Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 32
Helgarblað 27.–30. júní 20144 Sumarhátíðir Brottfluttir flykkjast á fjölskylduhátíð n Síldarævintýrið á Siglufirði haldið í 24. sinn n Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna H átíðin verður með sama sniði og hún hefur verið síð- ustu ár,“ segir Aníta Elef- sen í samtali við DV, en hún situr í undirbúningsnefnd Síldarævintýrisins á Siglufirði sem vinnur nú hörðum höndum að því að koma saman dagskrá fyrir Síldar- ævintýrið. Aníta segir undirbúningsvinnu ganga vel og að komin sé ágæt- is mynd á hátíðina, en Hafdís Huld og hljómsveitin Kaleo eru á meðal þeirra listamanna sem munu koma fram á hátíðinni. Þá skipa heima- menn stóran sess í dagskrá hátíðar- innar. Aníta tekur fram að það sé frítt inn á hátíðina sjálfa þó að gestir geti þurft að borga sig inn á einstaka við- burði, svo sem dansleiki. Ein elsta hátíðin Síldarævintýrið á Siglufirði er ein elsta bæjarhátíð á Íslandi og verð- ur haldin í 24. sinn um verslunar- mannahelgina, eða dagana 31. júlí til 4. ágúst. Líkt og undanfarin þrjú ár hefst undanfari hátíðarinnar, Síldar- dagar, viku fyrr eða fimmtudaginn 24. júlí. „Á Síldardögunum er dagskrá alla daga vikunnar þótt hún sé minni í sniðum. Það er svona eitthvert smotterí á hverjum degi, en svo er aðaldagskráin á föstudag, laugardag og sunnudag,“ segir Aníta í samtali við DV. Á meðal fastra liða á hátíðinni er síldarsöltun á Síldarminjasafninu á Siglufirði, sjóstangveiðimót, ýmsir tónleikar og íþróttaviðburðir. Veisla fyrir börnin Líkt og síðustu ár verður mikil áhersla lögð á að bjóða upp á eitt- hvað fyrir alla fjölskylduna. „Við höf- um einblínt svolítið á það síðustu ár að þetta sé fjölskylduhátíð,“ segir Aníta og bætir við að ýmislegt verði á boðstólum fyrir börnin, svo sem Leikhópurinn Lotta og Skoppa og Skrítla. „Svo verðum við með leik- tæki fyrir börnin og ýmislegt svoleið- is í boði.“ Ljóst er að hátíðin hefur breyst töluvert frá því að hún var haldin fyrst árið 1991. „Þegar þetta byrjaði þá var þetta fyrsta bæjarhátíðin sem var haldin en nú eru hátíðir um all- ar helgar um allt land þannig að það er miklu meiri samkeppni um fólk,“ segir Aníta. Hún bætir því við að há- tíðin sé einkar vinsæl á meðal brott- fluttra Siglfirðinga sem nýti margir hverjir helgina til þess að heimsækja gamla heimabæinn sinn. Byggist á sögu staðarins Síldarævintýrið á Siglufirði hefur ver- ið haldið um verslunarmannahelgi árlega í tuttugu og þrjú ár, eða allt frá árinu 1991 – og verður því tuttugasta og fjórða hátíðin haldin í ár. Hátíðin byggist á sögu staðarins, síldinni og því mikla ævintýri sem hér fór fram frá upphafi 20. aldar og fram til 1970. Síldarævintýrið hefur skipað sér sess sem menningarleg fjölskyldu- hátíð – á ári hverju er lögð áhersla á að vinna sem mest með listamönn- um úr heimabyggð og að setja saman sem fjölbreyttasta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðburðir eru fjölmargir, svo sem síldarsöltun á Síldarminjasafninu, upplestur eða flutningur á íslensk- um þjóðlögum í Þjóðlagasetrinu og á Ljóðasetrinu – að ógleymdri glæsi- legri flugeldasýningu og bryggju- söng á sunnudagskvöldi. n jonbjarki@dv.is Nóg fyrir börnin Mikið er lagt upp úr barnadagskrá á hátíðinni. Glæsileg flugeldasýning Síldarævin- týrinu á Siglufirði lýkur með bryggjusöng og glæsilegri flugeldasýningu sem skotið er upp af báti á miðjum firðinum. MyNd TóMas JóNassoN síldin söltuð Hér má sjá stemninguna við síldarsöltun á Síldarminjasafninu á Siglufirði. MyNd BJörN ValdiMarssoN Hamingjan er Hólmavík „Síðan stofnað var til há- tíðarinnar hefur þorpið Hólmavík orðið að sveitarfé- laginu Strandabyggð, við höf- um stækkað heilmikið, eignast íþróttamiðstöð, tómstunda- fulltrúa, sveitarstjórn í virku samstarfi, gert með okkur hamingjusamþykkt og þróað með okkur virkt íbúalýðræði. Við höfum enn fremur kom- ist í makríl, komist yfir Þrösk- uldana, eignast þannig nýja nágranna og fengið til okkar sí- aukinn ferðamannastraum. Til að stemma stigu við öllu þessu erum við jafnframt farin að halda Hörmungardaga að vetri, bara til að ná okkur aðeins nið- ur á jörðina,“ segir Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafull- trúi Strandabyggðar og fram- kvæmdastýra Hamingjudaga á Hólmavík, en þeir fara fram núna um helgina, 27.–29. júní. Hamingjudagarnir eru langt frá því að vera hefðbundnir, segir Esther sem segir þá vera til þess gerða að að auka ham- ingju bæði íbúa sveitarfélags- ins og þeirra sem heimsækja það með aukinni samvinnu, samveru og almennri gleði. Gestir og íbúar hlaupa, keppa í kassabílarallíi og og hlusta á hamingjutóna. Hátíðin hefst með hverfisteitum á föstudags- kvöldi og brennu. Stórdansleik- ur verður svo með hljóm- sveitinni The Hefners. „Rúsínan í pylsuendanum er svo Hamingjuhlaðborðið þar sem íbúar Strandabyggð- ar bjóða gestum og gangandi upp á stórglæsilegt hnallþóru- hlaðborð og keppast um að eiga hamingjusömustu kökuna,“ segir Esther. Sunnudagurinn fer svo í furðuleika á Sauðfjársetr- inu á Ströndum þar sem keppt er í kvennahlaupi, farsímakasti og öskurkeppni. Óhætt er að segja að íbúar séu með keppn- isskapið á hreinu og eflaust eru fáar bæjarhátíðir þar sem íbúar setja á legg jafn margar þrautir og keppnir. Þú getur haldið vöfflukaffi Skálmöld hleypur maraþon og borgin iðar af lífi fram á nótt M enningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, hvort sem er á torgum og götum mið- borgarinnar, í bakgörðum, gall- eríum, verslunum, menningar- stofnunum eða í heimahúsum. Menningarnótt verður nítján ára í ár og að þessu sinni verður Hverfis- gatan sérstaklega til skoðunar og sýnis og verkefni sem henni tengj- ast. Ljóst er að ekki aðeins Ís- lendingar sækja hátíðina heldur dregur hún að mikinn fjölda er- lendra ferðamanna. Borgin iðar af lífi allan daginn og fram á rauða nótt. Allt að því hundrað þúsund manns komu saman í rysjóttu veðri í miðborg Reykjavíkur í fyrra og gekk hátíðin afar vel. Hápunktar dagsins og kvöldsins voru að sjálf- sögðu vel heppnað Reykjavíkur- maraþon og svo flugeldasýningin sem var í formi dansverks sem fékk menningarverðlaun DV í ár. Þeir sem vilja taka þátt í dagskrá Menn- ingarnætur geta enn sent inn um- sóknir. Þeir sem vilja halda vöfflu- kaffi í miðborginni geta einnig skráð sig á vefsíðu Menningarnæt- ur. Í vikunni var einnig greint frá því að rokkararnir í Skálmöld verða fulltrúar Íslandsbanka í Reykja- víkurmaraþoninu í ár. Þeir ætla að undirbúa sig vel og kalla sig mara- þonmennina og hvetja fólk til áheita. Í fyrra söfnuðust rúmlega 72 milljónir sem runnu til góðra mál- efna í tengslum við Reykjavíkur- maraþonið. „ Það er ekki laust við að menn séu í senn spenntir en um leið fullir örvæntingar enda er form hljómsveitarmanna misjafnt,“ segja maraþonmennirnir, en þeir segja þó ljóst að maraþonið komi til með að rokka í ár. n astasigrun@dv.is Menningarverð- laun Verkið Eldar, danslistaverk fyrir flugelda, fékk í fyrra menningarverðlaun DV. MyNd dV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.