Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 6
Helgarblað 27.–30. júní 20146 Fréttir
Jón Óttar
hefur unnið í
Samherjamálinu
n Tengist að minnsta kosti fjórum sem snerta sérstakan saksóknara n Starfaði þar sjálfur
J
ón Óttar Ólafsson, fyrrver-
andi starfsmaður sérstaks sak-
sóknara, hefur einnig unnið
fyrir útgerðarfélagið Samherja
í tengslum við rannsókn emb-
ættisins á meintum gjaldeyrisbrot-
um félagsins. Þetta staðfestir forstjóri
Samherja, Þorsteinn Már Baldvins-
son, í samtali við DV. Blaðið greindi
frá því á þriðjudaginn að Jón Óttar
hefði unnið greinargerð fyrir Hreið-
ar Má Sigurðsson í AL-Thani-málinu
svokallaða.
Jón Óttar starfaði hjá embætti sér-
staks saksóknara til ársins 2012 en þá
kom fram opinberlega að hann og
kollegi hans hefðu selt þrotabúi Mile-
stone skýrslu um starfsemi félagsins
sem meðal annars byggðist á upplýs-
ingum frá embættinu. Greiðslan fyrir
skýrsluna nam 30 milljónum króna.
Jón Óttar var kærður fyrir brot í starfi
en kærunni var vísað frá.
Greinir gögn frá Seðlabankanum
Þorsteinn Már segir að Jón Óttar
hafi verið fenginn til að greina gögn
frá Seðlabanka Íslands um viðskipti
Samherja með fisk og gjaldeyrisvið-
skipti félagsins almennt. Til rann-
sóknar eru meint gjaldeyrisbrot og
hefur Samherji fengið mikið magn
gagna frá Seðlabanka Íslands um
rannsóknina. „Við höfum verið að
láta yfirfara þau gögn sem við feng-
um frá Seðlabanka Íslands. Þetta
er mikið magn gagna sem við feng-
um eftir að ríkissaksóknari ákvað að
Seðlabankinn ætti að láta okkur fá
þessi gögn. Jón Óttar hefur verið að
vinna í því fyrir okkur að yfirfara þessi
gögn.“
Gögnin sem um ræðir eru rann-
sóknargögnin í hinu meinta gjald-
eyrisbrotamáli Samherja en málið er
nú hjá sérstökum saksóknara eftir að
Seðlabanki Íslands vísaði því þangað
í kjölfar rannsóknar sinnar.
Dómari kærður
Á mánudaginn greindi Fréttablað-
ið frá því á forsíðu sinni að dótturfé-
lag Samherja, Polaris Seafood, hefði
kært Ingveldi Einarsdóttur héraðs-
dómara til lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir meint brot gegn
almennum hegningarlögum. Kær-
an snýst um húsleitarheimild sem
Ingveldur veitti Seðlabanka Íslands
og embætti sérstaks saksóknara
vegna húsleitar hjá Samherja í mars
2012. Samherji telur að ekki hafi ver-
ið lagaheimild fyrir húsleitinni. Í
viðtali við Morgunblaðið á mánu-
daginn sagði Arna Bryndís Baldvins
Mcclure, lögfræðingur sem starfar
hjá Samherja, um málið: „Kæra hef-
ur verið lögð fram til Lög reglu stjór-
ans á höfuðborg ar svæðinu þar sem
Ing veld ur er kærð fyr ir brot gegn al-
menn um hegn ingar lög um.“
Tvö mál
Á síðustu viku hefur verið greint op-
inberlega frá tveimur kærum sem
lagðar hafa verið fram gegn dómur-
unum Ingveldi Einarsdóttur og Bene-
dikt Bogasyni vegna meintra brota
í starfi. Fyrrverandi forstjóri Kaup-
þings, Hreiðar Már Sigurðsson, kærði
Benedikt vegna símhlerunarúrskurð-
ar sem hann veitti embætti sérstaks
saksóknara árið 2010.
Líkt og DV greindi frá á þriðju-
daginn byggist kæran gegn Bene-
dikt meðal annars á vitnisburði Jóns
Óttars sem var annar af lögreglu-
mönnunum sem sótti símhlerunarúr-
skurðinn heim til Benedikts. Hann
vildi ekki ræða um það mál við DV.
Jón Óttar tengist því tveimur mál-
um sem verið hafa til rannsóknar hjá
sérstökum saksóknara þar sem aðil-
arnir sem til rannsóknar eru hafa kært
tvo dómara fyrir meint lögbrot í starfi.
Í báðum tilfellum var um að ræða
dómara sem veittu embætti sérstaks
saksóknara og Seðlabanka Íslands
ákveðnar heimildir til rannsókna,
annars vegar heimild til símhlerunar
og hins vegar heimild til húsleitar.
Tekið skal fram að ríkissaksóknari
vísaði kærunni gegn Benedikt Boga-
syni frá á þeim grundvelli að hún væri
fyrnd. Kæran gegn Ingveldi er hins
vegar ný, var bara lögð fram á mánu-
daginn, og er því á borði Lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu.
Ber vitni í máli Pálma
Þá hefur DV heimildir fyrir því að
Jón Óttar muni bera vitni í skaða-
bótamáli Pálma Haraldssonar gegn
slitastjórn Glitnis næsta haust. Það
mál er höfðað vegna málskostnað-
ar sem féll á Pálma vegna skaðabóta-
máls sem Glitnir höfðaði gegn honum
og fleirum í New York. Jón Óttar var
beðinn um það sem starfsmaður sér-
staks saksóknara að greina slitastjórn
Glitnis frá efni hleraðra samtala þeirra
einstaklinga, meðal annars Pálma,
sem slitastjórnin stefndi í New York.
Fréttablaðið greindi frá þessu nú í
júní en þar var Jón Óttar ekki nafn-
greindur heldur aðeins sagt frá því að
starfsmönnum sérstaks saksóknara
hefði verið gert að greina slitastjórn
Glitnis frá efni hleraðra samtala.
Af þessu sést að Jón Óttar hefur
komið að að minnsta kosti þremur
málum sem snerta embætti sérstaks
saksóknara beint eða óbeint. Hann
neitar því hins vegar að hafa nokkurn
fjárhagslegan ávinning af sínum störf-
um, líkt og fram kom í DV á þriðju-
daginn: „Ég fæ ekki krónu frá nein-
um […] Ég er að gera það sem ég er
að gera af því ég vil að sannleikurinn
komi í ljós.“ n
„Ég er að gera það
sem ég er að gera
af því ég vil að sannleik-
urinn komi í ljós.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Vinnur gegn sérstökum Jón Óttar
vinnur umtalsvert fyrir þá aðila sem til
rannsóknar eru hjá sérstökum saksóknara
en hann starfaði þar áður sjálfur.
Kærði dómara
til lögreglunnar
Samherji kærði dómara
til lögreglunnar vegna
húsleitarheimildar sem
hann veitti árið 2012.
Þorsteinn Már Baldvins-
son er forstjóri Samherja.
Slökkviliðsmönnum dæmdar bætur
Akureyrarbær þarf að greiða sjö milljónir alls
A
kureyrarbær er skaðabóta-
skyldur vegna uppsagna
tveggja slökkviliðsmanna í
tengslum við eineltismál sem
upp komu þar í fyrra. Kostnaðurinn
af málaferlunum hleypur á sjö millj-
ónum króna.
Slökkviliðsstjórinn Þorbjörn
Guðrúnarson lét af störfum í júní í
fyrra en Anton Berg Carassco, aðal-
trúnaðarmaður Slökkviliðsins á Ak-
ureyri, segir í samtali við Akureyri
Vikublað, sem greinir frá málinu, að
hlutir hafi batnað mjög innan liðsins
eftir að Þorbjörn hætti.
„Þeir embættismenn bæjar-
ins sem áttu að höndla þessi mál,
bæjarlögmaður, starfsmannastjóri
og bæjartæknifræðingur brugðust
ekki síður en hann. Þegar hlutir eru
komnir á hvolf var ekki brugðist við
með réttum hætti,“ er haft eftir Ant-
oni.
„Ég fagna því að dómurinn hafi
staðfest það sem við vissum, að þessi
uppsögn væri ólögleg,“ segir Ingimar
Eydal, fyrrverandi varaslökkviliðs-
stjóri, í samtali við blaðið en hann er
annar þeirra sem höfðaði málið.
Sveinbjörn Dúason, fyrrverandi
varðstjóri hjá slökkviliðinu, er hinn
slökkviliðsmaðurinn sem höfðaði
málið en hann sagði í stefnu sinni
gegn bænum, að því er Akureyri
Vikublað greinir frá, að Þorbjörn hafi
verið „kvalari“. Óvild hans hafi valdið
Sveinbirni fjárhagslegu tjóni og álits-
hnekki. Verkefni hafi kerfisbundið
verið færð frá honum og upplýsing-
um haldið frá honum. Sveinbjörn
hafi neyðst til að fara í launalaust
leyfi í desember 2011, þegar til hafi
staðið að segja upp tíu starfsmönn-
um. Hann hafi verið orðinn lang-
þreyttur á stanslausu áreiti og óvild
á vinnustað. Enginn yfirmaður hafi
verið tilbúinn til að grípa inn í. n
simon@dv.is
Slökkviliðsmenn að störfum Myndin
er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki
beint. MynD SIGTryGGur ArI
Gullfallega söngkonan
og skemmtikrafturinn
LEONCIE vill skemmta
um allt Ísland í alls
kyns mannfögnuðum
og skemmtunum
með alla sína
helstu smelli.
Sími 854-6797
musicleoncie
@gmail.com
www.youtube.com/
IcySpicyLeoncie
Geymið
auglýsinguna