Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 46
Helgarblað 27.–30. júní 201430 Fólk Viðtal sem ég fór en nú er það þessi braut. Maður heldur áfram að lifa og bæta sig, gera eitthvað betur. Maður má ekki horfa með einhverri eftirsjá til fortíðarinnar. Það er bara liðið, hvað er næst?“ Býr ekki til glansmynd Hilmir á að baki ófá sigra á lífsleiðinni með glæstum leiklistarferli. Hann er hvað stoltastur af starfi sínu sem leikari. „Hvernig ég vinn og hvernig ég lít á fagið mitt og nálgast það. Ég er ánægður með hvar ég er staddur faglega,“ segir Hilmir léttur. Hilmir er ávallt í sjálfskoðun og segist ekki einungis kostum gæddur, enda hafi allir sinn djöful að draga. Hann segir eigin galla bitna mest á honum sjálfum frekar en öðrum. „Ég veit ég er heiðarleg og góð mann- eskja, sem hleypur stundum fram úr sér. Ég er gallaður, en ég er ekki það gallaður að ég sé eitthvað að meiða fólk í leiðinni. Þetta bitnar kannski frekar mest á sjálfum mér,“ seg- ir Hilmir. „Ég vinn við það að skoða manneskjur og ég verð óhjákvæmi- lega að skoða sjálfan mig í leiðinni. Ég get ekkert hlíft mér,“ segir Hilm- ir sem virðist vera mjög meðvitaður um eigin persónu. „Heiðarleikinn er ein leið til að komast í nánd við sína manneskju. Að finna sína góðu manneskju er að segja; svona er ég, og setja það bara á borðið. Ég held að það sé grund- völlur til þess að nálgast annað fólk og sjálfan þig,“ segir Hilmir sem kann hvað mest að meta heiðarleika og telur verst þegar fólk heldur raun- veruleikanum í felum. „Allir myndu vilja vera með óbrigðula ákvarðanatöku og eins og fullkomið fólk í bókum, en við erum það ekki. Meira að segja eru ofasalega fáir það. Flestir eru að ljúga því að þeir séu það. Flestir eru að búa til glans- myndina og viðurkenna aldrei hvað er að þeim,“ segir Hilm- ir sem vill ekki lifa í tilbúinni blekkingu. Frelsi í hestamennsku Hilmi Snæ er það mikið í mun að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Leiklistin getur verið erfið en þrátt fyr- ir að lifa og hrærast í hamsleysinu sem gjarnan fylgir þeim bransa gefur hann sér reglulega tíma í hesta- mennsku, því hún fær- ir honum núið. „Ég vinn við að leika. Ég hef unnið við það að smíða, ég hef unnið við að vera sjó- maður. En ég er hesta- maður,“ segir Hilmir og hlær. „Ég lít eiginlega mest á mig sem hesta- mann. Það er líf mitt,“ segir Hilmir en hann gæti gleymt sér dögum saman á hestbaki. Það er vegna þess frelsis sem hestamennskan veit- ir honum. „Það er eitthvað nú. Vera einhvers staðar með skepnum og engum háður. Það er bara tímaleysi og frelsi. Ég er svo kærulaus mað- ur, þess vegna elska ég þetta. Ég vil aldrei hafa neinar skorður á mér en svo verð ég að falla inn í þetta mót, en ég er bara ekki þannig, ég vil bara hafa algjört frelsi, og þarna finn ég það,“ segir Hilmir með ákafri röddu. Misstu fyrirtækið Hilmi líður best þegar hann er engu bundinn og finnst hann ná fram þeirri tilfinningu þegar hann er á hestbaki. „Ég er örugglega með eitthvað smá aspergerheilkenni. Ég bara þoli ekki þegar einhver segir mér að gera eitt- hvað og ég eigi að vera fastur að gera þetta hér og nú klukkan þetta. Ég verð alltaf að ákveða sjálfur. Ég verð reiður niður í tær af pirringi ef einhver er að segja mér að gera eitthvað á þessum tíma núna. Þetta er barnaleg reiði og pirringur en hún er bara í mér. Þess vegna elska ég að vera á hestbaki, þú getur ekki verið með stress í kringum þessar skepnur. Þær skynja það ef þú ert pirraður og þá koma þær þannig fram við þig, þannig þú verður að vera afslappaður.“ Hilmir Snær tók hestamennsk- una á annað stig fyrir nokkrum árum þegar hann stofnaði fyrirtæk- ið Tölt ehf. ásamt leikaranum Jó- hanni Sigurðarsyni. Fyrirtækið var aftur á móti nýverið tekið til gjald- þrotaskipta. „Þetta voru bara tve- ir ævintýramenn að kaupa sér tóm- stundajörð. Svo bara kom kreppa og við áttum ekki fyrir þessu. Þetta var draumur sem gekk ekki upp.“ Hilm- ir er þó enn mikið í hestamennsk- unni enda á hann átta hross. Þegar blaðamaður hitti Hilmi var hann til dæmis nýkominn úr fjögurra daga hestaferð. Hestamennskan er góð til móts við leiklistina að sögn Hilmis. „Ég hleyp í þetta um leið og ég kemst. Á hestbak eða að veiða. Af því maður er bundinn í báða skó allan tímann í hinu faginu. Maður hleypur út í ljós- ið eins og kálfur að vori.“ Hilmir kann að meta áhyggju- leysið sem hestamennskan færir en þrátt fyrir það myndi Hilmir aldrei vilja sleppa bransanum og telur erf- iðið þess virði. „Auðvitað er leikara- bransinn rosalega skorðaður af og ef þú ert í leikhúsi að vinna þá ertu rosalega mikið bundinn. Ég er búinn að sætta mig við þetta. Þetta er fagið sem ég valdi. “ Jafnvægið veitir hamingju Spurður um hvað geri hann ham- ingjusaman tekur Hilmir sig dágóð- an tíma til umhugsunar. Hann svar- ar loks ákveðinn að jafnvægið sé það sem lætur honum líða best. „Þegar ég er í jafnvægi,“ segir Hilmir og hlær. „Þegar ég er í jafnvægi og fólk- ið í kringum mig, þá er ég hamingju- samur.“ Jafnvægið er ekki auðfundið að sögn Hilmis. „Þetta er svo fyndið, maður er svo mikið barn fram eftir öll- um aldri að maður er enn þá að leita að jafnvæginu í sjálfum sér. Ég hugsa að ég verði að því fram til sjötugs ef ég lifi svo lengi. Maður er alltaf að vega sjálfan sig og meta. Mér líður best þegar ég er í jafnvægi.“ Ójafnvægið virðist þó gjarnan vera óhjákvæmi- legt í heimi leiklistar. „Það eru ýmsir hlutir sem geta triggerað í manni ójafn- vægi. Til dæmis sköp- unargleðin. Þegar þig langar að fara að gera eitt- hvað og þú færð einhverja hugmynd þá fer eitthvað af stað og það lætur þig ekki vera, þá ertu kominn út úr jafnvæginu og upp úr ruggustólnum. Þegar þú ert kominn úr „the zone“, sem er ramminn sem þú átt að vera í, þá getur allt gerst. Það er aldrei jafnvægi í sköpun,“ segir Hilmir. „Þú rótar upp í huga þínum og sál þinni til þess að gera hlutverkið sem þú ert að leika trúverðugt. Ef þú ert að leika mann sem er skepna, þá finnur þú það í sjálfum þér til þess að gera þetta trúverðugt. Af því að allir heimta það. Leikhúsgestir vilja bara fá sannleikann. Ef þú gerir það ekki, þá ertu lélegur leikari og þá ertu látinn fara. Til þess að gera þetta þarftu að róta upp í þér, og þess vegna ertu ekki í jafnvægi þegar þú ert að skapa,“ segir Hilmir. Hann segir að oft þurfi að opna á hugsanir sem hinn venjulega mann- eskja myndi ekki hleypa að. „Stund- um, eins og þegar þú ert að leika, þá þarftu að opna á þessar hugsanir og segja, ég ætla að hugsa svona því hlutverkið krefst þess. Það er stund- um svolítið slítandi fyrir mann.“ Þrátt fyrir að leikurinn og listsköp- unin setji Hilmi gjarnan í ójafnvægi þykir honum ávallt gaman af því sem hann gerir. „Jú, það er gaman, en þú ert búinn að opna á eitthvað annað, eitthvað svið þar sem þú ert ekki þú alveg 100 prósent. Þú leyfir þér að fara eitthvað sem þú myndir annars ekki leyfa þér að fara.“ Bransinn annar í dag Hann segir heiður að vinna með þeim góðu leikurum sem hann hef- ur unnið með í gegnum tíðina og seg- ir að bransinn sé annar í dag en hann var þegar hann byrjaði að leika 25 ára gamall. „Mér fannst miklu meiri ríg- ur þegar ég var ungur maður að koma inn í leikhúsið. Þá fannst mér vera skítkast og rígur, en mér finnst það bara farið, ég sé þetta ekki núna. Ég held það sé út af tímanum og það eru komnir fleiri. Það eru miklu fleiri um hituna núna. Þegar þú veist að þetta er svona stórt þá verður þetta líka minni rígur, af því það þýðir ekkert, það eru svo margir. Þú getur aldrei sagt að þessi og hinn sé að taka að þér hlutverk. Það er bara barnalegt. Mér fannst ég upplifa eitthvað svona í gamla daga en ég bara sé þetta ekki lengur, eða kannski er ég bara orðinn gamall og fatta þetta ekki,“ segir Hilm- ar og hlær. Hann fer fögrum orðum um sam- leikara sína og telur ríkja gott and- rúmsloft í leiklistarheiminum á Ís- landi. „Við eigum alveg frábæra listamenn á þessu landi, og það er al- gjör heiður að fá að vinna með þessu fólki. Við erum ótrúlega rík af góðum leikurum og góðum listamönnum. Við föttum það ekki stundum. Þegar ég er að leikstýra og vinna með þessu fólki þá sé ég það hvað við eigum ótrúlega flott fólk miðað við hvað við erum fá og lítil. Við eigum listamenn á heimsmælikvarða,“ segir Hilmir. „Þess vegna er það þess virði,“ segir Hilmir og á við leikarabransann. Í góðum f}élagsskap Hann á margar góðar minningar frá sínum langa leiklistarferli. Hann nefnir sérstaklega leikritið Fávitann sem eitt það eftirminnilegasta vegna þess að það var eitt af hans fyrstu verkum. Leikritið var sett upp í Þjóð- leikhúsinu og tók Hilmir eitt af aðal- hlutverkunum að sér, nýskriðinn úr Leiklistarskóla Íslands. Verkin eru mörg sem hann ber hlýjar minningar til síðan þá en hann segir að það helsta sem geri hlutina minnisstæða og ánægjulega er fólk- ið sem hann vinnur með. „Eins og að gera Listaverkið með Balta og Ingvari, það er eitthvað sem situr alltaf eft- ir, ekki bara út af verkinu heldur líka út af félagsskapnum,“ segir Hilmar. Hann nefnir í sama samhengi leik- ritið Með fulla vasa af grjóti sem hann lék í ásamt Stefáni Karli Stefánssyni í Þjóðleikhúsinu og naut mikilla vin- sælda. „Þetta eru verk sem maður man alltaf eftir af því að það var gam- an að vinna með fólkinu sem var í því,“ segir Hilmir. „Þú ert með æðislega flottu og góðu fólki og að vinna eitthvað gott og skemmtilegt. Það er svona það sem situr mest eftir. Þetta eru ekki alltaf bara þínir persónulegu sigrar heldur líka snýst þetta um að hafa gaman,“ segir Hilmir að lokum. Nóg á döfinni Hilmir verður í tveimur nýjum hlut- verkum í Borgarleikhúsinu í vetur. Einnig mun hann leikstýra nýju verki eftir Birgi Sigurðsson sem heitir Er ekki nóg að elska? Hilmir hefur mikla mætur á Birgi en hann skrifaði leik- ritið Dagur vonar, sem Hilmir leik- stýrði fyrir nokkrum árum í Borgar- leikhúsinu. Hilmir segir það vera eitt besta verk sem hefur verið samið og hið nýja sé alveg jafn glæsilegt verk. Það verður spennandi að sjá hvernig Hilmi mun vegna í Borgarleikhúsinu, bæði sem leikari og leikstjóri. n „Allar fjölskyldur eiga einhver leyndarmál M y N d s ig tr y g g u r a r i Á sviði Hilmir Snær þurfti ekki að kafa djúpt fyrir Eldraunina en í Veislunni fékk hann erfitt hlutverk sem litaði allan daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.