Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 27.–30. júní 201434 Neytendur
V
íkurskáli í Vík í Mýrdal er
oftast með ódýrasta verðið
samkvæmt verðkönnun
DV á nokkrum vinsælum
skyndibitum í vegasjopp-
um landsins. Víkurskáli státar af
ódýrasta hamborgaratilboðinu, ódýr-
ustu pylsunni og ódýrasta Prins Polo-
súkkulaðistykkinu.
Slegið var á þráðinn til tuttugu
veitingaskála og vegasjoppa víðs
vegar um land og fengið verð á þeim
veitingum sem ferðamenn eru líkleg-
ir til að kaupa á slíkum ferðalögum.
Líkt og fyrri ár tóku allir vel í erindi
blaðamanns og gáfu fúslega upp verð
á tilteknum vörum. Tekið skal fram að
ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu í
þessari könnun.
Ein sjoppa lækkar verð
DV hefur gert sambærilega könnun
á síðustu tveimur árum. Í fyrra hafði
verðlag hækkað lítillega frá því árið
2012 og það sama er upp á teningn-
um í ár, það er, verðlag hefur nú hækk-
að lítillega frá árinu 2013. Einungis
einn staður hefur lækkað verð á milli
ára – Víkurskáli í Vík í Mýrdal. Ham-
borgaratilboðið kostar nú 1.095 krón-
ur en kostaði 1.290 krónur í fyrra, lítill
ís í brauðformi kostar 220 krónur en
kostaði 270 krónur í fyrra og þá hef-
ur verð á Prins Polo, af stærstu gerð,
lækkað í 165 krónur úr 200 krónum.
Athygli vekur að ódýrasta ham-
borgaratilboðið frá árinu 2012 hef-
ur hækkað um 500 krónur á tveimur
árum. Árið 2012 var ódýrasta tilboð-
ið í Hamraborg á Ísafirði og kost-
aði hamborgari ásamt hálfum lítra
af gosi 699 krónur. Í fyrra var frönsk-
um bætt við tilboðið og kostaði það
þá 1.099 krónur. Í ár
kostar sama
hamborgara-
tilboð 1.199
krónur.
Mikill verðmunur á ís
Pylsa með öllu er eftir sem
áður á mjög svipuðu verði
um land allt, sú ódýrasta
kostar 300 krónur en
sú dýrasta 395 krónur.
Ódýrasta pylsan fæst á
Besta bitanum á Patreks-
firði og í Víkurskála
í Vík í Mýrdal en
sú dýrasta fæst
hins vegar í
Verslun-
inni Ás-
byrgi á Norðurlandi þar sem pylsa
með öllu kostar 395 krónur.
Ódýrasti ísinn er í Víkurskála í Vík
í Mýrdal en sá dýrasti í Söluskála SJ á
Fáskrúðsfirði. Alls munar 180 krón-
um á dýrasta og ódýrasta ísnum. Í
Vík í Mýrdal kostar lítill ís í brauð-
formi 220 krónur en í Söluskála SJ á
Fáskrúðsfirði kostar hann 400 krónur.
Ódýrasta Prins Polo-stykkið, af
stærstu gerð, fæst hjá KS í Varmahlíð
en það dýrasta hjá Ak-inn á Akureyri
og Litlu Kaffistofunni á Suðurlandi.
Tekið skal fram að verð í söluskálum
Olís annars vegar og N1 hins vegar
er það sama um allt land. Tölurnar
innan sviga tákna verðið í úttekt DV
í fyrra. n
Ódýrustu vega-
sjoppur landsins
n Verðkönnun DV á 20 vegasjoppum n Ódýrasta pylsan fæst á Patreksfirði og í Vík
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
Stöðin, Borgarnesi
Hamborgaratilboð 1.199 kr. (1.099 kr.)
(Stöðvarborgari, franskar og 0,5 l gos)
Pylsa með öllu 329 kr. (309 kr.)
Kók 0,5 l 265 kr. (265 kr.)
Prins Polo XXL 189 kr. (189 kr.)
N1 Borgarnesi
Hamborgaratilboð 1.395 kr. (1.395 kr.)
(Ostborgari, franskar og gos úr vél)
Pylsa með öllu 325 kr. (325 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 259 kr. (259 kr.)
Lítill ís í brauðformi 310 kr. (300 kr.)
Prins Polo XXL 189 kr. (189 kr.)
Baulan, Borgarfirði
Hamborgaratilboð 1.450 kr. (1.450 kr.)
(Ostborgari, frönskum, kokteils.
og 0,5 l af kóki í dós)
Pylsa með öllu 380 kr. (350 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 255 kr. (255 kr.)
Lítill ís í brauðformi 295 kr. (295 kr.)
Prins Polo XXL 195 kr. (195 kr.)
Söluskálinn Freysnesi
Hamborgaratilboð 1.490 kr. (1.490 kr.)
(Ostborgari, franskar og gos)
Kók í plasti 0,5 l 260 kr. (260 kr.)
Prins Polo, venjulegt 170 kr.
Víkurskáli, Vík í Mýrdal
Hamborgaratilboð 1.095 kr. (1.290 kr.)
(Ostborgari og franskar)
Pylsa með öllu 300 kr. (300 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 265 kr. (265 kr.)
Lítill ís í brauðformi 220 kr. (270 kr.)
Prins Polo XXL 165 kr. (200 kr.)
Litla kaffistofan
Pylsa með öllu 350 kr. (350 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 270 kr. (270 kr.)
Prins Polo XXL 220 kr. (200 kr.)
Arnberg, Selfossi
Hamborgaratilboð 1.020 kr. (1.020 kr.)
(Ostborgari og franskar)
Pylsa með öllu 310 kr. (310 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 259 kr. (259 kr.)
Lítill ís í brauðformi 265 kr. (265 kr.)
Prins Polo XXL 185 kr. (185 kr.)
Hreðavatnsskáli
Hamborgaratilboð 1.450 kr. (1.490 kr.)
(100g. heimagerður borgari og franskar)
Pylsa með öllu 390 kr. (390 kr.)
Pepsi í plasti 0,5 l 290 kr. (110 kr.)
Prins Polo, venjulegt 170 kr. (170 kr.)
Söluskálinn Flateyri
Hamborgaratilboð 1.200 kr. (1.200 kr.)
(Hamborgari, franskar og kokteilsósa)
Pylsa með öllu 300 kr. (300 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 275 kr. (240 kr.)
Lítill ís í brauðformi 270 kr. (270 kr.)
Prins Polo XXL 200 kr. (200 kr.)
Hamraborg, Ísafirði
Hamborgaratilboð 1.199 kr. (1.099 kr.)
(Hamborgari, franskar og kók)
Pylsa með öllu 320 kr. (320 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 265 kr. (254 kr.)
Lítill ís í brauðformi 350 kr. (350 kr.)
Prins Polo XXL 200 kr. (200 kr.)
Staðarskáli
Hamborgaratilboð 1.395 kr. (1.395 kr.)
(Ostborgari, franskar og gos)
Pylsa með öllu 325 kr. (325 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 259 kr. (259 kr.)
Lítill ís í brauðformi 325 kr. (300 kr.)
Prins Polo XXL 189 kr. (189 kr.)
N1 Blönduósi
Hamborgaratilboð 1.395 kr. (1.395)
(Ostborgari, franskar og gos)
Pylsa með öllu 325 kr. (325 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 259 kr. (259 kr.)
Lítill ís í brauðformi 300 kr. (300 kr.)
Prins Polo XXL 189 kr. (189 kr.)
KS Varmahlíð
Hamborgaratilboð 1.240 kr. (1.240 kr.)
(Ostborgari, franskar, kokteilsósa og gos)
Pylsa með öllu 320 kr. (320 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 250 kr. (250 kr.)
Lítill ís í brauðformi 240 kr. (240 kr.)
Prins Polo XXL 140 kr. (140 kr.)
Ak-inn, Akureyri
Hamborgaratilboð 1.390 kr.
(Ostborgari, franskar og gos)
Pylsa með öllu 320 kr. (300 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 270 kr. (250 kr.)
Lítill ís í brauðformi 320 kr.
Prins Polo XXL 220 kr. (195 kr.)
Olís söluskáli, Reyðafirði
Hamborgaratilboð 1.020 kr. (1.020 kr.)
(Ostborgari og franskar)
Pylsa með öllu: 310 kr. (310 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 259 kr. (259 kr.)
Lítill ís í brauðformi 265 kr. (265 kr.)
Prins Polo XXL 189 kr. (185 kr.)
Við voginn, Djúpavogi
Hamborgaratilboð 1.550 kr. (1.450 kr.)
(Ostborgari, franskar, kokteils. og 0,5 l gos)
Pylsa með öllu 350 kr. (350 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 260 kr. (240 kr.)
Lítill ís í brauðformi 250 kr. (250 kr.)
Prins Polo, venjulegt, 100 kr.
Söluskáli SJ, Fáskrúðsfirði
Hamborgaratilboð 1.350 kr. (1.350 kr.)
(Ostborgaratilboð, frönskum, kokteils. og ½ l Pepsi)
Pylsa með öllu 320 kr. (320 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 260 kr. (260 kr.)
Lítill ís í brauðformi 400 kr. (400 kr.)
Prins Polo XXL 200 kr. (200 kr.)
Kría veitingasala, Eskifirði
Ostborgari með grænmeti 890 kr. (890 kr.)
Pylsa með öllu 360 kr. (360 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 260 kr. (260 kr.)
Lítill ís í brauðformi 250 kr. (250 kr.)
Prins Polo XXL 230 kr. (230 kr.)
Verslunin Ásbyrgi
Hamborgaratilboð 1.450 kr. (1.450 kr.)
(Byrgisborgari, franskar og kokteilsósa)
Pylsa með öllu 395 kr. (350 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 250 kr. (250 kr.)
Prins Polo XXL 180 kr. (180 kr.)
Besti bitinn,
Patreksfjörður
Hamborgaratilboð 1.450 kr. (1350 kr.)
(Hamborgari, gos og franskar)
Pylsa með öllu 300 kr. (300 kr.)
Kók í plasti 0,5 l 250 kr. (230 kr.)
Prins Polo XXL 215 kr. (215 kr.)
1