Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 30
Helgarblað 23.–26. maí 201430 Umræða 1. Hvað gerðir þú síðasta laugar- dagskvöld? Fór í matarboð í Grafar­ holtið. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Að fara í laugina. 3. Hvað lýsir þér best? Ákveðni. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Var í tjaldi með mömmu og frænku minni (sennilega að hausti), það suðaði notalega í prímusnum og pabbi og vinur hans renndu upp tjaldinu og sýndu okkur nýveiddan sjóbirting sem síðan var soðinn með kartöflum sem karlarnir höfðu stolið úr næsta kartöflugarði. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Flöskustútspartí í húsi á Langholtsvegi vorið 1967. Spennandi. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Oft, en upp á síðkastið þegar ég hitti sonardótturina. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? No comment. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggð- um? Já. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Já, Kannabis. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Já. 11. Hefur þú verið tekinn af lög- reglunni? Já. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Of jarðbundinn til að geta ímyndað mér það 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá jörðina úr geimfari. 14. Hver er besta stundin sem þú hef- ur upplifað? Þegar ég áttaði mig á því, inni á Vogi árið 1986, að ég þyrfti bara að hætta að drekka til að ná stjórn á lífi mínu og líða betur. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síð- ast? Konuna mína, í morgun. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Mjög oft og þar á meðal mínum eigin. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Skil ekki spurninguna. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Peningalaus og timbraður á hóteli í Helsingör 1979. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Körfukjúklingur á Aski þegar ég var 11 ára. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, tala við viðkomandi. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Var að veiða með vini mínum í Þorleifslæk í Ölfusi. Þetta var fyrsta veiðiferð að vori, vor­ um að opna ána 1. apríl og að keyra að aðalveiðistaðnum þegar félaginn bað mig að stoppa. Hann langaði að renna í „þennan streng“ fyrst. Vinurinn fór út úr bílnum og tók sig til í ótrúlegum rólegheitum. Ég var alveg að ærast af óþolinmæði og þegar ég sá að hann var kominn með stöngina í höndina, reyk­ spólaði ég af stað einhverja 100 metra að bílastæðinu við Stöðvarhyl. Eftir nokkurn tíma kom veiðifé­ laginn, heldur þungur á brún. Það tók mig nokkurn tíma að fá hann til að segja mér að hann hefði smurt brauð fyrir okkur, áður en hann fór að heiman. Þegar ég spólaði af stað þá var hann ekki búinn að loka afturhleranum á pallbílnum og brauðið feyktist allt út úr bílnum og á götuna. Þegar við keyrðum til baka, komum við að brauðinu þar sem það lá snyrti­ lega raðað ofan á drullunni og ég sá að þetta voru engar venjulegar samlokur heldur skreytt brauð að danskri fyrirmynd. Þrátt fyrir skömmina yfir því að hafa gert vini mínum, sem hafði eytt öllu kvöldinu áður í að koma mér óvart, þennan óleik þá fannst mér þetta óstjórnlega fyndið. Ég var allan daginn að reyna að sleikja úr honum fýluna en það tókst ekki, er ekki alveg viss um að hann sé búinn að fyrirgefa mér þetta alveg ennþá. Hefur allavega ekki komið með smurt brauð í veiðitúra aftur. En við erum samt, bestu vinir og veiðifélagar. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Kyssi konuna mína góða nótt. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? No comment (vil ekki ýfa upp gömul sár). 25. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Til Palestínu fyrir nokkrum árum. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég fór í áfengismeðferð. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Að hafa ekki hætt áfengisneyslu, fyrr 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Býð konunni góðan daginn, gjarnan með kossi og spyr hvernig hún hafi sofið. Fer svo fram og spjalla við kettina sem eru voðalega fegnir því að maður skuli loksins vera kominn á fætur 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Sennilega óbreytt. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Öll, fái ég ráðið. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlut- verki borgarstjóra ef til þess kæmi? Leggja það til að borgarstjórn feli Félagsbústöðum að kaupa 300–400 fljótreistar einingaíbúðir til bráðabirgða fyrir þá sem eru í mestri þörf eftir húsnæði. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Jöfnuð, sanngirni og lýðræði. Vildi að hann hefði hætt að drekka fyrr 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Ég fór upp á Akranes að hitta mína gömlu skólafélaga, sem gerist á 5 ára fresti. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Verkefnin sem lágu fyrir í vinnunni. 3. Hvað lýsir þér best? Að ég sé ekki besti maðurinn til að lýsa mér. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Leikfangabíll úr tré. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Ég man það ekki. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Ég hef nokkrum sinnum fengið sæluhroll af mismunandi ástæðum. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Það gæti verið þegar ég árið 1977 keypti mótorhjól og fór á því, næstum staurblankur á malarvegunum með 20 kílóa bakpoka austur á Seyðisfjörð og með Smyrli til Noregs og Danmerkur. Það var söguleg ferð og á margan hátt góð. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Já. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Nei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Mig minnir að ég hafi einu sinni verið rændur. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég sat inni eina nótt á Þjóðhátíð í Vest­ mannaeyjum árið 1975. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Ég veit það ekki. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Ef ég vissi það væri ég líklega búinn að prófa það. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Fæðing dætra minna. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Dóttur mína, núna í vikunni. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Ekki svo ég muni. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Ég held að það hafi bara ekki komið fyrir. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Ég býst við að hún hafi tengst skilnaðinum. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Strútur sem ég fékk á veitingastað í Drammen í Noregi árið 1998. 20. Hefur þú svikið einhvern? Nei. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, Það fer eftir eðli málsins. Mikilvægast er að reyna að bæta fyrir mistökin. Sérstaklega ef þau bitna á öðrum. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hef- ur séð eða heyrt? Það gæti verið lýsing á vígi Danakonungs í Jómsvíkingasögu. Fleira kemur reyndar til greina. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Bursta tennur. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég veit það ekki. Stundum veit maður ekki alveg hvort maður hefur fyrirgefið eða hvort sóst er eftir fyrirgefningu. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferða- lagið sem þú hefur farið í? Rútuferð til Albaníu árið 1986. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Ég get ekki svarað því. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Að hafa misst tengsl við konu sem ég hitti í jólaglöggi árið 2000. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Ég bý einn og heilsa því fjölskyldunni ekki á hverjum morgni. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Því get ég ekki svarað. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Ég lofa engu sem ég get ekki staðið við. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki borgarstjóra ef til þess kæmi? Að beita mér fyrir stórátaki í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Jöfnuð, velferð, félagslegar lausnir. Sér eftir göml- um tengslum Þorvaldur Þorvaldsson oddviti Alþýðufylkingarinnar Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg á 70 ára lýðveldisafmælinu Þorleifur Gunnlaugsson oddviti Dögunar „Býð konunni góð- an daginn, gjarn- an með kossi og spyr hvernig hún hafi sofið. Fer svo fram og spjalla við kettina sem eru voðalega fegnir því að maður skuli loksins vera kominn á fætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.