Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 6
Sandkorn n Bókin Skuldadagar eftir skopmyndateiknarann Halldór Baldursson kom út í vikunni. Þar hefur Halldór safnað sam- an skrípamyndum sínum um efnahagshrunið sem marg- ar hverj- ar eru eins og hinar bestu frétta- skýringar þannig að ætla má að ekki hafi komið út skemmti- legri bók um ástandið. DV hefur haft spurnir af því að til standi að blása til útgáfuteitis í næstu viku þangað sem öllum sem við sögu koma í bókinni er boðið. Eðli málsins samkvæmt eru Davíð Oddsson og Geir H. Haarde fyrirferðarmiklir í bókinni og fróðlegt verður að sjá hvort ritstjóri Morgunblaðs- ins, sem einmitt birtir myndir Halldórs reglulega, láti sjá sig í gleðskapnum ásamt sínum gamla félaga Geir Haarde. n Bókaútgefendur virðast mega vel við una í kreppunni þar sem jólavertíðin hefur farið vel af stað þannig að bókin virðist halda sínu. Frá Forlaginu hefur heyrst að nú þegar séu sjö titlar farnir í endurprent- un sem mun vera eins- dæmi þar sem áður hefur verið sjaldgæft að bækur séu endurprentaðar fyr- ir 1. desember. Á meðal þeirra bóka sem hefur þurft að prenta aftur nú þegar eru ævisaga Snorra Sturlusonar, Karlsvagn Kristínar Mörju og ný ung- lingabók Þorgríms Þráinsson- ar þar sem sjálfri Evu Joly er komið fyrir kattarnef. n Bankastjóri Arion-Kaup- þings á einkar skrautlega fortíð og margir setja spurn- ingamerki við þá ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar, þáverandi ráðherra, að ráða hann yfir ríkisbankann. Finn- ur Hjörleifsson var bankastjóri Icebank þar til í desember 2007 þegar hann var rekinn og 850 milljóna króna kúlulán þurrkaðist út. Bankinn fór svo á hausinn, rúmlega hálfu ári síðar, við bankahrunið 2008 og má segja að bankinn hafi gegnt lykilhlutverki við að gera Seðlabankann gjaldþrota. Gjaldþrotið kostaði Seðla- bankann um 150 milljarða króna vegna taps á endur- hverfum viðskiptum þeirra á milli. 6 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir SJÓRÆNINGJAAKSTUR MEÐ STOLNUM SKILTUM Leitað hefur verið til lögreglu vegna sjóræningjaaksturs leigubíla um helgar. Leigubílstjór- ar hafa miklar áhyggjur því bílarnir séu í misjöfnu ástandi og lítið sé vitað um ökumenn- ina. Fólk er beðið um að fara varlega og vonast er til að enginn harmleikur hljótist af. Leigubílstjórar hafa áhyggjur af vax- andi fjölda útlendinga sem bjóða upp á sjóræningjaakstur á einkabíl- um. Borið hefur á því að leigubíla- skiltum hafi verið stolið af bílþökum leigubíla undanfarið. „Fólk verður að gæta sín verulega og ég vara við hættunni sem fylgir þessum sjóræningjaakstri. Ég þekki meira að segja dæmi þess að skiltum hefur verið stolið ofan af bílunum. Það veit enginn hvernig menn þetta eru og því miður er þetta bara byrj- unin á því sem koma skal,“ segir Sæ- mundur Sigurlaugsson, stöðvarstjóri Hreyfils-Bæjarleiða. Samkvæmt heimildum DV bíða sjóræningjabílarnir færis við hlið Menntaskólans í Reykjavík við Amt- mannsstíg og krækja sér í farþega í þau skipti sem enginn leigubíll er í biðstæði. Það er ekki aðeins svört atvinnustarfsemi og stolin skilti sem leigubílstjórarnir hafa áhyggjur af. Þeir óttast einnig slæmt ástand þeirra bíla sem notaðir eru í akstur- inn og að erfitt geti verið að rannsaka atburði komi eitthvað slæmt fyrir far- þega þegar ekki sé um eiginlegan og merktan leigubíl að ræða. Leitað hef- ur verið liðsinnis lögreglu. Miklar áhyggjur Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Frama, bendir á slæma reynslu í nágrannalöndunum. Hann hefur áhyggjur af því að harm- leikur kunni að verða stöðvi lögreglan ekki sjóræningjaaksturinn. „Reynslan í kringum okkur hefur sýnt að svona löguðu hafa fylgt rán, dópsala og nauðganir. Vonandi endar þetta ekki með neinum slíkum harmleik hér á landi. Við vitum ekkert um þessa menn og farþeginn gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hættunni. Þannig er líka mjög erfitt að rekja þetta ef eitt- hvað slæmt kemur fyrir. Þá er það mjög sennilegt að bílarnir séu í slæmu ástandi,“ segir Ástgeir. „Það hefur aukist að útlendingar stundi þetta en það eru Íslendingar í þessu líka. Við höfum leitað til lög- reglunnar vegna málsins og hún ætl- ar að fara í málið. Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu og viljum koma í veg fyrir þetta hið fyrsta.“ Varar við Sæmundur segir það sem hann kall- ar sjóræningjaakstur lengi hafa tíðk- ast hér á landi en nú hafi hann færst í vöxt hjá útlendingum. Hann bið- ur fólk um að hafa varann á. „Þessu fylgir hvílík hætta og við vitum ekk- ert hvað við erum að kalla yfir okk- ur með því að láta þetta viðgangast. Reynslan af þessu í nágrannalönd- unum er slæm og því hef ég miklar áhyggjur. Að keyra leigubíl er ábyrgð- arstarf og því ótækt að eitthvert lið stundi þetta. Þetta er mjög alvarlegt mál og fer bara vaxandi. Fólki ber að gæta þess að fara inn í merkta leigu- bíla. Mér sýnast þetta vera mikið til sömu gæjarnir sem standa í þessu. Ég hef einnig heyrt af því að bílarnir séu í afar misjöfnu ástandi og bölv- aðir skrjóðar sumir.“ TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Reynslan í kringum okkur hefur sýnt að svona löguðu hafa fylgt rán, dópsala og nauðganir. Vonandi endar þetta ekki með neinum slíkum harmleik hér á landi.“ stela skiltum Dæmi eru um að leigu- bílaskiltum hafi verið stolið af leigubílum. Þrek ehf., greiðsluþrota rekstrarfélag World Class á Íslandi, skuldar Lands- bankanum níutíu milljónir króna í húsaleigu samkvæmt heimildum DV. Skuldin er tilkomin vegna húsaleigu líkamsræktarstöðvarinnar í Laugum og eru rúmar sextíu milljónir í skuld vegna stöðvarinnar sjálfrar. Afgangur skuldarinnar er til- kominn vegna húsaleiguskulda dótt- urfélaga World Class, annars vegar Lauga-Spa ehf. og hins vegar Þrek kaffi ehf. Fyrrnefnda félagið skuldar rúmar sex milljónir í leigu og hið síðarnefnda rúmar tuttugu milljónir. Eftir því sem DV kemst næst hafa þessar húsaleigu- skuldir orðið eftir í hinu greiðsluþrota félagi. Húsaleigusamningnum hef- ur verið rift af hálfu bankans en kröf- ur bankans um vangoldna húsaleigu snúa áfram að greiðsluþrota félaginu. Samningur um húsaleigu var síðan færður yfir á aðra kennitölu, móður- félag World Class, Laugar ehf. Björn Leifsson, annar eigandi World Class, hefur sagt kennitölu- breytingu fyrirtækisins framkvæmda til bjargar rekstrinum hér á landi eft- ir ævintýralega lélegar ráðleggingar við útrásarverkefni þess í Danmörku. Skuldir Þreks ehf. nema nærri millj- arði króna og boðaðar hafa verið málshöfðanir á hendur fyrirtækinu vegna vanefndanna. Sé horft til þess- ara húsaleiguskulda er ljóst að það eru ekki eingöngu útrásarskuldir sem skildar eru eftir í greiðsluþrota félag- inu heldur líka venjubundnar rekstr- arskuldir World Class á Íslandi. trausti@dv.is Greiðsluþrota félag World Class skuldar háa húsaleigu: Nærri hundrað milljóna skuld Miklar skuldir Greiðsluþrota félag World Class skuldar Landsbankanum háar fjárhæðir í húsaleigu. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.