Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 27.–30. júní 2014 S ú hefð hefur skapast á Reykjanesinu að hengja lás í handriðið á brúnni mill heimsálfa. Hún hefur í kjöl- farið hlotið nýtt nafn og er nú kölluð „Ástarbrúin á milli heimsálfa“. Ekki er langt síðan að handrið á hinni frægu „ástarbrú“ í Pont des Arts hrundi vegna álags vegna lása sem hafa verið hengdir á brúna á undan- förnum árum en þeir eru orðnir nokkur þúsund í dag og er staðurinn vinsæll meðal ferðamanna sem sækja þessa borg ástarinnar. Ástæðan fyrir þessum fjölda lása er vinsæl hefð sem hefur skapast í Par- ís. Ástfangin pör hengja lása á brúna með nöfnum sínum og þannig inn- sigla ást sína en lyklunum hefur hing- að til verið hent í ána. Hefðin er orðin til hálfgerðra vandræða fyrir borgaryf- irvöld sem nú íhuga að styrkja hand- riðin á brúnni. Fjöldi fólks leggur leið sína að brúnni á degi hverjum í París með lás í hönd en ekki hefur verið tek- in ákvörðun um framtíð hennar. Í þætti Kardashian-systra Það var ekki til að minnka vinsæld- ir „ástarbrúarinnar“ þegar Kourtney Kardashian, ein af frægu Kardashian- systrunum, mætti til Parísar ásamt Scott Disick, eiginmanni sínum, og hengdi lás á brúna en gjörningurinn var sýndur í sjónvarpi úti um allan heim í gegnum þátt sem fjallar um líf fjölskyldunnar. En nú virðist sem þessi hefð hafi náð alla leið til Íslands. Brúin sem áður var þekkt undir nafninu „Brúin milli heimsálfa“ hefur þannig fengið nýtt nafn og er nú kölluð „Ástarbrúin á milli heimsálfa“. Brúna er að finna á Reykjanes- inu, fyrir ofan Sandvík, þar sem Clint Eastwood og tökulið hans tóku upp stórmyndina Flags of Our Fathers á sínum tíma. Byrjaði fyrir nokkrum árum „Þetta byrjaði fyrir tveimur eða þrem- ur árum. Þetta var ekkert sem við vor- um að hvetja til en það kom upp sú umræða fyrir nokkru hvort þetta væri eitthvað sem við ættum að ýta und- ir eða taka niður,“ segir Þuríður Hall- dóra Aradóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness. „Það má eiginlega segja að sú ákvörðun hafi verið tekin fyrir okkur,“ segir Þuríður Halldóra en brúin er til dæmis kjörin fyrir þau pör sem koma hvort frá sínum staðnum í heimin- um. „Já, ef annar aðilinn kemur frá Evrópu til dæmis og hinn frá Banda- ríkjunum þá má eiginlega segja að þetta sé staðurinn sem sameinar þau. Þetta er upplifun fyrir pörin sem hengja lás á handriðið og þarna er verið að búa til öðruvísi minningar.“ Skoða hvort handriðið þoli álagið Hún segir þessa hefð sem nú er að skapast hér á landi skemmtilega þó svo að hún skilji þau sjónarmið að lásarnir gætu verið sjónmengun. Ekki hafi verið lagt upp með þetta þegar brúin var búin til á sínum tíma og því þurfi að skoða það vandlega hvort handriðið þoli alla þá lása sem koma til með að bætast við á næstu árum. „Handriðið er mjög sterkt en þetta er vissulega eitthvað sem við þurf- um að skoða þegar lásunum fer að fjölga,“ segir Þuríður Halldóra sem er sammála blaðamanni að þarna sé um að ræða fría og skemmtilega markaðssetningu sem þau hafi ekki gert ráð fyrir á sínum tíma. Verður þetta jafn vinsælt og í París? „Ég veit ekki hvort við náum þeim fjölda lása sem eru í París enda töluvert fleiri ferðamenn sem þangað fara, en þetta er skemmti- legt engu að síður.“ Á meðan ferðamenn í Par- ís henda lyklunum í ána þá er ekki vitað hvað gert er við lyklana á Reykjanesinu en einhverjir hafa þó brugðið á það ráð að grafa þá í sand- inn fyrir neðan brúna. Komu frá Austurríki með lás Blaðamaður DV skoðaði nýju „ást- arbrúna á milli heimsálfa“ á dögun- um og hitti þar ferðamenn frá Aust- urríki sem voru að hengja lás á handriðið. Þau höfðu heyrt af „íslensku ást- arbrúnni“ frá vinafólki sínu sem hafði árinu áður hengt lás á handriðið og þannig innsiglað ást sína. „Þetta er virkilega skemmtilegt. Það eru svona brýr á fleiri stöðum í heiminum en vinafólk okkar hef- ur það að markmiði að hengja lás á þær allar,“ sagði Claudia Scheibelho- fer sem var hér á landi ásamt eigin- manni sínum. Hún hafði ekki dval- ið lengi á Íslandi þegar blaðamaður hitti hana við brúna en sagði náttúru landsins ótrúlega fallega og að hún hlakkaði til þess að ferðast um landið. Ástarlásarnir vekja athygli ferðamanna Fleiri ferðamenn voru við brúna þennan tiltekna dag og vöktu „ást- arlásarnir“ mikla athygli en allir þeir sem á svæðinu voru tóku sér tíma til að lesa á lásana og taka af þeim myndir. En lásarnir eru ekki það eina sem tengist ástinni á þessari nýju „ást- arbrú“ því svo virðist sem einhver ástfanginn aðili hafi tekið sig til og myndað hjarta með steinum í sand- inum fyrir neðan brúna. Hjartað vakti ekki síður athygli ferðamannanna sem stilltu sér upp í sandinum og brostu, hönd í hönd, með nýju ís- lensku ástarbrúna á milli heimsálfa í baksýn. n Ástarbrúin á milli heimsálfa n Tugir lása hengdir á handriðið n Sama hefð og skapaðist í París Atli Már Gylfason atli@dv.is Kourtney og Scott Ein af hinum frægu Kardashian-systrum, Kourtney, kíkti til París- ar og innsiglaði ást sína ásamt Scott á dögun- um en með í för var sonur þeirra, Mason. Komu frá Austurríki með lásinn Claudia er hér á landi ásamt eiginmanni sínum en þau heyrðu af ís- lensku ástarbrúnni í gegnum vinafólk sitt sem hafði komið til Íslands í fyrra og hengt lás á handriðið. Mynd AMG Katja og Thorsten Lásarnir eru af öllum gerðum og stærðum. Sumir leggja meira í lásana en aðrir. Hér er búið að grafa fallega í rauðan lás. Mynd AMG Ephraim og Jill Þau komu hingað til lands árið 2013 og skelltu einum fallegum lás á handriðið á íslensku ástarbrúnni. Mynd AMG Leiðrétting: Óðni ekki boðið starfið Í helgarblaði DV hinn 15. nóvem- ber 2013, í frétt um Ríkisútvarpið, kom fram að Óðni Jónssyni, fyrr- verandi fréttastjóra RÚV, hefði verið boðið að taka við starfi framkvæmdastjóra Samfylkingar- innar á sínum tíma en að hann hefði ekki þegið boðið. Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með. Óðinn segir að honum hafi aldrei boðist slíkt starf og að hann hafi ekki haft nein tengsl við neina stjórnmálaflokka. Hann segir að um gamla lygi sé að ræða sem komið hafi ver- ið á flot til að varpa rýrð á hann sem fréttastjóra RÚV og eins fréttastofu RÚV sjálfa. Sterar og stinningarlyf „Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu, sem innihélt rúm- lega hálft kíló af steradufti.“ Frá þessu segir í tilkynningu frá Toll- inum. Þar segir að sendingin hafi komið frá Hong Kong. „[Hún] var þannig úr garði gerð að duftinu hafði verið komið fyrir í umbúð- um utan af vegglími.“ Framleiða hefði mátt 125 glös, sem rúma 20 millilítra hvert, af fljótandi ster- um úr þessu magni.“ Fram kem- ur einnig að tollgæslan hafi að undanförnu haldlagt umtalsvert magn ólöglegra lyfja. Að megninu til hafi það verið sterar eða stinn- ingarlyf. Meðfylgjandi mynd er af sterunum sem fundust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.