Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 24
Helgarblað 23.–26. maí 201424 Umræða Fjölnir Baldursson Af hverju er verið að selja Stöð 2 rétt á leikjum á HM, þannig að allir landsmenn geti ekki séð leikina? RÚV fengi líklega sama pening í auglýsingar og fyrir að selja Stöð 2 réttinn þannig, að það er ekki hægt að svara þessu eins og þú hefur svarað þessu áður.  Magnús Geir Þórðarson RÚV mun sinna HM afar vel í sumar, þar sem allir leikirnir verða í boði fyrir landsmenn alla á RÚV. Langflestir leikirnir verða í beinni útsendingu hjá RÚV en þeir 18 leikir sem Stöð 2 mun sýna í beinni útsendingu verða strax í kjölfarið sýndir í Sjónvarpinu. Þannig verða ætíð að minnsta kosti tveir leikir á dag í beinni útsendingu og þar á meðal allir leikirnir í 16 liða úrslitum. Af þessum 16 leikjum er helmingur á meðan RÚV er að sýna beint frá öðrum leikjum. Tekjurnar sem fást af sölu leikjanna skipta máli fyrir RÚV en eins og allir vita var rekstur RÚV erfiður á síðasta ári. Tekjurnar sem af þessu hljótast duga fyrir nokkrum stöðugild­ um á ársgrundvelli – og slíkt telur, en eins og flestir muna var ráðist í sársaukafullar uppsagnir á síðasta ári. En hið mikilvæga er auðvitað það að þjóðin mun geta notið HM veislunnar á RÚV í sumar. Jón Magnússon Hvað verður um þá þætti sem RÚV hefur framleitt í gegnum árin. Er hægt að opna aðgengi almennings að þessum þáttum hvort sem það er í gegnum myndbandaleigu eða opnun nýrrar stöðva þar sem gamlir þættir eru sýndir? Hvað er það sem stendur í vegi fyrir því að RÚV geti opnað dyrnar að safninu sínu?  Magnús Geir Þórðarson Góð spurning. RÚV situr á mikilli gull­ kistu efnis sem safnast hefur upp frá upphafi. Þetta efni er í raun þjóðararfur og afar mikilvægt í mínum huga að varðveita hann, koma á aðgengilegt form og opna aðgengi almennings að honum. Það sem stendur í veginum er fjár­ mögnun og ákveðin réttindamál. Ný framkvæmdastjórn er komin til starfa og er þegar byrjuð að vinna í þessu máli. Það er einlæg von okkar að á næstu misserum takist að sinna þessu brýna máli. Ingi Guðnason Er eitthvað hæft í fréttaflutningi BB.is í dag um að til standi að taka niður allan tækjabúnað RÚV á Ísafirði og þar með leggja algjörlega niður aðstöðu stofnunarinnar á Ísafirði? Þar með yrði væntanlega endanlega kippt fótunum undan starfsemi RÚV á svæðinu. Hvernig samrýmist þetta áherslum sem þú boðaðir, fljótlega eftir að þú tókst við starfi útvarps­ stjóra, um að of mikið hafi verið skorið niður á landsbyggðinni og að þar með geti stofnunin ekki sinnt skyldum sínum við landsbyggðina?  Magnús Geir Þórðarson Þegar ég tók við starfi útvarpsstjóra fyrir tveimur mánuðum þá boðaði ég aukna áherslu á dagskrárgerð á landsbyggðinni. Það stendur. Að mínu mati þarf RÚV að sinna landsbyggðinni betur en það hefur gert. Að því verður sannarlega unnið. Ég þekki sjálfur hvað starfsemi RÚV á landsbyggðinni er mikilvæg, eftir að hafa búið og starfað á Akureyri um árabil. Ný framkvæmdastjórn vinnur nú að því að útfæra hvernig þessari áherslubreytingu verður hrint í framkvæmd. Við munum nálgast þetta, eins og annað í starfsemi RÚV, reyna að tryggja að sem mest af fjármagni nýtist beint í dagskrá, í innihaldið sjálft – en minna fari í umbúðir og umgjörð. Ný tækni gerir okkur kleift að framleiða gæðaefni með léttari búnaði en áður tíðkaðist. Ákvörðun um að leggja niður fasta starfstöð á Ísafirði var tekin fyrir nokkrum árum en tímabundinn leigusamningur rennur út nú í sumar. Þessar ákvarðanir voru að sjálfsögðu teknar af fyrri stjórn­ endum. RÚV hefur ekki haft fasta starfsmenn á Ísafirði undanfarin ár – en haft öflugan verktaka sem hefur sinnt dagskrárgerð á svæðinu. Hann mun vinna fyrir RÚV áfram og sinna dagskrárgerð á svæðinu. Ný framkvæmdastjórn er að setja sig inn í málin og finna leiðir til að auka við dagskrárgerð á Vestfjörðum, eins og öðrum landshlutum. Tryggt verður að allar tengingar og tækjabúnaður verði til staðar til dagskrárgerðar, útsendinga o.þ.h. Okkar markmið er að þeir viðbótarfjármunir sem við munum setja í dagskrárgerð á landsbyggðinni nýtist beint í dagskrána – en fari ekki í dýrt leiguhúsnæði og umgjörð. RÚV er og verður útvarp allra lands­ manna! Finnbogi Sjöfn Sæll Magnús Geir. Er það rétt að lokað verði fyrir útsendingar RÚV í gegnum Thor þann 31. júlí n.k? Þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkar sjómannastétt. Kv. Finnbogi J. Þorsteinsson  Magnús Geir Þórðarson Sæll Finnbogi. Hið opinbera hefur stað­ ið fyrir dreifingu í gegnum gervi­ hnött um árabil. Þar hefur verið hægt að nálgast útsendingar RÚV ásamt öðru. Ríkisstjórn ákvað fyrir nokkru að hætta þessum útsendingum. Við teljum afar mikilvægt að þessar útsendingar haldi áfram enda afar mikilvægar fyrir marga, ekki síst þá sem njóta dagskrár RÚV á hafi úti. Við höfum vakið athygli á þessu og hvatt til þess að þessi þjónusta haldi áfram enda afar mikilvæg. Verið er að vinna í þessu máli og er það von okkar að góð lausn finnist, þó það sé ekki á færi RÚV að taka að sér þennan viðbótarrekstur. Jóhann Sigurbjörnsson Af hverju getur RÚV ekki tryggt sér útsendingarréttinn á handboltanum, alltaf, svo að öll þjóðin geti horft á þetta og hvatt sína menn? Ekki bara 23.000 áskrifendur Stöðvar 2?  Magnús Geir Þórðarson Sæll Jóhann. Það er sannarlega okkar ósk að geta sent út stórmót í handbolta enda ljóst að stór hluti þjóðarinnar fylgist spenntur með íþróttinni. Okkar fólk gerir sitt besta til að tryggja aðgengi þjóðarinnar að þessari þjóðar­ íþrótt. Vonum það besta! Kristján Hrafn Arnarsson Verður leikjunum sem ekki er hægt að sýna í beinni í sjónvarpinu streymt á ruv.is? Íþróttaviðburðir eins og HM eru viðburðir sem sýna á í beinni útsendingu og í opinni dagskrá. Er ekki löngu kominn tími á RÚV­app svipað og iPlayer BBC?  Magnús Geir Þórðarson Sæll Kristján. Hafin er vinna við að stór­ bæta ruv.is með það að markmiði að hin fjölbreytta dagskrá verði aðgengilegri á vefnum og öðrum nýmiðlum. Breytingarnar verða sjáanlegar áður en langt um líður – og hver veit nema RÚV­app fylgi þeim. Jóhann Sigurbjörnsson Hvenær ætlar RÚV að hafa almennilegan skemmti­/ grínþátt á laugadagskvöldum? RÚV hefur ekki viljað fylla skarð Spaugstofunnar og er ekki komin tími á það? T.d. fá Ara Eldjárn, eða einhverja unga og efnilega til að semja þátt? Samt ekki Hringekjuna takk :­/  Magnús Geir Þórðarson Sæll. Það er klárlega okkar markmið að bjóða upp á fjölbreytta, metnað­ arfulla og skemmtilega dagskrá í öllum miðlum. Innihaldið er það sem öllu máli skiptir. Þær breytingar sem við vinnum að miða að því að meiri áhersla í starfseminni fari í innihald og minna í umbúðir. Afar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður kynnt í haust – og ég vona sannarlega að þú verðir ánægður með skemmti­ efnið sem þar verður boðið upp á. Ég sé að við erum sammála um að Ari Eldjárn er alger snillingur, hann hefur verið á skjánum hjá okkur í vetur og ég vil fyrir alla muni sjá meira af honum! Eyþór Jóvinsson Hvenær fáum við fréttir af góðu veðri á Vestfjörðum, líkt og við fáum reglulega af Austurvelli?  Magnús Geir Þórðarson Er ekki bara kominn tími á það? Ég heyrði áðan að veðrið á Vestfjörðum sé jafn dásamlegt og í borginni. Auðvitað ættum við að heyra af því í útvarpi allra landsmanna. Kristján Hrafn Arnarsson Þar sem þú svaraðir ekki spurningunni um streymi á HM­leikjunum er þá hægt að skilja það þannig að það sé betri kostur að bjóða okkur upp á að kaupa áskrift að 365 en að bjóða okkur upp á horfa á aukaleikina í beinni á ruv.is?  Magnús Geir Þórðarson Sæll Kristján. Þessum leikjum getum við ekki streymt beint á ruv.is – en þeir eru allir sendir út í sjónvarpinu strax að leik loknum. Þess má geta að það er algengast hjá öðr­ um almannaþjónustum í Evrópu að þær sýni aðeins hluta leikja á HM beint og gera gjarnan sam­ bærilega samninga og við höfum gert við 365. Við sýnum megnið af mótinu beint og þeir leikir eru allir einnig aðgengilegir í gegnum streymi á ruv.is. Við munum sýna tvo leiki á dag í beinni útsendingu og þar á meðal alla leikina í 16 liða úrslitum. Sigurður Ingi R Guðmunds- son Sæll. Væri það möguleiki að nýta betur íþróttarás RÚV og leyfa öðrum dagskrárliðum eins og menningu og listum að njóta hennar, eða að leyfa fleira fólki aðgang á þeirri rás t.d. ungu fólki?  Magnús Geir Þórðarson Íþróttarás RÚV hefur ekki náð fullri dreifingu og því getum við ekki nýtt hana nema takmarkað enn. Þegar hún hefur náð fullri dreifingu opnast auknir möguleik­ ar en á hinn bóginn ber að nefna að við þurfum að fjármagna þessar útsendingar áður en í þær er ráðist. Eins og kunnugt er hefur verið mikið verið skorið niður hjá RÚV að undanförnu og fjármögn­ un nýrrar rásar hefur ekki verið tryggð. Jón Jónsson Fyrir um 15–20 árum þá var í sjónvarpinu mjög fræðandi barnaefni sem hét Einu sinni var og fjallaði t.d. um heimssöguna og hvernig líkaminn virkaði. Hvernig væri að sýna fleiri þætti handa börnum sem eru fræðandi en snúast ekki um að dráp og slagsmál? Svo í sambandi við íþróttafréttir af hverju er ekki jafnt hlutfall umfjöllunar um karla­ og kvennasport? Er vilji hjá þér og stjórn RÚV til að breyta þessu?  Magnús Geir Þórðarson Sæll Jón. Eitt helsta metnaðarmál mitt sem útvarpsstjóra er að sinna börnum og ungu fólki betur. Við viljum bjóða upp á vandað og uppbyggilegt efni og dreifa því með leiðum sem ná eyrum og augum nýrrar kynslóðar. Annað sem ég hef lagt ríka áherslu á er jafnrétti á víðum grunni. RÚV er ein mikilvægasta lýðræðis­ og menningarstofnun þjóðarinnar og við höfum ríkar skyldur í þessum efnum. Eitt fyrsta verk mitt sem útvarpsstjóri var að skipta út í öllum helstu stjórnunarstöðum RÚV. Það var mikill kynjahalli í fyrri framkvæmdastjórn en í nýrri stjórn eru jafn margar konur og karlar. Þetta er eitt skref – en ég vona að við höldum áfram á sömu braut og RÚV verði í fararbroddi í jafnréttismálum. Við viljum sjá jafnvægi milli kynja meðal dagskrárgerðamanna, meðal við­ mælenda og hvað umfjöllunarefni varðar. Sigríður Gísladóttir Hefur þú hugsað þér að efla starfsemi RÚV utan Reykjavíkur og Akureyrar og taka t.d. byggðastefnu NRK til fyrirmyndar? Ef svo er, getur þú gert grein fyrir hvaða skref í þá átt eru fyrst á dagskrá?  Magnús Geir Þórðarson Sæl Sigríður. Ég hef boðað að RÚV muni sinna landsbyggðinni betur en verið hefur. Þessa dagana er verið að vinna að því í hvaða skrefum og með hvaða hætti það verður gert. Nýir stjórnendur hafa hug á að þetta gerist eins hratt og mögulegt er. Kristbjörn Egilsson Fagna að heyra á ný í Lönu Kolbrúnu og Illuga á Rás 1. Getum við átt von á fleiri frábærum þáttastjórnend­ um aftur t.d. Steinunni Harðar, Pétri Halldórssyni (en þau fjalla um náttúru og vísindi) og Höllu Steinunni, sérfræðingi í barokktónlistinni?  Magnús Geir Þórðarson Nú vinn­ ur starfsfólk RÚV að því að stilla upp dagskrá næsta vetrar. Ég get ekki upplýst enn nákvæmlega hvað þar verður á boðstólum en get þó sagt að það er full ástæða til að fara að hlakka til! Elsa Ólafsdóttir Hvenær megum við eiga von á almennilegri dagskrá á föstudags­ og laugardagskvöldum á Rás 2? Það er skandall að vera með eldgamalt endurtekið efni á þessum tíma.  Magnús Geir Þórðarson Nýr dagskrárstjóri Rásar 2 er nýtekinn til starfa. Hann vinnur nú að því að móta áherslubreytingar í dag­ skránni með öðru frábæru fólki á rásinni. Vonandi mun þér líka það sem þú munt heyra. Kris Bee Hvernig hyggst þú rækja öryggishlutverk RÚV?  Magnús Geir Þórðarson Þetta er stór spurning. RÚV sinnir þessu hlutverki með afar fjölbreyttum hætti. RÚV er með öflugt dreifikerfi og ýmsar áætlanir til að bregðast við ólíkum aðstæðum. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegum atburðum þá er RÚV sá miðill sem þjóðin reiðir sig á. Við munum kappkosta, hér eftir sem hingað til, að sinna þessu hlutverki af öryggi og festu. Magnús Skúlason Er möguleiki á því að RÚV taki upp á því að endursýna daglega gamalt innlent efni á hliðarrás? Annað þessu tengt, er möguleiki á því að þið getið endursýnt gömlu þættina um Einar Áskel sem sýndir voru á RÚV fyrir um 25–30 árum?  Magnús Geir Þórðarson Ég vonast til að við getum opnað Gullkistuna í auknum mæli – og þá með því að endursýna efni. Góð hugmynd með Einar Áskel. Ég kem þessari hugmynd áleiðis. Takk. Ásta Einarsdóttir Fáum við ekki Guðna Má aftur í útvarpið ?  Magnús Geir Þórðarson Guðni Már á marga aðdáendur víða um land – og þú ert augljóslega einn af þeim. Vonandi muntu heyra í honum í útvarpinu þínu áður en langt um líður. Fundarstjóri Þú hefur nefnt að núverandi húsnæði Ríkisútvarpsins sé óhentugt. Hvað getur þú sagt um stöðu þeirra mála? Flytur RÚV úr Efstaleiti? Eru þessi mál í forgangi?  Magnús Geir Þórðarson Við höfum sett húsnæðismál RÚV á dagskrá. Fyrir því eru tvær ástæð­ ur. Í fyrsta lagi er húsnæðið eins og það er nú á margan hátt óhentugt fyrir núverandi starfsemi. Það er of stórt og hentar ekki óbreytt fyrir nýja tækni. Í öðru lagi eru há langtímalán sem RÚV ber afar íþyngjandi fyrir starfsemina og takmarka mjög möguleika RÚV til að sinna hlutverki sínu – að bjóða upp á framúrskarandi gæðaefni fyrir þjóðina. Starfsemi RÚV á að snúast um innihald en ekki umbúðir. Það má segja að í dag sé RÚV í spennitreyju hárra langtímalána. Því þarf að breyta. Vinna er í fullum gangi við að endurskoða þessi mál með það að leiðarljósi að tækla þessa tvo þætti. Við viljum losna undan íþyngjandi lánum og komast í hentugra húsnæði. Enn er óljóst hvaða leiðir eru að þessu markmiði. Það kann að vera að starfsemin flytjist annað en það kann líka að vera að við flytjum okkur í minni hluta núverandi húsnæðis og lögum það að nýjum þörfum. Við viljum að okkar kraft­ ar og fjármunir nýtist beint í það sem þjóðin heyrir og sér. Fyrsta skrefið í þessa átt verður tekið nú strax í sumar þegar við þéttum starfsemina í Efstaleiti, losum efstu hæðirnar og leigjum þær út. Ávinningurinn verður nýttur beint í dagskrána. Pálmi Óskarsson Er ekki kominn tími til að setja á laggirnar Rás 3 til að yngja hlustendahópinn?  Magnús Geir Þórðarson RÚV er útvarp allra landsmanna. Við viljum ná betur til nýrrar kynslóð­ ar. Það getum við gert ýmsum hætti og Rás 3 er alls ekki galin hugmynd. Setjum hana í pottinn! Tveir leikir á dag í beinni Útvarpsstjóri boðar HM-veislu á RÚV í sumar og vill efla starfsemi á landsbyggðinni Nafn: Magnús Geir Þórðarson Aldur: 40 ára Starf: Útvarpsstjóri Menntun: MBA frá Há skól­ an um í Reykja vík árið 2005 og árið 2003 lauk hann meistara námi í leik hús fræði frá Uni versity of Wales.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.