Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 27.–30. júní 201412 Sumarhátíðir „Strákar, viljið þið ekki bara spila með okkur?“ n Þjóðhátíð fyrir alla fjölskylduna í 140 ár n Fjallabræður opinbera hverjir syngja með þeim Þ etta er alveg dásamlegt. Það er eitthvað sérstakt við það að vera inni í einhverj­ um svona litlum dal með 14 þúsund manns og það eru allir glaðir og allir að syngja. Það eru einhvern veginn allir með hugann á sama stað,“ segir Halldór Gunn­ ar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, í samtali við DV um stemninguna í Dalnum, sem hann segir þó erfitt að lýsa nema fólk hafi farið á hátíð­ ina. Halldór var á miðri æfingu með Fjallabræðrum þegar blaðamaður náði tali af honum, en var tilbúinn til þess að deila nokkrum sögum um þjóðhátíð. Quarashi ekki spilað síðan 2011 Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 140 ára afmæli í ár og hafa skipuleggjend­ ur tilkynnt hvaða listamenn koma til með að troða upp í Dalnum í ár. Það eru Skálmöld, Mammút, Fjalla­ bræður ásamt Sverri Berg mann, Jón as Sig urðsson, Kal eo, Baggal út­ ur, Quarashi og Skíta mórall, en dag­ skrá verður kynnt á næstu dögum. Liðsmenn Quarashi koma saman aðeins fyrir þessa helgi og troða upp í fyrsta skipti síðan á Bestu útihátíðinni árið 2011. Hér má því segja að um einstakt tækifæri sé að ræða til þess að sjá eina vinsælustu hljómsveit fyrri ára á Íslandi spila. Jón Jónsson samdi þjóðhátíðarlag­ ið í ár, Ljúft að vera til, og má búast við því að gítarleikarar séu nú þegar byrjaðir að æfa lag og texta fyrir tjaldstemninguna. Spiluðu óvænt með Hjálmum Spurður hvort Halldór geti rifjað upp einhver skemmtileg eða óvænt atvik frá þjóðhátíð, segir Halldór vera nóg af þeim, en rifjar upp eitt sem átti sér stað fyrir tveimur árum. „Við lentum í því einu sinni að við vorum á leiðinni af sviðinu, það var mjög skemmtilegt. Þá voru Hjálmar að fara að spila og þegar við löbb­ um af sviðinu þá segja þeir: „Strák­ ar, viljið þið ekki bara spila með okkur?““ Segir Halldór að Fjalla­ bræður hafi játað því og spurt hvað þeir ættu að spila. „Þið kunnið þetta bara,“ var þá svarið sem þeir fengu frá meðlimum Hjálma. „Svo var far­ ið á svið með Hjálmum og tekið al­ veg geðveikt gigg. Það var svolítið skemmtilegt og óvænt,“ segir Hall­ dór. Einn gítar og 150 manna söngur Halldór segir hópinn eiga skemmti­ lega hefð á þjóðhátíð. Fjallabræður, ásamt lúðrasveit og öðru fólki segir hann vera um 150 manns og er hefð fyrir því að allir hittist eftir tónleika, um klukkan eitt eftir miðnætti, og gangi á milli hvítu tjaldanna í Daln­ um og syngi og spili. „Við förum alltaf og syngjum á elliheimilinu, sviðinu og í hvítu tjöldunum, það er rúnturinn,“ segir hann og bætir við glaður í bragði að það sé rétt hægt að ímynda sér allan hópinn troðast inn í hvítu tjöldin með einn gítar. Æfa með gestum Halldór segir æfingar nú þegar hafnar fyrir hátíðina. „Við erum með nokkra gesti með okkur núna sem þarf að æfa sérstaklega. Það eru Jónas Sig og Helgi Björns, Sverr­ ir Bergmann og Lúðrasveit Vest­ mannaeyja,“ segir Halldór um æf­ ingar bræðranna fyrir þjóðhátíð í Eyjum, en nöfnin á gestum Fjalla­ bræðra hafa ekki verið opinberuð áður. Fjallabræður spila á sunnu­ dagskvöldinu en þetta er fjórða árið sem þeir koma fram á hátíðinni. Ljóst er að búast má við kröftugum tónleikum, eins og Fjallabræðrum einum er lagið. Átta ára vill ekki missa af „Elsta dóttir mín er átta ára og hún vill alls ekki missa af þjóðhátíð. Þetta er svona bara partur af sumr­ inu hjá þeim líka,“ segir Hörður Orri Grettisson, meðlimur í þjóðhátíðar­ nefnd ÍBV, sem sér um skipulag há­ tíðarinnar. Hörður, sem er 30 ára gamall, hefur verið 28 sinn­ um á þjóðhátíð en þetta er í fyrsta skipti sem hann kem­ ur að skipulagi hennar. Upplifir í gegnum börnin Hörður segist hafa upplifað allt sem hátíðin hefur upp á að bjóða fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þegar hann var barn naut hann barna­ skemmtunar og lunda­ smökkunar og á unglings­ árum segist hann hafa skemmt sér meira á kvöldin og á nóttunni. Núna snúist hátíðin fyrir honum um hans eigin börn og þeirra upplif­ un. „Núna í dag á maður orðið þrjú börn og upplifir þetta kannski meira í gegnum þau og mætir snemma með þau í Dalinn til að leyfa þeim að upplifa skemmtunina sem mað­ ur upplifði sjálfur hérna sem barn,“ segir Hörður. Hann segir það yfir­ leitt vera einn af hápunktum há­ tíðarinnar. Þá segist hann halda að þetta lýsi líka viðhorfi hins almenna Eyjamanns og að hinn almenni Eyjamaður pæli minna í dagskrá á kvöldin en til að mynda aðrir gestir. En Hörður segist jafnframt njóta dagskrárinnar á kvöldin. „Svo fer maður með börnin heim eftir mið­ nætti og fer sjálfur aftur niður eftir og klárar kvöldið. Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem maður vill alls ekki missa af,“ segir Hörður. n erlak@dv.is „Strákar, viljið þið ekki bara spila með okkur? Í sveiflu Halldór Gunnar og Fjallabræður verða á þjóðhátíð. Jón Jónsson Á þjóðhátíðarlagið í ár, Ljúft að vera til. Eftirminnilegt Blysin og flug- eldar skapa ógleymanlega stund. Mannhaf og ljósadýrð Dalurinn lítur glæsilega út að kvöldi til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.