Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 27.–30. júní 2014 Fólk Viðtal 29
honum það ekki vera svo. „Nei, nei,
það er bara þannig. Eða jú, kannski
á suman hátt. Þegar hjartað slær ná-
lægt þér er náttúrlega auðveldara að
gera hlutina. Við getum alveg sagt að
ég þurfti ekki að kafa mjög djúpt til að
finna þennan mann. Þetta er óþægi-
legt á vissan hátt. Þegar þú vinnur við
leiklist er það bara þannig. En það
er ekkert í boði að finnast eitthvað
óþægilegt. Þú verður bara að fara
þangað. Ef þú ætlar ekki þangað get-
ur þú bara farið að finna þér eitthvað
annað að gera,“ segir Hilmir og hlær.
Annað erfitt hlutverk sem Hilm-
ir hefur þurft að glíma við er úr leik-
ritinu Veislunni sem Þjóðleikhúsið
sýndi rétt eftir aldamót. Þar lék hann
tilfinningaþrungið hlutverk Kristjáns
sem ásakar föður sinn um kynferð-
isbrot. „Það var tilfinningalega mjög
erfitt hlutverk. Þegar þú leikur svona
hlutverk eru dyrnar á leikhúsinu svo-
lítið þungar þegar þú mætir. Þú veist
hvaða pakka þú ert að ganga inn í
og dagarnir verða svolítið öðruvísi.
Þú vaknar og veist að þú ert að fara
að leika þetta á kvöldin og það litar
daginn.“
Hilmir segir að það geti verið and-
lega erfitt að vera leikari. „Ég ætla
ekkert að skafa af því. Það er mjög
erfitt stundum að vera í þessu starfi
ef maður ætlar á annað borð að gera
það vel. Þar sem maður gerir kröf-
ur til sjálfs síns, er stundum erfitt að
uppfylla þær,“ segir Hilmir. „Ef manni
finnst maður ekki ná eins langt og
maður vill þá verður maður fyrir von-
brigðum.“
„Allar fjölskyldur eiga
einhver leyndarmál“
Í leit að þeirri fyrirmynd sem mót-
aði hann hvað mest sem manneskju
nefnir Hilmir föður sinn. „Ég miða
mig við hann sem manneskju. Hvern-
ig maður á að vera sem manneskja og
hvernig maður á að koma fram, það
er hann sem hefur mótað mig.“
Hann segist þannig eiga í mjög
góðu sambandi við föður sinn, eins
og fjölskylduna alla. Hilmir Snær er
giftur Bryndísi Jónsdóttur og saman
eiga þau 19 ára dóttur. Hilmir Snær
á einnig aðra dóttur sem fæddist árið
2009. Fjölskyldulífið er nokkuð hefð-
bundið að hans sögn, þótt lífið sé ekki
alltaf dans á rósum.
„Ég veit í rauninni ekkert hvern-
ig hin hefðbundna fjölskylda er. Allar
fjölskyldur eiga einhver leyndarmál.
Engin fjölskylda er eins fullkomin og
hún virðist út á við. Ég held við séum
mjög venjuleg fjölskylda, án þess að
ég viti hvernig fjölskylda á að vera. Það
er eitthvað að hjá öllum,“ segir Hilmir.
Hafa yfirstigið erfiðleika
Þau hjónin eru búin að vera saman
í 20 ár. Þrátt fyrir erfiðleika sem upp
hafa komið segir hann sambandið
þeirra mjög gott, enda hafi þau
unnið úr vandamálunum. „Við erum
mjög opinská og höfum farið í gegn-
um margt. Við höfum lent í mörgu á
leiðinni. Eins og ég held að allir lendi
í sem eru búin að vera saman í 20
ár. Ég held það sé óhjákvæmilegt að
lenda í einhverjum stormum á sigl-
ingunni. Við erum opinská að því
leyti að við höfum talað um það og
athugað hvort að við ætlum að sigla
þessum bát áfram saman eða ekki,“
segir Hilmir sem vill ekki halda neinu
í felum. „Erfiðleikar eru bara hluti af
lífinu. Hvort sem þú ert einn á ferða-
lagi í gegnum það eða með einhverju
öðrum, þá er það alltaf erfitt. Það er
bara hluti af því að vera til.“
Hilmir myndi helst vilja vera laus
við allar áhyggjur en er þó raunsær.
„Það er hundleiðinlegt en mað-
ur verður bara að gera það. Ég vildi
helst af öllu ekki takast á við neitt.
Ég vildi að allt væri gott og allir væru
góðir og enginn myndi gera neitt af
sér. Ég vildi að ég ætti auðveldara
með að taka ákvarðanir og myndi
aldrei lenda í árekstrum við neinn.
En maður verður bara að horfast
í augu við það og takast á við það,
hversu lítið sem mann langar til
þess,“ segir Hilmir.
Eftirsjá er ekki eitthvað sem Hilm-
ir leyfir sér að tönnlast á þótt hann
geri sér grein fyrir eigin mistök-
um. „Það er margt í lífinu sem mað-
ur gæti séð eftir en ég reyni frekar
að halda áfram heldur en að sjá eft-
ir einhverju, af því mér finnst fortíð-
in ekki eins spennandi. Maður gerir
alls konar afglöp, maður gerir eitt-
hvað af sér, maður gerist sekur um
hina og þessa hluti í lífinu. Alls kon-
ar mistök og alls konar vandræði, en
ef maður ætlar að hanga þar þá held
ég að maður verði aldrei neitt stærra.
Maður verður bara að segja jæja,
þarna var ég og þarna var brautin
Uppgjör Hilmis„Ég veit ég er
heiðarleg og góð
manneskja, sem hleypur
stundum fram úr sér
m
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i