Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 27.–30. júní 2014
Busarnir
brenndir
Hæstiréttur Svíþjóðar hefur úr-
skurðað að þarlendum yfirvöld-
um hafi verið heimilt að loka
hinum mikils metna heimavistar-
skóla Lundsberg í miðvesturhluta
Svíþjóðar tímabundið síðastliðið
sumar.
Þetta var gert í ágúst síð-
astliðnum þegar greint var frá
pyntingum sem nýnemar við
skólann sættu. Tveir nemendur
stigu fram og höfðu þeir meðal
annars verið brenndir með strau-
járni á bakinu svo stórsá á þeim.
Skólayfirvöld ákváðu að loka
skólanum tímabundið og var
skólameistarinn, Staffan Hörn-
berg, rekinn í kjölfarið. Undir-
réttur hafði komist að þeirri
niðurstöðu að sænskum yfir-
völdum hafi ekki verið heimilt að
loka skólanum en nú hefur þeirri
ákvörðun verið snúið við.
Málið vakti talsverða athygli
þegar það kom upp síðasta sum-
ar. Gerendurnir, eldri og reyndari
nemendur, héldu því fram að þeir
hefðu ekki vitað að straujárn-
ið væri heitt þegar það var notað
gegn piltunum.
Alls voru níu nemendur við
skólann ákærðir vegna málsins
og bíða þeir nú dóms.
Aldrei tekið
meira af dópi
Danska ríkislögreglan lagði hald
á 3,3 tonn af kannabisefnum í
landinu á síðasta ári. Þetta kom
fram í skýrslu sem lögreglan sendi
frá sér í vikunni þar sem birtar
voru tölur yfir haldlögð fíkniefni í
landinu. Þá lagði lögregla hald á
681 kíló af kókaíni en aldrei áður
hefur lögregla lagt hald á jafn mik-
ið af kannabisefnum og kóka-
íni í landinu. Talsmaður lögreglu,
Tormod Christesen, segir að auk-
inni áherslu lögreglu í baráttunni
gegn fíkniefnavandanum sé að
þakka. Mest var haldlagt af kanna-
bisefnum á Kaupmannahafnar-
svæðinu en stærstur hluti kókaíns-
ins var haldlagður á Jótlandi.
L
eyniþjónusta Bandaríkjanna,
CIA, er tilbúin til þess að beita
ýmsum aðferðum til þess að
hafa áhrif á hugmyndaheim
óstálpaðra barna víðs vegar
um heim ef marka má nýlegar frétt-
ir bandarískra fjölmiðla. Washington
Post greindi frá því í síðustu viku að
árið 2005 hefði CIA látið þróa sérs-
taka Osama bin Laden-brúðu sem
gekk undir nafninu „Augu djöfulsins“.
Þetta var engin venjuleg brúða: And-
litið fullkomin eftirlíking af andliti
Ladens sjálfs, en brún andlitsmáln-
ingin hönnuð sérstaklega til þess að
flagna smám saman af við snertingu
svo í ljós kæmi blóðrautt andlit með
djöfulgræn augu.
Fjölmiðillinn greinir frá því að
hugmyndin að baki þróun leikfangs-
ins hafi verið sú að hræða börn í lönd-
um eins og Pakistan eða Afganistan
og gera þau þannig fráhverf þessum
fyrrverandi leiðtoga Al-Kaída. Þá hafi
átt að koma brúðunni fyrir í sérstök-
um gjafabakpokum sem dreift var til
barna á svæðinu, og innihéldu ým-
islegt skóladót, ritföng og stílabækur.
Var tilgangurinn með slíkum gjöfum
sá að brúa bilið á milli íbúa svæðisins
og hernámsliðsins.
Alþjóðlegir fréttamiðlar hafa
fjallað um málið síðustu daga, en á
listavefritinu Hyperallergic er til að
mynda bent á að bin Laden-brúð-
an líkist einna helst hinum illræmda
og martraðarkennda Darth Maul úr
Star Wars-myndunum. Ekkert varð
úr frekari þróun leikfangsins en eina
slíka brúðu má þó enn finna í höfuð-
stöðvum CIA. Washington Post hefur
fengið misvísandi svör um það hversu
mörg prufueintök af bin Laden-brúð-
um voru framleiddar á sínum tíma.
Fengu meistara í verkið
Það var enginn viðvaningur sem tók
að sér verkefnið fyrir CIA. Leyni-
þjónustumenn vildu besta mann-
inn í verkið og höfðu því samband
við Donald Levine, fyrrverandi
framkvæmdastjóra leikfangasam-
steypunnar Hasbro, en hann var einn
helsti hugmyndasmiðurinn á bak við
G.I. Joe leikföngin, sem eru mörgum
Íslendingum kunn og slógu svo ræki-
lega í gegn á sjöunda og áttunda ára-
tugnum.
Washington Post greinir frá því
að það hafi verið tvær ástæður fyr-
ir áhuga CIA-manna á að fá Levine í
verkið. Í fyrsta lagi þekkti hann leik-
fangamarkaðinn út og inn eftir ára-
tuga starf í bransanum. Í annan stað
var hann vel tengdur inn á markaðinn
í Kína, en þar voru bin Laden-brúð-
urnar einmitt framleiddar. Levine
hafði stundað viðskipti í Kína í sextíu
ár og vissi um leiðir til þess að þróa og
framleiða brúðurnar á leynilegan hátt
þar í landi.
Levine lést í síðasta mánuði, þá
86 ára að aldri, en hann hafði barist
lengi við krabbamein. Fjölskylda
hans sendi frá sér tilkynningu í tilefni
af umfjöllun Washington Post en þar
sagði að hann hefði verið hollur föð-
urlandsvinur og því svarað kalli leyni-
þjónustunnar þegar haft var sam-
band.
Hundruð bin Ladena?
Eins og fyrr segir er óljóst hversu
margar bin Laden-brúður voru fram-
leiddar á prufustigi. Heimildarmað-
ur Washington Post, sem þekkti vel til
verkefnisins í Kína, fullyrti að hund-
ruð slíkra leikfanga hefðu verið fram-
leidd. Sagði hann brúðurnar hafa
verið sendar með flutningaskipi til
borgarinnar Karachi í Pakistan árið
2006.
Talsmaður CIA heldur því hins
vegar fram að einungis þrjár slíkar
brúður hafi litið dagsins ljós. „Eftir því
sem við best vitum, þá voru einung-
is þrjár stakar brúður framleiddar, og
þá einungis í þeim tilgangi að sýna
fram á það hvernig lokaútgáfan gæti
litið út,“ sagði Ryan Trapani, talsmað-
ur CIA, í samtali við Washington Post.
Þá fullyrti hann að CIA hefði hætt við
framleiðsluna og þeim sé ekki kunn-
ugt um að aðrir hafi framleitt eða
dreift leikfanginu.
Þekktar aðferðir
Breski fjölmiðillinn Independent
fjallar um málið og rifjar réttilega upp
að bin Laden-brúðurnar séu í takt við
annað sem CIA hefur verið að sýsla
síðustu áratugina. Leyniþjónusta
Bandaríkjanna hafi í gegnum tíðina
beitt ýmsum brögðum til þess að hafa
áhrif á almenningsálit fólks hvort sem
það er innan eða utan landsteinanna.
Þannig má nefna að í kalda stríðinu
gaf CIA út vestrænar sem og rúss-
neskar bókmenntir í löndum austan
megin járntjaldsins, útvarpaði áróðri
í gegnum stöðvar á borð við Rad-
io Free Europe og Radio Liberty og
studdi fjárhagslega við menningar-
tímarit, tónleika og listasýningar svo
eitthað sé nefnt.
Í ítarlegri grein sem birtist í
Independent árið 1995 undir fyrir-
sögninni „Modern art was CIA wea-
pon“ eða „Nútímalist var vopn leyni-
þjónustunnar“ var greint frá því að á
sjötta og sjöunda áratugnum hefði
CIA stutt við ýmsa nútímalistamenn
á bak við tjöldin, svo sem Jackson
Pollock, Robert Motherwell, Willem
de Kooning og Mark Rothko, í þeim
tilgangi að sýna fram á þann frjálsa
sköpunarmátt sem fengi að njóta sín
í Bandaríkjunum. Allt var þetta gert
til þess að grafa undan Sovétríkjun-
um og bandamönnum þeirra og auka
stuðning við Bandaríkin.
Dreifðu fótboltum
Þessi vinnubrögð einskorðuðust
ekki einungis við kalda stríðið. Was-
hington Post rifjar það til að mynda
upp í umfjöllun sinni að stuttu áður
en bandaríski herinn réðist inn í Ha-
ítí árið 1994 hafi CIA dreift fótboltum
um eyjuna í þeim tilgangi að sýna eyj-
arskeggjum hversu gjafmildir Banda-
ríkjamenn væru. „Þetta varð til þess
að þeim leið vel með Bandaríkja-
menn,“ sagði fyrrverandi starfsmaður
CIA. „Við vorum að reyna að undir-
búa jarðveginn fyrir herinn.“
Lítið er vitað um þær aðferðir
sem CIA hefur beitt í „stríðinu gegn
hryðjuverkum“ og því má segja að
fréttirnar af bin Laden-brúðunum
gefi ákveðna innsýn, að minnsta kosti
inn í þær hugmyndir sem hafa verið
á teikniborðinu. Arturo Munoz, fyrr-
verandi yfirmaður hjá CIA, var loðinn
í svörum þegar hann ræddi við blaða-
mann Washington Post um slíkar að-
gerðir. Sagði hann sumar þeirra hafa
verið árangursríkar en aðrar ekki, og
bætti því við að þar væri hann einung-
is að tala um áratugagamlar aðgerðir
sem engin leynd hvíldi yfir lengur. n
n Markmiðið var að hræða börn og gera þau fráhverf hryðjuverkamanninum
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
CIA bjó til bin
Laden-brúður
Líkur Darth Maul Á listavefritinu Hyperallergic er bent á að bin Laden-brúðan líkist einna
helst hinum illræmda og martraðarkennda Darth Maul úr Star Wars-myndunum.
Brúða í höfuðstöðvunum Í höfuðstöðvum leyniþjónustu Bandaríkjanna má finna eitt stykki Osama bin Laden-brúðu. Talsmaður stofnunarinn-ar segir að einungis hafi þrjár slíkar verið útbúnar en heimildarmaður Washington Post segir þær hafa skipt hundruðum.
Brooks sýknuð
Rebekah Brooks, fyrrverandi rit-
stjóri News of The World, fagnaði
dátt sýknudómi í máli ákæruvalds-
ins gegn henni
á þriðjudag.
Brooks var
ákærð vegna
símahler-
unarmáls sem
leiddi til þess
að hún þurfti
að segja af sér
sem ritstjóri.
Hún var ákærð
ásamt fimmt-
án öðrum aðilum – þar af sex öðr-
um starfsmönnum News of the
World – fyrir að hlera símtöl frægra
einstaklinga og stjórnmálamanna.
Brooks fékk rúmlega þrjá millj-
arða króna frá News of the World
meðan á réttarhöldunum stóð,
meðal annars til að standa straum
af málskostnaði, en nú þegar hún
hefur verið sýknuð getur hún sótt
um að fá málskostnað sinn endur-
greiddan frá ríkinu.
Rebekah Brooks