Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Page 48
Helgarblað 10.–13. janúar 201448 Lífsstíll U ndanfarið hefur verið til um- ræðu hversu miklum mat- vælum er sóað en talað er um að þriðjungur þeirra mætvæla sem framleidd eru, endi í ruslinu. Sé nóg eftir af matnum er gott ráð að taka afganga með sér í nesti í skóla eða vinnu daginn eftir. Annað sniðugt ráð er líka að frysta af- gangana. Margir henda afgöngunum því þeir telja sig ekki munu geta not- að þá síðar en það er fjarri lagi því þá er hægt að nýta á ýmsan hátt. Hér eru nokkur dæmi: n Afgang af fiski er sniðugt að frysta og nota síðar í súpu. Það sama má segja um pasta og grjónaafganga sem henta einnig vel í súpur og gera þær matarmeiri. n Það má nota afganga af hafragraut og grjónagraut til þess að búa til klatta. n Grænmeti sem er orðið slappt er gott í súpu. Sellerí, gulrætur, kartöflur, laukur, rauðlaukur, kartöflur og rófur henta t.d. vel í súpugerð. n Ávextir sem eru orðnir mjúkir henta vel til þess að búa til ávaxtaþeytinga (smoothie). Það er einnig sniðugt að nota ávexti eins og banana, epli og perur í möffins sem er er svo hægt að frysta og taka með sér í skóla/vinnu. n Svartir bananar sem flestum þykja ólystugir henta einka vel til þess að baka gómsætt bananabrauð. n Vera hugmyndaríkur! Eldað úr afgöngum Sex góð ráð til að nýta matarleifarnar á heimilinu Gott í súpur Gott er að nota hina ýmsu afganga í súpur.Mynd Photos viktoria@dv.is F ólk getur sparað sér bæði töluverðan pening í matar- innkaupum en líka tíma sem færi í að ákveða hvað eigi að vera í matinn og finna allt sem vantar í búðinni,“ segir Valur Her- mannsson, einn eigenda nýs fyrir- tækis, eldumrett.is, sem selur matar- pakka sem innihalda allt hráefni sem þarf í þrjár fyrirfram ákveðnar mál- tíðir. Fyrirtækið fer formlega í gang næstkomandi mánudag en hann á það ásamt mági sínum, Kristófer Júl- íusi Leifssyni, kærustu sinni, Hönnu Maríu Hermannsdóttur, og systur, Hrafnhildi Hermannsdóttur. Auk þess er kokkurinn Pétur Brynjar Sig- urðsson með þeim í rekstrinum og Guðrún Jóhannsdóttir en þau hafa hannað réttina. Að erlendri fyrirmynd „Við féllum fyrir þessari hugmynd þegar við heyrðum fyrst af þessu árið 2009 og okkur hefur langað að setja svona fyrirtæki á laggirnar síðan. Við létum svo verða af því núna,“ segir Valur. „Þetta er að erlendri fyrir- mynd en svona fyrirtæki er að finna víða í löndunum í kringum okkur.“ Eldum rétt sér um að kaupa í matinn fyrir fólk. Inni á síðunni er hægt að panta þrjár máltíðir fyrir vikuna. Maturinn í máltíðirnar er keyptur fyrir mann og hann er hægt að fá annaðhvort sendan heim eða sækja hann sjálfur. „Við erum með matarpakka fyrir 2 og 4 – þrjár mál- tíðir. Fólk fær heilan poka með mat í þrjá kvöldverði. Í pokanum er allt sem þarf í hverja máltíð.“ Engin sóun Valur segir þetta geta sparað fólki töluverðan pening í matarinn- kaupum þar sem mjög oft þegar verið er að kaupa í rétti þurfi mað- ur að kaupa meira en þarf í rétt- inn. „Við finnum til og kaupum það besta hverju sinni í réttina hjá heildsölum og innflutningsaðilum og endurpökkum þannig að ekkert verði eftir. Þannig sóum við engum mat og það kemur út í verðinu hjá okkur. Það er 100% nýtni hjá okkur, við notum allt upp til agna sem við kaupum. Við náum að hafa þetta á lágu verði vegna þessa með- al annars. Þú færð ekki meira en þú þarft í máltíðina og ert þannig ekki að henda neinu,“ segir hann og bendir á að þetta komi í veg fyr- ir sóun á mat. Auk þess sé matur í matvörubúðum oft seldur í tölu- vert stærri einingum en þarf í eina máltíð. „Síðan þarf kannski að kaupa nokkur hráefni í réttinn og oft verður töluvert afgangs. Þetta er því líka umhverfisvænt því það er engin sóun í gangi.“ spennt fyrir framhaldinu Síðan fer formlega í gang núna á mánudaginn og verður þá hægt að panta mat fram í tímann. „Við erum bara rétt að byrja og erum spennt. Við vitum náttúrlega ekk- ert hvernig fólk tekur þessu en við ákváðum að kýla á þetta. Við höf- um verið að gera prufupakka og höfum rekið okkur á nokkur atriði sem við höfum lagað. Við höfum lagt mikla vinnu í þetta og erum spennt fyrir framhaldinu.“ n Sjá um matarinnkaup n Vilja koma í veg fyrir sóun á mat n Gert að erlendri fyrirmynd Paprikufyllt nautabuff Hérna má sjá einn af réttunum, paprikufyllt nautabuff. Langa Valur segir réttina vera hugsaða út frá íslenskum neytendum. Kjúklingur Hér er einn af réttunum sem Eldar rétt býður upp á. Viktoría hermannsdóttir viktoria@dv.is Einn inn, einn út Samkvæmt nýrri rannsókn eru takmörk sett á félagsleg samskipti okkar þrátt fyrir alla þá samfé- lagsmiðla sem bjóðast. Í niður- stöðum rannsóknarinnar, sem framkvæmd var af alþjóðlegu teymi, sem birtust í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, kemur fram að fjöldi þeirra sem við eig- um náin samskipti við með hjálp tækni helst sá sami þrátt fyrir að til nýrra sambanda sé stofnað. Það er að segja við setjum ómeð- vitað einn einstakling til hliðar um leið og við bætum öðrum inn í okkar innsta hring. Fjöldi þeirra sem eru í innsta kjarna þegar kemur að félagslegum samskipt- um er þó mismunandi á milli einstaklinga. Eldum rétt Hér er hópurinn sem stendur að baki Eldum rétt. Sjálf heyrðu þau fyrst af sams konar þjónustu árið 2009 og heilluðust um leið. Mánuður í áhyggjur Ný bresk rannsókn sýnir að að meðaltali eyða breskar konur mánuði árlega í að hafa áhyggj- ur af útliti sínu. Um 2.000 breskar konur tóku þátt í rannsókninni sem sýndi fram á að að meðaltali eyða konurnar 627 klukkustund- um og 28 mínútum í áhyggjurn- ar. Áhyggjur kvennanna snúa að- allega að því hverju þær eigi að klæðast og svo spá þær í það yfir daginn hvernig útlitið er. Að vera í ofþyngd er helsta áhyggjuefnið en að meðaltali eyddu konurn- ar klukkutíma og 46 mínútum vikulega í áhyggjur af þyngdinni. Bólur, bólgur, úfið hár og að vera of föl kom næst á eftir í áhyggju- röðinni. Borðaðu avókadó til að seðja hungrið Viltu hætta að borða óhollustu milli mála? Borðaðu þá avókadó með hádegismatnum þínum. Að borða hálft avókadó með há- degismatnum ýtir undir seddu- kennd og minnkar líkurnar á því að þú freistist til að fá þér óhollt á milli mála. Í rannsókn sem var gerð á þessu kom í ljós að þeir sem fengu avókadó með matnum urðu síður svangir en þeir sem gerðu það ekki. Þeir fundu minni þörf til þess að borða eitthvað milli mála og voru lengur saddir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.