Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 27.–30. júní 2014 Dómurinn kom Birki verulega á óvart Svo tók ég svefntöfluEins og hver önnur blómaplanta Lögfræðingur Birkis Kristinssonar um fimm ára fangelsisdóminn. - DV. Ásbjörg Margrét Emanúelsdóttir sefur í bíl sínum. - DV.Jóhanna Björk Hallbergsdóttir lá á sjúkrahúsi í 20 mánuði. - DV. Umsjón: Henry Þór Baldursson Næsti bær við landráð? – af gáleysi Á fjölmennum útifundum á Austurvelli í vor leið voru haldnar margar góðar ræð- ur líkt og á útifundunum, sem steyptu ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar í febrúar 2009, fáeinum mánuðum eftir hrun. Tilefni fundanna nú í vor var sú fyrirætlan Alþingis að draga til baka umsókn Íslands frá 2009 um aðild að ESB, án þess að fólkið í landinu fengi nokkuð um málið að segja. Þessi ráðagerð var athugaverð af tveim ástæðum. Annars vegar höfðu báðir ríkisstjórnarflokkarn- ir lofað því statt og stöðugt að mál- ið yrði til lykta leitt með þjóðarat- kvæði. Hins vegar hefði einhliða uppsögn samningaviðræðna við ESB haft þau áhrif, að nær ógerlegt hefði verið að taka þráðinn upp aft- ur á næstu árum, þar eð þá þyrfti upp á nýtt að afla samþykkis allra einstakra aðildarlanda ESB; hvert einstakt land í sambandinu hefði þá neitunarvald. Hér hugði ríkisstjórn- in því á fáheyrt skemmdarverk í skjóli meiri hluta síns á Alþingi. Fólkinu, sem fylkti liði á Austur- völl laugardag eftir laugardag í vet- ur og vor og skrifaði tugþúsundum saman undir áskorun til Alþing- is um að sjá sig um hönd, tókst að hrinda þessari árás Alþingis á lýð- ræðið. Enn á lýðræðið samt undir högg að sækja. Það er varla tilviljun, að þessir atburðir eiga sér stað hér heima á sama tíma og þjóðremba veður uppi í evrópskum stjórn- málum og teygir sig jafnvel hingað heim í fásinnið í fyrsta sinn frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. Hér má greina munstur. Ein bára stök? Aðför Alþingis að lýðræðinu í ESB- málinu er angi á miklum meiði. Alþingi situr á svikráðum við lýð- ræðið eins og dæmin sanna. Það tókst með naumindum að fá þing- ið ofan af því eða a.m.k. fresta því að rjúfa heit sitt um þjóðaratkvæði um ESB-málið. Alþingi lætur þó engan bilbug á sér finna í stjórnarskrár- málinu, miklu brýnna máli. Um það mál var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla 2012, þótt núverandi ríkis- stjórnarflokkar reyndu koma í veg fyrir hana. Tveir þriðju hlutar kjós- enda lýstu stuðningi við nýja stjórn- arskrá. Með þeim úrslitum hefði málinu átt að ljúka. Alþingi ætlar samt að láta þjóðaratkvæðagreiðsl- una sem vind um eyru þjóta. Það hefur aldrei fyrr gerzt í lýð- ræðisríki, að löggjafarsamkoman virði að vettugi þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá. Þvílíkt athæfi er rétt nefnd tilraun til valdaráns. Það hefur ekki heldur gerzt í nokkru lýðræðisríki, aldrei nokkurn tí- mann, að þjóðkjör hafi verið úr- skurðað ógilt í heilu lagi líkt og sex hæstaréttardómarar, þar af fimm skipaðir í embætti af dómsmálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins, gerðu að lokinni kosningu til Stjórnlagaþings 2010. Guðbjörn Jónsson fv. ráðgjafi færði í opnu bréfi til Hæstaréttar sannfærandi rök að því, að úrskurð- urinn væri beinlínis ólöglegur. Gangur leiksins Skoðanir einstakra manna innan þings og utan á nýrri stjórnarskrá hættu að skipta hagnýtu máli, eft- ir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar 2012 lágu fyrir. Úrslitin voru endanleg líkt og úrslit allra annarra kosninga. Engum leyfist, ekki held- ur Alþingi, að vanvirða kosninga- úrslit. Þeir, sem telja sig hafna yfir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá eða úrslit annarra kosninga, grafa undan lýðræðinu. Þeir, sem hefðu heldur kosið, að einstök ákvæði nýrrar stjórnarskrár hljóðuðu öðruvísi, þurfa að bíða næstu endurskoðunar, vonandi eftir 20-30 ár frekar en 70. Það er gangur leiksins í lýðræðisríkjum. Guðrún Pétursdóttir, fv. formaður stjórnarskrárnefndar, hvatti fundar- menn á Austurvelli í vor til að rifja um skilgreiningu orðsins landráð. Um þetta segir í hegningarlögum: „Hver, sem sekur gerist um verkn- að, sem miðar að því, að reynt verði með … svikum að ráða íslenska rík- ið eða hluta þess undir erlend yfir- ráð… skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“ Á þetta þrönga ákvæði hefur aldrei reynt fyrir dóm- stólum. Ákvæðið er barn síns tíma: það voru þau ár um ofanverða nítj- ándu öld, þegar þjóðríkin voru að hasla sér völl fyrir tíma alþjóðasam- starfs og efnahagsbandalaga nútím- ans. Í nútíma lýðræðisríki væri nær, að í stað orðanna „ráða íslenska rík- ið eða hluta þess undir erlend yf- irráð“ kæmi heldur „leysa íslenska ríkið eða hluta þess undan yfirráð- um kjósenda.“ Slíkur texti leggur að jöfnu svik t.d. auðlinda í þjóðareigu undir erlend yfirráð og undir yfirráð innlendra hagsmunahópa. Arnaldur og Salka Halldór Laxness skildi þetta. Hann lætur Arnald segja við Sölku Völku: „Hvað var það, sem gerðist 1874, þegar fjárhagur okkar var aðskilinn Danmörku? Í raun og veru ekki ann- að en það, að arðránið af alþýðunni færðist inn í landið. Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjun- um.“ n Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Mynd SiGtryGGUr Ari Áfangar eða áfangar … Í ellefu hundruð árin rúm við eilífð- ar veginn gengum og sjö eru tugir síðan við sjálfstæði okkar feng- um. Íslenska þjóðin þráir auð þegar við landið mengum; ég tel að sú byrði bara sé bölvun sem þjónar engum. Bráðnandi jöklar, brunnin tún, bliknar nú andinn fúsi og þjóð minni finnst sem foldin öll í fangelsi tímans dúsi; sem glóandi afl af grimmd og heift með græðgi hvert hjarta knúsi, líkt einsog nú sé lífið sjálft lokað í gróðurhúsi. Hellis- við gráa -heiði er hiti í iðrum jarðar, frá Hengli þar mynda mikinn krans máttugir fjallagarð- ar, eiturský þarna uppi fá að iða sem ljósir farðar, og jafnan í gegnum gufu sjást græðginnar minnisvarðar. Akrafjall blasir öllum við með iðnað í sínu skjóli, stálbræðslan mikla stað sinn fékk sem stytta á lág- um hóli, álverið bláa ýlfrar hátt sem úlfur í sauðabóli þar sem hér áður sýndu sig sóleyjar, hvönn og njóli. Við Straumsvík er álver starf- rækt enn og staðið það lengi hefur, erlendum millum orkulind arðinn af bræðslu gefur, spunninn er þar um gullsins glit garpanna lygavef- ur meðan til fjalla Fróni á fossbúinn aldrei sefur. Sigalda líkt og Sognið þarf seið- andi afl af fjöllum og Búrfell og einnig Blanda fær bugður af háum stöllum. Íslenskum hjörtum yljar vel orkan frá Nesjavöllum en Þjórsárver, okkar stolt og stoð, standa nú fæti höllum. Frá Kröflu í gufu gengið er að Gjá- stykki niður bratta; Húsavík þaðan helst vill nú hljóta af orku slatta; til iðju á Bakka þjóðin þarf þúsundir megavatta. En útlenskir jöfrar ekki fá til okkar að greiða skatta. Á veraldarinnar veisluborð vel- megun breiðir dúka er gljúfur sem áður geymdu fljót gleymast og keppni ljúka og þarna af lóni lengi fær leirinn um auðn að fjúka, þar sem í brattri brekku dó blómið við Kárahnjúka. Hjá Gullfossi vart fær dauði deyft drunur í þungum bassa og Geysir er sagður gefa hér guðdómsins fyrsta klassa, milljónir ferðamanna brátt munu þar sýna passa svo gjaldeyrir fái glatt í raun gattóman ríkiskassa. Af skinhelgi verður skömmin mest skapar hún böl og æði er olía brátt með arði fær að auka hin fölsku gæði; með orku menn vilja efla helst auðmagnsins seðlaflæði því bráð- um mun Mammons merki reist með mengun á Drekasvæði. Núna ég ljóssins notið fæ nóttina dimma, langa er ylríkur bjarminn áfram berst út yfir nes og tanga. Í Ís- landi sjálfu orkan býr sem auðvaldið helst vill fanga, mér er þó enn í minni ferskt myrkrið við Sultartanga. n Þrungið er orku Þórisvatn, þarna er aflið vakið, þótt jötunninn hengi höfuð þar; svo hræddur við andartakið, því fjallkonan bæði þreytt og þjáð í þrengingum leggst á bakið en karlinn í neðra sigursæll á sálunum herðir takið. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Dýrast í heimi 1 „Þessum manni er alveg sama þótt kona sé ófrísk, það stoppar hann ekkert“ Olga Genova segir að það að búa með hennar fyrrverandi sambýlis- manni, Jörgen Má Guðnasyni, hafi verið eins og að búa ofan á eldfjalli; allt gat verið í lagi og á næsta augnabliki gat of- beldið blossað upp. Hún hefur kært hann fyrir líkamsárás, líflátshótun, eignaspjöll, húsbrot, þjófnað og skjalafals. 47.953 hafa lesið 2 Jörðin gleypti þau Manns-hvörf á Íslandi hafa löngum vakið mikla athygli. Það er nánast mánaðarlegt að björgunarsveitir eru kallaðar út til að leita að týndum eða jafnvel slösuðum Íslendingum og ferðamönnum sem hafa lent í hrakningum á ferðum sínum um íslenska náttúru. „Það er ekkert eitt sem sameinar alla þá sem við leitum að, nema þá að þeirra er saknað,” segir Sigurður Ólafur Sigurðsson, margreyndur leitar- maður hjá Landsbjörg. 34.993 hafa lesið 3 Stjórnendur dularfullrar gróðamaskínu ákærðir fyrir fjárdrátt Bjarni Þór Júlíusson og Úlfar Guðmundsson, stjórnarmenn fyrirtækjanna Arðvís og Costa, hafa verið ákærðir fyrir stórfelldan fjárdrátt og bókhaldsbrot, að því er fram kemur á fréttavef RÚV. 33.841 hafa lesið 4 Ásbjörg sefur í bílnum sínum Hinn 1. febrúar síðast- liðinn flutti Ásbjörg Margrét Emanúels- dóttir af heimili sínu í Breiðholti og í bifreið sína, lítinn smábíl. Þar hefur hún sofið og hafst við í öllum veðrum, en fær einstöku sinnum inni hjá aðstandendum þegar þess þarf. 32.950 hafa lesið 5 „Þjófur á að missa höndina fyrir þjófnað“ „Það stendur í Kóraninum: Þjófur á að missa höndina fyrir þjófnað. En skilyrði fyrir því að missa höndina er að samfélag- ið sé algjörlega íslamískt, þar sem enginn þarf að stela einu eða neinu,“ sagði Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, í viðtali við Ísland í dag. 31.962 hafa lesið Mest lesið á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.