Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 2
Spessi ljósmyndari, réttu nafni Sigurþór Hall-
björnsson, messaði yfir helstu forkólfum atvinnulífsins eftir að
hann laumaði sér inn á fund í félagsmálaráðuneytinu. Félags-
málaráðherra lokkaði hann út úr ráðuneyti með loforði um fund
með sér og ljósmyndarinn útilokar ekki að ryðjast inn á fleiri
ráðherra þurfi hann að koma skoðunum sínum á framfæri.
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
afskrifaði tugi milljarða
Samkvæmt heimildum DV
var lán 1998 ehf. verðmetið
á um 17 milljarða króna af
starfsmönnum skilanefnd-
ar Kaupþings þegar lánið
fór yfir í Nýja Kaupþing sem í
dag ber nafnið Arion banki. 1998 ehf.,
sem er móðurfélag Haga, var stofnað
sumarið 2008 og fékk þá 30 milljarða
króna lán í evrum hjá Kaupþingi sam-
kvæmt lánabók Kaupþings sem birt-
ist á vefsíðunni Wikileaks. Miðað við
lækkun krónunnar stæði það lán í 48
milljörðum í dag. Ef Arion banka tekst
að fá meira en 17 milljarða króna fyrir
lánið fer mismunurinn til skilanefnd-
ar Kaupþings. Bæði Finnur Sveinbjörnsson,
bankastjóri Arion banka, og Jóhannes Jónsson kaupmaður þræta fyrir
afskriftir 1998 ehf. í samtali við DV.
rassía saksóknara
Fyrrverandi stjórnarmenn í
Byr sparisjóði sæta rannsókn
hjá sérstökum saksóknara
vegna láns sem Byr veitti
Tæknisetri Arkea/Exeter
Holding til að kaupa stofnfjár-
bréf sem voru í eigu þeirra. Sjálf-
ir höfðu þeir áður tekið lán hjá MP
Banka til að kaupa bréfin og voru í per-
sónulegum ábyrgðum. Með sölu bréf-
anna sluppu þeir við að eiga á hættu
að verða gjaldþrota ef MP Banki gengi
að þeim vegna skuldanna. Embætti
sérstaks saksóknara, Ólafs Hauksson-
ar, gerði húsleit hjá sparisjóðnum Byr
í Borgartúni og hjá MP Banka í Skip-
holti á mánudag í tengslum við rann-
sóknina á Exeter-málinu svokallaða. Áður hafði ekki komið fram að
embættið væri einnig að rannsaka MP Banka í rannsókninni.
leyndarleikur yfirvalda
Fjármálaeftirlitinu bar
að sjá til þess að inn-
herjaupplýsingar um
grafalvarlega stöðu
Landsbankans á miðju
árinu 2008 yrðu birtar.
Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins sátu
sömu fundi og Baldur Guðlaugs-
son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri,
síðastliðið sumar. Fram kemur
í bók Styrmis Gunnarssonar að
Landsbankinn hafi nánast verið
við dauðans dyr í lok júlí í fyrra.
Ætla má að Baldur, fulltrúar Fjár-
málaeftirlitsins og aðrir í sam-
ráðshópi um fjármálastöðugleika
hafi fjallað um svo alvarlegar
upplýsingar, sem þeim bar þá að
greina frá. Gegn þessu stendur
að hvorki FME, Seðlabankinn né stjórnvöld þóttust með góðu
móti geta birt svo alvarlegar upplýsingar vegna hættu á áhlaupi á
Landsbankann og um leið sett aðra banka í stórhættu. Fjármálaeftir-
litið hafði enga heimild í lögum til þess að halda þeim upplýsingum
leyndum.
2
3
1
6 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir
Þorgríms Þráinssonar
Þorgrímur drekkti Evu Joly
Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksókn-
ara vegna bankahrunsins, hefur ver-
ið drekkt. Morðið átti sér stað í Bláa
lóninu og er kveikjan að sakamála-
þræði nýjustu unglingabókar Þor-
gríms Þráinssonar, 009.
Í bókinni glíma íslenskir ungling-
ar við gátuna bak við morðið á ráð-
gjafanum í lóninu. Ekki nóg með það
heldur þurfa þeir einnig að leysa gát-
una bak við ránið á tónlistarmannin-
um Björk Guðmundsdóttur í Rúss-
landi og koma í veg fyrir að forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé
sprengdur í loft upp á Ráðhústorginu
á Akureyri, nánar tiltekið á þjóðhá-
tíðardegi Bandaríkjamanna.
Þessi nýja bók Þorgríms er sjálf-
stætt framhald bókanna Svalasta 7an
og Undir 4 augu. Aðspurður telur Þor-
grímur það hafa verið nauðsynlegt að
myrða Evu Joly til að koma boðskap
sínum áleiðis til unglinga. „Það er al-
veg rétt að Eva Joly finnst myrt í Bláa
lóninu. Það sem ég er að gefa í skyn
í bókinni er að það er miklu meira í
gangi í þjóðfélaginu heldur en blasir
við. Með bókinni vonast ég til að fá
unglingana til að hugsa að ekki sé allt
sem sýnist. Þannig blanda ég raun-
verulegum persónum inn í söguna
og þurfti því miður á fórna Joly, þó
svo að ég hafi gríðarlega mikið álit á
henni,“ segir Þorgrímur.
„Mér þykir gaman að geta bland-
að spennandi söguþræði inn í at-
burði sem eru að gerast hjá okkur í
dag. Því miður þurfti Eva Joly bara að
láta lífið fyrir málstaðinn. Hún finnst
myrt og undir grun liggja nokkrir út-
rásarvíkingar. Á sama tíma er Björk
rænt í Rússlandi og rússneskri stelpu
rænt hér á landi. Þetta er svona James
Bond-spennusaga fyrir unglinga sem
gerist hér á Íslandi.“
trausti@dv.is
Myrt Eva Joly finnst myrt í Bláa lóninu
og íslenskir unglingar rannsaka málið.
Mynd Heida Helgadottir
Mikil spenna Þorgrími fannst tilvalið að
blanda saman raunverulegum atburðum
og spennu í bókinni 009.
Fáklæddar kven-
félagskonur
Kvenfélag Biskupstungna stend-
ur fyrir óvenjulegri fjáröflun
þetta árið. Kvenfélagið gefur
út dagatal innan skamms þar
sem kvenfélagskonurnar sitja
naktar fyrir á fallegum listræn-
um myndum. Ein af kvenfé-
lagskonunum, Sigríður Jónína
Sigurfinnsdóttir, segir uppátæk-
ið vera til fjáröflunar fyrir félagið
sem styrkir ýmis góð málefni og
vildu þær einnig gera fjáröflun-
ina skemmtilega í ár. „Flest allar
myndirnar eru í þessum dúr. Svo
eru myndir af kvenfélagskon-
um einum og sér í leik og starfi
ásamt öðrum hópmyndum,“
segir Sigríður Jónína í samtali
við DV.
Hún segir ágóðann af sölu
dagatalsins fara í tækjakaup fyrir
íþróttahúsið í Reykholti og til
annarra góðgerðarmála. Daga-
talið er til sölu á garn.is.
Samkvæmt heimildum DV var lán
1998 ehf. verðmetið á um 17 milljarða
króna af starfsmönnum skilanefndar
Kaupþings þegar lánið fór yfir í Nýja
Kaupþing sem í dag ber nafnið Arion
banki. „Þegar stóru lánin voru flutt frá
gamla bankanum yfir í nýja bankann
voru þau öll verðmetin. Það var í raun
áætlun um hvað fengist fyrir þau. Lán
fyrirtækja voru metin út frá sjóðs-
streymi, undirliggjandi eignum, fast-
eignum ef því var að skipta, líkum á
endurgreiðslu og EBIDTU margföld-
urum,“ segir heimildarmaður DV sem
vill ekki láta nafns síns getið. Ef Arion
banka tekst að fá meira en 17 millj-
arða króna fyrir lánið fer mismunur-
inn til skilanefndar Kaupþings.
30 milljarða afskriftir
1998 ehf., sem er móðurfélag Haga,
var stofnað sumarið 2008 og fékk þá
30 milljarða króna lán í evrum hjá
Kaupþingi samkvæmt lánabók Kaup-
þings sem birtist á vefsíðunni Wiki-
leaks. Miðað við lækkun krónunnar
stæði það lán í 48 milljörðum í dag.
Því er ljóst að skilanefnd Kaupþings
þarf væntanlega að afskrifa um 30
milljarða króna af skuldum 1998 ehf.
en það tjón mun væntanlega leggj-
ast á erlenda kröfuhafa. Á mánudag
fékk Arion banki tilboð frá Jóhannesi
Jónssyni kaupmanni,
erlendum fjárfest-
um og stjórnend-
um Haga um
fjárhagslega
endurskipu-
lagningu 1998
ehf. sem er móð-
urfélag Haga. Í yf-
irlýsingu frá Arion
banka kom
fram að samkvæmt tilboðinu komi
ekki til neinna afskrifta á skuldum
1998 ehf.
Þræta fyrir afskriftir
Í samtali við DV sagðist Finnur Svein-
björnsson, bankastjóri Arion banka,
ekki mega tjá sig um það hvort lán
1998 ehf. hefði farið yfir í Nýja Kaup-
þing, nú Arion banka, á 17 milljarða
króna. Bæði Finnur og Jóhannes Jóns-
son hafa fullyrt að ekkert verði afskrif-
að af skuldum 1998 ehf. DV sagði frá
því á mánudag að talið væri að erlend-
ir fjárfestar kæmu með sjö til tíu millj-
arða króna í nýtt hlutafé til 1998 ehf.
og fengju fyrir það 60 prósenta hlut í
fyrirtækinu. Ef þeir fá 60 prósenta hlut
fyrir tíu milljarða króna þá er fyrirtæk-
ið metið á 16,7 milljarða króna.
„Ég ansa ekki svona helvítis bulli.
Þetta á ekki við rök að styðjast og ég
ansa þessu ekki,“ segir Jóhannes Jóns-
son kaupmaður þegar blaðamaður
spyr hann hvort það sé ekki rétt að
skilanefnd Kaupþings hafi metið lán
1998 ehf. á 17 milljarða króna þeg-
ar það fór yfir í Nýja Kaupþing. End-
urskoðandi sem DV ræddi við taldi
ógerlegt fyrir 1998 ehf. að standa und-
ir 48 milljarða króna skuldum. „Þú
verður bara að fara eftir þeim,“ seg-
ir hann þegar hann er spurður hvort
ekki sé rétt að 1998 ehf. geti ekki stað-
ið undir 48 milljarða króna skuldum.
Fráleitt að þræta
Heimildarmaður DV segir það sæta
furðu að Finnur haldi því fram að ekki
komi til neinna afskrifta. Samkvæmt
skýrslu fyrir kröfuhafa Kaupþings
sem var uppfærð í október síðastliðn-
um kemur fram að mismunur á milli
eigna og skulda Nýja Kaupþings, nú
Arion banka, er áætlaður 38 millj-
arðar króna. Er um að ræða svokall-
að verðmatsbil. Heimildarmaður DV
segir að ef lán 1998 ehf. hefði farið yfir
í Nýja Kaupþing á 48 milljarða króna
en raunvirðið væri ekki nema 17 millj-
arðar króna myndi bara þetta einstaka
lán nánast sprengja verðmatsbilið fyr-
ir öll lán bankans. Það sé því fráleitt af
Finni að halda því fram að ekkert verði
afskrifað af skuldum 1998 ehf. „Regl-
an var sú að meta lán á sem réttustu
verði miðað við þær upplýsingar sem
lágu fyrir þegar þau voru voru metin.
Auðvitað vildi Arion banki hafa þetta
sem lægst svo að hann þyrfti ekki að
fara í afskriftir. Skilanefnd er hins
vegar að vinna fyrir erlenda kröfu-
hafa og þarf að sýna þeim að hún hafi
fengið sanngjarnt verð fyrir lánin,“
segir heimildarmaðurinn.
Óraunhæfur frestur
Samkvæmt yfirlýsingu frá Arion
banka er niðurstöðu vegna tilboðs frá
Jóhannesi Jónssyni og aðilum tengd-
um honum að vænta um miðjan jan-
úar. Heimildarmaður DV segir að það
sé í raun ótrúlegt að bankinn ætli að
taka sér svona langan tíma til að fara
yfir málefni 1998 ehf. „Það er ekki
eðlilegt, ef það þarf ekkert að afskrifa
af skuldinni, að taka svona langan
tíma. Ef þetta er sömu aðilarnir ættu
þeir að vita hvað þeir eiga fyrir. Ef það
koma nýir aðilar segir í verklagsregl-
um bankans að eigendur megi koma
inn með nýtt fé. Þá eru komnir ein-
hverjir allt aðrir aðilar. Eiga þeir ein-
hvern rétt á tveggja mánaða áreiðan-
leikakönnun. Verðmat liggur fyrir og
það hefur verið framkvæmt af mörg-
um mismunandi aðilum. Það þarf
ekki svona langan tíma vegna þess,“
segir heimildarmaðurinn.
Finnur Sveinbjörnsson
Jóhannes Jónsson
SkilaneFnd kaupþingS
aFSkriFaði 30 milljarða
annaS SigMundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Helvítis bull Jóhannes Jónsson
kaupmaður segir að það sé helvítis bull
að skilanefnd Kaupþings hafi metið lán
1998 ehf. á 17 milljarða króna.
tjáir sig ekki Finn-
ur Sveinbjörnsson,
bankastjóri Arion
banka, segist ekki
mega tjá sig um
hvað lán 1998 ehf.
var verðmetið á.
30 milljarða afskriftir Steinar Þór
Guðgeirsson, formaður skilanefndar
Kaupþings, og starfsmenn hans
þurfa væntanlega að afskrifa 30
milljarða króna af skuldum 1998 ehf.
katrín fyrirgefur
klámbúlluheimsókn
„Þetta er þeirra niðurstaða
og þeir reka þarna sjálfstæð
samtök. Ég hef komið mínum
sjónarmiðum á framfæri og
samtökin hafa beðist afsökun-
ar,“ segir Katrín Jakobsdóttir,
menningar- og menntamála-
ráðherra. Stjórn KSÍ hefur beðið
þjóðina afsökunar á för Pálma
Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ,
á klámbúllu í Sviss. Formlegar
siðareglur verða settar hjá KSÍ.
Femínistafélag Íslands, Samtök
um kvennaathvarf og Stígamót
fordæma niðurstöðuna.
Selur helming í
Skeljungi
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
hf. annast mögulega sölu á 49%
hlut í Skeljungi hf., S fasteignum
ehf., Ö fasteignum og Birgða-
stöðinni Miðsandi ehf. sem eru í
dag í eigu Miðengis ehf., dóttur-
félags Íslandsbanka hf.
Hentu Molotov-
kokteil í skilti
Á sunnudagskvöldið barst
lögreglunni í Vestmanna-
eyjum tilkynning um að
upplýsingaskilti, sem er við
útsýnispallinn í hlíðum Eld-
fells, stæði í ljósum logum.
Var ljóst að kveikt hefði verið
í skiltinu. Við rannsókn lög-
reglu bárust böndin fljótlega
að þremur mönnum um tví-
tugt sem höfðu keypt bensín
fyrr um kvöldið á einni af
bensínstöðvum bæjarins.
Í framhaldi af því voru þeir
boðaðir á lögreglustöð þar
sem þeir viðurkenndu við
yfirheyrslu að hafa kveikt í
skiltinu með því að henda
svokölluðum Molotov-kokteil
í skiltið. Gáfu þeir þá skýr-
ingu á hegðun sinni að þeir
hefðu verið í leit að spennu.
8 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir
Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt
af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi
17-26 okt.
Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32
Opið til 22:00 alla daga
Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, segir ekkert benda til þess að
embætti saksóknara hafi lekið upplýs-
ingum til fjölmiðla um mál Baldurs
Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneyt-
isstjóra.
Karl Axelsson, lögfræðingur Bald-
urs, ritaði langa grein í Morgunblaðið
í gær þar sem hann sakaði bæði Fjár-
málaeftirlitið og embætti sérstaks sak-
sóknara um að leka upplýsingum til
fjölmiðla. „Sá ítrekaði leki hefur svo
alltaf átt sér stað á þeim tímapunkti
þegar það hentaði ímyndarherferð
viðkomandi embætta best en
Baldri verst.“
Gunnar Andersen,
forstjóri FME, og sér-
stakur saksóknari
neita þessum áburði.
Ólafur Þór Hauks-
son, sérstakur sak-
sóknari, segir í yfir-
lýsingu að um tugur
manna hafi verið yf-
irheyrður í tengslum
við rannsókn
málsins.
Óskað var eftir kyrrsetningu eigna
Baldurs í tengslum við rannsókn á
meintum innherjasvikum hans er
hann seldi hlutabréf sín í Landsbank-
anum fyrir um 180 milljónir króna
dagana 19. og 22. september síðast-
liðinn. Kyrrsetningarmálinu lauk 13.
nóvember síðastliðinn og hófst um-
fjöllun fjölmiðla eftir það, segir í yfir-
lýsingu Ólafs. „Rannsókn málsins var
því orðin á vitorði fjölda manna utan
embættis sérstaks saksóknara og því
hæpið að fullyrða að um sé að ræða
leka frá embættinu.“
Glæpur FME meiri en Baldurs
Kyrrsetning eigna Baldurs er fengin
í tengslum við rannsóknarhagsmuni
og byggist á lögum um meðferð
sakamála. Í 88. grein laganna
segir að til tryggingar
greiðslu sektar,
sakarkostnað-
ar og upptöku
ávinnings,
sem aflað
hefur ver-
ið með broti,
getur lögregla
krafist kyrrsetn-
ingar hjá sakborn-
ingi ef hætta þykir á
að eignum
verði
ella
skotið
undan
eða
þær glatist eða rýrni að mun.
Karl Axelsson, lögfræðingur Bald-
urs, vísar til laga um verðbréfavið-
skipti, en þar eru margvísleg ákvæði
um innherjaviðskipti og upplýsinga-
skyldu. Hann vekur athygli á ákvæð-
um um upplýsingaskyldu og segir að í
þeim lagaákvæðum felist að innherja-
upplýsingar um félög, sem skráð eru á
verðbréfamarkaði, séu „ ...upplýsing-
ar sem skylt er að gera opinberar fyr-
ir almenningi. Teljast upplýsingarnar
til innherjaupplýsinga þangað til þær
hafa verið birtar.“ Rík skylda er með
öðrum orðum til þess að birta upp-
lýsingar opinberlega og tímanlega
þannig að almenningur hafi virkan og
jafnan aðgang að þeim.
Baldur á að hafa
fengið innherja-
upplýsingar á
fundum starfs-
hóps um fjár-
málastöð-
ugleika sem
hann átti
sæti í. Karl
bendir á að
hafi Bald-
ur fengið
þar í hendur
innherjaupp-
lýsingar hafi
verið skylt að
birta þær. Í
starfs-
Baldur Guð-laugsson
Styrmis Gunnarssonar
Stjórnvöld leyndu
innherjaupplýSingum
Jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Fyrrverandi forstjóri
FME Jónas Fr. Jónsson
hlaut að hafa sömu
upplýsingar og
aðrir um grafalvarlega
stöðu Landsbankans
síðastliðið sumar. FME
bar að birta þær.
Meintur innherji Baldur Guðlaugsson er grunaður
um innherjasvik. Margt bendir til þess að hann hafi
selt hlutabréf í skjóli afglapa sem FME framdi.
fréttir 25. nóvember 2009 miðvikudagur 9
„Við höfum engar áhyggjur af þessu.
Staða World Class hér hefur ekkert
breyst þó að einhverjar kennitölur
hafi breyst í rekstrinum. Það skipt-
ir okkur engu máli og kemur okkur
ekkert við,“ segir Haukur Geirmunds-
son, yfirmaður íþrótta- og æskulýðs-
mála Seltjarnarneskaupstaðar.
Vegna greiðsluþrots rekstrarfé-
lags World Class, Þreks ehf., hefur
rekstur líkamsræktarstöðvanna ver-
ið færður yfir til móðurfélags World
Class, Lauga ehf.
Viðskiptamannahópur og leigu-
samningar hafa verið færðir til bjarg-
ar rekstrinum. Líkamsræktarstöð
World Class á Nesinu færist einnig
yfir á aðra kennitölu en samkvæmt
upplýsingum frá bænum eru kenni-
tölur beggja fyrirtækja, annars veg-
ar hins greiðsluþrota fyrirtækis
Þreks ehf. og hins vegar móðurfélags
World Class, Lauga ehf., að finna í
samstarfssamningi.
Haukur staðfestir að World Class
hafi tilkynnt bæjarfélaginu kenni-
tölubreytingu. „Okkar samskipti hafa
ekki breyst enda erum við með sam-
starfssamning við bæði félögin. Í dag
er staðan ósköp eðlileg en ef eitthvað
annað kemur í ljós fáum við lögfræð-
ing til að skoða það,“ segir Haukur.
trausti@dv.is
World Class óbreytt á Nesinu
hópnum sat einnig fulltrúi Fjármála-
eftirlitsins. FME var lögum samkvæmt
skylt að tryggja að slíkar upplýsingar
yrðu birtar.
Sé sá möguleiki raunverulega fyr-
ir hendi að tilkynningaskyldar upp-
lýsingar hafi komið fram á fundi
umrædds starfshóps um fjármála-
stöðugleika ber sérstökum saksókn-
ara, að mati Karls, að hefja rannsókn
á því hvort starfsmenn Fjármálaeftir-
litsins hafi sinnt starfsskyldum sínum
á fundum sem þeir sátu sjálfir. „Þetta
sakarefni sýnist vera miklu brýnna en
sakirnar á hendur ráðuneyt-
isstjóranum fyrrverandi.“
Karl er þó ekki viss
um að fram hafi kom-
ið innherjaupplýs-
ingar á umræddum
fundum fyrir og eftir
1. september í fyrra
aðrar en þær sem allir
höfðu.
Landsbankinn í öndunarvél á
miðju sumri
Upplýsingar, sem birtar eru í Umsá-
trinu, nýrri bók Styrmis Gunnarsson-
ar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs-
ins, vísa flestar til þess að stjórnvöld,
en fyrst og fremst Seðlabankinn og
Fjármálaeftirlitið, hafi vitað meira um
alvarlega stöðu bankanna og mun fyrr
en talið hefur verið. FME dró þó held-
ur úr vandanum þótt alvarlegar at-
hugasemdir hefðu komið frá breska
fjármálaeftirlitinu. Þannig liggja fyrir
upplýsingar um mjög hörð og afdrátt-
arlaus samskipti milli breska fjármála-
eftirlitsins og Mervyn King, seðla-
bankastjóra Englandsbanka, annars
vegar og Seðlabanka Íslands og FME
hins vegar. Þá liggur einnig fyrir að
aðrir seðlabankar og fjármálaeftirlit-
ið í Hollandi höfðu allt á hornum sér
enda byrjaði Landsbankinn að safna
sparifé í Hollandi svo seint sem 29.
maí 2008, innan við þremur mánuð-
um áður en í óefni var komið.
Að því er fram kemur í bók Styrmis
voru Landsbankamönnum settir úr-
slitakostir af hálfu Breta um að flytja
yrði Icesave í dótturfélag Landsbank-
ans í Bretlandi og þar með í þarlenda
lögsögu fyrir lok ágústmánaðar í fyrra.
„Náist ekki samkomulag verði starf-
semi Landsbankans í Bretlandi stöðv-
uð.“
Ótrúverðugur Seðlabanki
Samkvæmt upplýsingum Styrmis
fylgdi sá böggull skammrifi að flytja
þurfti fimmtung eiginfjár Landsbank-
ans til Bretlands sem tryggingu á
móti Icesave-innstæðunum. Bankinn
þurfti því á hundraða milljarða króna
láni að halda sem vonlaust virtist vera
að fá erlendis.
Í frásögn Styrmis höfðu eftirfar-
andi boð komið frá breska fjármála-
eftirlitinu þegar í lok júlí í fyrra: „Efna-
hagsástandið á Íslandi er að okkar
mati verra en þið viljið halda fram
og í því felst að áhættan fyrir breska
innstæðueigendur í Landsbankan-
um er meiri. Við teljum ekki að Seðla-
banki Íslands geti verið lánveitandi til
þrautavara eða að hann geti fjármagn-
að innstæðukerfið íslenzka.“
Leyndu stjórnvöld innherjaupp-
lýsingum?
Karl Axelsson getur ekki um upplýs-
ingar Styrmis í grein sinni. Fullyrða
má hins vegar að Baldur hafi haft þær
undir höndum. Hafi þær bent sterk-
lega til þess að Landsbankinn væri í
vonlausri stöðu og því sem næst kom-
inn í öndunarvél var um innherjaupp-
lýsingar að ræða sem Fjármálaeftir-
litinu var skylt að birta en gerði ekki.
Augljóslega var þarna um að ræða
upplýsingar sem gátu haft áhrif á gengi
hlutabréfa í bankanum. Allir hluthafar
eiga lögum samkvæmt að standa jafn-
ir frammi fyrir slíkum upplýsingum,
hvort sem þær hafa áhrif til hækkunar
eða lækkunar á gengi hlutabréfa.
Gegn þessu stendur að hvorki
FME, Seðlabankinn né stjórnvöld
þóttust með góðu móti geta birt svo
alvarlegar upplýsingar vegna hættu á
áhlaupi á Landsbankann og um leið
sett aðra banka í stórhættu.
Þannig má álykta að embættis-
menn og stjórnvöld hafi talið sig
hafa upplýsingar í höndum
sem þau neyddust með ólög-
legum hætti til þess að halda
leyndum. Lögfræðingar, sem
DV hefur leitað til, telja enga
heimild í lögum til þess að
víkja frá lagabókstafn-
um í þessu efni.
Hafi þær bent sterk-
lega til þess að Lands-
bankinn væri í von-
lausri stöðu og því sem
næst kominn í öndun-
arvél var um innherja-
upplýsingar að ræða
sem Fjármálaeftirlit-
inu var skylt að birta
en gerði ekki.
Alvarlegri staða en menn
héldu Styrmir Gunnarsson birtir
í bók sinni upplýsingar sem
sanna að stjórnvöld máttu vita
fyrir víst um mitt sumar í fyrra að
Landsbankinn var á heljarþröm.
Sérstakur saksóknari Ólafur Þór
Hauksson vísar á bug ásökunum
um að hafa lekið upplýsingum um
kyrrsetningu eigna Baldurs.
2 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
opið mán-fös 10-18, lau 10-14
Teg. Suzanna - virkilega flottur
“push up” í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Amelia - glæsilegur “push
up” í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Melange - rosa fallegur
“push up” D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 6.885,-
Teg. Suzanna
Teg.Amelia
Teg. Melange
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Stjórnvöld leyndu
innherjaupplýSingum
löggan
vaktar fjögur
vændishús
17.000
þrælar í
Banda-
ríkjunum
Bækur
fréttir
þorgrímur
drekkti
evu joly
fréttir
neytendur
tuBorg
BeStur
erlent
húsrannsókn á BYR og MP Banka:
BækurSíðaSta
fullnægingin
31 milljarður
afSkrifaður
dv.is
miðvikudagur og fimmtudagur 25. – 26. SEPTEMBER 2009
dagBlaðið víSiR 156. TBl.
99. áRg. – vERð kR. 395
Slapp við
gjaldþrot
jón þorSteinn jónSSon
og fleiri fyrrverandi
Stjórnarmenn grunaðir
jón var einn nóatúnS-
manna Sem tóku Barnalán
Byr lánaði til að kaupa
Bréf af Stjórnarmönnum
Stjórnendur Sluppu við
perSónulegar áByrgðir
mp Banki loSnaði við Bréf
fréttir
dv Bragðar jólaBjórinn
fréttir
naut góðS af
viðSkiptunum
rannSakar lán
ByrS til exeter
var Búinn að
miSSa Bréf Sín
Bók
aBl
að
RUDDIST INN Á
FUND RÁÐHERRA
Sigurþór Hallbjörnsson ljósmyndari,
oftast kallaður Spessi, ruddist inn á
f d félagsmálaráðherra, Árna Páls
Ár so ar, og hélt yfir honum þrumu-
ræðu. Ræðuna lét hann ekki aðeins
gossa á ráðherrann heldur sátu fund-
inn allir helstu forystumenn atvinnu-
lífsins hér á landi.
Atburðurinn átti sér stað í síðustu
viku þegar Spessi, ásamt félaga sín-
um, vonaðist til að hitta á Yngva Örn
Kristinsson, fyrrverandi forstöðu-
mann hagfræðisviðs Landsbankans
og starfsmann félagsmálaráðuneyt-
isins, og veita honum siðbót. Siðbót
þessi er í formi bótar sem hægt er að
sauma á fatnað og eru skilaboð til við-
komandi um að bæta ráð sitt siðferð-
islega. Yngvi Örn krefst 230 milljóna
króna í laun frá þrotabúi Landsbank-
ans og hefur verið gagnrýndur talsvert
fyrir kröfu sína. Félagarnir tveir voru
óheppnir að þessu sinni því hann var
ekki staddur í ráðuneytinu.
Hafði ekki tíma
„Við félagarnir vorum þarna komnir
til að gefa Yngva Erni siðbót, eiginlega
siðbót til að sauma á fötin sín. Þegar
við kom- um í ráðuneytið var hann
ekki við og fyrir til-
viljun hitti ég á
ráðherrann.
Ég skammaði
hann sam-
stundis fyr-
ir það að
hafa ráðið til
sín siðleys-
ingja í ráðu-
neytið en
hann hafði
engan tíma til að tala við mig. Árni Páll
gekk því í burtu og inn á fund. Ég varð
pínu reiður og ákvað bara að ryðjast
inn á fundinn en laumaði mér inn um
aðrar dyr,“ segir Sigurþór.
„Ég elti ráðherrann þannig inn á
fundinn og þegar þangað var komið
sat öll félagsmálaelítan fyrir framan
mig. Þarna voru allir forkólfar atvinnu-
lífsins. Ég ákvað að nota tækifærið og
messaði bara yfir þeim öllum. Ég lét
þá bara heyra það og tók mér nokkrar
mínútur í það.“
Jaðrar við dónaskap
Á fundinum voru meðal annars, fyr-
ir utan félagsmálaráðherra, Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands, og Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins. Sigurþór segir fundarmenn hafa
tekið innrásinni með ró en gefur lítið
fyrir svör þeirra við þrumuræðu sinni.
Aðspurður telur hann eðlilegt að allir
helstu gerendur bankahrunsins verði
að víkja. „Svörin sem ég fékk voru þau
að þeir væru allir að vinna í þessum
málum en staðreyndin er sú að það er
nánast ekkert búið að gera. Nú er fólk
að missa húsin sín úti um allt og stað-
an er virkilega slæm. Menn eru ekki
alveg vaknaðir eftir hrunið því flestir
gerendurnir eru enn á sínum stöðum í
kerfinu. Í bönkunum eru ennþá sömu
gerendurnir og þeir verða að fara að
sýna fólki þá virðingu að það voru þeir
sem klúðruðu málunum en ekki fólkið
í landinu. Mér finnst framkoma í garð
almennings jaðra við dónaskap,“ segir
Sigurþór.
Gerir það sem þarf
Eftir að hafa hellt úr skálum reiði sinn-
ar var Sigurþór vísað á dyr en félags-
málaráðherra tókst að lokka hann út
úr húsinu með loforði um fund á næst-
unni. Sigurþór útilokar ekki að ryðjast
inn á fleiri fundi hjá ráðherrum. „Ég
sagði bara við þá; ég fer ekki neitt því
ég þarf að ræða aðeins við ykkur. Eftir
að hafa hellt úr skálum reiðinnar í smá
stund var mér vísað út. Þegar ég var
búinn að messa smá yfir þeim sagði
Árni Páll við mig að hann vildi hitta
mig. Þannig að ég fékk út úr þessu
fund með ráðherra og ég vona að hann
standi við það loforð í næstu viku. Ég
er ánægður með að fá þann fund því
eftir þann fund vonast ég til þess að allt
muni breytast,“ segir Sigurþór.
„Mér fannst mjög flott, ekki bara
að hitta á ráðherra fyrir tilviljun, að
hitta á alla elítuna á einu bretti. Ég
viðurkenni að ég var svolítið reiður en
þannig líður mér bara. Ég nenni ekki
lengur að hanga stöðugt á einhverj-
um stöðum heldur er miklu betra að
ryðjast bara inn á fundina. Ég mæli
með því. Fólk á til dæmis að fara bara
beint inn í bankana og heimta aðgerð-
ir. Sjálfur geri ég bara það sem ég þarf
til að koma mínum skilaboðum áleið-
is. Ég er ekki búinn að plana að ryðj-
ast inn á fleiri ráðherra en ef ég þarf að
ræða við einhvern fer ég bara beint á
staðinn.“
TrauSTi HafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Ég sagði bara við
þá; „ég fer ekki
neitt því ég þarf
að ræða aðeins
við ykkur.“ Eftir að
hafa hellt úr skál-
um reiðinnar í smá
stund var mér vís-
að út.“
uppreisnarmaður Spessi
helti úr skálum reiði sinnar
á fundi félagsmálaráðherra
á dögunum. Hann vonast
til þess að fundur með
ráðherra breyti öllu.
Vísað út Eftir nokkurra mínútna þrumu-
ræðu ljósmyndarans náði Árni Páll honum
út úr ráðuneytinu með loforði um fund.
Á fullu Vilhjálmur
og aðrir fundar-
menn sögðust
vera að vinna í
málunum.