Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 27.–30. júní 2014 Ég er mjög spennt Meira malt. Meiri humlar. Hann verður alveg brjálaður Þetta verður frábært „Get ég fengið mynd af brjóstunum á þér?“ Sjónvarpkonan Lóa Pind hjólar í kringum landið. - DV. Tæknimaðurinn Þráinn Steinsson smakkar ódýrustu bjórana. - DV. Fuglinn Máni fylgir Írisi Leu hvert sem er. - DV. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, en liðið mætir Celtic. - DV. G et ég fengið mynd af brjóstun- um á þér?“ Þannig hljómaði spurningin sem dundi daglega á unglingsstúlku í London. Þetta kom fram í grein Guardian um krípiskot. Þar var líka rætt við stúlku sem lenti í því 16 ára að fyrsti kærast- inn hennar lofaði að byrja aftur með henni eftir sambandsslit ef hún sendi honum berbrjósta myndir. Hún gerði það og hann sendi myndirnar sam- stundis á alla á kontaktlistanum. Hún komst að því þegar allir fóru að hlæja að henni og kalla hana hóru. Vinir hennar sögðu hana ógeðslega og kennararnir gerðu grín að henni. Sex mánuðum seinna reyndi hún að fyrirfara sér. Fjórum árum seinna var hún enn að lenda í því að fólk kall- aði hana hóru, ef það þekkti hana af myndum. Þetta er ekkert öðruvísi hér á landi. Ekki er langt síðan Tinna Ing- ólfsdóttir sagði söguna af sjálfri sér. Á aldrinum 13–15 ára sendi hún frá sér nektarmyndir sem komust í dreifingu. Viðbrögðin voru þau sömu – hún var dæmd, talað var illa um hana og hún þurfti að kljást við kvíða og þunglyndi. Hún sagði það versta vera þegar fólk skellti allri ábyrgð- inni á hana, „jesúsar sig hægri vinstri yfir því að ég hafi getað verið svona vitlaus, þegar það kallar mig athygl- issjúka druslu“ og spurði hvort hún hafi virkilega haldið annað en að þetta færi í dreifingu. Í skólanum var henni velt upp úr skömminni með athugasemdum á borð við „gaman að sjá þig í fötum“, en skömm þeirra sem á horfðu og tóku þannig þátt í ofbeldinu virtist engin. Í helgarblaði DV segir frá karl- manni sem hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda myndir af sér í samförum við annan mann, á kær- ustu mannsins og tengdaforeldra. Fórnarlambið í málinu segist aldrei hafa verið samkynhneigður held- ur hafi samskipti hans við þennan mann aldrei verið eðlileg, satt best að segja alveg skelfileg. Hann hafi verið notaður og sú misnotkun hafi enn verri áhrif á sig vegna mynd- anna. „Hann setti mig í andlegt fang- elsi. Hann tók upp myndband af mér, fullt af nektarmyndum.“ Samkvæmt framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins er það orðið mjög algengt að menn í ofbeldissambönd- um hóti dreifingu á óþægilegu og grófu myndefni af þeim. Dæmi eru um að myndirnar séu sendar á milli manna, til vinnuveitenda, samstarfs- fólks eða kunningja. Aðrar fara á netið, þar sem þeim er dreift manna á milli.  Á undanförnum misserum hef- ur hver vefsíðan á fætur annarri sprottið upp þar sem netníðingar sameinast í þessu áhugamáli sínu, að dreifa myndum ásamt persónu- upplýsingum um stúlkurnar og athugasemdum um þær. „Klámið er mjög auðveld leið til þess að nálgast næsta kvenlíkama, maður þarf bara að kíkja á netið,“ sagði unglingspiltur í viðtali við DV hér um árið. Svipuð viðhorf virðast ríkja á þessum vefsíðum þar sem stelpurn- ar sem um ræðir eru afmennskað- ar og niðurlægðar, ekki bara með dreifingunni heldur einnig með orð- um, þær eru kallaðar druslur og hór- ur, smækkaðar niður í einstaka lík- amshluta og virði þeirra metið út frá myndunum. Rætt var við nokkur ungmenni um þessa þróun í ársriti Kven- réttindafélags Íslands, 19. júní. Þar sagði frá stelpu sem hafði lent í því að fyrrverandi kærasti dreifði myndum af henni. Hún var niðurlægð, baktöl- uð og útskúfuð en strákurinn lenti aldrei í vandræðum. Önnur hafði sjálf lent í því að kærastinn dreifði myndum þegar þau hættu saman. Þegar hún hringdi í hann sagðist hann hafa skuldað vini sínum fyrir myndir af annarri stelpu. „Hann leit ekki á þetta sem brot gagnvart mér og skildi ekki af hverju ég var svona sár. Næstum eins og hann greindi ekki að ég væri á þess- um myndum.“ Benti hún á að strákar horfi mikið á klám, séu vanir því að sjá naktar stelpur á netinu „og gera þess vegna lítinn greinarmun“. Strákarnir tóku í sama streng. Einn sagði frá því hvernig honum hefði tekist að plata tugi útlenskra stelpna til að senda sér nektarmynd- ir eða myndbönd, með því að byggja upp traust sem hann síðan braut með því að áframsenda myndirnar. „Þetta er svo fjarlægt,“ útskýrði hann. Annar sagðist hafa fengið um fimmtíu myndir af stelpum frá vinum sínum. Myndir sem þeir höfðu feng- ið frá stelpum og dreift. „Ég held að fólki finnist allt í lagi að vista mynd- irnar því þeim líður eins og mann- eskjan á myndinni sé ekki mann- eskja. Þetta verður svo óraunverulegt á netinu. Næstum eins og klám.“ Eins og krakkarnir bentu á, þá er þetta svo auðvelt og eftir stend- ur lögreglan ráðalaus. Jafnvel þegar það hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem dreifa svona myndefni hafa þeir gjarnan sloppið við ákæru þar sem vefsíðurnar eru hýstar er- lendis og brotin því ekki framin inn- an íslenskrar lögsögu. „Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lög- regla getur gert,“ sagði þáverandi yf- irmaður kynferðisbrotadeildarinnar í fyrra. Meira að segja innan veggja fang- elsisins virðist þetta þrífast, þar sem karlmaðurinn sem um ræðir hér að ofan situr í fangelsi og sat þegar myndirnar voru sendar á tengdafor- eldra fórnarlambsins. Ef enginn þarf að axla ábyrgð á dreifingunni er kannski auðvelt að telja sér trú um að þetta skipti ekki máli. Þetta er engu að síður gróf at- laga að kynfrelsi fólks. Þeir sem á horfa taka þátt í ofbeldinu, sem hefur víðtækar og alvarlegar afleiðingar á líf og heilsu þeirra sem fyrir því verða. Sömuleiðis er það ákveðið ofbeldi að varpa skömminni á þolandann með niðurlægjandi athugasemdum og framkomu, þegar þolandinn er lát- inn halda á ábyrgðinni á meðan net- níðingarnir sleppa. Frásögn Tinnu varpaði ljósi á áhrif þess og afleiðingar. Tinna er fallin frá en hennar verður minnst fyrir hugrekkið sem hún sýndi með því að stíga fram. Saga hennar var liður í því að draga mennskuna fram og færa skömmina þangað sem hún á heima. Hún vakti vonandi ein- hverja til umhugsunar. n Spurt um hagsmunatengsl Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður spyr Jón Stein- ar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, spurninga á Facebook-síðu sinni um hags- munatengsl hans og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ástæða spurninganna er grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku um kæru sem Hreiðar Már Sigurðs- son lagði fram á hendur Bene- dikt Bogasyni, núverandi hæsta- réttardómara, fyrir meint brot í starfi. Telur Sveinn Andri að Jón Steinar hafi búið yfir upplýsing- um um málið sem ekki hafi kom- ið fram opinberlega og ályktar að hann hafi haft kæru Hreiðars Más undir höndum. Svo spyr Sveinn Andri: „Hefur JSG fengið greitt fyrir ráðgjöf frá HMS, beint eða óbeint, frá félögum í hans eigu eða sem tengjast HMS, eða var þetta „pro bono”?“ Forvitni vegna fjárfestis Talsverð forvitni er meðal áhuga- manna um fasteignamarkaðinn vegna tilboðs ótilgreinds fjár- festis, eða fjár- festa, í meira en 150 íbúðir sem Íbúðalánasjóð- ur á. Unnið er að fjármögn- un kaupanna og hefur Sigurð- ur Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, gefið það út í Viðskiptablaðinu að um sé að ræða fjársterka aðila. Engin nöfn hafa hins vegar verið nefnd í þessu samhengi en DV hefur greint frá því að kauptilboðið hafi hljóðað upp á tæpa tvo millj- arða. Fróðlegt verður að sjá hverj- ir kaupendurnir eru þegar búið verður að ganga frá kaupunum. Dæmið snýst við Tíðindi liðinnar viku um kærurn- ar tvær sem lagðar hafa verið fram gegn tveimur dómurum eru sögulegar. Báðir dómararnir komu að því að veita eft- irlitsaðilum heim- ildir vegna rann- sókna á meintum lögbrotum. Þeir Hreiðar Már Sig- urðsson og útgerðarfélagið Sam- herji sneru hins vegar vörn í sókn og kærðu dómarana. Þannig geta einkaaðilar slegið á puttana á op- inberum aðilum og má segja að slíkar aðgerðir geti haft fælingar- mátt: Látið okkur vera, annars kærum við ykkur. Ýmsir sem hafa verið til rannsóknar hafa beitt sömu meðulum gegn blaða- mönnum. Bandaríkin og Íran saman í liði N ú virðist það staðfest sem mörgum var löngum ljóst, að það að ráðast inn í Írak er ein- hver versta ákvörðun sem tek- in hefur verið í lýðræðisþjóðfélagi. Af- raksturinn hefur verið skelfilegur fyrir Íraka og hinn mikli kostnaður sem af þessu hefur hlotist fyrir Bandaríkja- menn í mannslífum, dollurum og missi á trúverðugleika hefur flýtt fyr- ir hnignun þess sem stórveldis. Þegar Bush var kjörinn forseti voru margir sem töluðu um nýja bandaríska öld til jafns við þá tuttugustu. Nú gera flestir ráð fyrir að Kína fari fram úr sem efna- hagsveldi undir lok þessa áratugar. Á meðan geisar stríðið enn í Írak. Samtök sem nefna sig ISIS stjórna nú svæði á stærð við Jórdaníu sem nær frá Sýrlandi og yfir næststærstu borg Írak og nálgast Bagdad óðum. Eru samtök- in afsprengi Al-Kaída en þykja taka þeim fram í grimmd. Al-Maliki for- sætisráðherra stjórnar enn í Bagdad í nafni shíta-meirihlutans, en hagar sér æ meir eins og einræðisherra. Ísrael og Sádi-Arabía gegn Íran Núverandi vandræði hófust árið 2011, þegar al-Maliki lét handtaka vara- forsætisráðherra sinn, al-Hashimi, daginn eftir að Bandaríkjaher yfirgaf landið. Al-Hashimi er súnníti, sem eru í minnihluta en réðu landinu í tíð Saddams Hussein. Handtökuskipan- in gerði því líklega endanlega út af við samstarf trúarhópanna. Al-Hashimi komst undan til Kúrdahéraðanna, en var dæmdur til dauða í fjarveru sinni. Í kjölfarið hófst uppreisn með- al súnníta sem hefur leitt til valdatöku ISIS, þótt samtökin séu varla mjög vinsæl hjá heimamönnum vegna þess siðar þeirra að taka trúbræður sína af lífi til jafns við shíta, telji þeir menn ekki guði þóknanlega. Bandaríkjamenn vilja fyrir alla muni berja niður ISIS og Al-Kaída, þó ekki vilji þeir sjálfir, af fenginni reynslu, senda her á svæðið. Íranar vilja hjálpa trúbræðrum sínum í Írak, shítunum, enda hafa þeir mikil ítök þar. Eru Bandaríkjamenn og Íran- ar þar með orðnir óformlegir banda- menn í Írak. Hinum megin víglínunn- ar standa Sádi-Arabar og Ísraelar, sem eru einnig orðnir óformlegir banda- menn í þeirri viðleitni sinni að sporna gegn Írönum. Bandaríkjamenn og Rússar saman með Assad? Staðan er þó ekki alveg svona ein- föld. Tyrkir styðja súnníta gegn Írön- um, en vilja á sama tíma fá aðstoð shíta gegn Kúrdum sem eru bandamenn súnníta. Íranar styðja Assad í Sýrlandi sem Bandaríkjamenn vilja koma frá, en á sama tíma vilja þau enn frekar berjast gegn ISIS. Assad hefur notfært sér þetta og beint öllum sínum kröft- um gegn hófsamari uppreisnarmönn- um en látið ISIS vera. Veit hann sem er að eftir því sem andstæðingar hans verða grimmari og tengdari Al-Kaída, því betur lítur hann sjálfur út í aug- um umheimsins. Á endanum munu því líklega Assad og ISIS hafa gert út af við aðra uppreisnarmenn hvor í sínu lagi. Þá verða góð ráð dýr fyrir Banda- ríkjamenn sem verða að velja á milli þessara póla. Ef til vill munu þeir þá flykkja sér á bak við Assad ásamt Rúss- um, sem þeir nú deila við um Krím- skaga. Staðan í Írak er eilítið flóknari. Lík- lega tekst Al-Maliki að stöðva fram- göngu ISIS með aðstoð Bandaríkja- manna og Írana, en erfitt er að sjá fram á að hann muni geta treyst völd sín á súnnítasvæðum eftir það sem á undan er gengið. Möguleg niðurstaða í Írak er þá sú að landinu verði skipt upp, þar sem Al-Kaída og vinir þeirra fara með völdin norðan megin og Íranar og leppar þeirra sunnan megin. Og þá geta þeir Bush og Blair, Hall- dór og Davíð hallað sér aftur og klapp- að sér á bakið eftir vel unnið ævistarf. n „Möguleg niður- staða í Írak er þá sú að landinu verði skipt upp. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari „Þeim líður eins og manneskjan á myndinni sé ekki mann- eskja. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.