Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 60
52 Menning Helgarblað 23.–26. maí 2014
Eins og klaufabárðarnir í sprengjuleit
Mun betri en stórskrímslamynd síðasta sumars, Pacific Rim
M
argt hefur breyst síðan síð-
asta Godzilla-mynd kom út
árið 1998. Meiriháttar ham-
farir á meginlandi Banda-
ríkjanna virtust þá óhugsandi, en eftir
11. september og fellibylinn Katrinu
vitum við mun meira um hvernig
slíkar hamfarir myndu líta út í raun-
veruleikanum. Hin nýja Godzilla-
mynd sækir í minni um flóttamenn í
íþróttaleikvöngum eins og við höfum
séð í New Orleans, fellibylinn í Fukus-
hima og jafnvel kjarnorkutilraunirnar
í Bikini-eyjum árið 1954.
Og eðli skrímslisins hefur líka
breyst. Á 10. áratugnum álitu sumir
að Japan væri helsti samkeppnisað-
ili Bandaríkjanna og allir verða að
taka höndum saman þegar asíska
ófreskjan stígur á land. En á 21. öld
er það ekki Japan sem þeim stend-
ur stuggur af heldur Kína. Er því ekki
að undra að í þetta sinn er þessi tákn-
mynd japanskrar poppmenningar
með Bandaríkjaflota í liði gegn nýjum
og hættulegri ófreskjum úr austrinu.
Uppbygging myndarinnar er afar
lofandi. Í stað Ferris Bueller í hlut-
verki drekabanans er hér hópur
valinkunnra leikara á ferð, svo sem
Juliette Binoche, Bryan Cranston úr
Breaking Bad, David Strathairn og
Ken Watanabe, og aldrei að vita hver
lifir af. Hugmyndin að láta skrímslin
nærast á kjarnorku er ágæt og vísar
í Godzilla-hefðina. Í hvert sinn sem
skrímslin ætla að takast á er þó klippt
eins og á klámsíðu sem er að reyna að
gera mann að áskrifanda, og maður
samþykkir þessa tækni með semingi
í von um að þolinmæðin borgi sig að
lokum.
En í seinni hálfleik fer allt úrskeið-
is. Viðbrögð Bandaríkjahers eru fyrst
að senda sprengju eitthvert með lest
og síðan senda sérsveit til að ná í
sprengjuna aftur þegar þetta reyn-
ist slæm hugmynd. Eru þeir því pínu
eins og klaufabárðarnir í sprengjuleit
með einhver skrímsli í bakgrunnin-
um. Ráð japanska vísindamanns-
ins eru ekki mikið gáfulegri: „Leyfið
skrímslunum að berjast.“ Ekki síður
kjánalegt er að hetjan segir konu og
barni að vera um kyrrt í borg sem er
verið að leggja í rúst vegna þess að
hann sé á leiðinni. Og síðan sjáum
við loksins skrímslin berjast eftir for-
skrift japanskra vísinda, sem er ágætt
en maður er orðinn fullvanur að sjá
borgir lagðar í rúst.
Godzilla er þó mun betri en
stórskrímslamynd síðasta sumars,
Pacific Rim. En ennþá eiga Banda-
ríkjamenn eftir að ná fyllilega utan
um það fyrirbæri sem Kyrrahafs-
skrímslamyndir eru. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmynd
Godzilla
IMDb 7,4
Leikstjórn: Gareth Edwards.
Aðalhlutverk: Aaron Taylor-Johnson,
Elizabeth Olsen og Bryan Cranston.
Handrit: Max Borenstein.
123 mínútur
Elizabeth Olsen Uppbygging myndar-
innar er afar lofandi. Í stað Ferris Bueller í
hlutverki drekabanans er hér hópur valin-
kunnra leikara á ferð. Meðal þeirra sem
fara með hlutverk í myndinni eru Juliette
Binoche og Elizabeth Olsen.
Sigursæll í
Boston
Gísli Örn Garðarsson var valinn
besti leikstjórinn á Elliot Norton-
verðlaunahátíðinni í Boston og
sýning hans The Heart of Robin
Hood vann að auki til verðlauna
fyrir bestu sviðshönnun, en þar
var fremstur í stafni Börkur Jóns-
son.
Á síðasta ári var sýningin
Hamskiptin valin besta gestasýn-
ing ársins, svo Vesturport hefur
verið sérlega sigursælt í Boston
undanfarin misseri og engin
ástæða til að ætla annað en að
leikhópurinn eigi sífellt auð-
veldara með að hasla sér völl þar
ytra.
Leikgerðin er skrifuð af David
Farr og leikkonan og leikstjórinn
Selma Björnsdóttir hefur aðstoð-
að Gísla við leikstjórn og séð um
kóreógrafíu í verkinu. Högni Eg-
ilsson samdi tónlist verksins og
Björn Helgason hannaði lýsingu.
Fjórða bók Elí
Elí Freysson gefur út í sumar-
byrjun sína fjórðu bók, Kistuna.
Áður hafa komið út Meistari
hinna blindu,
Ógnarmáni og
Kallið. Allt eru
þetta bækur
í þeim flokki
sem kallast
fantasíusög-
ur, þær gerast
allar í sama
heimi, eru
allar sjálf-
stætt framhald af Meistara hinna
blindu, þannig að ekki þarf að
vera búið að lesa fyrri bækur til
að njóta næstu. Seríuna kallar Elí
Þögla stríðið.
Í síðustu bók Elís var aðal-
söguhetjan unglingsstúlkan
Katja. Hún er einnig í forgrunni
í Kistunni. „Nú er eitt ár liðið frá
atburðum fyrri bókarinnar þar
sem unglingsstúlkan Katja komst
að því að hún er ein þeirra sem
fæðast með náðargjafir og skyldu
til þess að sporna við yfirnáttúru-
legum ógnum, undir leiðsögn
lærimeistar síns Serdru. Hún er
komin inn í nýjan heim og hefur
lifað af fyrstu eldraunina, en er
enn að læra,“ segir Elí.
Ferðalag inn um afturenda hvals
n Viðamikil listsýning við höfnina n Margrét Vilhjálmsdóttir leiðir samstarf fjölda listamanna
Ú
t um glugga skrifstofunnar
hefur blaðamaður fylgst með
ævintýralegum tilfæringum
við Brimhúsið við höfnina í
Reykjavík. Risastór hvalsporð-
ur liggur út um hlið hússins. Á öðr-
um stað sést glitta í eldrautt ginið.
Undarleg hljóð berast stöðugt frá
svæðinu og fjölmennt lið listamanna
frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og
Danmörku stikar um svæðið í undir-
búningi. Fyrir þeim fer Margrét Vil-
hjálmsdóttir leikkona íklædd lopa-
peysu og grófum skóm.
Lífið er lyginni líkast
Þegar til stendur að setja á flot
risakrækling við höfnina daginn fyrir
setningu Listahátíðar geta blaða-
maður og ljósmyndari ekki á sér
setið og ákveða að fá að fylgjast bet-
ur með undirbúningnum. Á planinu
fyrir utan Brimhúsið stendur Mar-
grét og er meira en til í að leiða þá
inn í iður hvalsins.
„Lífið er lyginni líkast,“ segir Mar-
grét og segir ferðalagið sem hefst
í gini hvalsins af andlegum toga
þar sem lygi og sannleikur flétt-
ast saman. „Ferðalag í gegnum iður
hvals er þekkt minni í þjóðsögum
landanna í kringum okkar, en líka í
trúarbrögðum og skáldsögum.“
Ólíkt metið
Við byrjum á öfugum enda. Laum-
umst framhjá sporðinum og inn í
Brimhúsið þar sem hefur orðið til heill
heimur. Margrét og listamenn hafa
lagt undir sig helming hússins. Starf-
semi fer enn fram í hinum helmingi
þess og það er forvitnilegt að fylgj-
ast með daglegum verkum í iðnaði úr
maga hvalsins, „Við ákváðum að vinna
með rýmið og þess vegna eru skil-
rúmin gagnsæ,“ segir Margrét. Blaða-
maður kemst ekki hjá því að hugsa
að vinnusemin skili víst jafn miklu
til þjóðarbúsins en sé ólíkt metin til
virðingar í samfélaginu.
Frelsun eftir ferðalag
Út um sporð hvalsins renna gestir sér
eftir ferðalagið og Margrét lofar því
að þeir sem renni sér út fái við það
nokkra frelsun. „Ferðalagið á að fela
sér auðmýkt og iðrun, hvalurinn er
líka tákn endurfæðingar,“segir Mar-
grét.
Við fetum áfram öfuga leið.
Enginn þjóðsaga segir frá ferða-
lagi sem hefst í aftari enda hvals.
Það væri enda fremur skrýtin saga.
Ákveðið stílbrot, en hvað um það,
áfram heldur Margrét um iður hvals-
ins og segir frá þessu lygilega ferða-
lagi.
Verkið kallast Fantastar sem er
nokkurs konar skáld. Það eru eyj-
arnar þrjár, Grænland, Færeyjar og
Ísland, sem eru í brennidepli hvað
varðar sögur og spádóma. Margrét
hefur fengið til liðs við sig spákon-
ur sem verða með lýsingar af Skype.
„Við verðum með nokkrar spákonur
sem miðla sýnum sínum.“
Hjarta dýrsins
Við förum úr maga hvalsins þar sem
er tilkomumikið verk. Alls staðar
leika umhverfishljóð, tónlist, sjón-
hverfingar og brellur ýmiss konar
hlutverk. Það er ekki alveg óhætt að
segja frá öllum smáatriðum. Það er
svo margt sem þarf að koma á óvart.
Óhætt er þó að segja frá hjarta
dýrsins, sem er tilkomumikið. Þang-
að er erfitt að feta sig eftir ísilagðri
braut. Sérstakir bjargvættir leiða
gesti þá hættubraut (ekki neitt svo
svakalega erfitt fyrir þá sem geta fót-
að sig á svelli). Af ísnum blasir svo
risastórt hjartað við gestum, situr á
stórri skipsskrúfu. Þegar okkur ber
að eru tónlistarmenn að undirbúa
tónsmíðar við hjartað. Gestir eiga
magnaða upplifun í vændum. Spil-
að er á skipsskrúfuna með einstök-
um áhrifum.
Heilagir og leyndardómsfullir
hvalir
Við endum svo á tungu hvalsins,
rétt innan við rauðmálað ginið, þar
er lygamælir sem Margrét er þögul
um.
„Hvalurinn er svo merkileg
skepna. Hann er álitinn heilagur í
ýmsum trúarbrögðum.
Alla vega hafa hvalirnir ver-
ið sveipaðir leyndardómsfullum
blæ frá aldaöðli og átt mikinn þátt í
ýmiss konar kynjasögum.“
Sýningin mun ekki eingöngu
vera inni í Brimhúsinu því sjósettur
risakræklingur er í höfninni hjá
Brimhúsinu og fljótandi hljóðfæri
er hluti af sýningunni.
Þótt lýsingin sé dramatísk þá er
hún fyrir bæði börn og fullorðna,
ævintýri fyrir átta ára og eldri. Á sýn-
ingunni fá gestir að kynnast lista-
mönnum og túlkun nágranna okkar
frá Grænlandi og Færeyjum og áætl-
að er að ferðast með sýninguna til
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Á tungu hvalsins
Margrét Vilhjálmsdóttir
og liðsmenn hennar í
Fantastar hafa útbúið
ævintýraheim við höfnina.
MynDIr SIGtryGGur ArI
umbreyting Inni í Brimskálanum er orðin
til heil veröld risaskepnu. Gestir ganga inn í
hvalinn og leið þeirra liggur um maga hans,
hjarta og höfuð þar til þeir renna sér út um
sporðinn upplýstir og reynslunni ríkari.
„Lífið er
lyginni
líkast