Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 38
38 Fólk Viðtal Helgarblað 10.–13. janúar 2014 „Ég varð ástfanginn af hlutum“ É g held að ég hafi aldei verið eins frjáls,“ segir Þorsteinn Jakobsson sem er að selja all­ ar eigur sínar til þess að fjár­ magna ferðir á heimsálfu­ tindana sjö, þar sem hann ætlar að ganga til góðs líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Fann frið í náttúrunni Þorsteinn segir að þetta sé liður í hans þroskasögu, en hann stofn­ aði fjallaklúbb aðeins átta ára með æskuvini sínum, Lárusi Ástvalds­ syni. Á þeim árum fann hann frið í náttúrunni, frið sem var hvergi að finna inni á heimilinu. „Við kölluð­ um þetta fjallaklúbb en við geng­ um bara á hóla, stálumst inn á Reykjanesið og týndumst þar oftar en einu sinni. Þar sem ekki var frið­ ur inni á heimilinu sótti ég í friðinn sem ég fann úti. Æskan var mér að mörgu leyti erfið.“ Þorsteinn ólst nefnilega upp við alkóhólisma og meðvirkni, á heimili þar sem öllu var stjórnað með ótta, eins og hann lýsir því sjálfur. „Eins og gjarna vill verða á alkóhólískum heimilum voru flutningar tíðir,“ seg­ ir Þorsteinn sem fæddist á Akureyri, flutti þaðan á Skagaströnd, og til Njarðvíkur og Sandgerðis. „Á sumrin var ég síðan sendur í sveit sem var mín gæfa. Vegna þess að þegar ég lít til baka og hugsa til þess hvenær mér leið best þá var það í sveitinni á sumrin þar sem ég gat alltaf farið upp á fjöll. Í mörg sumur var ég alltaf einn í sveitinni með gömlum hjónum en þótt ég hafi verið eini krakkinn á svæðinu gerði útiveran mér gott og mér leið alltaf vel.“ Stjórnlaus drykkjumaður Ungur að árum ákvað Þorsteinn að bragða aldrei á brennivín, af því að hann hafði kynnst verstu hliðum þess. Þrátt fyrir fögur fyrirheit var hann hins vegar ekki nema þrett­ án ára þegar hann drakk áfengi í fyrsta sinn og öðlaðist áður óþekkt frelsi og óttaleysi. „Þetta er fjöl­ skyldusjúkdómur,“ útskýrir hann. „ Fimmtán ára var ég farinn að drekka áfengi daginn eftir og marga daga í einu. Það bjargaði mér að fara ungur á sjó og vera oft lengi. 22 ára gamall var ég búinn að fá nóg af þessum lífsstíl. Ég hætti að drekka og í heilt ár var ég edrú á hnefanum án þess að fara í með­ ferð. Af því að ég vildi segja skil­ ið við þetta líf. Þótt áfengi hafi veitt mér frelsi í fyrstu voru áhrifin orðin önnur og verri, það var ekkert nema dimmur skuggi sem fylgdi þessu. Í hvert einasta sinn sem ég vakn­ aði upp eftir fyllerí fann ég fyrir þyngslum og dapurleika. Mig lang­ aði að lifa einhverju allt öðru lífi en því sem ég lifði sem óreglumaður. Hugur minn stefndi annað. En ég var orðinn algjörlega stjórnlaus og rændi sálarfriði annarra.“ Meðvirknin verst Ári síðar fór hann í meðferð á Silungapolli. „Ég fór í meðferð en vann aldrei sporin og vann ekkert í sjálfum mér. Á þessum tíma voru fordómar gagnvart alkóhólistum og mér fannst erfitt að mæta þeim svona ungur. Smám saman fór ég í afneitun á sjúkdóminn og yfirgaf AA­samtökin í mörg ár. Ég eignaðist konu og börn en á meðan þú ert í þessari afneitun ertu í stöðugri baráttu við sjálfan þig, því annað verður alkóhólískt. Alkinn leitar í aðra fíkn ef hann fær ekki lausn á sínum málum. Þannig að ég þróaði með mér vinnufíkn og var stöðugt að vinna fyrir einhverjum hlutum. Stjórn­ leysið fylgdi mér áfram, en stjórn­ semi og stjórnleysi hangir gjarna saman og er hluti af meðvirkni sem bjargaði mér sem barni og kom mér lifandi út úr þessu alkóhólíska umhverfi en kom mér í koll á full­ orðinsárum. Í raun hefur fátt skað­ að mig meira en meðvirkni. Ég var ekki langt leiddur alkóhólisti þegar ég hætti að drekka og fór mun verr út úr því að vera aðstandandi held­ ur en alkóhólisti. Það að þurfa að búa við og alast upp við alkóhólískt hugarfar er hræðilegt.“ Þakklátur fyrir erfiðleikana Að því sögðu segir hann að með­ virknin hafi einnig verið verri en drykkjan. „Pabbi sálugi var alkó­ hólisti en hann var enginn ofbeldis­ maður. Mamma sálug hvorki reykti né drakk en hún var jóla­ tréð á heimilinu sem allir dönsuðu í kringum. Hún var alveg rosaleg, stýrði og stjórnaði öllu. Það voru alltaf jól og allir áttu alltaf að dansa í kringum hana. Það mátti ekki detta saumnál án þess að það yrði upp­ nám á heimilinu. Aðstandandinn fer alltaf verst út úr svona ástandi, því þar sem hann hefur enga stjórn á alkóhólistanum reynir hann að stýra umhverfinu og verður smám saman stjórnlaus af stjórnsemi.“ Þorsteinn vill þó taka það fram að hann hefði ekki viljað vera án þessarar reynslu. „Af því að þetta mótaði mig og kom mér þangað sem ég er í dag. Sem barn var ég farinn að spyrja: „Hvar er Guð? Af hverju kemur Guð ekki inn í lífið til mín? Af hverju fá vinir mínir allt öðruvísi líf en ég? Hvers vegna þarf ég að ganga í gegnum þessar hremmingar?“ En í dag lít ég til baka og er svo þakklátur fyrir að hafa gengið í gegnum þess­ ar hremmingar því ég hefði kannski ekki þennan styrk og þessa getu án þeirra. Ég hef þá trú að við þurfum öll að takast á við okkar verkefni á lífsleiðinni. Þetta verkefni var ætlað mér og ég má vera þakklátur fyrir að hafa komist þokkalega heill í gegn­ um það. Þegar upp er staðið gerir það mér fært að skilja aðra sem hafa staðið í svipuðum sporum og aðstoða þá.“ Efnishyggjan helltist yfir Fyrir sjö árum ákvað Þorsteinn að leita sér aðstoðar. Hann var þá kominn að endimörkum hjóna­ bandsins, eftir 25 ára samband, fastur í efnishyggju, minnimátt­ arkennd og stjórnleysi. „Það var mjög stórt og erfitt verkefni að skilja við besta vin minn. Þótt leiðir okk­ ar muni aldrei liggja saman aft­ ur þá var það hún sem sýndi mér hvernig hægt er að lifa eðlilegu lífi, takast á við hversdagsleikann og fagna hátíðisdögum. En það skap­ aðist fjarlægð á milli okkar út af lífs­ gæðakapphlaupinu, hraðinn var of mikill. Efnishyggjan réð ríkjum hjá mér og í stað þess að vökva blómin fór ég að rækta einhvern annan garð, veraldlegri garð sem tæmdi líf mitt allri gleði. Fyrir mér mun efnishyggjan aldrei skila öðru en óhamingju. Þetta endaði með skiln­ aði og um leið hrundi allt í kringum mig. Ég átti fyrirtæki sem rúlluðu í kreppunni og fór illa á því, tap­ aði nánast öllu. Ég hef alltaf staðið uppréttur í öllu sem ég hef verið að gera, staðið í skilum og verið góður og gildur samfélagsþegn. Allt í einu voru reyttar af mér allar fjaðrirnar og ég stóð eftir slyppur og snauð­ ur. Það var eitthvað sem ég réð ekki við, ég átti minn þátt í því og kenni ekki öðrum um. Aðrir sluppu bet­ ur frá hruninu en það voru kannski ekki þeir sem voru í kapphlaupinu. Þeir sem tóku þátt í því fóru auðvit­ að verst út úr því. Þegar ég lít til baka sé ég hvern­ ig þessi efnishyggja helltist yfir mig og ég varð ástfanginn af hlutum, en ég er búinn að segja skilið við þá ást í dag. Þetta var mér mikið áfall en til þess að sættast við fortíðina ákvað ég að breyta lífsstílnum. Ég ákvað að ég skyldi aldrei aftur stefna í svona veraldlegan heim. Ég mun aldrei aftur eltast við veraldlega hluti. Ég er ekki veraldlegur maður í dag og verð það vonandi aldrei aftur.“ Hvarf frá sjálfselskunni Þegar þarna var komið sögu ákvað Þorsteinn að leita að sér aðstoðar og fór að sækja fundi hjá AA­sam­ tökunum til þess að læra að lifa, eins og hann orðar það. „Innst inni vissi ég alltaf hvað var að mér og að afneitunartímabilinu yrði að ljúka. Þar sá ég fjölda glansandi fólks sem leið vel og var að gera góða hluti og langaði í þennan neista. Ég fékk sjónina og heyrnina og heim­ arnir opnuðust fyrir mér. Þegar ég fór markvisst í gegnum 12 spora kerfið gerðist eitthvað innra með mér, hugur minn opnaðist og ég hvarf frá sjálfum mér. Eigingirni og sjálfselska kom í veg fyrir að ég gæti séð aðra en þegar ég fór að vinna í sjálfum mér og axla ábyrgð á eigin lífi breyttist það. Um leið og þú viðurkennir fyrsta sporið verður þú frjáls og áfengis­ löngunin hverfur. Nú eru sjö ár síðan ég fór aftur í AA­samtökin og horfðist í augu við sjálfan mig og ég hef aldrei fengið áfengislöngun síðan. Ég trúi því að ég muni aldrei drekka áfengi aftur. Enda hef ég fengið líf sem mörgum finnst tals­ vert öfundsvert, orðinn þetta gam­ all og hafa allan þennan kraft og getu til að klífa þessi fjöll. Það er ekki öllum gefið,“ segir Þorsteinn sem er orðinn 56 ára. Gekk fyrir góðgerðamál Fljótlega eftir skilnaðinn ákvað hann að stunda útivist, sem hann hefur alltaf haft bullandi áhuga á. „Ég stóð á tímamótum og varð að ákveða hvert ég vildi stefna. Þá ákvað ég að ganga fyrir góðgerðamál. Það er það sem ég vil gera, það er lífsstíll­ inn sem ég vil lifa og ætla að gera um ókomna tíð. Það byrjaði fyrir fimm árum þegar mig langaði að minna á hvað útivist getur gert okkur gott, en við gætum örugglega lagt niður annað hvert apótek ef fólk stæði upp úr sóf­ anum og færi að gera eitthvað fyrir sig, um leið og mig langaði að minna á gott málefni. Þá bað vinkona mín, Björk Anderssen, sem nú er látin úr krabbameini, mig um að ganga fyr­ ir Ljósið. Hún kynnti starfið fyrir mér sem mér fannst svo gefandi og fal­ legt að ég gekk fyrir Ljósið í fjögur ár. Síðan hefur eitt leitt af öðru.“ Á meðal afreka Þorsteins var að ganga sjö sinnum upp á Esjuna á fjórtán klukkustundum árið 2009. Þorsteinn Jakobsson ætlar að ganga á heimsálfutindana sjö og selur allar eigur sínar fyrir ævintýri lífsins. Hann segir frá fjallaklúbbnum sem hann stofnaði ungur að árum þegar hann fann frið úti í náttúrunni; frið sem var hvergi að finna á alkóhólísku heimilinu. Þótt meðvirknin hafi bjargað honum sem barni kom hún honum í koll síðar meir, efnishyggjan helltist yfir hann og endaði með ósköpum þegar hann missti ekki aðeins konuna heldur einnig allt sem hann átti. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Innst inni vissi ég alltaf hvað var að mér og að afneitunar- tímabilinu yrði að ljúka „Þegar þessu er lokið á ég ekkert nema kannski fötin mín MynD KrIStInn MaGnúSSon Heimsálfu- tindarnir sjö Ætlar á þá alla á tveimur árum n 1. Aconcagua, Argentína. 6.980 m. Janúar 2014 n 2. Kilimanjaro, Afríka. 5.896 m. Febrúar eða mars 2014. n 3. Everest, Nepal. 8.850 m. Apríl eða maí 2014, til vara í maí 2015. n 4. Elbrus, Rússland. 5.642 m. Júlí 2014. n 5. Carstensz Pyramid, Nýja-Gínea. 4.884 m. Nóvember 2014. n 6. Vinson, Suðurheimskautslandið. 4.897 m. Desember 2014. n 7. Denali, Alaska. 6.194 m. Maí 2015, til vara maí 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.