Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 27.–30. júní 201446 Menning
H
in sígilda saga af Þyrnirós
er ekki öll þar sem hún er
séð. Disney hefur undanfar-
ið stigið út fyrir hefðbund-
inn ramma ævintýra og boðið upp
á nýbreytni í kynjahlutverkum og
aukna dýpt í persónum. Helst ber
að nefna Brave og Frozen þar sem
uppskriftinni er breytt. Maleficent
fylgir þessari nýju stefnu en er öllu
drungalegri, enda bönnuð yngri
en tíu ára. Áður fyrr þekkt sem eitt
versta illmenni Disney, holdtekja
illskunnar sem nýtur þess að drepa
börn, er titilpersóna myndarinnar
nú misskilin og særð álfkona.
Angelina Jolie fer með titil-
hlutverkið og tekst að draga fram
ákveðinn grunntón persónu sem
flestir þekkja frá barnæsku sinni.
Útlit hennar er alfarið byggt á Disn-
ey-myndinni ástkæru og oddhvöss
kinnbeinin setja punktinn yfir i-ið.
Jolie tileinkaði sér breskan hástétt-
arhreim fyrir hlutverkið og tekst
nokkuð vel til, sérstaklega í ljósi þess
að svo mörgum bandarískum leikur-
um hefur mistekist sama verkefni.
Ekki er um að villast, hér er á
ferð sama persóna og hrellti Þyrni-
rós í teiknimyndinni og birtist al-
ræmd illska hennar þó ekki sé nema
í stutta stund í senn. Nýjum og fram-
andi eiginleikum Maleficent er bætt
við þennan þekkta grunn og þannig
er gefið í skyn að hér sé á ferð hin
„raunverulega“ saga um Þyrnirós
sem muni leiðrétta allan misskiln-
ing.
Maleficent vekur áhorfendur til
umhugsunar um mikilvægi þess að
setja sig í spor annarra. Þrátt fyrir
þessa áherslu er ekki unnið á sama
hátt í öðrum persónum myndar-
innar. Þyrnirós öðlast að einhverju
leyti umboð en því fylgir ekki marg-
slunginn persónuleiki og prinsin-
um, er jafnvel tvívíðari persóna en í
teiknimyndinni.
Í stað Maleficent er síðan kynnt til
sögunnar nýtt illmenni sem er jafn
einfalt og hún var áður, drifið áfram
af engu nema græðgi. Maleficent
bendir á veigamikinn galla í ævin-
týrum og mikilvægi þess að segja
börnum sögur þar sem heimurinn er
ekki svart-hvítur en fellur síðan sjálf í
þessa gröf. Boðskapur myndarinnar
týnist því að nokkru leyti. Maleficent
stígur skref í áttina að heilbrigðari
frásögn en hefði mátt stíga það til
fulls. n
Illmenni endurskoðað
Sigríður Regína
Sigurþórsdóttir
Kvikmynd
Maleficent
IMDb 7,4 RottenTomatoes 50% Metacritic 56
Leikstjórn: Robert Stromberg
Aðalhlutverk: Angelina Jolie og Elle
Fanning
Handrit: Linda Woolverton
97 mínútur
Maleficent Angelina Jolie í hlutverki vondu
nornarinnar sem er ekki bara vond lengur.
Þ
að er allt stórt við Meat Loaf.
Nafnið, röddin, skrokkurinn.
Og árið 1977 fékk hann lög
við hæfi líka. Lagahöfund-
urinn Jim Steinman fékk
söngvarann, sem hafði getið sér gott
orð fyrir hlutverk í söngleikjunum
Hair og Rocky Horror Show, til að
syngja verkið Bat Out of Hell. Á þess-
um árum diskó og pönks féll platan í
hvorugan flokk, en Steinman kallaði
tónlistarstefnu sína Wagner-rokk.
Er það því vel við hæfi að tónleik-
ar plötunni til heiðurs hefjist á því að
Matti í Pöpum komi svífandi niður á
sviðið í leðurblökubúningi, mótor-
hjól er keyrt inn á sviðið og áður en
yfir lýkur er sjálfur Eiríkur Hauks-
son staddur þar líka. Áhorfendur,
sem flestir virðast hafa verið á ung-
lingsárum fyrir um 35 árum, haldast
varla kyrrir í sætum sínum og virðast
þekkja hverja nótu.
Á kókaíni í hjólastól
Platan fór þó hægt af stað, enda á
skjön við alla tísku. En ef til vill varð
þetta henni til happs til lengri tíma
litið, því þvert á alla flokkadrætti
hefur hún nú selst í um 43 milljón-
um eintaka og ekki yfirgefið breska
topp 200-listann enn. Jafnframt mun
hún vera mest selda erlenda plata Ís-
landssögunnar, en um einn af tíu Ís-
lendingum eiga hana.
Tónleikaferðin í kjölfar plötunn-
ar tók mjög á. Meat Loaf fótbrotnaði
og kom fram í hjólastól, fékk tauga-
áfall og hótaði að henda sér fram
af byggingu, ánetjaðist kókaíni og
missti röddina. Allt þetta leiddi til
þess að hann kom ekki fram á fram-
haldsplötunni Bad For Good, sem
Steinman söng sjálfur illu heilli.
Næsta plata, Dead Ringer, kom
ekki út fyrr en árið 1981 og brátt fór
að halla undan fæti. Plötur hans á
9. áratugnum seldust illa og hann
reyndi fyrir sér sem gamanleikari,
var meðal annars í slagtogi við Hugh
Laurie áður en sá fann sálufélaga
sinn í Stephen Fry.
Meat Loaf fór á hausinn eftir
málaferli við Steinman. Varð hann
að hafa ofan af fyrir sér með tón-
leikahaldi og lærði kona hans Leslie
(Loaf?) ferðamálafræði til að spara í
bókunum. Kom hann fram í Laugar-
dalshöllinni árið 1987, í þá daga
þegar aðeins útbrunnir þungarokk-
arar komu hingað, og vakti mikla
lukku.
Í deilum við grænmetisætur
Leiðir Steinman og Meat Loaf lágu
loks saman aftur árið 1993 þegar
þeir gerðu Bat Out of Hell II og tókst
að endurtaka vinsældir hinnar fyrri,
en lagið I Would Do Anything For
Love fór í fyrsta sæti í 28 löndum.
Sagan endurtók sig þó, vinsældirnar
dvínuðu aftur vegna heilsuleysis og
málaferla við Steinman, allt þangað
til platan Bat Out of Hell III kom út
árið 2006. Varð hún ekki jafn vinsæl
og hinar tvær fyrri, en gekk þó bet-
ur en það sem hann hafði gert síð-
an. Í millitíðinni hafði hann leikið
í myndinni Fight Club og grennst
sem grænmetisæta en síðan fitnað
á ný, en sagan segir að aðrar græn-
metisætur hafi verið lítt ánægðar
með sviðsnafn hans.
Meat Loaf hélt í fyrra í tón-
leikaferðina Last at Bat, þar sem
hann segist hafa spilað Bat Out of
Hell-lögin í síðasta sinn, inni á milli
þess sem viðtöl eru sýnd á skjá um
gerð hennar. Litlar líkur eru á að
hann komi aftur til Íslands þar sem
hann neitar að koma fram þar sem
kalt er á veturna og ærðist um árið
þegar hann frétti að hann hefði
verið bókaður í Kanada í febrúar-
mánuði.
Síðasti séns
Loaf-aðdáendur þurfa þó ekki að
örvænta, heiðurstónleikarnir verða
endurteknir í Hörpu í kvöld, 27.
júní. Er fyrri hluti þeirra tileinkað-
ur Bat Out of Hell, sem enn er tíma-
laus og út fyrir alla tísku. Í kjölfar-
ið verða flutt valin lög úr safni Jim
Steinman sem samdi meðal annars
Total Eclipse of the Heart fyrir
Bonnie Tyler. Friðrik Ómar heldur
öllu saman og dúkkar einnig upp á
sviðinu og við fáum jafnframt að sjá
heimildarmyndina góðu. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Wagner-rokk
n Heiðurstónleikar Meat Loaf í Hörpunni n Átakanleg saga Meatloaf
Meatloaf Sýningin
hefur verið gríðarlega
vel sótt í Hörpu.
Matti Matt „Er það því vel við hæfi að tónleikar plötunni til heiðurs hefjist á því að
Matti í Pöpum komi svífandi niður á sviðið í leðurblökubúningi.“
Við máluðum
bæinn rauðan
Eitt af því mikilvægasta á veg-
ferð manns er að lýsa öðrum
leiðina. Þannig birtir ekki að-
eins yfir samferðafólki, held-
ur og manni sjálfum. Það er
nefnilega svo að þeir sem færa
öðru fólki sólskin geta ekki
haldið því frá sjálfum sér.
Eitthvað í þessa veru leið
mér að afloknum haustfundi
Vestnorræna þingmanna-
ráðsins í þorpinu Tasilaq á
Grænlandi þegar áratugur var
liðinn af nýrri öld. Þar vorum
við fjögur austan af Íslandi,
fulltrúar nokkuð ólíkra stjórn-
málaflokka, en í reynd góðir
samverkamenn og vinir. Okk-
ur hafði áskotnast aukadagur í
lífi okkar, af því samgöngur eru
með glöppum á þessum til-
komumiklu slóðum á austur-
strönd stærstu eyju jarðar. Og
þar með fæddist sú hugmynd
í okkar hópi að gera eitthvert
gagn í samfélagi vinaþjóðar
okkar og skilja eftir okkur svo
sem eins og eitt sjáanlegt góð-
verk í stað þess að ráfa daglangt
um svæðið í einhverju innan-
tómu tilgangsleysi.
Við höfðum orðið þess
áskynja á þriggja daga fundi
okkar í plássinu að híbýli fólks-
ins í Tasilaq voru í æði mis-
jöfnu ásigkomulagi; mörg hver
vissulega í prýðisgóðu standi,
en önnur fremur lasburða að
innviðum og útliti. Það allra
þjáðasta var að finna í böltan-
um ofan við læk. Það reyndist
vera heimkynni miðaldra veiði-
manns að nafni Vittusar Napp-
arngummuts, fjögurra barna
föður sem konan hafði yfirgef-
ið fyrir annan mann fyrir all-
nokkrum árum og aldrei skilað
sér til baka. Það sást harla skýrt
í augunum hans Vittusar – og
reyndar öllu hans atgervi – að
enn var hann aumur að inn-
an eftir að konan fór í fússi, en
hvað um það; börnin þurfti eft-
ir sem áður að fæða – og því
fór hann á lánsbáti hvern þann
dag sem gaf til sjós og skilaði
aflanum til hálfs upp í leigu; af-
ganginn gat hann gefið krökk-
unum sínum að bíta úr beini og
brjóski.
Hann hafði auðvitað engin
efni á að lífga upp á íveru-
stað sinn. Og varla kraftinn til
þess heldur, enda skrokkurinn
orðinn næsta sprekaður af öllu
áratogi ævinnar.
Og þarna mættum við fjög-
ur framan við húsið hans einn
heiðskíran haustdag í Tasilaq,
hvítgölluð úr dönsku málara-
búðinni á staðnum þar sem við
eyddum síðustu dagpeningun-
um okkar í að kaupa blóðrauða
málningu á kotið hans Vittusar
ofan við læk.
Við máluðum allan daginn,
hæðirnar báðar og kjallarann
allan – og mest allan tímann sat
húsbóndinn á kolli úti á tröð
og gat ekki annað en gapað yfir
þessari óvæntu heimsókn ein-
hverra þingmanna úr allt öðru
landi.
Þegar við skildum við hann,
svo og börnin Dibo, Henn-
ing, Otto og Peter, þar sem þau
stóðu öll framan við eldrauða
húsið sitt í sólroða sigins dags,
var ekki annað að sjá úr svipn-
um en feimnislegt þakklæti.
Og það lá við sjálft að sólin
færi aftur á loft.
Úr vegabréfi Sigmundar Ernis