Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Síða 36
36 Fólk Viðtal Helgarblað 10.–13. janúar 2014 að börnum serbneskra manna. Magnea segir mikla skömm hafa fylgt þessu kynferðislega ofbeldi og voru fjölmargar konur neyddar til að gefa börnin sín frá sér. „Ég veit til dæmis um konu sem varð ófrísk eftir að hafa verið nauðg- að í stríðinu og fæddi son. Foreldrar hennar neyddu hana til þess að gefa barnið á munaðarleysingjahæli, ellegar yrði hún rekin út af heimil- inu. Síðan þegar hún var orðin eldri og hafði loksins efni á því að flytja úr foreldrahúsum fór hún aftur á mun- aðarleysingjahælið og ættleiddi sinn eigin son. En það sem hún stóð frammi fyrir var hvort hún ætti að segja drengnum hver hún raun- verulega væri og hver hann raun- verulega væri eða ekki.“ Fer næst til Palestínu Í apríl 2012 lá leið Magneu svo til Kosóvó þar sem hún vann meðal annars að því, ásamt öðrum, að lagt var fram lagafrumvarp um að viður- kenna fórnarlömb stríðsnauðgana sem borgaraleg fórnarlömb stríðs og rétt þeirra til opinbers stuðn- ings. Frumvarpið var lagt fram síð- astliðið vor og segist Magnea afar stolt af þeim áfanga enda um mik- ið framfaraskref að ræða sem getur haft alþjóðlegt fordæmisgildi ef lög- in verða að veruleika. Næst er för- inni svo heitið til Palestínu og Ísrael þar sem Magnea mun vinna að upp- byggingu félagasamtaka kvenna á Vesturbakkanum, Gaza og Ísrael. „Það verkefni snýst um að efla félagssamtök kvenna sem beita sér í þágu kvenréttinda. Þau veita þjónustu fyrir konur og beita sér fyrir því að þær verði virk- ir þátttakendur í ákvarðanatöku í sínum samfélögum.“ Fullvissan sterk Magnea hefur unnið mikið að þessum málaflokki ásamt konum frá öðrum Norðurlöndum og seg- ir hún ákveðna fullvissu skapast þegar konur frá löndum sem standa framarlega í jafnréttismálum koma saman. „Auðvitað eru það konurnar í löndunum sem við störfum í sem eru eldhugarnir. En við hin sem komum utan frá erum meira súr- efnið sem eldurinn þarf til að hald- ast á lífi. Það má samt segja að styrk- ur okkar frá Norðurlöndunum sé sá að við erum allar fullvissar um það að konur eigi jafnan rétt á við karl- menn og að það eigi að uppræta allt misrétti gagnvart konum. Það að viðurkenna réttindi fórnarlamba stríðsnauðgana með lögum í Kosóvó er til dæmis engin spurning og það hvarflar ekki að okkur að efast um það. Og það er það jákvæða við að koma frá landi sem stendur framar- lega í jafnréttismálum; þú efast ekk- ert um þinn rétt heldur ertu með algjöra fullvissu. Og þegar það eru komnir nokkrir saman með svona mikla fullvissu þá er það orðið svo sterkt. Við getum styrkt konurnar í öðrum löndum svo mikið með þess- um krafti og þessari fullvissu og þá myndast þetta hreyfiafl sem fer að ýta hlutunum af stað.“ Neyðin yfirþyrmandi Magnea segir hjálparstarf ekki fyrir alla, enda hafi ekki allir taugar í að horfa upp á erfiðleikana sem slíku starfi fylgir. „Þegar ég var í námi í Bandaríkj- unum fórum við bekkurinn einu sinni í svokallaða framaferð til Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar hittum við konu frá Ástralíu sem vann fyrir flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóð- anna og hún sagði við okkur: „Vilj- ið þið í guðanna bænum fara á einn guðsvolaðan stað þar sem er bara eymd og volæði og vita hvort að þið þolið þetta, hvort að þið hafið taugar í þetta.“ Hún talaði um það sem kall- ast „freak out effect“; þegar þú ferð út og ætlar að bjarga heiminum en þol- ir þetta svo ekki. Það sem þú ávinnur í öllu þínu starfi er svo lítið og neyðin og óréttlætið svo mikið að það verð- ur yfirþyrmandi og margir gefast upp. Margir þola þetta ekki.“ Sjálf segist Magnea geta tekist á við erfiðleikana sem starfinu fylgja þó svo að henni finnist hún oft ansi vanmáttug. „Ég fékk mína eldskírn í flótta- mannabúðunum í Tansaníu og ég komst að því að ég get alveg þolað þetta. Það er auðvitað erfitt að horfa upp á fólk í svona erfiðri aðstöðu, fólk sem hefur misst allt, og maður hefur samúð með því en það hefur samt ekki þannig áhrif á mig að mig langi til að loka mig af og ekki horfa á þetta lengur. Þess í stað langar mig til að leggja mitt af mörkum til að færa hlutina til betri vegar.“ Þolinmæði er dyggð En hvað er erfiðast við starfið? „Ég sætti mig við það að mitt starf er bara dropi í hafið en það sem mér finnst erfiðast er hvað þetta tekur allt saman langan tíma. Ég veit að hlutirn- ir þurfa ekki að vera eins og þeir eru en þetta gengur svo hægt. Af hverju er ekki bara hægt að kýla þetta í gegn? Maður er van- máttugur að mörgu leyti. Og ef það er eitt- hvað sem ég hef lært í þessu starfi þá er það þolinmæði. Ég hef alltaf verið svo óþolin móð; fer strax í verkin og reyni að rumpa þeim af en í þessu starfi er þolinmæði dyggð. Maður verður að vera rosalega þolinmóður og mað- ur má ekki missa móðinn því þetta er langhlaup,“ segir Magnea og bæt- ir við að nauðsynlegt sé að átta sig á því að það er vanalega ekki núlifandi kynslóð sem mun njóta ávaxta starfa hennar og annarra heldur þær sem á eftir koma. „Það er svo mikilvægt að ungt fólk átti sig á því hve mikið hefur áunnist í jafnréttismálum og taki því ekki sem gefnu eða geri ekki lítið úr því vegna þess að allur ávinn- ingurinn hefur kostað blóð, svita og tár fyrir fjölda fólks, einkum konur. Þegar maður er ungur finnst manni allt svo sjálfsagt en það er það ekki. Það er rosalega mikil þrautseigja og þolgæði margra kvenna og karla sem liggur að baki þeim réttindum sem við njótum í dag.“ Litlu sigrarnir vega þungt Þó svo að hjálparstarfið gangi afar hægt og Magnea upplifi oft vanmátt gagnvart neyðinni og óréttlætinu sem fyrirfinnst í heiminum vinnast einnig sigrar. Og það eru þær stund- ir sem eru það besta við starfið. „Það skemmtilegasta er þegar maður upplifir þá tilfinningu að einhverjum áfanga hafi verið náð. Þegar maður er búinn að leggja mik- ið á sig og svo kemur einhver upp- skera og maður finnur að maður er þátttakandi í einhverju sem er stærra en maður sjálfur. Og þegar maður veit að maður er búinn að leggja sitt af mörk- um þá fyllist mað- ur þessari góðu tilfinningu,“ segir hún. „Það eru þessi litlu sigrar; það eru krakkarnir í Afganistan sem fannst rosalega gaman að teikna og það er lagafrum- varpið sem var lagt fram í Kosóvó. Þetta eru augnablik þar sem maður verð- ur rosalega glað- ur og hamingjusamur og ef manni myndi líða þannig allt sitt líf þá væri maður í mjög góðum málum,“ segir Magnea og brosir. Fékk ekki menningarsjokk Þrátt fyrir að hafa ferðast til afar ólíkra landa og menningarheima og horft upp á mikla eymd og óréttlæti segist Magnea ekki hafa upplifað menningarsjokk. „Ég var ekki í áfalli þegar ég fór fyrst út og ég held að það sé meðal annars vegna þess að við erum með fjölmiðla sem sýna okkur beint inn í stofu hvernig ástandið er í flótta- mannabúðum víða um heim. Auð- vitað er alltaf munur á því að horfa á ástandið í sjónvarpinu og að vera á staðnum og upplifa hlutina af eigin raun og sjá þá með eigin augum en ég hef samt aldrei upplifað menn- ingarsjokk.“ Hún segist heldur ekki haldin mikilli ævintýraþrá, þótt ótrúlegt megi virðast. „Ég er alls engin ævintýramann- eskja. Ekki í þeim skilningi. Ég er alveg skynsöm og myndi aldrei fara á svæðin þar sem ástandið er hvað verst. Það er líka þannig á stöðum þar sem öryggisástandið er slæmt að það eru gerðar miklar öryggis kröfur. Alltaf þegar ég fór út í Afganistan var ég til dæmis í skot- heldu vesti og umkringd fjórum vopnuðum vörðum. Það var oft gert grín að mér og sagt að ég væri al- veg eins og afgönsku konurnar; færi aldrei út úr húsi nema í fylgd karl- manna. En svona voru öryggiskröf- urnar,“ segir Magnea og brosir. „Ekkert sem heldur aftur af mér“ Magnea segist aldrei sjá eftir að hafa farið út í hjálparstörf af þessu tagi. „Ég hef tækifæri til að gera þessa hluti núna því ég er ekki með lítil börn eða neitt slíkt. Ég á einn son en hann er orðinn fullorðinn svo það er ekkert sem heldur aftur af mér,“ seg- ir hún. „Mér finnst líka mjög áhuga- vert að fá tækifæri til að búa í öðru landi, ekki bara heimsækja þau sem ferðamaður heldur búa og lifa þar. Þannig kynnist maður ólíkum hlut- um og menningunni því hin raun- verulega menning er svo oft falin undir yfirborðinu.“ n „Það sem þú ávinnur í öllu þínu starfi er svo lítið og neyðin og óréttlætið svo mikið að það verður yfirþyrmandi og margir gefast upp Magnea að störfum Magnea er afar stolt af þeim áfanga sem náðist þegar lagafrumvarp var lagt fram í Kosóvó síðasta vor um að viður­ kenna réttindi fórnar­ lamba stríðsnauðgana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.