Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 61
Helgarblað 27.–30. júní 2014 Menning 45 Rafrækjur og risasýningar n Roth-feðgar hanna og smíða fyrir Hauser & Wirth Somerset n 200.000 manns á sýningu á Ítalíu listarmanni, Hrafnhildi Hólmgeirs- dóttur hönnuði og prófessor Goddi Magnússyni. Rafrækjuverkstæðið varð til í kringum samstarf Odds og Davíðs en þeir hafa meðal annars átt opnunaratriðið á LungA síðustu tvö ár. „Vegna anna hjá meðlimum Raf- rækjuverkstæðisins höfum við þurft að láta nokkra gjörninga niður falla en með haustinu verður lagt á ráð- in,“ segir Oddur en Rafrækjuverk- stæðið mun meðal annars halda úti útvarpsstöð á Seyðisfirði í sumar. „Dagana 22.–27.júlí verður opnuð útvarpsstöðin Radio Tower Seyðis- fjörður í samstarfi við Tækniminja- safn Austurlands. Þar verður boðið upp á viðtalsþætti tengdum iðnaði og menningu.“ Þá segir Oddur að í vinnslu sé að opna Rafrækjuþjón- ustuna. „Rafrækjuverkstæðið mun reka Rafrækjuþjónustuna en þar er njósnað um listamenn fyrir aðra listamenn og hugmyndum stolið.“ Um jólin gaf Rafrækjuverkstæðið út bókina Rafrækjuverkstæðið Vol.1 þar sem er að finna yfirlitsmyndir yfir síðustu tvö starfsár. „Bókin er nú ófáanleg vegna eftirspurnar en við stefnum á að gefa út nýja bók fyrr en seinna.“ Róin á Seyðisfirði Roth-feðgar, Björn og synir hans Oddur og Einar, eru með vinnu- stofur víðs vegar um Ísland þar sem þeir vinna að list sinni. Þeir vinna til dæmis mikið á Seyðisfirði. Það er ein af ástæðum þess að Björn er með verk á sumarsýningu Skaft- fells eins og fram kom í upphafi. Sýningin heitir RÓRÓ og er þar að finna listamenn sem tengjast Skaft- felli á einn eða annan hátt en Björn er einn af stofnendum Skaftfells. n Stærðarinnar verk Hér má sjá mynd innan úr sýningarsal HangarBicocca sem er 15.000 fermetrar. Björn og Oddur Roth Hanna og smíða bar og veitingastað í Hauser & Wirth Somer- set menningarmiðstöðinni í Englandi. Mynd BjaRni GRíMSSOn Þ essa dagana er þess minnst að 100 ár eru liðinn frá því Gavrilo nokkur Princip stóð fyrir utan bakarí í Bosníu og hugðist fá sér eitthvað í gogginn til að hressa sig við eftir að tilræði hans við Franz Ferdinand, ríkisarfa Austurríkis, mistókst. Og þá á sér stað atvik sem var svo ótrú- verðugt að það gæti aðeins átt heima í raunveruleikanum. Bifreið ríkis- arfans nemur staðar beint fyrir fram- an hann, án fylgdarliðs og hafði villst af leið. Princip leggur frá sér vínar- brauðið og tekur upp byssuna. Af- leiðingarnar létu ekki á sér standa. Stríðið sem fylgdi í kjölfarið á morðinu á Franz Ferdinand kost- aði milljónir manna lífið. Barist var í Frakklandi og allt til Mið-Aust- urlanda og Afríku, og jafnvel Ís- lendingar fóru ekki varhluta af. Líklega hafa aldrei jafn margir Ís- lendingar barist í einu stríði og flestir í Kanadaher, svo um tíma var íhug- að að stofna séríslenska herdeild þar í landi. Ekki varð úr, en um 1.200 landa okkar börðust á vesturvíg- stöðvunum undir fána Kanada fyr- ir því. Hernaður á tímum hnattvæðingar Þessa dagana er hildarleiksins víða minnst í Evrópu og var sjálf Ang- ela Merkel nýlega viðstödd opn- un sýningar í Deutsches Histor- isches Museum í Berlín. Sýningin hefst rétt fyrir upphaf hildarleiks- ins, á tímabili sem um margt minn- ir á okkar eigið. Lönd heims voru al- mennt talin of samofin efnahagslega og nútímavopn of hrikaleg til þess að nokkrum dytti í hug að hefja stríð. Og síðan brá Gavrilo sér út úr bakaríinu. Á sýningunni eru teknar fyrir 15 mismunandi vígstöðvar, allt frá fræg- um orrustum við Verdun og Somme til minna þekktra átakasvæða í ný- lendum Þjóðverja í Afríku eða í Ölp- unum á landamærum Austurríki sog Ítalíu, sem er eitthvað erfiðasta landslag sem hugsast getur til að há heimsstyrjöld í. Áhugaverðast eru þó ekki endilega átökin sjálf, held- ur ástæðan fyrir þeim. Ólíkt síðari heimsstyrjöld, þar sem línur voru skýrar, er enn þann dag í dag erfitt að skilja um hvað var verið að berjast, og það þrátt fyrir heila öld af sagnfræði- rannsóknum. Í friðarsamningun- um var Þjóðverjum gert að taka á sig alla sökina, sem fór víst enn meira í taugarnar á þeim en landamissirinn eða stríðskaðabæturnar sem þeim var gert að greiða. Stríð sem enginn vildi og enginn skildi Hvað áttu þá þjóðir Evrópu sökótt við hver aðra, svo að þær voru reiðu- búnar að berjast til síð- asta manns í stríði sem enginn vildi og enginn skildi? Til að hvetja menn áfram tóku stríðs- aðilar sér áróð- urinn í nyt, sem var fundinn upp í sinni nútímamynd einmitt hér. Lengst gengu Bretar, enda voru þeir með her sjálfboðaliða frekar en her- skyldu og þurftu því mest á áróðri að halda. Myndin af hinum hug- djarfa Kitchener foringja að hvetja menn áfram er líklega álíka vel þekkt og ímyndin af hinum blóði drifna Húna, sem átti að tákna Þýskaland. Þjóðverjar töpuðu áróðursstríð- inu strax í upphafi með innrás sinni í hina hlutlausu Belgíu. Þetta var brot á stríðsreglum sem dró Breta inn í stríðið. Næstu stóru mistök voru svo að sökkva skipum hlutlausra þjóða, sem leiddi til stríðsyfirlýsingar Bandaríkjanna og gerði endanlega út af við sigurlíkur Þýskalands. Áróður Þjóðverja þótti hálf barna- legur í samanburðinum, og á sýn- ingunni gefur einmitt að líta barna- bækur sem eiga að mennta æskuna um nauðsyn átakanna. Þýskaland og Austurríki eru hér litlir krakk- ar sem leika sér fallega í garði á meðan serbneskur óknyttadreng- ur, sitjandi á öxl- um rússnesks risa, pirrar þá með priki. Austurríki ákveður að kenna hon- um lexíu á meðan sá þýski klæðir sig í stígvél til að takast á við Bretland og Frakkland sem ulla á þá hinum megin frá. Hryðjuverkamaður í heiðursreit Og maður getur ekki varist þeirri hugmynd að stríðið allt hafi ver- ið hálfgerður barnaskapur, nema að í stað þess að vera með prik voru menn með vélbyssur og eiturgas. Enginn fékk á endanum það sem hann vildi, kóngahús Mið-Evrópu misstu krúnur sínar og Bretland og Frakkland veiktust svo mjög að dagar þeirra sem heimsveldi voru brátt talin, þó þurft hafi annað stór- stríð fyrir náðarhöggið. Aðeins einum manni tókst ætl- unarverk sitt. Gavrilo Princip þótti of ungur til að vera líflátinn og dúsaði því í austurrísku fangelsi öll stríðsár- in. Hann lést vorið 1918 af berklum, en undir lok árs var ríkið Júgóslav- ía stofnað undir forystu Serba og á rústum Austurríska veldisins. Pr- incip var jarðaður í heiðursreit hins nýja ríkis og verður því aðgerð hans að teljast eitthvert best heppnaða hryðjuverk sögunnar, sem knésetti það stórveldi sem því var beint gegn og leiddi til stofnunar þess ríkis sem sóst var eftir. Og þó hlýtur mað- ur að spyrja sig, að ef Gavrilo hefði vitað hvernig myndi fara, hefði hann þá ekki lagt frá sér byssuna og haldið aftur inn í bakaríið og feng- ið sér kaffibolla í staðinn? n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Best heppnaða hryðjuverk sögunnar n 100 ár liðin frá skotunum í Sarajevó n Sýning í Berlín „Áhugaverðast eru þó ekki endilega átökin sjálf, heldur ástæðan fyrir þeim 15 mismunandi vígstöðvar Á sýn- ingunni eru teknar fyrir 15 mismunandi vígstöðvar, allt frá frægum orrustum við Verdun og Somme til minna þekktra átakasvæða í nýlendum Þjóðverja í Afríku eða í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Áróðursplakat úr stríðinu Angela Merkel var nýlega viðstödd opnun sýningar í Deutsches Histor- isches Museum í Berlín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.