Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 23
Fréttir Erlent 23 Sjálfvirk þýðingarforrit, eins og í Star Trek Í vísindaskáldskapnum Star Trek hefur verið kynnt til sögunnar tæki sem þýðir öll heimsins tungumál jafnóðum. The Economist greindi frá því í fyrra að þess kunni ekki að vera langt að bíða að sjálfvirk þýðingarforrit fyrir mælt mál verði að veruleika. Innan fárra ára kunni það að verða mögulegt að heimsækja fjarlæg lönd og tala framandi tungumál eins og innfæddur, með hjálp snjallsímaforrits eða sérstakra gleraugna þar sem þýddur texti birtist þér á sama tíma og einhver talar, eins og textuð bíómynd. William Powell hefur þegar hannað forrit sem þýðir ensku og spænsku með þessum hætti. Forritið reyndist virka ef báðir aðilar töluðu hægt og sýndu mikla þolinmæði. Í síð- asta mánuði kynnti Mircrosoft svo til sögunnar prufuútgáfu af viðbót við Skype, þar sem þýðing á milli tungumála fer fram í rauntíma. Textinn á þínu tungumáli birtist þér um leið og sá sem talar annað tungumál mælir. Gera má ráð fyrir frekari framþróun á þessu sviði, sem öðrum. Ef til vill geta allir jarðarbúar talað saman árið 2050. Helgarblað 27.–30. júní 2014 Þess vegna verður heimurinn betri 2050 n Heimsbyggðin verður að uppistöðu læs, verulega dregur úr ungbarnadauða og banvænum sjúkdómum n Hægt verður að rækta líffæri og banaslysum í umferðinni fækkar verulega Flestir jarðarbúar verða læsir Tæplega fjórðungur jarðarbúa er í dag ólæs (23,6%). Það dregur úr vergri landsfram- leiðslu (GDP) á heimsvísu um sjö prósent, samkvæmt Copenhagen Consensus Center. Ólæsi mun verða um 12 prósent árið 2050 GDP 3,8 átta prósent lægri en ella væri. Fáir mælikvarðar á framfarir eru betri en læsi. Business Insider bendir á að frá árinu 1950 hafi í Kóreu orðið 23-földun á hagvexti, þar sem skólaskylda er tólf ár. Á sama tíma hafi aðeins orðið þreföldun á hagvexti í Pakistan, þar sem menntunarstig er afar lágt. Einn af stærstu áhrifaþáttunum í þessu reikningsdæmi sé menntun. Dregur úr stríðsátökum International Studies Quarterly spáir því í skýrslu að þjóðum sem búi við vopnuð átök heima fyrir muni fækka um helming fram til ársins 2050. Horft er til átaka þar sem ríkisstjórnir lenda í vopnuðum átök- um við minnihlutahópa eða skipulagðar andspyrnuhreyfingar. Hlutfall ríkja sem eiga í slíkum málum var árið 2009 15 prósent en verður 7 prósent árið 2050, samkvæmt spánni, sem tekur mið af þáttum eins og menntun, ungbarna- dauða, fyrri átökum, olíu, trúarhópum og aldurssamsetningu þjóðanna. Þess má geta að spáin sem Håvard Hegre, prófess- or hjá háskólanum í Ósló, ber ábyrgð á, gerði árið 2009 ráð fyrir að hlutfall ríkja sem eiga í innbyrðis stríðsátökum yrði 5 prósent. Arabíska vorið hækkaði hlutfall- ið upp í 7 prósent. Matt Ridley, höfundur bókarinnar The Rational Optimist: How Prosperity Evolves, spáir því að hægt en örugglega muni draga úr stríðum á milli landa, eftir því sem fram líða stundir. Hann bendir á að aldrei hafi færri látist í stríðum en á fyrsta áratug þessarar aldar. Internetið verður alls staðar Um 40 prósent jarðarbúa hafa aðgang að internetinu, eins og sakir standa. 78 prósent notenda er í þróuðum ríkjum en 32 prósent í þróunarlöndum. Stór hluti þeirra 2,85 millj- arða manna, sem hafa aðgang að internetinu, hefur það í gegnum snjallsíma. Google er á meðal þeirra sem kappkosta að koma internetinu á nýja staði, þar sem þess hefur ekki áður notið við. Tækniframfarir munu vafalítið leiða til þess að áður en langt um líður verður hægt að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Risastórir aðilar, fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtæki, eiga mikið undir því að koma fleirum á netið. Jonathon Porritt, stofnandi Forum for the Future, spáir því að árið 2050 verði 97,5 prósent jarðarbúa með aðgang að internetinu, með allri þeirri þekkingu sem fylgir. Gervilíffæri úr þrívíddarprentara Á hverjum degi látast 18 í Bandaríkjunum á meðan þeir bíða eftir líffæraflutningi, samkvæmt the Department of Health & Human Services. Tæknin til að búa til gervilíf- færi, sem bjargað geta mannslífum, er þegar komin langt á veg, og dæmi eru um að sjúklingar, sem bíða líffæra, geti fengið vélar til bráðabirgða. Á næstu 35 árum er gert ráð fyrir því að gervilíffæri muni geta leyst ónýt líffæri af hendi í síauknum mæli og að fólk þurfi senn ekki að bíða eftir því að annar einstaklingur deyi, til að fá líffæri. Menn sjá fyrir sér að hægt verði að prenta ný líffæri, eftir sömu forskrift og þau gömlu, með þrívíddarprentun. Að búa til börn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta barnið var búið til með hjálp glasafrjóvgun- ar, árið 1978. Þessari tækni mun halda áfram að fleyta fram á næstu 35 árum – það er á hreinu. Í dag hafa konur aðeins óljós viðmið þegar kemur að því að vita hvenær þær detta úr barneign. Framtíðin ber það í skauti sér að konur geti fylgst miklu betur með „klukkunni“ og vitað upp á hár hvenær þær hætta að geta átt börn. Fyrirtæki á borð við Univfy eru þegar farin að aðstoða við útreikninga á því hversu mikil frjósemin er á hverri stundu. Max Levchin, annar stofnanda smáforritsins Glow, hefur sagt að í náinni framtíði verði pör miklu betur upplýst um það hvenær mánaðarins mestar líkur eru á því að geta börn. Þar muni hormónamælar koma við sögu. Önnur tækni mun líka koma til. Þegar er hægt að frysta vef úr æxlunarfærum kvenna til að nota síðar meir, þegar konan vill eignast börn. Með svona að- ferðum má lengja verulega þann tíma sem konan er frjó. Þá hafa rannsóknir bent til þess að hægt verði að búa til sáðfrumur og eggfrumur úr venjulegum frumum, með hjálp glasakynfrumu- myndun. Þetta gæti til dæmis auðveld- að samkynhneigðum að eignast börn sem bera genamengi beggja aðila, eins og rannsakendur við Oxford University bentu á árið 2012, í grein sinni World Scientific.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.