Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 27.–30. júní 20144 Fréttir
Árétting:
Kærunni
vísað frá
Í frétt um kæru sem Hreiðar Már
Sigurðsson lagði fram á hend-
ur Benedikt Bogasyni, núverandi
hæstaréttardómara og fyrrver-
andi héraðsdómara, á miðviku-
daginn kom ekki fram að ríkis-
saksóknari væri búinn að vísa
kærunni á hendur honum frá.
Það áréttast hér með að kæru
Hreiðars Más gegn Benedikt hefur
sannarlega verið vísað frá og mun
málið því ekki fara fyrir dómstóla
líkt og kemur fram í greininni að
hugsanlega gæti gerst.
Gunnar
Bragi í Kína
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra er þessa dagana í
heimsókn í Kína ásamt viðskipta-
sendinefnd. Frá þessu segir í til-
kynningu frá ráðuneytinu. Til-
gangur heimsóknarinnar er að
kynna sér starfsemi íslenskra
fyrirtækja í Kína og hvernig auka
megi samstarf og viðskipti ríkj-
anna. Gunnar hefur þegar hitt
viðskiptaráðherra Kína, Gao
Hucheng, vegna gildistöku frí-
verslunarsamnings Íslands og
Kína hinn 1. júlí næstkomandi.
Þeir ræddu að sögn samninginn,
ferðamál og orkumál auk þess að
ræða samvinnu á Drekasvæðinu.
Þá var rætt um áhuga íslenskra
fyrirtækja á sölu kjöt- og mjólkur-
afurða í Kína.
Gunnar Bragi hitti einnig
varautanríkisráðherra Kína,
Wang Chao, en þeir ræddu meðal
annars Norðurslóðamál og um-
hverfisvernd.
Í dag, föstudag, hittir Gunn-
ar Bragi svo utanríkisráðherr-
ann, Wang Yi. „Þá ávarpar hann
viðskiptaþing íslenskra og kín-
verskra fyrirtækja en á þinginu er
lögð áhersla á matvælaútflutning,
þ.m.t. sjávarafurðir,“ segir í til-
kynningunni.
„Mér er ekki sama
um barnið mitt“
Robert Alexander er pabbinn sem skildi barnið eftir sofandi hjálmlaust á hjóli fyrir utan Bónus
É
g er ekki hissa á því að
myndin hafi farið út um allt
– þannig virkar netið – en ég
er hissa á að sá sem bend-
ir á barn í hættu geri ekk-
ert í málunum. Ef þetta var svona
hættulegt, af hverju beið hún ekki
hjá barninu? Hún segist hafa gert
það en ég sá engan þegar ég kom út
úr búðinni,“ segir Robert Alexand-
er Lilley en mynd af syni hans, Jóni
Jökli, sofandi hjálmlaus í reiðhjóla-
stól fyrir framan Bónus í Skeifunni,
fór eins og eldur um sinu um netið
fyrir nokkru.
Ekki heimskur né sama
Robert, sem er Ástrali en búsettur
hér á landi, segist 99,9 prósent viss
um að barnið hafi ekki verið í hættu.
„Ég er ekki heimskur og mér er ekki
sama um barnið mitt. Ég hef hjólað
alla ævi og veit að hjólið var ekki að
fara að detta. Kannski ef það hefði
komið jarðskjálfti en hann hefði
aldrei getað ýtt sér sjálfur. Hann er
ekki nógu sterkur.“
Robert segist ekki hafa feng-
ið áfall þegar hann sá myndina á
netinu. „Ég hafði áhyggjur af því
hvað mamma hans myndi segja en
sjálfum sárnaði mér mest að vita
að konan hefði tekið mynd og sett
á Facebook í stað þess að bjarga
barninu fyrst þetta var svona hættu-
legt. Ætlaði hún að horfa á barnið
detta? Mér finnst frekar
glatað að fólk sé að fetta
fingur út í aðra en geri
svo ekkert í málunum
sjálft. Þetta segir mikið
um manneskjuna sem tók
myndina.“
Deyr ekki úti
Robert segist hafa geng-
ið með soninn á bakinu
þar sem hann hafi sofnað.
„Þess vegna var hann ekki
með hjálm. Ég vildi ekki
vekja hann svo ég setti
hann í stólinn og leyfði
honum að sofa á meðan
ég hljóp inn í búðina til
að kaupa sviðasultu og
banana,“ segir hann og
bætir aðspurður við að hann myndi
líklega ekki skilja barnið eftir úti í
ástralskri borg. „Ég myndi ekki gera
þetta í Sydney en kannski í úthverf-
unum. Ég skildi hann oft eftir í
vagni fyrir utan ræktina þegar hann
var minni enda vissi ég að ef
hann færi að gráta yrði ég lát-
inn vita. Hann deyr ekki þótt
hann bíði úti hér á landi og
það er enginn að fara að taka
hann. Ég er líka viss um að það
sé hollt fyrir börn að sofa úti í fríska,
kalda loftinu. Sjálfur vil ég hafa kalt
í svefnherberginu mínu.“
Umboðsmaður barna, Margrét
María Sigurðardóttir, tjáir sig ekki
um einstök mál en segir að almennt
séð verði að hafa að leiðarljósi það
sem barninu sé fyrir bestu. Ekki
séu til neinar reglur um svona mál
þótt ýmsar vísbendingar séu til sem
tengist þá aldri barns, þroska og að-
stæðum. n
„Ég vildi ekki vekja hann svo ég setti
hann í stólinn og leyfði honum að sofa
á meðan ég hljóp inn í búðina til að kaupa
sviðasultu og banana.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Myndin umdeilda Myndin fór eins og eldur í sinu um netið fyrir stuttu.
Feðgar Robert segist hafa hjólað
alla ævi og sé 99,9 prósent viss um
að Jón Jökull hafi ekki verið í hættu.
„Gott að sofa vel heila nótt“
Ásbjörg fær að gista í aukaherbergi hjá Rúnari Þór tónlistarmanni
Þ
að var gott að sofa vel heila
nótt,“ segir Ásbjörg Margrét
Emanúelsdóttir, sextíu og sjö
ára gömul kona, sem hefur sof-
ið í bílnum sínum frá því í febrúar. DV
fjallaði um mál Ásbjargar í vikublaði
sínu fyrr í vikunni. Þar kom fram að
Ásbjörg missti íbúð sem hún hafði
keypt árið 2007 í janúar síðastliðnum.
Ásbjörg flutti í kjölfarið í bílinn sinn
og þrátt fyrir að neyðin væri stór fékk
hún ekki félagslegt húsnæði á vegum
Reykjavíkurborgar. Hún hefur ekki
efni á því að leigja sjálf á almennum
leigumarkaði þar sem krafist er fyrir-
framgreiðslu og hárra bankaábyrgða.
Eftir umfjöllun DV hafði Rúnar Þór
Pétursson tónlistarmaður samband
við Ásbjörgu og bauð henni aukaher-
bergi í íbúð sinni. Henni var frjálst að
gista þar eins og lengi og hún þyrfti.
Ásbjörg þekktist boðið og var afskap-
lega þakklát. „Þetta var mikill mun-
ur fyrir mig,“ segir hún. Í kjölfarið fór
hún til fundar við ráðgjafann sinn hjá
Reykjavíkurborg sem vonaði að skrið-
ur kæmist á mál hennar og hægt væri
að koma henni í varanlegt húsnæði.
„Þessi kona er að vestan svo ég
þekki aðeins til hennar og veit að
þetta er góð manneskja,“ sagði
Rúnar.
Hann segir að Ásbjörgu hafi
brugðið þegar hann hringdi
með heimboðið. „Henni brá.
Þetta fólk býst ekki við að neinn
geri neitt fyrir það þegar það hef-
ur farið í gegnum allt þetta batt-
erí, skrifstofu milli skrifstofu.
Þessi segist ætla að hjálpa,
hinn segist ætla að hjálpa,
en svo er ekkert gert,“ segir
Rúnar. n
astasigrun@dv.is
Fékk húsaskjól Rúnar bauð Ásbjörgu gistingu. Hún
hefur ekki ákveðið hversu lengi hún verður hjá honum í
aukaherberginu hans, en vonar að með fréttunum hafi
komist skrið á mál hennar hjá Reykjavíkurborg.
Fjölbreyttar vörur
í öllum litum fyrir
bæjarhátíðina!
FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534