Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 38
10 Sumarhátíðir Helgarblað 27.–30. júní 2014
Seldist upp á
40 mínútum
n „Þetta er ákveðið lúxusvandamál“ n Bræðslan haldin tíunda árið í röð
Þ
etta er ákveðið lúxusvanda-
mál. Svolítið mikið vanda-
mál stundum – en lúxus-
vandamál,“ segir Magni
Ásgeirsson, um velgengni
Bræðslunnar, en Magni er ann-
ar bræðslustjóra á hátíðinni, sem
fram fer á Borgarfirði eystri laugar-
daginn 26. júlí næstkomandi, tí-
unda árið í röð. Áskell Heiðar Ás-
geirsson, bróðir Magna, gegnir
einnig hlutverki bræðslustjóra.
Hátíðin var fyrst haldin árið
2005 og hafa tónleikarn-
ir alltaf farið fram í
sömu gömlu síldar-
bræðslunni og
því er sami fjöldi
seldra miða
á hverju ári.
„Húsið tekur
ekkert fleiri,
það er bara
búið að
vera fullt
eigin-
lega síð-
ustu sjö
ár. Seld-
ist upp
núna á 40
mínútum,
sem er met,“
segir Magni um
þetta eiginlega lúxus-
vandamál, en að sögn
Magna sækja margir
Borgarfjörð eystri
heim þessa helgi án
þess þó að eiga miða.
Emilíana Torrini í
þriðja skipti
Magni segir markmið
skipuleggjenda vera að
höfða til fjölskyldufólks.
„Við reynum að höfða til
okkar aldurshóps, við erum
alveg heiðarlegir í því að
við viljum fá okkar fólk; fjöl-
skyldufólkið. Við reynum
að höfða til þess. Þannig að við
veljum yfirleitt inn okkar uppá-
halds hljómsveitir,“ segir Magni.
Á Bræðslunni í ár koma fram
Pollapönk, Mammút,
Drangar, SúEllen,
Lára Rúnars og
Emilíana Torr-
ini, en þetta er
í þriðja skipti
sem Emilíana
spilar á Bræðsl-
unni.
Vildu fá
uppáhalds
bassaleik-
arann
Magni
segir val
á lista-
mönn-
um
jafn-
vel
hafa
snúist
um það
að fá ein-
hvern
einn
trommara,
sem tónleikahaldarar hafa mæt-
ur á, og listamenn í kringum hann.
Hann tekur dæmi um slíkt frá því í
fyrra, þegar John Grant var á meðal
þeirra sem tróðu upp á hátíðinni.
„Að sjálfsögðu er hann stórkost-
legur og við vildum að sjálfsögðu
fá hann en hugmyndin kom samt
upprunalega fram vegna þess að
Jakob Smári er einn af uppáhalds
bassaleikurum Heiðars bróður og
mínum, og hann er að spila með
John Grant. Það spilaði alveg jafn
stóra rullu. Núna er grunnurinn
náttúrlega þeir Botnleðjubræð-
ur, Addi og Halli,“ segir Magni en
Arnar Gíslason spilar með Láru
og Pollapönki og Lára spilaði með
meðlimum úr Dröngum í áhöfn-
inni á Húna í fyrrasumar.
Borgarfjörður og
Borgarfjörður eystri
Magni segir spurð-
ur hvort hann lumi á
skemmtileg- um
sög- um
frá
fyrri
Bræðsl- um að
það sé nóg af þeim að
taka. Þær hafi margar
verið sagðar oft og víða.
„Skemmtilegasta og fyrsta
sagan er frá fyrsta árinu.
Við erum búin að segja hana
reyndar mjög oft en hún er
samt svo skemmtileg, það var
meira að segja gerð auglýsing eft-
ir henni,“ segir Magni og vísar þar
í auglýsingu sem Síminn lét gera
þar sem skemmtisagan var notuð.
Snýr sagan að símtali sem Heiðar,
bróðir Magna, fékk fyrir tónleik-
ana þar sem hann var spurður hvar
„þessi Bræðsla“ væri. Segir Magni
að Heiðar hafi þá spurt hvernig í
ósköpunum hún hafi farið fram
hjá viðkomandi. „Þetta er risa-
stórt bárujárnshús í miðjum bæn-
um,“ hefur Magni eftir Heiðari. „Ég
er hérna hjá Hyrnunni og sé bara
ekkert þetta hús,“ hefur Magni eft-
ir manneskjunni í símanum en
Hyrnan er síður en svo nálægt
Borgarfirði eystri, heldur er hún
þekkt sjoppa í Borgarnesi í Borg-
arfirði. Magni kveður bróður sinn
hafa sagt viðkomandi að keyra út
úr bænum og halda áfram í um sjö
klukkutíma. „Þetta var svona um
kaffileytið þannig að það var ansi
tæpt,“ segir Magni glaður í bragði.
Fram að Bræðslu eru svokall-
aðir off venue-tónleikar í hverri
viku, undir yfirskriftinni Tónleika-
sumar. Í vikunni fyrir Bræðslu eru
síðan tónleikar á hverjum degi frá
þriðjudegi. Það er því sannkölluð
tónleikaveisla í júní og júlí á Borg-
arfirði eystri. n erlak@dv.is
„Ég er hérna hjá
Hyrnunni og sé
bara ekkert þetta hús
Stuð Gestir Bræðslunnar í
gegnum árin hafa látið vel
af einstakri stemningu í
gömlu síldarbræðslunni.
Stýrir hátíðinni Magni
hefur verið bræðslustjóri í um
sjö ár ásamt bróður sínum,
Áskeli Heiðari, sem hefur verið
bræðslustjóri í tíu ár.
Ásgeir Trausti Spilaði á Bræðslunni 2013.
Mynd: AldíS FjólA.
Litadýrðin
dansar á
ísjökunum
Flugeldasýningin á Jökulsárlóni
verður haldin laugardagskvöldið
23. ágúst að þessu sinni, en flug-
eldasýningin er árlegur viðburð-
ur ferðaþjónustunnar á svæðinu
og Björgunarfélags Hornafjarðar.
Allur ágóði af aðgangseyri
rennur beint til Björgunarfélags-
ins. Sýningin þykir afskaplega
falleg og í ár er það í fjórtánda
sinn sem hún er haldin. Nú er svo
komið að allt að þúsund manns
mæta og fylgjast með flugeldun-
um lýsa upp lónið í ágúströkkr-
inu. Sýningin er undirbúin með
því að á laugardagsmorgninum
er farið um lónið á gúmmíbátum
og kertum komið fyrir á ísjök-
um. Alls eru um 150 friðarkertum
komið fyrir á ísjökunum.
Flugeldasýningin hefst svo
klukkan ellefu um kvöldið, en
áður en hún hefst og þegar
rökkva tekur er kveikt á kert-
unum. Flugeldum er skotið frá
nokkrum stöðum í lóninu og
verður úr mikið sjónarspil í tæp-
an klukkutíma. Upplýstir ísjak-
arnir eru baðaðir í litum og birtu
frá stórkostlegri flugeldasýningu í
fallegri umgjörð náttúrunnar.
Úr verður falleg og einstök
upplifun. Sem áður sagði eru það
ferðaþjónustan Jökulsárlóni og
Björgunarfélag Hornafjarðar sem
standa að sýningunni í samstarfi
við Ríki Vatnajökuls. Aðgangseyr-
ir er 1.000 krónur og frítt inn fyrir
tólf ára og yngri. Sætaferðir eru á
sýninguna frá Höfn í Hornafirði
en nánari upplýsingar um sýn-
inguna og ferðirnar er að finna á
vef „The Vatnajökull Region“.