Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 23.–26. maí 2014 Umræða 27 Hin hliðin á oddvitunum n Hafa flest verið nakin í óbyggðum n Fæðing barnanna toppar allt n Björn bragðar ekkert strerkara en te n Ætla að standa við loforðin 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Fór í partí hjá ungum sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Af hverju er byrjað svona snemma að mala grjót við Einholtið? (Húsið titraði aðeins). 3. Hvað lýsir þér best? Áhugasamur, að öllu jöfnu geðgóður og langar alltaf til að gera mitt besta. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Standandi milli sætanna í Rússajeppan- um hjá pabba. Já, engin öryggisbelti. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Í grunnskólanum, sennilega í 5. eða 6. bekk. Furðulegt en spennandi. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Oft fengið svona sælukast. Oftast í óbyggðum á kajak eða gangandi. Líka með krökkunum þegar maður upplifir hamingjustundirnar og man eftir því að njóta augnabliksins. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Ætli það sé ekki bjargsig og slíkt. Ég er lofthræddur. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Já, ég hef baðað mig upp úr lækjum og ám í löngum óbyggðaferðum. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Nei, ég hef aldrei gert það. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Ekki í klóm þeirra en það hefur verið brotist inn í bílinn minn og hreinsað úr honum. 11. Hefur þú verið tekinn af lög- reglunni? Já, fyrir of hraðan akstur. Svo hef ég verið í lögreglunni og tekið aðra fyrir eitt og annað. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Ég væri karlinn í tunglinu. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Mig langar að róa á kajak frá Reykjavík til Ísafjarðar. Mig langar að hjóla hringinn. Mig langar til Afríku. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Klárlega fæðing barnanna. Klisja já, en satt. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Björk Vilhelmsdóttur, við vorum saman á fundi áðan. Rifumst ekki, kysstumst bara. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, ég hef gert það en fjölskylda mín æsir sig ekki upp yfir slíkum hlutum. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Ég mætti sinna þeim miklu meira. En ég hef ekki gleymt þeim úti í bíl eða slíkt. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Einmanaleikinn og söknuðurinn eftir andlát foreldra minna. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hef- ur fengið? Það er holugrillað lambalæri norður í Lónafirði, Jökulfjörðum, eftir barning á kajak í eina átta klukkutíma í skítaveðri. 20. Hefur þú svikið einhvern? Það hefur komið fyrir, þó án þess að ætla mér það. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, af einlægni. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Uppátæki barnanna og orðatiltæki. Sumt er til á myndbandi. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Það er tannburstun. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég á auðvelt með að fyrirgefa. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferða- lagið sem þú hefur farið í? Ætli það sé ekki Kínaferð vegna þess hversu allt er ólíkt öðru. Ekki endilega jákvætt allt saman þó. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Ég verð að segja aftur fæðing barn- anna, það er stærsta stundin. Man líka hvað fyrsti skóladagurinn var rosalega merkilegur. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Ég er ekki í því að velta mér upp úr hlutunum. Hefði þó gert margt með öðrum hætti gæti ég gert það aftur. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Með því að bjóða góðan daginn. Það var algjör skylda í mínum uppvexti að ávarpa pabba og mömmu og systkini. Mamma lagði mikla áherslu á þetta. Sagði að það gerði daginn bjartari. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Velta fyrir mér hvað sterkar kvenfyrirmyndir gera og hvernig. Við eigum margar sterkar konur sem eru öðrum fyrirmynd. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Ég tel mig geta staðið við þau kosningaloforð sem við setjum fram. Samheiti þeirra er breytinga er þörf. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlut- verki borgarstjóra ef til þess kæmi? Setja stefnumálin í tímasetta fram- kvæmd. Passa upp á að borgin sé hrein og til fyrirmyndar fyrir borgarbúa og gesti. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Vinnusemi, reynslu, breytingaþörf. Hefur verið tekinn af lögreglu og tekið aðra 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Að vera borgarfulltrúi. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Það er engin ein besta stund til. Þær eru allar jafngóðar ef maður lifir í núinu. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Sama svar og við fyrsta kossinum. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, of oft. Þetta er samt orðið skárra með tilkomu Facebook. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Á ekki barn. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Þær voru of margar á tímabili þegar ég var unglingur til að ég geti nefnt eina sérstaka. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Lambalærið hjá pabba. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, það hef- ur komið fyrir. Ekki þó í seinni tíð og ég stefni á að gera sem minnst af því í framtíðinni. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Nei, ekki nema mistökin komi einhverjum illa, þá bið ég viðkomandi auðvitað afsökunar. Mistök eru í sjálfu sér ekkert til að skammast sín fyrir. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Internetið. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Fæ mér kex og mjólk. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Sennilegast er það ákveðið atvik sem ég lenti í þegar ég var krakki. Þar voru ókunnugir eldri drengir að verki þannig að ég hef ekki hitt þá aftur og veit ekkert hverjir eru í rauninni – en ég hef fyrirgefið þeim í mínum eigin huga. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferðalag- ið sem þú hefur farið í? Til borgarinnar Fíladelfíu 2006. Ég gekk mikið um borgina og sá margar söguslóðir sem tengjast frelsisbaráttu Bandaríkjamanna. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þessi sem ég er að upplifa núna, að vera oddviti í framboði til borgarstjórnar. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Að hafa ekki verið góður við alla, alltaf. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Ég bý einn, en ég heilsa kettinum með klappi. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Að skreppa í kaffi til transvinkonu minnar og bera saman bækur. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? 42. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki borgarstjóra ef til þess kæmi? Að halda almennan opinn íbúafund í Ráðhúsinu, þann fyrsta af mörgum. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Heiðarleika, sanngirni og kærleika. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks Framhald á næstu síðu  „Það er engin ein besta stund til. Þær eru allar jafngóðar ef maður lifir í núinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.