Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Side 46
46 Menning Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Tvær sýningar voru opnaðar í gær, fimmtudag, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Annars vegar sýning ljósmyndarans Vincents Malass- is í Kubbinum og hins vegar sýn- ing spænska ljósmyndarans Elo Vázques í Skotinu. Hversdagsljómi Vincent Malassis býr í Frakklandi og sýnir landslagsmyndir og por- trett af íbúum þorps í skóglendi Bretaníuhéraðs í Frakklandi. Myndheimurinn er skemmtileg- ur og sýnir fólk í hversdeginum. Hulinn heimur Elo opnar sýninguna Behind. „Öll skiljum við hluti eftir og öll erum við skilin eftir. Handan við hið augljósa er hulinn heimur. Þessar ljósmyndir bæði kveikja ljós og stökkva á bak við hluti bæði í tíma og rúmi,“ segir í tilkynningu frá sýningarhöldurum. Unnustinn myndefnið Elo er unnusta Óttars Martins Norðfjörð rithöfundar og búa þau á Spáni með viðkomu á Íslandi endrum og eins. Óttar er reyndar myndefni Elo en hún sýnir ljósmyndir af honum fyrir aftan hluti. Gestum býðst líka að taka mynd af sjálfum sér á sýningunni fyrir aftan trjágrein og verða þannig hluti af sýningunni. Brúðkaup á Spáni í haust Þetta er fimmta einkasýning Elo en hún hefur haldið þrjár á Spáni og tvær á Íslandi. Þá hafa myndir eftir hana hafa verið birt- ar í tímaritum og vefsíðum á borð við ELLE, Apartamento og Booooooom. Elo og Óttar hafa verið saman í tæp 10 ár og ætla að gifta sig í haust á Spáni. Ljósmyndir Elo og Malassis Forvitnilegar stórmyndir O furhetjurnar verða á sínum stað eins og þær hafa verið það sem af er öldinni og lítill vafi á að margir bíða spennt- ir eftir X-Men: Days of Future Past. Myndin er byggð á einni þekkt- ustu X-Men sögunni og segir frá því þegar „gömlu“ X-mennirnir, undir forystu Prófessor X, leiknum af Pat- rick Stewart, mæta yngri útgáfum af sjálfum sér undir forystu Prófessor X, leiknum af James McAvoy. Saman verða þeir svo að breyta framtíðinni til að afstýra árás risavélmenna. Leik- stjórinn Brian Singer, sem leikstýrði tveim fyrstu (og bestu) myndunum snýr aftur og lofar að þetta verði „Guð- faðir II“ ofurhetjumyndanna. Kyntröllið Michael Fassbender leikur hinn unga Magneto, en hann leikur jafnframt í mynd sem virðist nánast sjálfgefinn Óskarssigurvegari, 12 Years a Slave, sem fjallar um frjálsan mann sem er gerður að þræl í Suðurríkjun- um. Eins og í Django Unchained eru helstu kyntákn hvíta mannsins í stöðu kúgaranna, þar var það Leonardo DiCaprio en hér Brad Pitt, en búast má við að leikslok verði eitthvað öðru- vísi en hjá Tarantino. Njósnarar og nasistar 2014 stefnir annars í að verða ár Fass- benders sem hefur verið á góðri sigl- ingu undanfarið og mun nú vafalaust skipa sér í fremstu röð, því hann leik- ur einnig í nýjustu mynd Ridley Scott, The Councellor, á móti Penelope Cruz og fleiri stórstjörnum. Scott er annars nú að gera mynd með Christian Bale sem Móses, en mynd Aranofsky með Russel Crowe sem Nóa á Íslandi er einnig væntanleg. Það eru ekki aðeins ofurhetjur sem snúa aftur, því nýjasta myndin um njósnarann Jack Ryan, sem er nokkurs konar svar Bandaríkjamanna við James Bond, mun einnig birt- ast, að sjálfsögðu í leikstjórn Bretans Kenneth Branagh. Kafteinn Kirk sjálf- ur, Chris Pine, leikur Ryan sem hér er að byrja í njósnum en Kevin Costner leikur lærimeistara hans. Önnur njósnamynd er Child 44, með Gary Oldman og Svíanum Noomi Rapace, en hún gerist í Sovétríkjum Stalíns. Fyrir aðdáendur seinni heims- styrjaldarinnar er sitthvað við að vera. George Clooney og Matt Damon leita að listaverkum sem nasistar stálu á síðustu dögum stríðsins í The Monuments Men, á meðan Brad Pitt stjórnar áhöfn skriðdreka á bak við víglínur óvinarins í Fury. Clooney leikur síðan á móti Hugh Laurie í vís- indaskáldsögunni Tomorrowland, en önnur vísindaskáldsaga er Jupiter Ascending eftir Wachowski-bræður, sem hóta því að bylta geiranum eins og þeir gerðu síðast með Matrix. Uppvakningar og kóngafólk Ef til vill bíða einhverjir spenntir eftir næstu Transformers-mynd, þar sem risaeðluvélmennin koma loks við sögu, en vafaatriði er hvort hasar- inn verði jafn yfirgengilegur og leik- stjórinn Michael Bay hefur ný- lega verið á sviði. Ein mesta hasarhetjan af þeim öllum, Arnold Schwarzenegger, hefur átt heldur dræma endurkomu á hvíta tjaldið eftir að stjórnmálaferli hans lauk, en nú kveður við nýjan tón. Í myndinni Maggie þarf hann að tak- ast á við unglingsdóttir sína, sem svo óheppilega vill til að er að breytast í uppvakning. Önnur táningsstúlka sem býr sig undir að verða atkvæða- mikil á árinu er Annie í endurgerð af mynd sem sumir muna ef til vill eft- ir úr Austurbæjarbíói. Á meðan mun kollegi Arnie, Stallone, berjast við Robert De Niro í hringnum í Grudge Match. Kóngafólkið lætur sitt ekki eftir liggja, en Nicole Kidman mun leika Grace prinsessu af Mónakó og við sjáum til hvort sú mynd gangi betur en Díana gerði. Frankenstein birtist í tveim skömmtum. Annars vegar berst hann við vampírur og annað illfygli í I, Frankenstein, en mynd sem nefn- ist einungis Frankenstein mun fjalla um samband vísindamannsins og að- stoðarmannsins Igor, sem leikinn er af sjálfum Harry Potter, Daniel Radcliffe. Handritið þykir gott, en myndin mun víst ekki birtast fyrr en 2015. Kvikmyndahátíðir árið um kring Það verður þó ýmislegt annað um að vera í bíóborginni í ár. RIFF verður á sínum stað í haust en þangað til er Bíó Paradís nánast ein samfelld kvik- myndahátíð. Í bili standa yfir sýningar á öllum þeim myndum sem koma til álita sem besta erlenda myndin á óskarnum, þar á meðal hin frábæra Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson. Örmyndahátíð verður haldin í febrúar, þýsk kvikmyndahátíð í mars og barna- myndahátíð á svipuðum tíma. Í apríl verður síðan Reykjavík Shorts and docs, pólsk kvikmyndahátíð í fjórða sinn, og helsta kvikmyndagerðarland í heimi, Indland, verður líka heiðrað með hátíð. Bíóárið hefst að vanda með franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíó sem hefst þann 17. janúar, en opnunar- myndin að þessu sinni nefnist Eyja- fjallajökull og fjallar um ástarsamband sem upphefst meðan fólk bíður eftir flugi sem aflýst hefur verið vegna eld- gossins fræga. Maður þarf því ekki að láta sér leiðast í ár, jafnvel þó ólíft verði utandyra sökum veðurs. n „Maður þarf ekki að láta sér leiðast í ár, jafnvel þó ólíft verði utandyra sökum veðurs. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Sumarið 2013 var Íslendingum erfitt. Ekki aðeins ríkti eitthvert versta veður í manna minnum, heldur voru sumarstórmyndirnar með afbrigðum slappar. Veðrið versnaði eftir því sem leið á haustið en bíóið batnaði á móti, og stórmyndir á borð við Gravity og Captain Philipps bættu að einhverju leyti upp yfirstaðnar hörmungar. En hvernig ætli árið 2014 verði? Bíóspá ársins Töfrahurðin í Salnum Vínartónlistin mun hljóma og dansinn duna í Salnum í Kópa- vogi um helgina á árlegum tón- leikum, Töfrahurðinni. Tónleik- arnir í ár verða með veglegu sniði, en nú munu tónskáldin Jóhann- es Strauss og Madame Pirruette verða aðalstjörnur tónleikanna. Vínarvalsarnir verða leiknir af Skólahljómsveit Kópavogs undir styrkri stjórn Össurar Geirsson- ar ásamt fjölda gesta sirkuslista- manna frá Sirkus Íslandi. Boðið verður upp á danskennslu á staðnum svo allir geti tekið þátt. Hross í oss Kemur til álita sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaunum. Nicole leikur Grace Kóngafólkið lætur sitt ekki eftir liggja, en Nicole Kidman mun leika Grace prinessu af Mónakó og við sjáum til hvort sú mynd gangi betur en Díana gerði. Ár Fassbenders Michael Fassbinder mun skipa sér í fremstu röð á árinu. Hann leikur í nýrri mynd Ridley Scott, The Councellor, leikur ungan Magneto í X-Men: Days of Future Past og einnig í stórmyndinni 12 Years a Slave. Seinni heimsstyrjöld í brennidepli George Clooney og Matt Damon leita að listaverkum sem nasistar stálu á síðustu dögum stríðsins í The Monuments Men, á meðan Brad Pitt stjórnar áhöfn skriðdreka á bak við víglínur óvinarins í Fury.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.