sem ég hitti í Afganistan. Því þetta snýst ekki um þjóðerni heldur þessar mannlegu tilfinn- ingar og kenndir sem við erum öll með. Fólk er bara fólk. Við getum alveg verið ólík að upp- lagi sem einstaklingar og auð- vitað erum við mótuð af mis- munandi menningu og ólíkum félagslegum og efnahagslegum aðstæðum en í grunninn erum við öll eins; við þráum virðingu og viðurkenningu og höfum mjög sterka tilfinningu fyrir því hvað er réttlátt og hvað er óréttlátt. Og þó svo að fólk sem býr í óréttlátu samfélagi sætti sig kannski við það upp að vissu marki þá gerir það sér alveg grein fyrir óréttlætinu.“ Konur, friður og öryggi Árið 2010 fór Magnea til Bosníu og Hersegóvínu. Þangað fór hún á vegum UN Women til að byggja upp verkefnið Konur, friður og öryggi, og á tíma hennar í landinu fjölgaði verk efnum á vegum stofnunarinnar úr einu í tólf. „Dæmi um verkefni sem við studdum voru félagasamtök sem voru að skrásetja framlag kvenna til friðaruppbyggingar í Bosníu og Hersegóvínu. Friðarsamningarnir eftir stríðið voru gerðir árið 1995 og það var engin kona sem kom að samningunum, tók þátt í samningu þeirra eða skrifaði undir þá, og þrátt fyrir að allir viti um stríðsnauðgan- irnar sem áttu sér stað þá er ekki minnst á þær í friðarsamningunum. Það var ekki fyrr en ellefu árum eft- ir að stríðinu lauk sem konur fengu viðurkenningu samkvæmt lögum á að hafa verið borgarleg fórnarlömb stríðs.“ Ættleiddi sinn eigin son Talið er að yfir 50 þúsund kon- um hafi verið nauðgað í stríð- inu en fjölmörgum konum var haldið föngnum í svokölluðum nauðgunar búðum þar sem þær voru beittar kynferðislegu ofbeldi oft á dag en tilgangurinn var með- al annars sá að gera þær óléttar „Auðvitað eru það konurnar í löndunum sem við störfum í sem eru eldhugarnir Mikilvægt að næra andann Magnea hefur starfað í Afganistan, Bosníu og Hersegóvínu og Kosóvó á vegum Alþjóðafriðargæslunnar og UN Women en eitt af því sem hún gerði var að halda myndlistarnámskeið fyrir 250 börn í Afganistan sem vakti mikla lukku. Myndir úr einKaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.