Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 27.–30. júní 2014 D agný Albertsdóttir og eig- inmaður hennar, Samuel Eboigbe Unuko frá Níger- íu, kynntust í Hjartagarðin- um á fjölmenningardegi Reykjavíkur sumarið 2011. „Við höf- um verið saman öllum stundum síð- an,“ segir Dagný í samtali við DV en þau hafa verið hvort öðru til halds og trausts síðustu þrjú ár. Það var þeim því mikið áfall þegar Samu- el var handtekinn í nóvember á síð- asta ári, færður í fangageymslur lög- reglunnar þar sem sími hans var gerður upptækur, og fluttur til Sví- þjóðar í fylgd tveggja lögreglumanna frá alþjóðadeild lögreglunnar. Þá var honum gert að afhenda aleigu sína ellegar skrifa undir skuldaviður- kenningu og skuldbinda sig þannig til þess að greiða 197 þúsund krónur fyrir flutning og fylgdarmenn. Hann valdi síðari kostinn og er því í skuld við ríkissjóð. Helsti glæpur Samuels gagnvart íslenska ríkinu var sá að vera frá Afr- íkuríkinu Nígeríu en eins og DV hef- ur greint ítarlega frá er nær ómögu- legt fyrir fólk utan Schengen að fá dvalarleyfi til lengri tíma á Íslandi. Samuel kom til Íslands í desember 2011 og sótti um hæli sem flótta- maður. Mál hans var aldrei tekið efnislega fyrir og að endingu stað- festi Hæstiréttur Íslands úrskurð Útlendingastofnunar um að hon- um skyldi vísað úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar sem kveður á um að heimilt sé að senda hælisleitendur aftur til þess lands þar sem þeir sóttu fyrst um hæli. „Ég vil ekki að skrifræðisbatteríið eyði- leggi það sem okkur Dagnýju hefur tekist að byggja upp,“ segir Samu- el í samtali við DV en hann hefur ástæðu til að óttast um öryggi sitt verði hann sendur aftur til Nígeríu. Barist við vindmyllur DV ræddi við Nígeríumanninn sem mátti ekki vera á Íslandi en hann fer nú huldu höfði hjá velviljuðum vini í Malmö í Svíþjóð. „Ég hef verið á Ís- landi í tvö ár, unnið fyrir mér, eignast kærustu sem hefur reynst mér svo vel og á í raun nýja fjölskyldu. Mér fannst ég loksins vera búinn að öðl- ast friðsælt líf þegar ákveðið var að taka það allt frá mér á einu bretti.“ Samuel tók þátt í pólitísku starfi aðgerðasinna á vegum MEND (Movement for Emancipation of the Niger Delta) gegn stjórnvöldum í Ní- geríu á námsárum sínum. Hann ber enn þá sýnilega áverka sem hann fékk þegar hann varð fyrir fólskulegri árás í tengslum við stjórnmálastarf sitt. Hann flúði heimalandið í kjöl- farið og hefur því verið á vergangi í um átta ár. Samuel óttast að valda- mikið fólk ógni öryggi hans snúi hann aftur: „Þó að það séu líkur á því að ég komist óhultur inn í landið [Nígeríu] eru miklar líkur á því að einhver þekki mig þegar þangað er komið og þá getur allt gerst.“ Dagný hefur farið fjórum sinnum til Svíþjóðar til þess að heimsækja Samuel en þau giftu sig þar í janúar síðastliðnum. Hún segist langþreytt á baráttunni við Útlendingastofnan- ir, hvort sem þær eru íslenskar eða sænskar, og líkir þeim við vindmyll- ur. Samuel fékk þau skilaboð á mið- vikudaginn að fyrirhugað væri að senda hann aftur til Nígeríu þar sem mál hans verði ekki endurupptekið í Svíþjóð. „Ómannlegt“ „Okkur finnst þetta svo ósanngjarnt vegna þess að við erum gift,“ seg- ir Dagný og heldur áfram: „Ég er frá Íslandi en maðurinn minn má ekki koma þangað með mér. Þetta er eitt- hvað svo ómannlegt.“ Eins og fyrr segir hefur Dagný heimsótt Samuel fjórum sinnum til Svíþjóðar en hún hefur varið sumarfríinu sínu í Mal- mö. „Þetta er búið að vera rosalega mikið púsl en ég er heppin að eiga góða fjölskyldu,“ segir Dagný sem hefur þurft að taka sér töluvert mik- ið frí frá störfum síðustu mánuði. „Þetta er rosalega lýjandi og það er mikil pappírsvinna og kostnað- ur sem fylgir þessu.“ Hún segir erfitt að finna sig í stöðu sem margir telji einungis heyra til fortíðarinnar, eða fjarlægra landa. „Manni finnst ein- faldlega eins og það séu mann- réttindi okkar að fá að vera saman.“ Eins og fyrr segir giftu þau Samuel sig í Svíþjóð í janúar. Í kjölfarið lét Dagný skrá hjónaband þeirra hjá þjóðskrá á Íslandi og sótti um dval- arleyfi til handa Samuel á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Eftir þetta héldum við að það yrði auðsótt fyrir hann að fá leyfi til þess að koma aftur til Íslands þar sem við værum gift,“ segir Dagný. Í mars fékk Dagný símtal frá starfs- manni Útlendingastofnunar þar sem tilteknar voru þrjár ástæður fyr- ir því að dvalarleyfi hefði ekki verið samþykkt. „Catch 22“ Í fyrsta lagi hefði ekki verið sýnt fram á nógu háa framfærslu. Dagný seg- ist ekki skilja hvernig stofnunin hafi getað komist að þessari niðurstöðu enda hefði hún sýnt fram á tölu- vert hærri framfærslu en framfær- sluviðmið Útlendingastofnunar gera ráð fyrir. Í annan stað var tiltekið að Samuel gæti ekki fengið dvalarleyfi þar sem Dagný væri skráð með lög- heimili í Svíþjóð, en þangað færði hún lögheimili sitt í þeirri trú að skráningin myndi hjálpa þeim hjón- um að sameinast á ný. Í þriðja lagi til- tók starfsmaður Útlendingastofnun- ar að Samuel væri í 197 þúsund króna skuld við ríkissjóð vegna ferðarinnar til Malmö og að hann fengi ekki dval- arleyfi fyrr en sú skuld væri greidd að fullu. Dagný hefur staðið í svipuðu stappi við sænsk útlendingayfirvöld síðustu mánuði en allt kemur fyr- ir ekki. Tölvan segir nei, Samuel skal aftur til Nígeríu, og allar mögulegar lausnir virðast fela í sér þversagnir, eins konar „Catch 22“, ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr. Dagný segist hafa sent tölvupóst á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir um það bil mánuði síðan. Hún hafi feng- ið kurteislegt bréf til baka þar sem greint hafi verið frá því að ráðuneytið gæti ekki beitt sér í málinu. Nú séu þau bæði orðin úrkula vonar. Dag- ný segist ekki hafa gert sér grein fyr- ir þeirri hræðilegu stöðu sem hæl- isleitendur á Íslandi væru í fyrr en hún kynntist Samuel. Viðhorfin til flóttafólks séu almennt slæm og kerf- ið sem mæti þeim sé ískalt. „Við erum tilbúin til þess að taka á móti konum með börn en ef það eru karlmenn sem eru í vanda þá er allt sett í lás.“ Úrskurðum og dómum snúið Töluvert hefur verið fjallað um hæl- ismál Samuels í íslenskum fjölmiðl- um en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla hér á landi. Rúv greindi frá því í nóvember 2012 að hann hefði verið sviptur framfærslu sinni hjá félags- þjónustu Reykjanesbæjar á þeirri forsendu að hann dveldist ekki leng- ur í Reykjanesbæ en Samuel hafði þá verið búsettur hjá Dagnýju í Hafnar- firði. Ári síðar greindi DV frá því að Samuel hefði ekki fengið framfær- sluna endurgreidda þrátt fyrir að þessi ákvörðun Útlendingastofnun- ar hefði verið dæmd ógild í Héraðs- dómi Reykjavíkur. „Það er algjörlega óásættanlegt að það sé ekki búið að endurgreiða þetta,“ sagði Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur Samuels, af þessu tilefni. Þá greindu fjölmiðlar frá því þegar hann var handtekinn í sept- ember árið 2012 þar sem vísa ætti honum úr landi, og það þrátt fyrir að hann væri í sambandi við Dagnýju. Innanríkisráðuneytið greip síðar inn í málið og Samuel var leystur úr haldi. Útlendingastofnun taldi sig ekki þurfa að taka hælisumsókn hans til efnislegrar umfjöllunar þar sem hann hefði áður sótt um hæli í Svíþjóð og innanríkisráðuneytið staðfesti þann úrskurð. Lögmað- ur Samuels kærði málið hins vegar til Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úrskurð Útlendingastofnun- ar úr gildi. Útlendingastofnun áfrýj- aði þeim dómi hins vegar til Hæsta- réttar Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að senda mætti Samu- el úr landi á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar sem varð úr. Fleiri hjónum sundrað Mál Dagnýjar og Samuels svipar til mála sem fjallað var um í fjölmiðl- um í maí síðastliðnum. Hinn 12. maí greindi DV frá því að lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu hefðu handtekið Izekor Osazee frá Nígeríu, eiginkonu Gísla Jóhanns Grétarssonar, þar sem vísa ætti henni úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Mál- ið vakti mikla athygli og í kjölfar há- værra mótmæla og fundarhalda í innanríkisráðuneytinu var henni sleppt úr haldi og ákvörðun um brottvísun dregin til baka. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði að fara þyrfti yfir verkferla í málum þar sem hælisleitendur væru giftir íslenskum ríkisborgurum og því yrði ákvörðun í máli Izekor frestað. Þá sagði hún málið fordæmalaust en svo var þó ekki. DV hafði til að mynda greint frá því nokkrum dögum fyrr, eða hinn 8. maí, að Hassan Al Haj, eigin- manni Margrétar Láru Jónasdóttur, hefði verið vísað úr landi á grund- velli Dyflinnar-reglugerðarinnar þrátt fyrir að þau væru gift. Þegar DV ræddi við Margréti hinn 18. maí hafði ekkert gerst í máli þeirra og hún sagði að sér fyndist eins og búið væri að gleyma þeim. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður þeirra Ha- ssans og Margrétar, staðfestir nú í samtali við DV, að Hassan sé enn þá úti í Svíþjóð og þá fáist engin svör frá ráðuneyti eða Útlendingastofn- un varðandi það hvort honum verði gert kleift að snúa aftur. Viðbragð við 11. september Á fundi með mótmælendum hinn 12. maí sagði forstjóri Útlendinga- stofnunar að engin skrifleg stefna væri til í útlendingamálum á Íslandi. DV gerði hinni óorðuðu útlendinga- stefnu íslenskra stjórnvalda ítar- leg skil í úttekt hinn 23. maí. Þar var meðal annars rifjað upp að núgild- andi útlendingalög væru að stofnin- um til frá árinu 2002. Sólveig Pétursdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, fylgdi frum- varpinu úr hlaði og sagði það viðbragð við árásunum á tvíbura- turnana hinn 11. september 2001. Mikilvægt væri að setja strangari reglur varðandi útlendinga til að sporna við því að hryðjuverkamenn úr fjarlægum heimshlutum hreiðr- uðu um sig. Frumvarpið var gagnrýnt harð- lega af stjórnarandstöðuþingmönn- um en svar Sólveigar við þeirri gagnrýni birtist meðal annars í eft- irfarandi spurningu: „Hvar er réttur íslenskra borgara til verndar gagn- vart þessu fólki? Þurfum við ekki líka að hafa hann í huga?“ n Ríkið sundrar hjónum n Samuel fær ekki að koma til Íslands þótt hann sé kvæntur íslenskri konu n Fer huldu höfði í Malmö „Ég vil ekki að skrifræðisbatteríið eyðileggi það sem okkur Dagnýju hefur tekist að byggja upp. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Kynntust í Hjartagarðinum Dagný Albertsdóttir og eiginmaður hennar, Samuel Eboigbe Unuko frá Nígeríu, kynntust í Hjartagarðinum á fjölmenningardegi Reykjavíkur sumarið 2011. Íslensk stjórnvöld sendu hann til Svíþjóðar þaðan sem á að senda hann til Nígeríu. Mynd Sigtryggur Ari „Manni finnst einfaldlega eins og það séu mannréttindi okkar að fá að vera saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.