Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 27.–30. júní 2014
Framkvæmt á háannatíma
n Ekki gert ráð fyrir náttúrupassa fyrr en á næsta ári n Verkefnin talin bráðnauðsynleg
Flosagjá/Peningagjá
11.000.000 krónur
Svæðið í kringum Flosagjá hefur mikið látið á sjá í gegnum árin,
enda hefur lítið verið gert vegna allra þeirra ferðamanna sem um
svæðið fara. Nú er svo komið að óhjákvæmilegt er að bregðast við og
farið verður í aðgerðir til að bæta svæði allt í kringum Flosagjá, með
göngustígum og öðru. Eins og sést á myndinni er virkilega þörf á því
að aðgengi sé betrumbætt.
Vatnajökulsþjóðgarður
79.250.000 krónur
Stór hluti af styrkjunum renna til Vatnajökulsþjóðgarðs en þar verður
ráðist í að byggja tvo útsýnispalla og einn göngupall. Aðgengi og öryggi
ferðamanna við Eldgjá verður bætt og þá á að laga göngustíg að Svarta-
fossi, leggja ræsi og setja upp handrið. Útsýnispallarnir tveir verða við
Svartafoss og við Dettifoss auk þess sem göngupallur verður lagður við
fossinn að vestanverðu. Fyrirhuguð var gjaldtaka landeigenda í Reykja-
hlíð við fossinn en með þessum áformum samþykktu þeir að falla frá
þeim áætlunum. Þeir hófu samt sem áður gjaldtöku á öðrum ferða-
mannastöðum í þeirra eigu. Samtals fara 79 milljónir til uppbyggingar
í Skaftafelli en í apríl samþykkti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
að setja tæpar 30 milljónir í viðbyggingu við núverandi aðstöðu ferða-
manna á svæðinu. Þjóðgarðurinn fékk auk þess rúmar 16 milljónir til
annarra verkefna í sömu úthlutun. Alls verður því 125 milljónum króna
varið í uppbyggingu á Skaftafelli.
Þórsmörk
15.349.159 krónur
Geysivinsæll ferðamannastaður enda er fátt
betra en góð gönguferð í Þórsmörk á góð-
um sumardegi. Styrkurinn er til viðhalds á
gönguleiðum en þær eru fjölmargar á svæð-
inu og erfitt að komast þangað með efni og
búnað til að sinna stígum.
Geysir
15.000.000 krónur
Hið umdeilda Geysissvæði fær 15 milljónir króna í úthlutuninni til
hönnunar, stígagerðar og uppsetningar öryggisgrindverka. Nýlega lauk
samkeppni um hönnun og skipulag svæðisins en það var landslagsarki-
tektastofan Landmótun sem bar sigur úr býtum með sinni tillögu. Ekki
er öruggt að eftir tillögunni verði farið enda var aðeins um hugmynda-
samkeppni að ræða. Þó má ætla að ýmislegt verði notað, eins og göngu-
pallar og handrið úr timbri og áli. Ekki var gert ráð fyrir breyttri aðkomu
að svæðinu. Göngupallar um svæðið verða mikil bót, en nú þarf að ganga
um drullusvað þegar blautt er úti og þeir göngustígar sem nú þegar eru á
svæðinu ná ekki til þess svæðis sem hvað eftirsóttast er. Miklar deilur hafa
staðið um gjaldtöku við Geysi eins og frægt er orðið, en í vetur hóf Land-
eigendafélagið að rukka 600 krónur fyrir aðgang að svæðinu, í óþökk ís-
lenska ríkisins sem á landið sem hverasvæðið er á og einnig hlut í svæðinu
sem ganga þarf um áður en komið er að hverunum.